Tíminn - 02.04.1966, Blaðsíða 5
\
. LAUGARDAGUR 2. apríl 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og lndriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjSteingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
rfmi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán. lnnanlands — í
lausasðlu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h-f.
Hafnið vantrú
úrtölumanna
Eitt hið ógeðslegasta í áróðri þeirra, sem mæla bót
álsamningmim við svissneska auðhringinn, er sú
vanÉrú, sem þeir eru að reyna að skapa á íslenzkum at-
vnmtrvegum. Um þetta sagði Eysteinn Jónsson í van-
transtsumræðunum:
„Það bætist svo við, og er ömurlegt til þess að vita,
að ríkisstjómin hefur nú hrökklazt út á þá braut, til að
legu móti traustið á innlendum atvinnuvegum, sem
landsmenn hafa þó byggt endurreisn þjóðarinnar á.
Menn eru varaðir við að byggja um of á sjávarútvegi,
landbúnaði og íslenzkum iðnrekstri. Gamalkunn tegund
úrtölumanan hefur nú sótt í sig veðrið og herðir sókn-
ina og varar þjóðina við að byggja á eigin framtaki
og hefur sjálfur forsætisráðherrann te'kið forystuna fyr-
ir þessu liði. En það eru að verða einkunnarorð þessa
liðs, að íslands sé á mörkum hins byggilega heims og
eiga menn svo að draga sínar ályktanir af því. Þetta er
sams konar hugsunarháttur og sá, sem því réði þegar
nálega öll þýðingarmestu vatnsréttindi landsins voru
seM útlendingum í því trausti að stóriðja útlendinga
væri lausnin á vandamálum þjóðarinnar. Allt annað
væri of smátt í sniðum og ófullkomið og engu öðru
væri að treysta en atvinnurekstri útlendinganna. En
þjóðin hefur sananrlega risið á legg og byggt á sínu
eigin framtaki og sinna manna í sjávarútvegi, landbún-
aði og iðnaði og allar hrakspár sér til skammar orðið. Nú
ganga valdamenn á hinn bóginn þrátt fyrir þessa reynslu
fram fyrir skjöMu og vara landsmenn við að treysta sjálf
um sér og framtaki sínu og eigin atvinnuvegum.
Atvinnugreinar okkar standa nú höllum fæti eingöngu
vegna rangrar stjómarstefnu og ráðleysis í stjórnarmál-
efnum landsins en skilyrði hafa aMrei verið betri en nú,
ef skynsamlega væri að farið, og okkar eigin framleiðslu-
greinar studdar í stað þess að setja fyrir þær fótinn“.
Undir þessi ummæli Eysteins Jónssonar má vissulega
taka eindregið. Slíkar hafa framfarimar orðið á íslandi
seinustu áratugina — framfarir, sem em að öllu leyti
byggðar á íslenzkum atvinnuvegum — íslenzku framtaki.
Ekki er hægt að hugsa sér öllu óþjóðlegra starf en að
reyna að veikja ranglega trúna á framtak þjóðarinnar
sjálfrar, svo að hún sætti sig betur við óhagstæðan og
niðurlægjandi samning, sem hefur verið gerður við
erlent auðfyrirtæki.
Alþýðubandalagið
Ljóst er, að eftir hinn svokallaða stofnfund Alþýðu-
bandalagsins 1 Reykjavik, að kommúnistar hafa þar öll
ráð áfram. Þeir hafa sterkan meirihluta í þeirri níu
manna stjórn, sem kosin var á fundinum og ráða á fram
boði bandalagsins í bæjarstjórnarkosningunum. Hins
vegar er þar einn Hannibalisti og einn Þjóðvamarmað-
ur. Þá verður aðalágreiningsefnið látið liggja í salti
fram yfir bæjarstjórnarkosningar. Þegar það er undan-
ákilið, að kommúnistar ráða bandalaginu áfram, er flest
broslegt við þessa tilburði, eins og t.d., að nú
skuli auglýstur stofnfundur bandalags, sem var
stofnað fyrir 9 árum og er búið að bjóða fram í fjórum
þingkosningum og tveimur bæjarstjórnarkosningum
hér í bænum! Og menn eiga svo að álíta, að hér sé eitt-
hvert nýtt fyrirtæki á ferðinni!
TÍMINW 5
Per Hækkerup, utanríkisráðherra Danmerkur:
De Gauile hefur ekki rofiö tengsl-
in við Atlantshafsbandalagið
Mikilvægt að halda samvinnu við Frakka áfram
Á BLAÐAMANNAFUNDUM
undanfarin ár hefir de Gaulle
smátt og smátt mótað sérstakt
franskt viðhorf til Atlantshafs
bandalagsins. Fyrir skömmu
var þessari afstöðu komið á
framfæri í orðsendingum
frönsku ríkisstjórnarinnar til
stjórna aðildarrikja bandalags
ins. Orðsendingamar, sem af
hentar voru opinberum sendi
fulitrúum aðildarríkjanna í
París, voru samhljóða og
Frakkar hafa birt þær orð-
rétt. í orðsendingunutn til
stjórna Bandaríkjanna, Kanada
og Sambandslýðveldisins Þýzka
lands voru auk þess stuttir
kaflar, sem fjölluðu um á-
kveðin framkvæmdaatriði.
Auk þessara opinberu orð-
sendinga hafði forseti Frakk
lands sent forstöðumönnum rík
isstjórnanna í Bandaríkjunum,
Stóra-Bretlandi, Sambandslýð-
veldi Þýzkalands og ftalíu sér
stakar einkaorðsendingar. Efni
þessara bréfa hefur ekki
verið birt.
Orðsending frönsku stjórn
arinnar til Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna hefir því að geyma
bæði formlegan og raunveruleg
an lykil að skilningi á hinu
franska viðhorfi og um leið
er hún sá grundvöllur, sem
byggja verður á matið á mik
ilvægi ákvörðunar Frakka fyr
ir Atlantshafsbandalagið. Ég
hygg því, að gagnlegt sé að
rifja hér upp aðalatriði orð-
sendingarinnar í sem fæstum
orðum.
FYRST af öllu verður að
fyllyrða, að ekki sé af franskri
hálfu um að ræða úrsögn úr
Atlantshafsbandalaginu að
svo stöddu og er þetta mikil-
vægt. Einnig tekur franska
stjórnin skýrt fram í orðsend
ingu sinni, að hún ætli sér
ekki, hvorki 1969 né síðar, að
færa sér í nyt úrsagnarheimild
ina, sem er í Atlantshafsbanda
lagssamningnum, nema því að
eins að almenn þróum breytt í
veigamiklum atriðum viðborf
inu milli Austurs og Vesturs.
Hins vegar er gerður greinar
munur á sjálfum bandalags-
samningnum, — en mikilvæg
asta atriði hans er skylda til
gagnkvæmrar hemaðaraðstoðar
til varna gegn árás, — og þvi
sem Frakkar nefna bandalags
skipulagið, eða fyrst og fremst
hernaðarstofnunina, sem hefir
verið að mótast frá því á ár
inu 1949 og ætlað er að ann
ast stjórn herafla Atlantshafs
bandalagsríkjanna ef til vopna
viðskipta kæmi. Frakkar eru
ákveðnir í að hætta aðild að
þessari stofnun, en þeir
hafa ekki á nokkurn hátt
látið í Ijós, að þeir hafi i
hyggju að hindra áframhald
á starfi hernaðarstarfsmanna
meðal annarra aðildarríkja
bandalagsins. Fyrfirætlanir
Frakka eru ekki enn kunn
ar í einstökum atriðum, en
ekki verður talið óhugsandi,
að hlutdeild þeirra í vissum
þáttum hinnar hemaðarlegu
samvinnu geti haldizt. ,
Fyrstu beinu, fyrirsjáan
legu afleiðingarnar af til-
kynningu Frakka hljóta að
koma fram í þvi, að fransk
ir herforingjar, sem verið
hafa starfsmenn samtakanna,
verða nú kvaddir til þjón-
ustu við þjóð sínaí svo starfs
menn samtakanna, verða nú
kvaddir til þjónustu við þjóð
sína, svo og, að báðar aðal
stöðvar hernaðarsamtakanna,
sem verið hafa í Frakklandi,
verður nú að flytja burt og
koma fyrir í öðru landi.
ÞETTA eru þau atriði, sem
beinast snerta Atlantshafs-
bandalagið sjálft sem sam-
tök. í »érköflunum, sem sagt
var hér frá í upphafi að
verið hefðu í orðsendingunum
til stjórna Bandaríkjanna, Kan
ada og Sambandslýðveldis Þýzka
lands, er sagt frá fyrirætlun
um, sem geta haft og munu
hafa áhrif á bandalagið. Að
því er varðar aðildarríkin hand'
an hafs snertir þetta herafla
og stöðvar, sem Bandaríkja-
menn og Kandamenn hafa sem
aðilar að bandalaginu haft a
franskri grund samkvæmt sér
stöku - samkomulagi við
Frakka. Gágnvart Sambandslýð
veldi Þý^kalands snertir þetta
franskan Iandher og flugher,
sem þar hefir bækistöðvar
Franska ríkisstjórnin ætl
ar að hætta að láta franska
herforingja í herstyrk banda
lagsins lúta sameiginlegri
stjórn herstjórnar þess og
setja þá undir yfirráð her-
stjómar franska ríkisins. Á
sama hátt ætlar hún að hætta
að láta herafla sin.n í Sam-
bandslýðveldi Þýzkalands
lúta herstjórn bandalagsins og
setja hann undir franska her
stjórn. Um hitt er ekki að
ræða, að Frakkar óski eftir,
að þessi herafli hverfi af
þýzkri grund.
Þeir hafa heldur ekki kraf
izt, að bandarískur eða kana-
dískur herafli hverfi af
franskri grund, en í raun og
veru er þess krafizt að þessi
herafli lúti einnig franskri
stjórn, ef hann verður áfram
um kyrrt í Frakklandi.
ERFITT er að fullyrða nokk
uð ákveðið um ástæðurnar fyr
ir þessum ákvörðunum Frakka.
í frönsku orðsendingunni eru
þó almennar umsagnir, sem
gefa til kynna, að ástæðurnar
séu bæði pólitískar og hern
aðarlegar. Það er í stuttu
máli álit Frakka, að viðhorf
in í heimsmálunum hafi breytzt
svo mjög síðan 1949, að skipu
lag Atlantshafsbandalagsins og
starfshættir hæfi ekki þeim
aðstæðum, sem nú eru i
heiminum, enda þótt að banda
lagið sjálft sé hvergi nærri
óþarft orðið.
Þetta álit er að sjálfsögðu
nátengt hugmyndum Frakka
um stöðu Evrópu milli Aust
urs og Vesturs. Frakkar gera
sér í hugarlund, að Evrópa
geti í senn haft sterkari á-
hrif og gegnt meira miðlun-
arhlutverki en hún nú gerir,
og fyrsta skilyrði þess sé, að
hún hætti að vera háð Banda
ríkjunum, en Frakkar telja
núverandi hernaðarskipulag
Atlantshafsbandalagsins bera
vott um slfkt ófrelsi. Frakk
ar eru efalaust á þeirri skoð
un, að breytingar í þessu efni
komi bæði Evrópu og öllum
heiminum að gagni, og auð
vitað ekki sízt Frakklandi
sjálfu.
Mér virðist sennilegt, að hin
franska hugsun mótist að
verulegu leyti af þeirri þró-
un, sem orðið hefir í kjam
orkumálunum, en sú þróun hef
ir haft mjög mikil áhrif á al-
þjóðamál, hvort heldur er
viðhorfin milli Austurs og
Vesturs, afstöðu Vestur- Evr-
ópu til Bandaríkjanna eða
vandamálin í Asíu. Frakkar
hafa komið á fót hjá sér inn
lendum kjarnorkustyrk hin síð
ari ár og það hefir eðilega
haft mjög mikil áhrif á mat
þeirra bæði á vandanum, sem
við blasir og pólitískum mögu-
leikum í framtíðinni.
Varla mun of mikið upp í sig
tekið þó að fullyrt sé, að skref
ið, sem Frakkar hafa nú stigið,
hefði verið óhugsandi ef þessi
kjarnorkustyrkur hefði ekki
verið til. í augum Frakka virð-
ist ráða úrslitum, að Evrópa
verði að vera sjálfri sér næg
um hervamir þegar til lengd-
ar lætur. Um þetta atriði mun
Frakka og aðrar Atlantshafs-
bandalagsþjóðir greina hvað
mest á.
ENN ER of snemmt að full-
yrða um afleiðingarnar af at-
höfnum Frakka. Eina raunveru-
lega breytingin, sem óhjá-
kvæmileg virðist, felst í fjar-
lægingu aðalstöðvanna tveggja
af franskri grund. Þetta hefur
auðvitað í för með sér óþæg-
indi og kostnað fyrir aðildar-
ríki Atlantshafsbandalagsins,
en þarf þó ekki í raun og sann-
leika að koma í veg fyrir fram-
haldandi samstarf við Frakka
í stjórnmálum eða hermálum
utan Frakklands.
Stjórnir Bandaríkjanna og
Kanada verða fyrst og fremst
að taka ákvarðanir um, hvað
gera skuli vegna þeirra stöðva,
sem herir þessara þjóða hafa
haft til umráða I Frakklandi.
Unnt er þó að bæta hér við,
að verði ofan á að fjarlægja
þurfi þessar stöðvar frá Frakk-
landi, eykur það stórlega á hin
ar fjárhagslegu afleiðingar, og
auk þess kann að reynast nokkr
um vandkvæðum bundið að
koma fyrir þeim stöðvum og
herafla, sem hér er um að
ræða.
Auðvitað hlýtur ákvörðun
Frakka að draga einhvem póli-
tískan dilk á eftir sér, þegar til
lengdar lætur. Varla mun þó
nokkur ábyrgur aðili treysta
sér til að segja að svo stöddu
fyrir um, í hvaða áttir afleið-
ingarnar beini þróuninni. Hin
breytilegu atriði, sem til greina
Framhald á 14. síðu.