Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. marz 1966 TÍMINN snjóbrautin verður þá strax hörð og þétt. Þessi mikli styrkleiki í samanþjöppuðum, krömum snjó, stafar af hárpípukrafti. Þjöppuð snjóbraut fær fljótt furðumikinn burðarmátt, jafnvel þótt farartækið, sem þjappar sé létt. En það er vegna þess að þjöppunin eykur og hraðar um- myndun í snjónum, sem leiðir til aukins styrkleika. Styrkleikinn er háður þéttleika brautarinnar og hitastiginu. í ný- þjappaðri braut er eðlisþunginn 0,3 til 0,4 og þá er þol hvers fer- sentimetra um 10 kg. þegar frostið er eitt stig en um 15 kg. I 10 stiga frosti. Skjótt vex eðlisþungi snjóbrautarinnar upp í 0,5 til 0,7 og þá hefur burðarmátturinn meira en tvöfaldast. Belta-dráttarvélar og snjóbílar sem þrýsta aðeins með 0,1 til 0,3 kg á hvem cm2 eiga að sjálfsögðu greiðan gang eftir slíkum vegum, en einnig tveggja og þriggja drifa hljólabifreiðar, meira að segja venjulegar vörubifreiðar, en þó því aðeins að frost séu stöðug, enda segir reynsla Norðmanna „í hér- uðum þar sem vetrarveðrátta er breytileg, er ekki rétt að ráðleggja hjólafarartæki á þjöppuðum snjó- brautum." Af þessu má draga þá ályktun, að þjappaðar snjóbrautir eiga fyrst og fremst rétt á sér á Norður- og Austurlandi og í öðrum lands- hlutum inn til dala. Hagkvæmustu farartækin við þjöppun snjóbrauta eru dráttarvél- ar á svonefnd. hálfbeltum og slkíð um að framan í stað framhjóla. Miðj a vegu milli fram- og aftur- hjóla sitja belgvíð gúmmíhljól, sitt á hvorri hlið; yfir afturhjólið og þetta aukahjól (boggihjól) er belt- ið sett, það nefnist hálfbelti. Þenn an útbúnað má setja á allfiestar dráttarvélar bænda. Þá þrýsta þær niður í snjóinn með þunga frá 100 til 150 gr. á hvern cm2, þ.e.a.s. aðeins það hálfa á við gangandi mann, og eiga auðvelt með að kom ast áfram í lausum snjó. Nú er einnig að koma á markaðinn svo- nefnd heilbelti. Þau hafa það um- fram hálfbeltin, að þau lykja um framhjólin líka. Þar með eru skíð- in úr sögunni og er það mikill kostur, því að skíðaútbúnaður hæf ir ekki ísl. staðháttum og skal vikið að því síðar. Fram til þessa hefur allur belta- útbúnaður bæði á dráttarvélum og snjóbílum verið nokkuð fálmkennd ur, en nú hefur reynsla sýnt, hvað þarf að varast. Þegar snjórinn er fínkornóttur og hitastigið í honum —3 til 5°C og lofthitinn örlítið lægri, t. d. +5 til —7°C, þá er hætta á að snjór hnoðist innan á beltin, svo að vandræði hljótist af. Vatnshimna er á snjókornunum og en svo, að snjó festist í beltunum. Ef eigi er að gáð, getur svo fariðj að beltin slitni eða öxlar bogni inn á við. Þorbjörn Arnoddsson, Seyðisfirði Ihsfur nokkra undanfarna vetur ann ast mjólkurflutninga ofan af Hér aði til Seyðisfjarðar. Yfir hinn ill- ræmda fjallveg Fjarðarheiði er að fara. Fyrst framan af hafði Þor-, björn visil, sem er skriðbíll á heil- j beltum, sömu tegundar eins og, Fransk-ísl. Vatnajökulsleiðangur- inn notaði 1951. Það kom æði oft fyrir, að í undirhlíðum Fjarðar- heiðar hlóðst snjór í beltin, svo að allt virtist ætla að stranda, en svo getur átt sér stað örlítil bráðn un undir beltunum vegna þrýstings og núnings, vatnið frýs svo aftur uppi í kalda loftinu. Til þess að losna við þennan ókost mega belt- in ekki hafa neinn sléttan málm- flöt að innanverðu, heldur þurfa allir málmfletir að vera ávalir. T. d. eru bombardierbeltin, sem eru Kanadisk, laus við þennan hvim- leiða galla.Þau eru úr tveim gúmmí reimum, sem sveigjast og teygjast og sprengja af sér allan ís og snjó, líkt og ísingarvari á flugvélum. Á milli gúmmíreimanna eru íhvolf stálþverbönd og snýr bungan inn. Nokkrar nýjar tegundir belta með keðjum í stað gúmmíreima hrinda snjónum einnig frá sér. Þegar drif hjól beltavéla eru úr málmi og griptennur beltanna sömuleiðis, er hætta á, að snjór hnoðist á drif- hljólið þegar frost er nokkru meira áfram tókst Þorbirni þó að þokast, og nokkuð uppi í hlíðarslakkanum losnaði snjórinn úr beltunum, en þá tók ekki betra við, því að snjór- inn hlóðst á tennur drifhljólsins, loks uppi á háheiðinni var bezta færi. Fjarðarheiði er 600 m há, hitamismunur þar og á Seyðisfirði getur verið allt að 10 stigum. Þor- björn setti sköfu á skriðbíl sinn til að skafa snjóinn úr drifhjólinu og losnaði á þann hátt við þau vandkvæði. Nú á Þorbjörn Bom- bardier-snjóbíl á breiðuim beltum og snjór hleðst aldrei í þau. Samt hefur Þor- björn tjáð mér, að enn mætti bæta farkostin'n. Það væri nauðsynlegt, að snjóbilar, sem notast eiga á fjallvegum hafi hliðartengsl, því að þá væri unnt að fara meiri hliðar halla heldur en á þeim snjóbílum, Framhald á bls. 13. DALSHEIÐI OG EFTIRlflTIR — Svar til Guðmundar P. Ásmundssonar, Krossi. Hvað er rétt? spyr Guðmundur á Krossi í grein í „Tímanum" 1. marz s.l. Það er ekki allt rétt, sem hann skrifar í þessa smágrein sína. Hann tínir saman frétta- klausur og býr til úr þeim skáld- sögu, byggða á sannsögulegum heimildum. Þá er fyrst að taka fréttirnar um eftirleitir. Þær vory í bæði skiptin farnar á Vesturöræfi, aust an Jökulsár á Dal, sem er afrétt Fljótsdalshrepps og Jökuldæling- ar, sem ferðirnar fóru. Mér þykir ólíklegt, að Fljóts- dælingar skilji eftir fé að gamni sínu, og ómaklegt finnst mér, að Jörgen heitinn Sigurðsson gangna foringi þeirra um árabil, sem and aðist eftir fyrstu göngur í haust er leið, fái svona eftirmæli af ó- viðkomandi mönnum. Þeir menn, sem farið hafa í þess ar eftirleitir hafa ekki tekið krónu í fundarlaun. Þeir hafa látið sér nægja ánægjuna af að fara inn á öræfi og bjarga fé frá að verða tófu að bráð eða deyja hungur- dauða í illviðrum. Það eru til menn á íslandi, sem hugsa ekki eingöngu í krónum. Grenjavinnsla á Vesturöræfum heyrir undir Fljótsdalshrepp og hef ég enga hugmynd um, hvemig henni er háttað og hef aldrei sent neinar fréttir þar að lútandi. Eins vil ég taka það fram, að þau tólf ár, sem við erum búin að búa í Kiausturseli, hefur tófa aðeins einu sinni legið í greni í landi Klaustursels og hafði aðeins drep ið fá lömb áður en grenið var unnið með skotvopni. Menn úr Fellahreppi smala hluta af Klausturselsheiði og mun þeim tæpast nokkur akkur í að skilja eftir fé viljandi til að finna í eftirleitum. Hér er verið að leita að fé í heiðum allt haustið og aldrei tekin borgun fyrir það sem fannst. Tófumergð er mest í Jökuldals heiði vestan .Jökulsár á Dal, svo að milli þeirra atriða. sem fram koma í grein Guðm. eru engin tengsl. Eg vil að iokum segja þessum velþenkjandi Dalamanni, að hann ætti að taka að sér grenjavinnslu í Jökuldalsheiði eitt eða tvö vor og smala nokkrar göngur a Vest- uröræfum og Fljótsdalsheiði, en þær yrðu að takast betur en smaía mennskurnar í Dalahólfinu virð ast hafa tekizt. Hann gæti þa kannski áttað sig á landafræðinni í Múlasýslum. Um sálarlíf dýrbítsins ræði ég ekki. Hef enga þekkingu á því, en Framhald a 14 síðu MINNING Ingibjörg Jónsdóttir (Stella Steingríms) Fædd 8. 10.. 1913 Dáin 20. 3. 1966 Stella Steingríms var hún ævin lega kölluð. Nú, þegar leiðir okkar Stellu skilja í bráð, finn ég til sárs sökn uðar. Með fáum fátæklegum orðum vil ég flytja henni þakkir fyrir dásarn lega samfylgd, allt frá því, p hún sem lítil stúlka, ársgömul, var tek in í fóstur af foreldrum mtnum. við lát móður sinnar. Foreldrar hennar voru Jón Ól- afsson, rafvirki og fyrri kona hans Jóhanna Jónsdóttir. Var Jó- hanna heitin alin upp hjá móðm ömmu sini. Það var mikill hátíðisdagui hjá okkur systrunum, sem vorum svo miklu eldri, þegar við eignuðumst þessa yndislegu litlu fóstursystur og ég á margar dýrmætar minn- ingar frá þeim dögum. Hún var sólargeisli á heimilinu, fósturfor eldrunum og okkur systrunum svo innilega kær. Ti! hinztu stundar hefur þetta nána samband ríkt okkar í milli. aldrei borið þar skugga á Árín liðu við störf og nám, eins og gengur., Svo eignaðist Stella sitt eigið heimili, er hún 21. 5. 1938 giftist eftirlifandi manni sín um, Leifi Þórhallssyni, sem reynd ist henni traustur og ástríkur lífs förunautur. Er því sár harmur kveðinn að honum og sonunum tveim, Steingrími og Þórhalii Steingrímur er kvæntur Björgu Ingólfsdóttur, og eiga þau 4 mán aða dóttur, sem var augasteinn ömmu sinnar þann stutta tima, sem hún fékk að njóta hennar Stella átti mjög gott með að blanda geði við annað fólk, hún var að eðlisfari kát og glaðvær, eignaðist því marga vini og var allsstaðar aufúsugestur. — Hún var alltaf reiðubúin og hafði yndi af að rétta hjálparhönd og gera öðrum greiða ef með þurfti Vil ég nú þakka henni margv'slega hjálp og aðstoð veitta á mínu heimili við ýmis tækifæri. Sú ástúð og umhvggja, sem hún ávallt sýndi mér, náði einnig tii barna minna og barnabarna og annarra ættingja svo sem systur dóttur minnar og hennar ijöl- skyldu. Við leiðarlokin viljum við ást- vinir þínir sameinast í þakklæti i fyrir það, sem liðið er, og þær I björtu minningar, sem við eigum ! um þig, elsku Stella mín. Blessun Guðs og friður umvefji þig í þínum heimkynnum. Vigdís Steingrímsdóttir.. Stella, eins og hún ætíð var kölluð fæddist 8. október 1913 dótt ir Jóns Ólafssonar rafv.m. og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur. Þegar móðir hennar lézt frá þreim ung- um börnum var Stella tekin í fóst ur til hjónanna Steingríms Guð- mundssonar byggingarmeistara og Margrétar Þorláksdóttur. Jóhanna móðir Stellu hafði verið alin upp hjá Ingibjörgu móður Mar- grétar. Margrét og Stella áttu sama fæðingardag. Á heimilinu að Amtmannsstíg 4 naut hún sérstaks dálætis, enda var hún þó nokkuð yngri en syst- urnar Sigríður og Vigdís dætur Margrétar og Steingríms. ’lóðr mín Vigdís segist aldrei gleyma hvílíkur gleðidagur það var, þeg- ar þær systur sóttu litlu stúlk- una. Hún óx upp og varð sú vnd islega manneskja sem svo ríku-1 lega launaði, þessu góða fólki fóstr ið. Á skrifstofu lögreglustjóra vann hún og þótti einkar hæf við vél- ritunarstörf. Hún giftist Leifi Þórhallssyni deildarstjóra hjá S.Í.S. Þau byggðu sér fljótlega hús við Karfavog og nutu þess að hugsa um sinn eigin garð og þar undi Stella löngum á góðum sumardóg um. Manni sínum var Stella óvenju mikill félagi og flestar frístundir áttu þau sameiginlegar í kyrrlátri ró fagurs heimilislífs. Tvo syni eignuðust þau, Stein grím Jóhannes nú 22 ára og Þórhall nú 18 ára. Stella bjó yfir mikill hæfni við matargerð og bakstur. Ef vinur eða venzlafólk þarfnaðist aðstoðar við undirbúning mannfagnaðar, þá var hún strax mætt, óbeðin'i til að hjálpa. | Stella var svo létt og kát, hún ' átti heima þar sem líf var og gleði. Á góðri stund var hún ær- inginn sem hreif aðra og þess vegna var hún hinn eftirsótti fé- lagi á vinafundum. En um leið var hún svo mikill þátttakandi með öðrum og alltaf fyrst til þar sem hún vissi að erfiðleikar steðjuðu að. Ég hef enga manneskju séð hafa eins góð áhrif á þá, sem minna máttu sín í lífinu eins og Stellu, allir þeir smáu hændust að henni. Hún veitti svo vel af gnægð hjarta síns. Við megum víst ekki líta á lífið sem einhvern fyrirfram gefinn I rétt, rétt til þess að lifa úillan mannsaldur. Nei, hvert árið er gjöf. Og þar fékk Stella rúm 52 ár og þau var hún æ öðrum til yndis. Er meiri lífshamingja til? Tilverum okkar lýkur á mislöng um tíma, en hvað leggjum við mik- ið gott til þann tíma? Lítið barn sem deyr, getur lagt jafn mikið gott til og maður á heilli ævi.. Stella lagði margfalt meira gott til en margur maður gerir á langri ævi. Henni á ég óendanlega mikið að þakka, hún var mér svo margt i senn. En núna þegar við stöndum frammi fyrir þeirri miklu raun að missa Stellu okkar finn ég hugg- un i orðum Biblíunnar: „Allt megna ég með hjálp hans. sem mig styrkan gjörir.‘‘ Svo færi ég fram þakkir fyrir þann tíma sem við fengum að • njóta þess að hafa Stéllu hjá okk ur. Pálína Hcrmannsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.