Tíminn - 02.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.04.1966, Blaðsíða 8
DAGURINN HENNAR 8 TÍMINN LAUGARDAGUR 2. aprfl 1908 Leikfimi er nauðsynleg fyrir feitar konur sem magrar Mjög fáar ungar stúlkur eru fyllilega ánægðar með vaxtar- lag sitt. Ýmist finnst þeim þær vera of feitar eða of magrar, sjald an alveg mátulegar. Það er ek’xi auðvelt að vemda gott vaxtarlag og þarf kvenfólk að véra á stöð ugu varðbergi hvað matarræði og hreyftogu viðvíkur. Sem betur fer, er því þannig farið að leikfimi (hvort sem stúlk ur eru feitar eða magrar) hefur af bragðs góð áhrif á allan líkamann. Hjá grönnum stúlkum styrkjast vöðvarnir, og þeir sýnast íyllri. Hjá feitlögnum stúlkum styrkjast vöðvarnir að sjálfsögðu líka, en um leið hverfur fitan, ekfci sízt vegna þess (það á við í báðum tilfelluim) að blóðrásin örvast. Nú skal því ekki haldið fram að gera þurfi leikfimi tímum sam an á hverjum degi, því að fáir hafa orku til þess. Nei, fimm mín útur kvölds og morgna, og helzt fyrir framan opin glugga er al- veg nægilegt. Þær æfingar sem hér eru taldar, hafa áhrif á allan líkamann og gera hann fallegan, og hreyfingarnar verða mjúkar og liðlegar. Æfingar. 1. Fyrir allan líkamann: Leggizt á gólfið með hendumar að hliðun- um. Lyftið fótunum svo hátt upp að þið standið næstum lóðrétt á öxlunum og sveifliö síðan fótunum yfir höfúðið. Fæturnir dregnir Jiægt aftur í upphafsstellinguna og æfingin endurtekin svo sem tíu sinnum. 2. Þessi æfing er erfið fyrir ó- æfða, en vegna þess að hún "r mjög góð fyrir alla líkamsvöðv- ana, er rétt að bæta henni við daglegar æfingar: Setjizt niður á hælana, reisið líkamann upp og hallið síðan höfðinu eins langt aftur og 'hægt er. Eftir nokkra æfingu er hægt að ná með hnakk anum niður í gólf, og þið getið bomizt aftur í hina upphaflegu stellingu með því að halda hönd- unum um hælana. Fyrst í stað kemst maður ekki langt úr upp haflegu stellingunni, því að rist in þarf fyrst að liðkast. Æfing in endurtekin nokkrum sinnum. 3. Fyrir barm og handleggi: Standið beint og styðjið framrétta handleggina við vegg. Handlegg irnir beygðir og réttir um leið og fætumir eru teygðir aftur á bak, eins hátt og unnt er. Endur tekið 20—30 sinnum. 4. Fyrir mittis- og magavöðva. Teygið ykkur í fulla hæð, setj ið hendurnar áftur fyrir hnakk ann og standið gleitt. Gerið síðan snúningshreyfingar með mjöðmun um án þess að færa fætuma. Það á að reyna að beygja sig longra og lengra aftur svo að maður finni hvemig stríkkar á vöðvunum í maga og hliðum. Endurtekið á víxl til hvorrar hliðar að minnsta kosti 20 sinnum. 5. Gegn breiðum mjöðmum, ög fyrir maga og læri. Standið á miðju gólfi á tánum og með hend urnar útréttar. Sveiflið síðan á víxl fótunum eins hátt upp og unnt er. Þessi æfing er einnig góð fyrir maga- og lærvöðva. Önnur góð æfing er: leggiat til hægri án þess að snúa mittinu og lyftiB síðan hnjánum til vinstrL Endur- takið æfinguna á víxl tfu sinnum. 6. Fyrir leggi og kálfa. Standið með fætur saman og lyftíð ykkur eins hátt á tá og hægt er og síðan eru fæturnir lækkaðir nnjðg hægt. Endurtekið tíu sinnum. 7. Fyrir bakið. Leggizt á mag- ann á borð mieð fætuma undir slá eða fáið einhvern til að halda þeim. Efsti hluti lfkamans A að standa fram af borðinu. Sfðan er efri hlutinn látinn síga eins langt niður og hægt er og svo er hann dreginn upp aftur, eins hátt og hægt er. Byrjið upp á nýtt og endurtakið æfinguna 10 — 15 sinnum. 8. Gegn söðulbaki. Leggizt á bakið á gólfið með hendurnar und ir þungu húsgagni. Beygið fæt- urna, beygið síðan hnén og drag ið þau upp að brjóstinu, þannig að bakið lyftist frá gólfi eins og sýnt er á teikningunni. Haldið þessari stellingu í 3—4 sekúndur. Endurtekið 20—30 sinnum. 9. Æfing fyrir góðan limaburð. Gangið á hverjum degi í nokkrar Framhald á bls. 13. RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR Sjö tegundir af kök- um úr sama deiginu Grunndeig. 250 g. smjörlíki 250 g sykur 4 egg (ef þau eru stór, þá minnka fjöldann). 200 g hveiti 50 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftíduft. Smjörlíki og sykur er hrært létt og Ijóst, eggjunum hrært út í einu í senn og hrært vel á milli. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti sáldrað út á og hrært varlega saman. Deigið á að vera létt og loftkennt. Ilátíðakaka 1 uppskrift grunndeig 100 g gróft saxaðar heslihnetur 100 g niðursoðnir blandaðir á- vextir. Sykurbráð úr flórsykri, rommi. Ribsberjahlaup, súfcfculaðiplöt- ur. Heslihnetunum blandað í deigið og helmingurinn látinn í smurt aflangt mót, ávöxtunum jafnað yfir og hinum helmingn um af deiginu smurt yfir. Kak- an bökuð í ca. 45 mín. við jafn an hita. Þegar kakan er köld er hún smurð ofan með sykurbráð og skreytt með ribsberjahlaupi og súfckulaðiplötum. Afmæliskökur. y2 uppskrift af grunndeigi Rifið hýði af 1 appelsínu 50 g kúrenur Sykurbráð úr: flórsyfcri og appelsínusafa. Grænt hlaup og kerti. Appelsínuhýðinu og kúrenun um er blandað á deigið. Bakað í litlum mótum við miðlungs hita. Kökurnar losaðar úr mót- unum og smurðar að ofan með syfcurbráð. Þegar sykurbráðin er þurr eru sprautaðir stafir á með hlaupinu og litlum kertum stungið í kökurnar. Hrísterta. y2 uppskrift af grunndeigi 3 msfc. af lausum soðnum hrís- grjónum. Salta hrísgrjónin. 2 stór afhýdd og niðurrifin epli. Flórsyfcur. Hrísgrjónin eru skoluð undir rennandi köldu vatni og þurrk- uð í stykki, síðan er þeim blandað f deigið ásamt rifnu eplunum. Bakað í tertumóti, sem klætt er innan með smurð um smjörpappír, í 20 mín. við jafnan hita. Kakan losuð úr mótinu, þegar hún er orðin köld og flórsykri sáldrað yfir. Rúlluterta með marsipan. y2 uppskrift grunndeig 125 g aprikósur Sykur 125 g. marsípanmassi 50 g flórsykur. Deiginu smurt yfir vel smurð an smjörpappír á ofnplötu. Snöggbakað við góðan hita. Aprikósurnar látnar liggja í bleyti yfir nótt, soðnar og marð ar gegnum siigti, vatnið látið siga vel af þeim áður. Aprikósu maukinu smurt yfir fullbakaða kökuna og hún vafin snöggt saman. Marsipaninn hnoðaður upp með flórsykrinum og flatt ur út í sömu lengd og rúllutert an og það breiður að hann nái utan um hana. Kakan vafin inn í marsipaninn, þegar hún er alveg köld, og samskeytin lát in snúa niður. Sítrónukaka. 1 uppskrift grunndeig Krem: 100 g. smjörl. iy2 sítróna 150 g. sykur 3 egg 3 eggjarauður 35 g möndlur Olia Deigið bakað í tertumóti fóðr uðu með vel smurðum smjör pappír í ca. 45 mín. við jafn an hita. Kakan tekin úr mót- inu, þegar hún er köld og skor in sundur í þrennt. Kremið: Smjörl., sítrónusafa og rifnum berki, sykri, eggjum og eggjarauðum er blandað sam- an í sfcál, sem látið er yfir sjóðandi vatn. Kremið þeytt stöðugt yfir hitanum, þar til það er stíft. Þegar kremið er alveg kalt, er því smurt milli laga kökuhnar og hún lögð sam an. Svolítið af kreminu tekið frá til að skreyta með. Möndl urnar afhýddar og þær saxaðar niður. Bakaðar ljósbrúnar í svo lítilli matarolíu. Kremið smurt á kanta kökunnar og möndlun um stráð yfir, þegar þær eru alveg kaldar. Kókoskaka með súkkulaði- bráð. 1 uppskrift grunndeig. 175 g, kókosmjöl Súkkulaðibráð: 1 msk. kókó, flórsykur, 25 g. kókosmjöl. Kókosmjölinu blandað í deig ið og það látið f vel smurt af- langt formkökumót. Kakan bökuð við jafnan hita í 45—50 mín. Kakan tekin úr mótínu og látin fullfcólna. Smurð að of- an með súkkulaðibráð og kók osmjöli yfir áður en súkku- laðibráðin er fullhörðnuð. Hrísterta með möndlum. V2 uppskrift grunndeig 1 tsfc. vanilla 1 msk laus9oðin hrísgrjón 25 g saxaðar möndlur Til skrauts: Flórsykur ,6 stórar möndlur sem litaðar eru græn ar með ávaxtalit. í deigið er blandað vanillu- dropum, hrísgrjónum og möndl um og það bakað eins og í uppskriftinni á undan. Flór- sykri sáldrað yfir kalda kök- una og hún sfcreytt með lituð- um möndlum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.