Tíminn - 29.03.1966, Side 3
MirflJUDAGUR 29. marz 1966
TÍMINN
1£
Björn Sveinbjörnsson:
IDNADUR A TIMAMOTUM
Góðir áheyrendur!
Ég vil pakRa forráðamönnum
þesa félags fyrir að gefa mér
tækifæri til að koma hér fram
og hefja máls um þann atvinnu-
'veg okkar íslendinga, sem ég
hef nú starfað við í hartnær 15
ár, eða óslitið síðan ég kom heim
frá námi. Jafnframt vil ég lýsa
ánægju minni yfir því að stjórn-
málafélög taka nú í vaxandi mæli
upp þann hátt að gefa ópólitísk-
um aðilum, en ég tel mig í hópi
þeirra, kost á að koma fram skoð-
unnun sínum og reynslu á fund-
um sínum. Er ósennilegt að þess-
ir tveir aðilar séu ávallt sammála
nm einstök málefni, þar sem lík-
legt er að álit þeirra er hafa
(stjómmálaáhuga mótist að
nokkru af því. Má því búast við
að þeir, sem hér heyra mál mitt
í kvöld verði ekki allir mér sam-
mála, enda væri slíkt með ólík-
indum og ekki að lasta, og vona
ég að hér á eftir hefjist hinar
fjðrugustu umræður er allir megi
nokkurt gagn af hafa.
Mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan Skúli fógeti gerði
Mna fyrstu tilraun til verksmiðju-
iðnaðar hérlendis með Innrétting-
unum frægu. Sú tilraun mistókst
því miður, en sagan vill kenna
það dreifingaraðiljum, en ekki
vörunni sjálfri né framleiðslu
hennar. Þótt ýmsum hafi sjálfsagt
fallizt hugur við þau endalok og
eigi hugað innlendri iðnaðarfram-
leiðslu neina framtíð, varð þó svo
er líða tók á öldina okkar, að
ýmsir einstaklingar og félög létu
sér reynslu Skúla fógeta sem vind
um eyru þjóta og hófu ýmiskon-
ar framleiðslu á iðnvarningi þótt
í smáum stil væri. Hin erfiðu ár
eftir 1930 urðu til þess að knýja
fram athuganir á enn fleiri teg-
undum framleiðslu, fyrst og
fremst til að skapa atvinnu, sem
þá var mjög af skornum skammti,
og árangurinn var stofnun nokk-
urra nýrra iðnfyrirtækja, sem
mörg hver í dag eru orðin hin
myndarlegustu að stærð og bún-
aði. Þau fyrirtæki sem þá urðu til
og fyrir voru réttlættu fljótt til-
vist sína ekki aðeins með minnk-
andi atvinnuleysi, heldur með
starfsemi sinni á styrjaldarárun
um. Mörg þeirra gátu þá fengið
hráefni til framleiðslu sinnar þótt
varan í fullunnu formi væri ófáan-
leg erlendis frá. Er öruggt að
ekki hefði hér verið svo tiltölu-
lega auðvelt að lifa þessi erfiðu
ár ef þeirra hefði ekki notið við
og vil ég fullyrða að t.d. innlend
ar byggingaframkvæmdir hefðu
alveg stöðvazt. í kjölfar styrjald-
aráranna fylgdi gjaldeyrisskortur
og tilheyrandi takmarkanir á öll-
um sviðum innflutnings og af-
leiddi það ýmsa iðnaðarstarfsemi
sem vafasöm má teljast, enda
mörg sú starfsemi nú liðin tið.
Hin síðustu ár hafa verið þjóð-
inni hafstæð gjaldeyrislega séð og
stöðugt rýmkandi innflutningur er
á margan hátt lyftistöng þessa
nú stærsta atvinnuvegar okkar.
Nú getur iðnaðurinn sem aðnr
atvinnuvegir flutt inn vélar, tæki
og hráefni þaðan sem hagkvæm-
ast er, en á tímum haftanna og
gjaldeyrisskortsins háði það oft
gæðum og magni iðnaðarfram-
leiðslunnar að það var ekki hægt.
Ef allt væri með felldu ætti hér
nú að ríkja blómaskeið í íslenzk-
um iðnaði.
En því miður _ er ekki svo á
mörgum sviðum. Ástæður þess eru
margar og vil ég nú reyna að
rekja þær helztu. Þar tel ég
fremsta í flokki vera fjármagns-
skortinn. Það er ekki nóg að hafa
beztu fáanleg tæki, starfsfólk og
jafnvel hið ákjósanlegasta hús-
næði, fjármagn bæði til fjárfest-
ingar og reksturs er jafnnauðsyn-
legt. Mörg íslenzk iðnfyrirtaeki
hafa byggt upp á óeðlilegan hátt
vegna þessa, húsnæði hefur orðið
að notast við þótt óhentugt væri
reksturslega og viðbyggingar orð-
ið til í smástökkum. Mér er kunn-
ugt um fyrirtæki, þar sem auka
mætti framleiðni um 20—30% án
þess að auka vélakost eða fjölda
starfsfólks, ef hentugt húsnæði
fengist, þar sem framleiðslurás og
fyrirkomulag véla og verksvæða
væri hægt að hafa á hinn hag-
kvæmasta hátt. Ennfremur hefur
oft orðið að notast við gamlar
og úreltar vélar, þar sem fjár-
magnsskortur háir endurnýjun og
kemur þetta niður á framleiðsl-
unni, bæði gæðalega og fram-
leiðslulega séð.
Þá er enn einn Þrándur í Götu
vegna fjármagnsskortsins, en það
eru innkaup hráefna. Oft er
hægt að ná hagkvæmari innkaup-
um á hráefnum ef keypt er mik-
ið magn í einu, en ef handbært
fé er ekki fyrir hendi þegar að
greiðslu kemur, er til lítils unn-
ið að seilast eftir því. Auk þess
getur það verið tvíeggjað að
binda mikið fjármagn í hráefnum
eins og vöxtum er nú háttað.
Greiðslufrestur hjálpar ætið nokk-
uð þó kostnaðarsamur sé því ætíð
líður lengri og skemmri tími frá
móttöku hráefnis þar til það er
orðið að fullunninni vöru er get-
ur farið að skila því fé, er til
framleiðslu hennar var lagt. End-
urkaup vöruvixla, sem aðrir at-
vinnuvegir hafa aðgang að, gætu
hér mikið hjálpað.
Enn er eitt og ekki hvað sízt,
sem gerir fjármagnsaðstöðu iðn-
fyrirtækja erfiða, en það er álagn-
ing hinna opinberu gjalda. Ég
hlýt að fullyrða, að í engu sið-
uðu þjóðfélagi öðru geti pað átt
sér stað að opinber gjöld af rekstri
fyrirtækis fari fram úr hagnaðin-
um, en þetta á sér stað á hverju
ári hjá fjölmörgum fyrirtækjmn.
Það getur ekki talizt rétt ne sann-
gjarnt að vissir liðir opinberra
gjalda ársins áður séu skoðaðir
sem tekjur á rekstur næsta árs,
né heldur vissir liðir sem lagðir
eru á án nokkurs tillits til hvern-
ig reksturinn gengur. Eðlilega há-
ir þetta allri fjármagnsmyndun
rekstursfjár auk þess sem verð-
bólgan og minnkandi kaupmáttur
krónunnar gerir það litla rekturs-
fé, sem fyrir er, ennþá minna
virkt. Kemur þetta harðast niður
á smærri fyrirtækjum þar sem
óbeinn kostnaður er oft hlutfalls-
lega hærri en hjá þeim stærri, og
verður til þess að þau hjakka í
sama farinu, þróast ekki, eða
jafnvel dragast saman.
En erfiðleikar iðnaðarins eru
ekki aðeins á fjármagnssviðinu,
sem þó er grundvallarsvið, held-
ur og á sviði starfskrafta. Mikill
skortur er á æfðu og hæfu starfs-
fólki í iðnaðinum og allt of mik-
ill dýrmætur framleiðslutími fer
í þjálfun þess og æfingu sem svo
því miður of oft nýtur ekki nema
stutt. Sífelldar kröfur um aukin
laun og fríðindi eru gerðar til at-
vinnuveitenda, en fátt boðið á
móti, og engin trygging er það
fyrir atvinnuveitanda þótt maður
sé fastráðinn. Jafnvel þótt hann
mæti til vinnu í upphafi, sem ekki
er alltaf, getur hann verið og er
oft horfinn án nokkurrar viðvör-
unar einn góðan veðurdag. Mér
er kunnugt um allstórt fyrirtæki
þar sem mannaskipti eru nokkuð
tíð, að þegar auglýst er eftir
starfsfólki berst mikið af fyrir-
spurnum og umsóknum. Oft er
fyrsta spurningin ekki hve hátt
kaup sé greitt, heldur hve mikið
Björn Sveinbjörnsson.
sé ekki gefið upp til skatts, og þeg
ar upplýsist að ekki sé um slikt
að ræða, er áhuginn búinn. Þetta
fyrirtæki fastræður oft allt að 10
manns, er hefja eiga störf á
ákveðnum degi. Er sá dagur renn-
ur upp hafa aðeins 5 mætt til
starfa og eftir 2—3 vikur eru
varla meir en 1—2 enn að störf-
um, sem þá gjarnan ílendast nokk
urn tíma.
Hinar gífurlegu kauphækkanir
s.l. ár, hafa ekki aðeins verið
krónulegar, heldur og í formi
vinnutímastyttingar, sem í sjálfu
sér þyngir ekki pyngju starfs-
mannsins en léttir pyngju vinnu-
veitandans. Við íslendingar getum
nú státað af því að hafa stytztan
vinnutíma á Norðurlöndum og þó
víðar væri leitað, sláum jafnvel
Svíum við, sem eðlilegt er, þar
sem þeirra iðnaður er ekki líkt
því orðinn eins háþróaður og fuil-
kominn og okkar, og ætla má að
vinnutimi eigi að vera í réttu hlut-
falli við þróunina. Hjá iðnverka-
fólki er raunverulegur vinnutími
nú 41 klst. á viku, þegar 12 20
mín. kaffitímar hafa verið dregn
ir frá, en þannig er vinnutími
reiknaður annars staðar. Greiddir
eru 45 tímar, og jafnvel þótt ekki
sé unnið á laugardögum, verður
að greiða tvo laugardagskáffitíma,
Þá eru hér ekki nema 13 lögskip-
aðir og umsamdir frídagar á full-
um launum og að viðbættu 21
dags orlofi er vinnutíminn þeirra,
er ekki vinna á laugardögum orð-
inn 260 dagar á ári.
Ekki þarf neina sérfræðinga til
að sjá hve hér er pottur brotinn.
Enginn góður atvinnuveitandi vill
ekki greiða starfsfólki sínu góð
laun, en hann verður líka að 'aka
tillit til þess hvað rekstur hans
þolir á því sviði, því endalaust er
ekki hægt að láta kauphækkanir
koma niður á viðskiptavinum, án
þess að úr sölu dragi.
Eftir þessa raunarollu flýgur
sjálfsagt mörgum í hug, hvort
nokkurt vit sé í að reka iðnað
hér við þessi skilyrði, og oft
hafa heyrzt raddir, jafnvel á op-
inberum vettvangi, um að iðnað-
ur hér eigi engan rétt á sér og
allt eigi að kaupa inn fullunnið.
Til að svara þessu, verður að
staldra eilítið við og líta í kring-
um sig, bæði langt og skammt.
Við íslendingar erum fámenn
þjóð í hráefnasnauðu landi og okk-
ar eina stóra auðlind, fiskimiðin
í kringum landið, hefur gert okk-
ur kleift að búa hér við sívaxandi
velmegun og þægindi, þar sem
aukin veiði með nýtízku tækjum
afiar okkur svo til alls gjaldeyris
okkar. Reynslan hefur sýnt að
gjafmildi sjávarins er stopul og
sífellt verða háværari raddir um
ofveiði og rányrkju, og því rétt
og viturlegt að vera ekki of háð
einum atvinnuvegi.
Gott er að afla gjaldeyris, en
ekki er síðra að spara það, er af
honum aflast og þar er eitt af
hlutverkum iðnaðarins. Að vísu
þurfa flestar greinar hans nokk-
urn gjaldeyri til reksturs síns, en
verðmætamyndun og aukning
þjóðartekna er þar þyngra á met-
unum.
Hér að framan var minnst á
hráefnasnautt land. Víst er svo,
að landið okkar er hráefnasnautt,
er borið er saman við mörg önn-
pr lönd, en það þýðir ekki að
'við eigum engin hráeni. En þau
fáu, sem við eigum, hvernig nýt-
um við þau? Stærstur hluti út-
flutnings okkar er hráefni. til frek-
ari vinnslu og verðmætasköpunar
annars staðar, saltsíldin, lýsið,
mjölið o.m.fl. Frá landbúnaðinum
eru fluttar út gærur og ull
sem hráefni, þótt á því sviði vaxi
notkun innlendrar framleiðslu á
þeim vörum hröðum skrefum.
Hér má mikið um bæta og tak-
markið ætti að vera að engin hrá-
efni væru flutt út, aðeins tilbúin
vara til neytenda. • ,
Ein er sú auðlind íslenzk, sem
lítt hefur enn verið ausið úr. Á
ég þar við fallvötnin okkar, sem
enn eru ekki nema að litlu leyti
virkjuð, en hafa þó þegar gert
núverandi iðnað mögulegan. Fyr-
ir 10—15 árum var það álit margra
að við hefðum misst af strætis-
vagninum á sviði vatnsorkuvirkj-
ana, því að á næsta leiti væri
kjarnorkuframleidd raforka jafn
ódýr eða ódýrari en raforka fram-
leidd með fallvatnsorku. Reyndin
hefur orðið sú að lækkun kjarn-
orkurafmagns hefur orðið mun
hægari en ætlað var, og 1 er því
enn tækifærið að nýta þessar auð-
lindir okkar, og það verður að
gerast sem fyrst. Fjármagn til
þess er vafalaust ekki til í land-
inu, og er þá ekkert eðlilegra en
leita út fyrir landsteinana. Að
því kemur að kjarnorkurafmagn
verður ódýrara og þá verðum við
að vera búnir að virkja sem mest
af fallvötnum okkar. Tíminn er
hér mikið atriði.
En er þörf svo mikillar raf-
orku? Vissulega^ Raforka er und-
irstaða allrar framleiðslustarfsemi
og áætlanir undanfarandi ára um
orkuþörf þjóðarinnar hafa reynzt
of varlegar. Auk þess gefur næg
raforka nýjum iðnaði byr undir
báða vængi, sér í lagi stóriðju,
sem er eina líklega leiðin til út-
flutnings iðnaðarframleiðslu.
Allar þær þjóðir erlendar, sem
teljast háþróaðar eiga háþróaðan
iðnað. Þegar talað er um van-
þróuð lönd er oftast átt við frum-
stæðan iðnað, þótt einnig þá líka
sé átt við landbúnað og fiskveið-
ar. í augum útlendinga erum við
oft talin vanþróuð þjóð, og ekki
getur þá verið átt við landbúnað
né fiskveiðar .Öllum hagvísinda-
mönnum ber saman um, að til að
tryggja sem mest jafnvægi í þjóð-
arbúskap hvers lands, þurfi at.-
vinnugreinarnar og framleiðslu-
þættirnir að vera sem fjölbreytt-
astir, og afkoma þjóðarbúsins
byggist ekki aðallega á fáum ein-
hliða atvinnuvegum.
Enn er sú ástæða í gildi, að
veita og skapa þurfi atvinnu.
Kemur það spánskt fyrir, þegar
alls staðar er skortur starfsfólks.
En það hlýtur að vera tímabund-
ið, vaxandi vélakostur og fram-
leiðni eykur ekki starfsmannaþörf
í sama hlutfalli og hvert eiga þau
2500 er nú bætast árlega við vinnu
markað okkar að snúa sér?
í dag stendur íslenzkur iðnaður
á tímamótum. Vaxandi frelsi í ut-
anríkisviðskiptum setur hann í að-
stöðu, sem hann ekki hefur verið
áður í, síðan honum fór að vaxa
fiskur um hrygg. Hvernig hann
bregzt við þeim vanda, er óséð
enn, en búast má við að sums
staðar þrengi að. Sá iðnaður er-
lendur, sem notast við nýtízku
fjölframleiðslutækni og notfær-
ir sér hagræðingu og sjálfvirkni
út í æsar, á auðvelt með að keppa
hvar sem er. Því er okkur stakk-
ur skorinn, sem framleiða fyrir
innlendan markað eingöngu að
nútíma framleiðslutækni verður
ekki við komið, nema í smáum
stíl. Öðru máli gegnir um stór-
iðjuna. þar á að vera hægt að
koma öllu hinu fullkomnasta við
og bæta þannig samkeppnisað-
stöðuna. Staðreyndin er sú, að eft-
ir því sem virkjanirnar, flutninga-
tækin og verksmiðjutækin verða
stærri og afkastameiri, verður ein-
ingarkostnaður lægri. Því ber okk-
ur að hugsa stórt, sérstaklega á
því sviði.
Annað vegur nú að íslenzkum
iðnaði, en það eru sí háværari
raddir um þátttöku íslands í
EFTA, fríverzlunarbandalagi Ev-
rópu, með tilheyrandi niður
fellingu tolla og útvíkkun mark-
aða. Fyrir örfáum árum hefði sú
ráðstöfun á margan hátt getað
verið iðnaðinum nagstæð. en á
skammri stundu skipast veður í
lofti og í dag gæti það riðið ís-
lenzkum iðnaði að fullu, eins og
aðstæður eru. Heilbrigð sam-
keppni á jafnréttisgrundvelli er
holl og nauðsynleg hverri fram-
leiðslu, en íslenzkur iðnaður er
ekki í dag jafnréttur erlendum
Ég hef nú stiklað á sjö mílna
skóm um vitt efni. Vona ég að
engin taki orð mín svo, að ég sé
svartsýnn um framtíð íslenzks iðn
aðar, eða jafnvel telji hann feig-
an. Síður en svo. Ég hef reynt
að benda á það sem miður er og
hef fulla ástæðu til að vera bjart-
sýnn um að það lagist. Eitt er
það tæki, sem ég hef ekki minnst
á, og verður allri íramleiðslustarf-
semi lyftistöng til aukinna fram-
leiðni, en það eru vinnurannsókn-
ir og hagræðingarvísindi. Með
virkri notkun og aðhæfingu þeirra
er framtíð íslenzks iðnaðar trygg
á sviði sjálfrar framleiðslunnar
Ég gleðst yfir samningi þeim, sem
Framhald á bls. 22.
•*