Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. marz 1966 TlMINN Cltgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Eramkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrtii ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrtmur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsirrn, sfmar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, afmi 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lansasöiu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hin ,dulda fyrirætlun‘ „Og þeim mun rækilegar sem SjálfstæSisflokkurinn hefur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mun betur hefur hann fylgt fram þeirri duldu fyrirætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyrir braskarana”. Ýmsir mundu við fyrstu sýn telja víst, að þessi orð væru úr einhverju stjórnmálaskrifi síðustu vikna, svo vel lýsa þau stjórnarferli íhaldsins síðustu árin. En svo er ekM. Þau eru tekin úr ræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason hélt fyrir einum áratug. Hann var að gefa rétta lýsingu á Sjálfstæðisflokknum, og á árunum, sem liðin eru síðan hafa þessi orð þó sannazt enn betur. En það eru mein- leg örlög, að maðurinn, sem mælti þau, vafalaust af sann- færingu, skuli hafa verið stoð og stytta íhaldsins á sig- urgöngu hinna „duldu fyrirætlana“ Sjálfstæðisflokksins sem nú telur sig hafa náð þeim undirtökum valds og áhrifa, að honum sé óhætt að koma úr kafinu og berjast opinskátt fyrir þá hagsmuni, sem eru honum allt. íhaldsflokkurinn breytti um nafn á sínum tíma, þótt- ist breyta eðlinu líka og vera orðinn frjálslyndur umbóta- flokkur og setti ýmis snoturyrði á stefnuskrá. .Hann taldi sig vera sverð og skjöld hins frjálsa einkaframtaks, al- hhða atvinnuuppbyggingar, sjálfstæðis þjóðarinnar og íslenzkrar reisnar. Honum tókst með þessu að stækka hring sinn, vinna sér nokkurt fylgi, og meðan valdaað- staðan valt á völu, og hann varð að beyg'ja sig fyrir vilja annarra flokka, hafði hann stundum tilburði til þess að vinna samkvæmt yfirlýstri stefnuskrá. En hann mundi alltaf vel sína „duldu fyrirætlun”. Með tilkomu núverandi ríkisstjórnar, og þó einkum eftir að íhaldinu tókst að framlengja valdatök sín yfir síðustu kosningar, þótti því loks sem það hefði tök og tækifæri til þess að koma úr kafinu og taka að þjóna al- veg og opinskátt hinni „duldu fyrirætlun”. Á þessum valdaferli hefur Sjálfstæðisflokkurinn svik- ið og heykzt í hverju yfirlýsta stefnumálinu á fætur öðru. Hann þóttist standa vörð í landhelgismálinu. en gerði þegar afsalssamninginn við Breta. Hann þóttist ætla að berjast gegn dýrtíðinni, en opnaði allar flóðgátt- ir hennar. Hann lýsti því yfir, að hann vildi styðja ís- lenzkt atvinnuframtak, einstaklingsrekstur og uppbygg- ingu hinna ungu en hann skellti á þessa aðila lánakreppu og vaxtaokri og gerði þá að leiksoppi í verðbólguspennu braskaranna Hann þóttist ætla að afnema uppbótakerfi og niðurgreiðslur, en jók hvort tveggja um allan helm- ing, og nú síðast kastar hann þessum taumum lausum út í straumröst óðaverðbólgunnar. Það blasir við þjóðinni, og er viðurkennt af stjórn- inni, að hin yfirlýsta stjórnarstefna er runnin út í sand, og þegar svo er komið, segja lýðræðisstjómir af sér. En þessi stjórn situr. Skýringin er augljós. Sjálfstæðis- flokkurinn er að sinna sínu raunverulega kalli, hinni „duldu fyrirætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyrir braskarana“ eins og Gvlfi Þ Gíslason lýsti því. .Sú fyrir- ætlun er nú opinber. Thaldið hefur komizt að raun um, að henni verðUr ekki þjónað nógu vel með því að standa á íslenzkum málstað og efnal. og atvinnulegu sjálfstæði þjóðarinnar. .Með því er hlutur braskaranna ekki nógu vel tryggður. Þess vegna fórnar það íslenzkum framtaks- mönnum fyrir erlenda stóriðju og ber íslenzkan þjóðar- hag fyrir borð í samningum til hags fvrir erlent auðmagn og íslenzka þjónustubraskara þess. Þar með er Sjálf- stæðisflokkurinn kominn úr kafinu að svikinni yfirlýstri stefnu en með sína dnlðu fyrirætlun’’ opinbera í fang- inu í auffsýn þjóðarii ,iar. ERLENT YFIRLIT Semur Gordon Walker við EBE? Efnahagsbandalagsmálið mikið rætt í brezku kosningabaráttunni SKOÐANÁKANNANIR sem voru birtar í Bretlandi utn seinustu helgi, beutu til þess, að sáralitlar breytingar heíðu orðið á fylgi flokkanna sein- asta hálfa mánuðinn, eða síðan kosningabaráttan hófst fyrir al vöru. Samkvæmt þvf ætti Verkamannaflokkurmn að vera sigurviss og fá frá 80—200 þingsæta meirihluta. Fynr I- haldsflokkinn var það hins veg ar nokkur huggun, að sveitar stjórnarkosningar íótú fraRi á örfáum stöðum í seinustu viku og bentu úrslit þehra ti' þess að íhaldsflokkurinn hefði betri stöðu en skoðanakannaoirnar gáfu til kynna. Vart verður sagt, að nokkuð verulega sögulegt hafi gerzt í kosningabaráttunni fram að þessu. Forustumenn ílokkanna hafa haldið fundi viðs vegar um landið og hefur á möfgum stöðum borið á uppivöðslusom um áheyrendum. K einum staðnum fékk t.d Wilson ólykt arsprengju í augað, r>g var það bólgið í 2—3 daga á cítir. hað er ekki ótítt, að kosniogaíund ir í Bretlandi hafi pennao svip og oft sé því erfitt að heyra til ræðumanna vegna 'nrópa og óláta. Þeir Heath og Wilson hafa ekki sízt orðið fyrir þessu nú. ..Báðir hafa þeir verið all hvassyrtir í ræðum sínum, og farið ómildum orðum hvor um annan en það er helaur ekki ótítt í Bretlandi, að helztu for ingjarnir ávarpi hverjir aðra á þann veg. Ekkert mun verða ur þvi sjónvarpseinvígi þeirra, sem Heath reyndi að efna til. Wil son svaraði því, að hann væri fús til að mæta báðum for- mönnum andstöðuflokkanna, Heath og Grimond, samtímis. Grimond svaraði því boði ját- andi, en Heath hafnaði þv* og taldi þetta undanbrögu Wilson ætlar sennilega ekki að brenna sig á sama soðinu og Nixon og hefur fundið allklóka leið tii að komast hjá áskoruninni. EKKI VERÐUR sagt, að neitt sérstakt innanlandsmái hafi öðru fremur sett svip á kosningabaráttuna. AiJir flokk arnir lofa hinu bezta i húsnæð ismálum, skólamálun og efna hagsmálum svo að þar má vart á milli sjá. Heath virtist í fyrstu ætla að gera sér nokk- um mat úr fyrirheiti, sem í- haldsflokkurinn hefur gefið um setningu iöggjafar til að koma í veg fyrir skyiidiverkfói) sem mjög hafa vald'ð tióni , Bretlandi á undanförnum ár- um.. Svo virtist sem þetta kynni að heppnast hjá honum þegar blöðin sögðu írá pví, að eins konar verkamannadómur hefði dæmt verkamenn, sem ekki vildu taka þátt i einu slíku verkfalli, í sérstakar sekt ir og þeir verið neyddlr til að greiða þær. Verkamannaflokk- urinn gat svarað með því, að hann hefur þegar Dorið fram tillögu um, að öll verkföli verði ag tilkynna með hæf'leg um fyrirvara. .Eftir öllum sói- armerkjum að dæma virðist þetta mál ekki hafa hlotið eins miklar undirtektir oe fhalds- Wilson átti fimmtugsafmæli í s. I. viku. menn gerðu ráð fyrir, og ef til vill óttast þeir líka f.vigis tap meðal launafólks vegna þess. Nokkuð er það, að þeir hafa lítið minnzt á þetta mðl undanfarið. ÞAU MÁL, sem segja má, að einna helzt hafi sett svip á kosningabaráttuna, er Rhoue- siumálið og afstaðan til Efna- hagS'bandalags Evrópu. Eink- um hefur þó síðara malið ver- ið á dagskrá. Það komst eink um á dagskrá eftir að allir ráðherrar Vestur-Evrópuband.a lagstns svonefnda — en banda lag þetta mynda einmitt Bret- land og þáttökuríki Efnahags- bandalags Evrópu — lýstu því yfir, að þeir teldu aðild Breta að Efnahagsbandalaginu æski- lega. Franski utanríkisráðherr ann hafði áður gefið til kynna að Frakkar væru ekki lengur mótfallnir því, að haínar yrðu að nýju samningar um aðíld Breta að bandalaginu en þoir féllu niður í janúar 1963 vegna neitunar Frakka. Yfiriysingar þessar urðu til þess, að bæði ■ Gordon Walker Ihaldsflokkurinn og Frjáls- iyndi flokkurinn, sem báðir eru fylgjandi aðild Breta að Efna- hagsbandalaginu, hófu nýja á- róðurssókn í þessu máli. Þeir telja mikilvægt, að Bretland gerist sem fyrst aðili uanda- lagsins og vinní það jafnvel til að fallast á öll höfuðvriiyrði bandalagssáttmálans, en það vildu Bretar ekki gera, þegar samningar slitnuðu veturinn 1963. Af hálfu Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins er því haldið fram, að Verka- mannaflokkurinn standi í vegi þess, að Bretar gangi í Efna- hagsbandalagið Víst er það, að Verkamannaflokkurinn er klofinn í málinu og hefur Wil son verið í hópi þeirra, sem tregastir hafa verið til inn- göngu í bandalagið. EFTIR AÐ íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn höfðu þannig hafið umræður um að- ildarmálið, neyddist Wilson tii að gera hreint fyrir sínum dyr- um. Hann kvaðst fylgjandi auk inni efnahagslegri samvinnu Evrópuríkja., og hann taldi að ild að Efnahagsbandalaginu æskilega, ef vissum skilyrðum fengist framgengt og þó eink um þeim, að hæfilegt tillir yrði tekið , til samveldisríkj- anna, sem myndað hefðu Breta veldi. .Hins vegar væn nann mótfallinn því, að Bretar færu skríðandi inn í bandalagið Orðalag Wilsons bar bess vott að hann hefur reynt að fuil- nægja sjónarmiði oeggja arm anna í Verkamannaflokknum, en þó benda þau miklu meira til þess, að hann ætli sér að hefja samninga að nýju um aðild að Efnahagsbandalaginu. Því til áréttingar hefur hann látið kvisast út, að nái Gordon Walker. fyrrv. utanríkisráð- herra, kosningu. muni hann gerður að ráðherra stjornar- deildar. sem fari með Efna- Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.