Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Gerizt áskrifendur að Tlmanum. Hringið í sima 12323. 70. tbl. — Föstudagur 25. marz 1966 — 50. árg. PRINS PHILIP KOM IGÆR-FER f DAS KT—Reykjavík, fimmtudag. Um sjöleytið í kvöld lenti á Reykjavíkurflugvelli flugvél skrýdd fánum íslands og hertog ans af Edinborg. Kom hún hingað frá Goose Bay í Kanada, en hafði haft viðkomu í SyðriStraumfirði á Grænlandi. Með vélinni var Filip us prins ásamt fylgdarliði sínu. Hópur af fólki hafði safnazt saman við afgreiðslu Flugfélags íslands, er vélin rann upp að henni, en á móti prinsinum tóku m. a. sendiherra Breta. Mr. Hal ford McLeod og handhafar for- setavalds, dr. Bjarni Benediktsson Gissur Bergsteinsson og Birgir Finnsson. Þá var viðstaddur lög reglustjórinn í Reykjavík, Sigur jón Sigurðsson, svo og Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri og starfs menn brezka sendiráðsins. Heils- aði prinsinn þessum mönnum með mestu virktum, leit óþolinmóðlega til blaðamanna og veifaði síðan glaðlega til mannfjöldans, sem veif aði til baka. Að kveðjum loknum gekk Prins Philip með forsætisráðherra að bifreið hins síðarnefnda, sem stóð nærri, og síðan ekið til ráðherra bústaðarins, þar sem prinsinn hafði stutta viðdvöl, áðu en hann hélt til bústaðar brezka sendiherr ans við Laufásveg. Um kl. 19.45 fór hinn tigni gestur síðan til ráðherrabústarar ins, þar sem honum var haldið kvöldverðarboð með ráðherrum og brezka sendiherranum. Framhakl a 14. síðu Bjarnl Benediktsson, forsætisráðherra, heilsar Philip prins á Reykjavíkurflugvelii. Frakkland mun ekki gera griðasáttmála við Rússa NTB-París, IGÞ—Reykjavík, fimmtudag. . Lyndon Johnson, forseti Banda ríkjanna, hefur skýrt Charles de Gaulle, forseta Frakklands, frá því, að ákvörðun frönsku stjórn arinnar, um að taka ekki þátt í sameiginlegri herstjórn Norður- Atlantshafsbandalagsins, sé mjög alvarleg fyrir öryggi bandalags- ins. Samkvæmt öruggum heimild um í Washington, hefur Banda- rikjastjórn farið þess á leit við Frakka, að þeir leggi fram ákveðn ar tillögur um framtíðarskipulag NATO. Þessar tillögur hafa enn ekki borizt. Bandaríkjastjórn mun telja, að það sé til lítils fyrir sig að leggja fram tillögur í málinu, þar sem þær muni lítinn árangur bera, og hefur því valið þann kostinn að bíða og sjá hvað Frakk ar hafa í huga. Vill Johnson, að bandalagsrikin ræði síðan tillögur de Gaulle á sameiginlegum íundi. í ræðu, sem Johnson forseti hélt í Washington í dag, sagði hann, að verði hægt að ná fullum sátt um í deilumálum eftirstríðsáranna í Evrópu, þá sé það einungis með samstöðu bandalagsríkjanna. Og kæmi til þess, að þessi samstaða rofnaði, gætu deilumálin bomist á nýtt hættustig fyrr en varði. NATO í dag yrði að grundvallast á reynslu fortíðarinnar. „Vð höf um eina sameiginlega hættu — klofningu, — og eina tryggingu — einingu“, sagði forsetinn, sem lét í ljsi þá von sína, að ekkert aðild arríki myndi um langan tíma gefa upp á bátinn þátttöku í sameigin legum málefnum NATO-ríkjanna, og skyldur sínar við bandalagið. — „Staða virðingar og ábyrgðar mun bíða sérhvers bandamanns, sem ákveður að taka aftur þátt Framhaid a 14. síðu Munu brátt fegra Stalín NTB—Moskvu, fimmtudag. Sovézkir kommúnistar fá að líkindum í næstu viku boð um hæga og varkára endurskoðun á hlutverki því sem Josef Stalín hafi gegnt í sögu Sovétríkjanna. Aftur á móti er lögð áherzla á, að hér sé ekki um form Iegan þvott á Stalín að ræða, sem var æðsti maður Sovét ríkjanna í 29 ár þar til hann lézt 1953. Það var á 20. þingi sovézka kommúnistaflokks- ins, að Krústjoff, sem þá var aðalritari floikksins, skapaði orðtakið presónu- dýrkun, sem brátt táknaði í hugum manna hreinsanir, fangabúðir skyndilegar hand tökur og morð tryggra kommúnista. í dag er sagt, að sögn áreiðanlegra heim ilda í Moskvu, að skoðun Krústjoffs hafi verið þröng sýn og einhliða. Segja heim ildirnar, að hin nýja kenn ing sovézkra leiðtoga verði, að Stalin hafi vissulega orð ið á mistök, og að hann hafi vissulega gripið til ó- löglegra aðgerða, en á Stalínstímanum hafi flokk urinn og þjóðin einnig unn ið mikla sigra í uppbygg ingu sovézka ríkisins. í rúmt ár hefur verið Framhald á 14. síðu. Undirbúningur grá- sleppuveiða hafinn VANTRAUSTIÐ Röð flokkanna við útvarpsumræðurnar í kvöld um vantraust ið á ríkisstjórnina verður: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur. Hver þingflokkur hef ur 55 mín. til umráða í þremur umferðum. Ræðumenn Fram sóknarflokksins verða Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Helgi Bergs. SJ—Reykjavík, fimmtudag. Mildll viðbúnaður er nú hjá þeim sem ætla sér að gera út á grásleppuveiðar i vor. Segja má að grásleppan sé veidd fyrir öllu Norðurlandi, og ef vel vciðist, getur hún gefið mjög góðar tekj ur í aðra hönd. Þannig komust hörðustu grásleppufangararnir hátt í tvö hundruð þúsund króna tekjur á rúmum mánuði á vertíð inni í fyrra. Enn er ekkert hægt að segja um væntanlegt markaðsverð á grásleppuhrognum ytra, það eru Danir og Þjóðverjar sem hafa keypt þau af okkur fram til þessa. Markaðsverðið kynni lika að ákvarðast af því hvernig veiðam ar ganga hjá okkur og þeim þjóð um er keppa á sömu mörkuðum og við. Svo mikið er vist, að margir hyggja gott til fanga á grásleppu miðunum, sem eru erjuð á tíma bilinu marz til maíloka. Húsvík ingar. Tjörnesingar og Kópaskers búar veiða mikið af grásleppu, enn fremur Hólmvíkingar. Hér sunn anlands hefst grásleppuveiðin ekki fyrr en í apríl. Hjá tilraunastöð SÍS hafa grá- sleppuhrogn verið lögð niður í 50 gr. 100 gr. og 1 kg. dósir og salan gengið vel. Þar hefur einn ig verið gerð tilraun til að reykja grásleppuna, en sú tilraun hefur ekki gefið góða raun. Aftur á Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.