Tíminn - 29.03.1966, Page 10

Tíminn - 29.03.1966, Page 10
r TIMINN WILSON Framíhald af bls. 13. Grimcmds væri ihrein vitleysa. Þótt allar skoðanakannan ir 'spái miklum sigri Verka- mannaflokksins við þingkosn- ingamar, sem fram fara á fimmtudaginn, hafa leiðtog- ar flokksins verulegar áhyggj- ur. Þeir eru hræddir um, að margir fylgjendur flokksins muni telja það óþarfa að fara á kjörstað, þar sem sigurinn sé „öruggur“ hvort sem er. Wilson sagði á blaðamanna fundi sínum í dag að allt væri undir því komið, hverjir greiða atkvæði á fimmtudagskvöldið. Hann gerði sitt til þess að fá verkamenn til þess að greiða at kvæði, með því að senda út langa yfirlýsingu, þar sem hann ákærði íhaldsflokkinn fyr ir að hafa í hyggju að hækka niðurgreidda húsleigu, ef flokk urinn fengi völdin. Heath fullyrti í dag, að Wil- son talaði tveim tungum um að ild Bretlands að Efnahags- bandalagi Evrópu, og skoraði á forsætisráðherrann að skýra sjónarmið sitt frekar. Wilson svaraði því til, að ríkisstjórn sín myndi halda áfram að leita eftir því, hvaða skilyrði eru fyrir inngöngu Breta í banda- lagið. Um Rhodesíumálið sagði Heath, að hefja yrði viðræður við stjórn Ian Smiths þar í landi, en forsætisráðherrann sagði, að ráðamenn í Rhodesíu hefðu gert öllum það ljóst, að þeir hafi engan áhuga á samn- ingaviðræðum. KOMMAR í MOSKVU Framhald af bls. 13. ir hafi lofað kommúnistaflokkum ýmissa Austur-Evrópuríkja, að flokksþingið verði ekki notað til þess að reka kínverska kommún- ista úr alþjóðasamtökum kommún- ista. Einnig er talið, að ekki verði : um að að ræða neinn kommún- istískan „toppfund" í sambandi við flokksþingið. Sérstakan áhuga vekur, hvort lögð verður áherzLa á að endur- reisa Stalín og stfjórn hans á þessu flokksþingi. Að undanförnu hefur ýmislegt bent til þess, að leiðtogarnir í Kreml vilji draga úr þeim fordæmingum á Stalín, sem Krústjoff hóf moð ræðu sinni á flokksþinginu 1956.. Af þeim ríkjum, sem kommún- istar ráða, eru það aðeins tvö, sem ekki mæta — Kína og Albanía. Ástæðan er deilan milli Moskvu og Peking. Kommúnistaflokkarn- ir í Norður-Víetnam og Norður- Kóreu hafa sent fulltrúa á þingið, en bæði þessi ríki hafa haft mjög náið samband við kínverska komm únista. FÁRVIÐRI Framhald af bls. 13. on, þegar stórt tré brotnaði skyndilega í stormkviðu og féll á þau. Brezkar þyrlur létu sig óveðrið engu skipta og fóru til bjargar 43 mönnum, sem voru um borð í „Ocean prince“ — sem er olíu- borunarpallur — í Norðursjó. Fimmtán metra háar bylgjur virt- ust á tímabili ætla að rífa pall- inn frá akkerisfestunum — skammt frá þeim stað, þar sem pallurinn „Sea Gem“ sökk í fyrra, en þá fórust 13 manns. Á meðan áhöfnin af „Ocean Prince“ stigu á land,’ báðu 33 menn á öðrum olíuhorunarpalli — ,,Constellation“ um hjálp. Var pallurinn á reki, — og björgunar- skip og dráttarbátar frá Hollandi héldu í átt til pallsins. Síðar lægði vindinn nokkuð, og áhöfnin tilkynnti, að hún þyrfti ekki á hjálp að halda. „Bretagne" — norskt skip — var á leið til Rotterdam, er leki kom að skipinu í nótt. Var það þá fyrir utan Holland, og bað það um hjálp síðar í nótt, þegar það hafði fengið mikla slagsíðu. Var skiþinu siglt í strand, og áhöfnin ftott í land. Enginn slas- aðist eða fórst. Annað s'kip brezka olíuskipið „British Strength" strandaði milli Bath og Hansweert í morgun. Var það á leiðinni til Antwerpen með fullfermi af olíu. Hollenzkir dráttarbátar voru í kvöld á leið að skipinu. Þeir ætla að reyna að draga það á flot. Danska flutningaskipið „Ulla Degn“ kom til Hollands í dag með nokkurt magn af sjó í vélarrým- inu, en skipið var á leið frá Dan- mörku til Suður-Afríku, er leki kom að skipinu í stonminum. TYRKLAND Framhald af bls. 13. sæti í efri deild tyrkneska þings- ins og var í dag kjörinn forseti á fundi í sameinuðu þingi lands- ins. Það var stjórnarflokkurinn, sem bauð hann fram, en hann fékk einnig stuðning flestra stjórn arandstöðuflokkanna, m. a. Lýð- veldisflokksins, sem lýtur stjóm fyrrverandi forseta, Ismet Inönu, Verkamannaflokksins og ÍVý-tyrk- neska flokksins. Fékk Sunay 461 atkvæði, en í þinginu eru 532 þingmenn. Einn annar frambjóð- andi var í kjöri, Alpaslan Turkes, og fékk hann 11 atkvæði. Nokkrir stjórnmálamenn aðrir fengu örfá atkvæði, en 47 þingmenn sátu hjá. Sunay er fimmti forseti lands- ins. Hann er kvæntur og á þrjú börn. Sunay er 66 ára gamall. HEIMSBIKARINN Framhald af bls. 13. daga, en hann hvarf frá sýn- ingarstað í London sunnudag- inn 20. marz. Hundurinn Pickl es, sem á sunnudagskvöldið fór í kvöldgöngu með eiganda sín um í garði einum í London, fann bikarinn grafinn i jörðu undir runna einum, og hljóp með hann til eiganda síns, Da vid Corbetts, sem hélt beint niður, á lögreglustöð. Bikarinn er úr gulli og tryggður fyrir rúmlega 3.6 milíjónir króna. Bikarlnn var til sýnis í að- eins 20 mínútur í dag, og ein ungis blaðamenn og blaðaljós- myndarar fengu að sjá hann. Hann var síðan læstur inn í skáp á lögreglustöðinni og verður þar til 4. apríl. Þá verður hann lagður fram í rétt inum, er mál Edward Betch- ley, 47 ára gamals hafnarverka manns sem ákærður er fyrir þjófnaðinn, verður tekið fyr- ir. Fundur heimsbikarsins hef ur vakið mikinn fögnuð. Tals maður brezka knattspyrnu- sambandsins sagði, að hann yrði hér eftir læstur inni í bankahólfi. Blöð í Brazilíu heiðruðu Pickles sem „hetju heimsbikarsins", og fram- kvæmdastjóri alþjóðaknatt spyrnusambandsins lýsti yfir ánægju sinni með fundinn. Bikarinn er nefndur eftir Jules Rimet, sem eitt sinn var forseti alþjóðasambandsins. Ilann er nú látinn. NATO Framhald af bls. 13. kvæmdar. En það væri hlut- verk frönsku stjórnarinnar að ■ tilkynna nánar opinberlega um það mál. Á morgun, þriðjudag, mun Ball taka þátt í fundi fastaráðs NATO, en þar mun hann leggja fram skýrslu um NATO og Vietnam. Síðar mun hann ræða afleiðingar frönsku áætl- unarinnar um að hætta að taka þátt í sameiginlegri her- stjórn bandalagsins, við full- trúa hinna NATO ríkjanna á fundi, þar sem Frakkland mun ekki eiga fulltrúa. FORSETINN Framhald af bls. 24. sem verðskuldar aðdáun allra. ís- land er gott dæmi þess, hvílíkan skerf smáþjóð, og við erum líka smáþjóð, getur lagt til heimsmenn ingarinnar." Þá minntist ísraelsforseti þess, að Alþingi væri elzta löggjafar- samkoma heims, ennfremur meðal mikilvægra starfa íslands- forseta áður hefði verið það, að hann hefði verið forseti Alþingis á 1000 ára afmæli þess. Einnig væri íslenzkan ein elzta þjóðtmiga Evrópu og hinar auðugu bók- menntir þeirrar tungu áttu rætur sínar að rekja langt afur í mið- aldir oig engu síður gætu nú- tíma íslendingar lesið þær bók- menntir en íisraels börn 2000 ára gamla hebresku bíblíu sinnar. ísr aelsforseti ræddi um nútímabók- menntir íslendinga, sagði menn- ingarlíf vera auðugt og útgáfu- starfsemina mikla. Einnig hefði fs lendingum með mikilli vinnusemi kunnáttu og tækni, tekizt að koma upp blómlegum iðnaði og fj öl- breyttu ,nýtízku atvinnulífi. Á al- þjóðavettvangi hefði ísland ávallt eins og fsrael viljað varðveita frið og rétt þjóða og einstaklinga. Að lokinni ræðu ísraelsforseta tók hr. Ásgeir Ásgeirsson til máls, og fer ræða hans hér á eftir: Herra forseti! Ég þakka hjartanlega þetta kvöldboð, þar sem ég fæ tækifæri til að hitta og sjá svo marga for ystumenn ísraelsþjóðarinnar. Eg minnist og með ánægju heimsókn ar Ben Gurion, forsætisráðherra, og Golda Meir, utanríkisráðherra, til íslands fyrir nokkrum árum. Ég hef einnig haft þá ánægju að hitta yður, herra forseti, eitt sinn áður við jarðarför Winston Churc hills. Þar gengum við hlið við hlið í skrúðgöngunni, ísrael og fsland. Ég ásetti mér þá að þiggja svo fljótt sem auðið væri yðar vinsam lega boð til hins forna og nýend urreista ríkis fsraelsþjóðarinnar. Þessi ferð er að nokkru leyti pílagrímsför. ísrael er ennþá í vor um augum Landið helga, eins og flestra kristinna manna og jafn- vel Múhameðstrúarmanna. Ég kom hingað með mikilli eftir- væntingu. Vonir mínar hafa vissu lega rætzt á heillar viku ferða- lagi með yðar ágætu leiðsögu- mönnum og miklu gestrisni. Það eru fáir staðir um heim allan, sem hafa jafn mikið • aðdráttar- afl og Jerúsalem og Landið helga. Þó margt sé ólíkt um hagi fsra- els og íslendinga, þá er og margt náskylt og af sama uppruna. Það nægir að nefna blessunarorðin og hin tíu boðorð. ísrael hefur gefið oss og heiminum bibliuna, þann hluta sem vér nefnum hið gamla testamenti. Yðar forfeður, Abra- ham, Móses og Davíð bonungur, svo ég nefni einhverja, eru einnig mikilmenni hins kristna heims. Fjöldi íslendinga heitir biblíunöfn um. Hugmyndaheimur vor er mót aður af norrænni, grískri og hebr eskri menningu. Það er og líkt með oss, að báðar þjóðirnar tala fomt mál, sem hef ur lítið breytzt um langan aldur, þó öll tungumál þurfi að mynda nýyrði af fornum stofni með vax- andi þekkingu og breyttum at- vinnuhattum. Haldreipið eru hin- ar fornu bókmenntir, biblían, og Islendingasögur sem einnig hafa átt ríkastan þátt í að varðveita þjóðerni og e ndurreisa sjálfstæð lýðveldi í báðum löndunum. Hvað væru ísraelsmenn án hins gamla testamentis eða íslenzkt þjóðerni án hinna fomu sagna. En eitt stingur þó sérstaklega i stúf, en það er lega landanna og nágrenni þeirra. ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi, landa- mærin eru hafið, og allir nágrann ar fjarlægir. Hafið hefur lengst af verið hin bezta landvörn, og þó að fslendingar væru um langan aldur undir erlendum yfirráðum, þá höfum vér enga í sögu að segja af ofsóknum né herleiðing- um. Lega ísraels fyrir botni Mið- jarðarhafs, oft og tíðum í þjóð- braut milli stórvelda síns tíma, sem bárust á banaspjótum, skap- aði þjóðinni önnur og ólík örlög. Það er oftlega saga mikilla hörm unga, allt frá dögum Assíríu- manna til Rómaveldis og jafnvel fram á vora daga, svo ég tiltaki nánar^ 14. maí 1948, þegar hið nýja Ísraelsríki var stofnað. Stór veldi fyrri tíma nú fallin í yalinn og úr sögunni. En hið unga ísraels ríki lifir nú í endurnýjung sinna lifdaga. fsraelsmenn hafa að vísu átt sín blómaskeið inn á milli. Og þá húgsa ég helzt til ríkisstjórnarára Davíðs og Salomons, og síðar þeirra tímabila, þegar kristnar þjóðir og Múhameðstrúarmenn sýndu þeim umburðarlyndi, veittu trúarfrelsi og settu suma afburða menn þeirra til hárra metorða. Þá fengu gáfur og snilli fsraels manna að njóta sín í vísindum og bókmenntum. En á okkar ævi, sem nú lifum, keyrði þó um koll, þegar myrtir voru um 6 milljónir af þeim 18, sem talið er að hafi lifað í dreifingunni. En þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst og nýtt ríki stofnað í hinu fyrirheitna landi. Sá atburð ur sýnist mér mestur í sögu fsra- el á síðustu áraþúsundum. Um þetta hef óg hugsað margt þessa síðastliðnu viku. Hér er lifað og starfað óttalaust, þótt mörg við- fangsefni séu erfið og ýmsar hætt ur yfirvofandi. Afköstin eru ótrú lega mikil og verkefnin ótæm- andi. Það er einhver „hulinn verndarkraftur", sem veldur, að þessi þjóð er enn við lýði. En ég skil vel, að hin dreifða, landlausa þjóð gat aldrei gleymt Jerúsalem og hinu Fyrirheitna landi. Herra forseti! Ég endurtek þakkir mínar fyrir þetta heimboð. Ég dáist að landi yðar, litbrigð- um, og tilbreytingu. Ég undrast þá orku, sem breytir eyðimörk í ákur og aldingarða. Og þó finnst mér mest koma til fólksins sjálfs, margra þeirra manna, sem ég hef hitt fyrir, alúðar og gestrisni. Mér hefur verið það ánægja, að sjá daglega Davíðsstjörnuna blakta við hlið hins íslenzka kross- fána. Hafið þið öll beztu þökk! RAGNAR Framhald af bls. 24. gefa þessum húsakynnum nafnið Unuhús, eftir hinu fornfræga Unu húsi við Garðastræti, sem raunar stendur enn, þótt ætlunin hafi verið að láta það víkja burt fyrir mörgum árum. Sápugerðin Frigg var í hinu húsinu þangað til á síðasta ári, að hún var flutt í stærra verksmiðjuhús, en eftir það fór Ragnar að undirbúa end- urinnréttingu Frigghússins, og þar eru nú nærri fullbúnir tveir sýningarsalir á tveim hæðum, ná- lega níutíu fermetrar hvor. Munu í neðri salnum eiga að verða sýn- ingar á verkum íslenzkra myndlist armanna, en í salnum á efri hæð- inni sýndar að staðaldri málverka- litprentanir og bækur eftir ís- lenzka höfunda. LJÓSMYNDUN Framhald af bls. 24. ráðherra. Venjan hefur verið sú hin síðari ár, að blaðaljósmyndar- ar fengju að koma á vettvang og taka myndir, þegar stórir viðburð ir eru að gerast. Nú ríkti hins veg ar sú leynd yfir undirskriftinni, að enginn gat upplýst, hvar hún færi fram, og seinna var tilkynnt að ráðuneytið mundi sjálft láta annast myndatöku af undirskrift inni og senda blöðunum myndir um kvöldið. ÞRID.IUDAGUR 29. marx 1966 IÐNAÐUR Framhald al i5. siðu. samtök vinnuveitenda og Alþýðu- sambands íslands gerðu með sér 11. desember s.l. um undirbúning og framkvæmd vinnurannsókna. Og að lokum vil ég þakka og vekja athygli á Iðnaðarmálastofn un íslands, sem unnið hefur mik- ið og gott brautryðjendastarf á þessu sviði. BJÓRINN Framhald af bls. 19. lingar. Bjórbannið er þó enn meiri flónska, þvi bjór er hollur og nærandi, en það verður ebki sagt um píputóbak. Allar stéttir þjóð félagsins ættu því að geta verið sammála um þá kröfu, að flónsku flís þessi sé dregin úr íslenzkri áfengislöggjöf. Fjárhagshliðin er ekM aðalat- riði í bjórmálinu, en þó er hún ekki einsMs virði. Líbur eru til að íslenzka þjóðin eyði 40—50 millj. í erlendum gjaldeyri fyrir bjór. Nokkuð af þeim gjaldeyri væri faægt að spara, ef hér væri búinn til og seldur íslenzkur bjór. TaMst okkur að búa til bjórteg- undir, sem jafnast á við það sem bezt gerist erlendis, er líMegt að um verulegan útflutning gæti verið að ræða. Ýmsir halda þvi fram, að við höfum betri sMlyrði til að búa til góðan bjór, en aðrar þjóðir, sökum þess, að hér sé kost ur á betra vatni. Það hlýtur að taka nokkurn tíma fyrir fslendinga að læra að framleiða bjór, sem jafnast á við beztu tegundir er- lendis, því þar hefur þessi iðn- grein þróast í fleiri aldir. Engin ástæða er þó til að ætla, að við getum ekki lsért að búa til góðan bjór. Reynist sMlyrði hér á ein. hvern hátt hagkvæmari ættum við að geta farið fram úp öðrum við bjórframleiðslu. Til þess að það megi takast álít ég, að við verðum að leyfa innflutning á bjór svo inn lenda framleiðslan hafi við eitt hvað að keppa. Vera má að þetta verði ein af fáum framleiðslu- greinum, þar sem við höfum betri aðstöðu, en aðrar þjóðir. Eigi er ástæða til að loika augum fyrir þeim þætti málsins. Ummæli dr. Helga Tómassonar. Þann 25. febrúar s. 1. birtist stutt grein í Morgunblaðinu eftir Jón Gunnlaugsson. Heyrt hefi ég að greinarhöfundur neyti ekki áfengis. Hvað sem því líður er greinin skrifuð af viti og sann- girni. Eftirfarandi ummæli tekur greinarhöfundur úr ræðu, sem dr. Helgi Tómasson hélt á stúku- fundi: „Til þess að fara varlega fullyrði óg að það sé að minnsta kosti alveg ósannað mál að ölið hafi kennt nokkrum manni að neyta áfengis." Ennfremur sagði dr. Helgi: „Menn skyldu varast að neyta hinna svonefndu sterku eða brenndu drykkja, brennivíns, kon- jaks, viskís, romrns o. fl. og alls ekM án þess að þynna þá ræM- lega vel út, og þessir áfengu drykk ir eru skaðlegastir alls áfengis. fyr ir líffæri manna. Aftur á móti eru hin svonefndu léttu vín eða borð vín ekki jafn skaðleg og brenndu drykkirnir og minnstan skaða gerir vissulega ölið. Auk þess eru f ölinu miMl og holl fæða, sem gerir þaðr að'' verkum, að menn verða fljótt saddir af öldrykkju og minnkar þá löngun til dryfckj- unnar“. Þetta sagði dr. Helgi Tómasson, sá íslenzkur' læknir, sem hafði einna mesta reynslu í því, að fara með ofdrykkjumenn. Ég er ekki í vafa um, að sala bjórs verður leyfð hér eins og í öðrum lönd- um. Hvenær það verður get ég ekki sagt um. — ÆsMlegt væri að við fengjum sem fyrst að njóta þessa holla gleðigjafa án þess að þurfa að brjóta lög og reglur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.