Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. marz 1966 TÍMINN Sigurjón Rist, vatnamælingamaður: AKSTUR í SNJÓ Nltmdi hluti landsins er snævi þakinn áriS um kring. Þann hluta nefnum vér jökla. Þar koma fyr ir allar tegundir af snjó, uppi á ákomusvæðunum er nýsnævi, sem skafbyljir mylja í örfínan ryk- salla, þá er þar hjarnasnjór með ísalögum og niðri í neðstu tung- um skriðjöklanna kom í ljós stór- vaxnir ískristallar. Þannig hefur snjórinn ummyndazt undir hranna farginu. Fáir leggja leið sína um jökte og veldur þar nokkru ástæðu laus jöklahræðsla. Snjórinn sækir landsmenn heim. Um lengri eða skemmri tíma á hverjum vetri leggst hinn hvxti feldur yfir allt landið. Vér höfum fengið að kynnast honum. Síðan land byggðist hefur árferði farið að verulegu leyti eftir því, hve lengi hann hefur legið. Nokkra eiginleika og duttlunga snjólagsins höfum vér lært að þekkja. „Ef hann bara þiðnar upp, hættir strax að skafa,“ segir ferða- maðurinn. Sauðfjárbóndinn óttast hlákublota sem enda með krapa- hríð, því að þá leggst storka yfir allt og fénaður nær ekki til jarð- ar. Skíðamaðurinn smyr skíði sín eftir veðurútlitinu, hann veit að það er veðrið sem ræður skíða- færinu, og þannig mætti lengi telja. Þó nær þekking vor^á snjónn um harla skammt. í Skandínavíu, Sovétríkjunum, Sviss, Bandaríkjunum, Kanada og fleiri löndum eru fjölmennar stofnanir, sem annast rannsóknir á snjó og á ísalögum á ám og vötnum. Rannsóknir þessar eru nýlega hafnar og mikill fróðleik- ur bætist við árlega. Hér er um fjölþættar rannsóknir að ræða, enda ekki undarlegt, því að vatn er ekki lengur aðeins vatn, þar sem hver sameind er sett saman úr þrem óbreytanlegum frumeind- um, tveim vetnis- og einni súrefn- isfrumeind eins og áður var talið, heldur hafa nú á allra síðustu ár uim fundizt a. m. k. 33 misimunandi tegundir vatns, ef talið er eftir ínnstu byggingu. Þessar vatnsteg- undir eru blandaðar saman í nátt- úrunni, en allar koma þær fyrir í örlitlum mæli nema sú sem upp- hafiega var þekkt. Þó eru til nokkr ar vísindastofnanir, sem geta ákvarðað tegundirnar og magn þeirra með svonefndri ísotópa- greiningu og getur hún jafnvel upplýst, hvaðan vatnið er ættað og hve gamalt, það er, hversu lengi það hefur streymt neðanjarðar. o. s. frv. Snjórinn snertir atvinnuvegi landsmanna verulega. í mörgum byggðalögum fara allar samgöng- ur fram á meira eða minna snævi- drifnum vegum nær hálft árið. Teikningar RagnarLár Það virðist því fyllsta ástæða að reyna að þekkja snjóinn sem bezt, og meðan þjóðarbúið hefur ekki bolmagn til að eignast sína eigin snjórannsó'knarstöð er eina ráðið að vera á hnotskóg eftir erlendum fróðleik og reyna að tína saman þá fróðleiksmola, sem kunna að falla til hér innanlands. Ætlunin er að einskorða þetta rabb við akstur í snjó með vél- knúðum farartækjum. Þótt margt hafi verið rætt og ritað um eigin leika snævarins annars vegar, og hæfni og afköst farartækja hins vegar, þá hef ég aldrei séð eins glögga lýsingu á akstri í snjó eins og í 400 blaðsíðna norskri bók í stóru broti um rannsóknir á hæfni dráttarvéla við timburflutninga í snjó. Bókán heitir Meddelelser fra Det Norske Skogforsöksvesen, N 47 Bind XII, Hefte 4, Voliebekk 1956 eftir professor Ivar Samset, sem hafði rannsóknirnar með höndum. Bókin á erindi til okk- ar íslendinga, gætum við margt numið af henni, einkum þeir sem í dreifbýli búa. Veigamesti liður- inn í rannsóknum prófessors Sam- sets var að gera tilraun með að þjappa snjónum saman á vegun um, en skafa hann ekki burt. Sam- set gerir grein fyrir tveim teg- undum snjóbrauta. Den bunnpakk ete snevei og den salepakkete sne vei, sem mætti kalla „alþjappaða á milli þeirra hindrar þau í að losna úr tengslum hvert við ann að. Ein og ein sameind, sem hef- ur mikinn hraða, megnar að rífa sig lausa úr vökvanum og tekur að svífa í loftinu. Því heitara sem vatnið er, því meiri er hraði sam- eindanna og því fleiri hlutfallslega megna að brjóta sér leið upp í gegnum vatnsflötinn og út í and- rúmsloftið. Orkumestu sameind- irnar, fara hraðast og því eru það fyrst og fremst þær, sem fara úr vatninu. En af því leiðir, að vatn kólnar við uppgufun. Hitatapið er háð meðalhita vatnsins. Þegar 1 gramim vatns, er gufar upp úr 20° heitu vatni, er hitatap vatnsins 586 kalóríur, þegar vatnið er 10 stig, 591 kal. og við 0°C 596 kal. í andrúmsloftinu svífa vatnssam eindirnar sjálfstæðar. Fjarlægðin miili þeirra er svo mikil að inn- byrðis aðdráttarafls gætir vart. Þær hafa mikinn hraða og stöð- ugt lenda nokkrar á vatnsfletin- um aftur og bindast vatninu á nýjan leik. Þrýstingur sá, sem vatnsgufan veldur í loftinu er nefndur gufuþrýstingur, hann bæt ist við þrýsting annarra loftteg- unda. Meðan loftið er ekki mettað af vatnsgufu streyma fleiri sam- eindir út í loftið, heldur en þær sem hverfa aftur til vatnsins. Því imeiri sem gufuþrý^tjþigurinn verður, þvi. - fleiri vatnssamemdir snjóbraut" og „flekabraut.“ Með alþjappaðri snjóbraut er átt við, að farartækið þjappi allt niður til vegarins, þ.e.a.s. þjöppun er hafin strax þegar 30—50 cm snjólag er komið á veginn, svo er snjóbraut inni stöðugt haldið við, ef snjó- ar eða skefur inn á brautina, er hún þjöppuð eða slóðadregin á ný. Með flekabraut er átt við, að þjöppun er ioks hafin, þegar snjór er orðinn djúpur, svo þjöppunin nær ekki niður tÚ vegarins, snjó- brautin verður því aðeins hart lag ofan á'lausum snjó. Þegar snjóa leysir, kemur fram verulegur mun ur á þessum snjóbrautum. Fleka- brautin grotnar sundur, farartæk- in skera sig niður í gegnum efsta lagið og vegurinn verður illfær í nokkra daga. Alþjappaða brautin lækkar þá aftur á móti jafnt og þétt og umferðin heldur áfram ótrufluð. Áður en aðalverkefnið, ferða lög á snævi þöktum vegum er tek- ið til meðferðar, er nauðsynlegt að athuga nokkuð eiginleika snæv arins. Snjórinn er ekki annað en smáar ísagnir eða ískristallar. Hver ögn er tær og gegnsæ, en hvíti eða gráhvíti heildarliturinn orsakast af ljósbroti í ískristöllun- um, þ.e. sólarljósið tvístrast. Snjór inn — ísinn er eitt af þeim þrem stigum, sem sameindir vatns koma fyrir í, en hin eru vatnsgufa og vatn. í vatni eru sameindirnar á stöðugri hreyfingu og skipta um afstöðu innbyrðis, en aðdráttarafl snúa aftur til vatnsins og loks kemst á jafnvægi þ.e.a.s. fjöldi þeirra sameinda, sem yfirgefa vatnið verður jafn fjölda þeirra er koma aftur. Jafnvægisstaðan nefn- ist daggarmark. Ef aftur á móti fleiri vatnssameindir eru í loft- inu heldur en svarar til gufu- þrýstingsins við daggarmarkið, hverfa fleiri sameindir til vatns- ins heldur en fara úr þvi. Dagg- armarkið er einvérðungu háð hitastigi loftsins. Þegar vatn kólnar, er það vegna þess, að hraði sameindanna minnk ar. Aðdráttaraflið verður þá áhrifa meira, því gengur betur að halda sameindunum • í skorðum, og við ákveðið hitastig festast sam- eindirnar hverjar við aðra, vökv- inn breytist í fast efni. Hreyfing sameindanna er lítil, þær sveifl- ast aðeins til en losna ekki í sundur, vatnið er orðið að ísi. Við eigum því að venjast að frostmarkið sé við 0°C, þannig er það í náttúrunni í kringum okk- ur, en þá er þungi loftsúlunnar sem hvílir á hverjum cm2 vatn- yfirborðsins 1 kg .Frostmarkið er háð þrýstingnum, það lækkar við aukinn þrýsting. Ef t.d. 130 kg. hvíla á einum cm2 frýs það fyrst við —1°C, og ef þrýstingurinn er 1300 kg/cm2, þá er frostmark- ið við —10°C. Þegar ekið er í snjó má oft merkja þennan eig- inleika. Snjórinn hreint og beint bráðnar undir hjólum bifreiðanna. Ef snertifletirnir eru litlir verður þrýstingurinn mikill á þessum litlu oddum, en þá lækkar þar frost- markið, snjóidnn bráðnar, þótt töluvert frost sé. Vatnið þrýstist til hliðar og við venjulega loft- þyngd frýs það strax aftur. Því meir sem bráðnar af snertiflöt- um snjókornanna, því stærri verða þeir og þrýstingurinn jafnast, bráðnunin hættir og ísfletirnir frjósa saman. Þegar fullvaxinn maður gengur í snjó, þrýstir hann niður á snjó- inn með nái. 0,3 kg/cm2. í fljótu bragði virðist nær ekkert frost megi vera i snjónum. ef þessi litla þrýstingsaukning eigi að megna að bræða, þar sem stigið er niður. Þessu er ekki þann veg farið. Maðurinn stígur með 300 gr. þunga að meðaltali á hvern fer- sentimetra, en skór hans og arm- ar ískristalanna snertast aðeins á stöku stað og þar kemur fram mikill þrýstingur á örlitlum blett- um. Til samanburðar má geta þess að talið er t.d. að stálfletir sem slípaðir eru saman snertist ekki netma á 1/10000 hluta. Bráðnun í snjó af völdum þrýstings hefur lítil áhrif, því að hún nær aðeins yfir örlítinn hluta af öllu > spor inu. Snjókristallar eru mjög breyti- Í>Sr sterkbyggðir ’og þurrif, ef svo mætti segja, en þegar frost er lítið er iðulega vatnshimna utan á þeim og þá festast og hanga gjarna margir kristallar saman. Svonefnd skæðadrífa eða hunds lappadrífa. Kristallarnir eru stjörnulaga — sexarma, svonefnd hexogonal bygging. . Þegar hvasst er, verða þeir fyrir miklu hnjaski í loftinu, en þó ekki síður eftir að komið er niður til jarðar. Þar þyrlast þeir með vindi, svonefndum skafrenn- ingi. Ef frost er mikið liðast þeir sundur í örfínan ryksalla. Snjókrystallarnir eru ekki fyrr komnir til jarðar en þeir taka að ummyndast. Greina má á milli tveggja ummyndana, sem eru ólík ir í grundvallaratriðum: 1) Ummyndun vegna uppguf- unar milli snjókorna og lofts í snjólaginu sjálfu. 2) Ummyndun vegna bráðnun- ar. Oddar og sverð krystallanna taka strax að eyðast, þar er mett- unar þrýstingurinn mestur. Vatns sameindir sitja lausara á oddun- um heldur en á flötum kristall- anna og niður í kverkunum. Vatns sameindirnar rífa sig lausar, sveifl ast út frá oddunum og út í hol- rúmið á milli kristallanna, en mikið holrými er í nýjum snjó eins og kunnugt er. Loftið er skjótt mettað svo að jafnmargar sam- eindir falla aftur til baka til krist- allanna. Þær sem lenda á flötum eða í kverkum kristallanna eiga ekki afturkvæmt. Hinir stjörnu- laga kristallar verða ávalir. Smá snjókorn hafa litla buggeisla (krumningsradíusa) og þeim gengur því af sömu ástæðu illa að halda í vatnssameindir sínar. Regl- an verður þá þessi: Minnstu snjó- kornin eyðast og hverfa, en hin stærri stækka því meir. Eins og að líkum lætur er það háð hita- stiginu hve hratt þessi þróun geng ur. Ef frostið í snjónum er yfir 8°C er ummyndunin mjög hæg- fara bvermá) snjókorna (krist- alla) í þurrum nýjum snjó er 0,5 —1 mm, en vex svo upp í 1—2 mm og stundum allt að 4 mm. í jökulsporðum finnast jafnvel ís- kristallar, sem eru nokkrir senti- metrar að þvermáli, en þeir eiga sér langa sögu. Bráðnunin leiðir fyrst í stað til hins sama og uppgufun milli kristalla, sem áöur er lýst, að gera snjókomin avöl, sverð þeirra og fjaðrir eyðast, en vatnshimna leggst utan um snjókomið, en þá kemur yfirborðsspennan til sög- unnar, sem leitast við að gera það kúlulaga. Þegar veruleg bráðnun hefur átt sér stað, t.d. samfara rigningu, þá fyllist hol- rýmið milli snjókornanna af vatni. Þegar slíkt frýs kemur fram svo- nefndur skari eða hjarn, eftir því, hve áhrif hlákunnar ná langt nið- ur í snjóinn. Hafi þíður verið skammvinnar hefur máske frost alltaf haldist niðri í snjónum, því að þurr og laus snjór er slæmur hitaleiðari. Af því sem nú hefur verið sagt má vera ljóst, að snæhjúpurinn tekur stöðugum breytingum. ís- lenzkan á æði mörg nöfn yfir snjó, sem í raun og veru segja, hve ummyndunin er komin langt áleiðis, svo sem nýr snjór, sem greinist í frostasnjó, mjúksnjó, haglsnjó, foksnjó, o.s.frv. Það er of viðamikið að lýsa hér hverj- um snjóflokki, þess væri þó full þörf, því að hver snjótegund skammtar umferðinni ákveðið færi en á það skal bent, að í -stórverk- inu Skriðuföll og snjóflóð ræðir Ólafur Jónsson um tegundir snjóa í sambandi við snjóflóðahættuna- Þessi örfáu og sundurleitu atriði snjófræðinnar, sem gripið hefur verið á hér, verða að nægja, og markmiðinu er náð, ef það er ljós- ara en áður, hvaða lögmálum snjór inn er háður, sem þyrlast í kring- um okkur. Er nú rétt að athuga, hvað raunverulega gerist þegar snjóbraut er þjöppuð. Snjórinn þjappast saman undan þunga far- artækisins, loftið þrýstist út úr snjónum og snjókornin falla þétt- ara saman, eðlisþunginn vex. Varmaleiðni vex, hitinn í snjón- um í brautinni fylgir lofthitanum betur en áður. Það leiðir aftur til þess að ummyndunin verður örari, snjókornin vaxa og frjósa saman. Þótt jörð sé ófrosin undir snjó- braut, frýs hún þar skjótt ef frost haldast. Þegar vegur er þjappaður er mikilvægt að láta hjólför efefci myndast. Það er þvi nauðsynlegt að þjappa einnig miðju brautar- innar. Jafnframt því, sem vegur er þjappaður, er æskilegt að slóða- draga hana. Með slóðanum vinnst tvennt. Snjóbrautin verður jafnari en ella og ummyndunin gengur örar, því að slóðinn hreinsar burt laust snjórusl, sem verkar hitaein- angrandi. Þegar nýr snjór hefur fallið á snjóbraut er einnig æski- legt að slóðadraga brautina, því að þá blandast nýju smágerðu snjó- kornin við þau eldri og grófu og þá gengur ummyndunin hratt. Áríð andi er að slóðadraga annað veifið þær snjóbrautir, sem halda á vel við t.d. á heiðum milli byggðalaga Óþarft er að gera sérstakar ferðir ! til þess, því hengja má slóðann aftan i þegar beltisvél fer með flut jing um veginn. Rétt er að sæta ; lagi að þjappa þegar frostlina er og snjór kramur. þvi að þá gengur Iþjöppunin betur heldur en í frosti,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.