Vísir - 16.09.1974, Síða 7

Vísir - 16.09.1974, Síða 7
Vlsir. Mánudagur 16. september 1974. r cTYLenningarmál Sami strœtó. önnur stöð Bragi Ásgeirsson hefur lengi verið einn af fáum hérlendis, sem hafa reynt að beina straumum erlendrar nýlistar til íslands með skrifum sínum.Ekki er hægt annað en virða listamann, sem sýnir litskyggnur af erlendri list á eigin sýningu, eins og Bragi gerir i þetta skiptið, án þess að hræðast þann samanburð, sem sýningargestir gætu átt til að gera milli verkanna á sýningunni og á tjaldinu. Eg verö að játa strax, aö hingaö til hef ég ekki kunnaö aö meta myndir Braga. Mér hefur fundizt hann vinna of smátt og á ' of þröngu sviði og þótt hann hafi verið einn af þeim fáu hér á landi (fyrir utan kempuna Ásmund Sveinsson), sem hafa séö gildi „aðskotahluta” i myndbyggingu, hef ég ekki verið sáttur við notkun hans á þeim. 1 stað þess að nota útlit — lit.áferð og lögun hlutanna, þá hefur Bragi oft átt það til aö þekja þá möttum litum og glanslakki og þeir hafa ekki notiö sín, heldur runnið inn i heildaryfirborð flatarins. Úr þessu hefur svo oft orðið eins konar lágmynd, oft einlit þar sem aðeins mismunandi þykkt hlutanna á fletinum hefur höfö- að til augans. A þessari sýningu eru 54 myndir, og margar þeirra eru af þvi tagi, sem um getur hér að ofan og gefa þær auganu ekki verðugt viðfangsefni. Auk þess eru á sýningunni um 7-8 mál- verk frá timabilinu 1954-67. Mér finnst það hafa verið mistök að láta þau fljóta með. Þau eru flest afstrakt, en eru liflaus og sýna ekki fulla getu Braga. Aftur á móti finnst mér „dtíkku” myndir hans á þessari sýningu, verk eins og „Útþrá” (Nr. 3) „Úrsmiðurinn” (Nr. 16). „Andlit I timanum” (Nr. 19) „Firrð” (Nr. 21), „Hásalir” (Nr. 29) og „Blóðbrullup-Stóri Hvlti Hestur)” (Nr.26) með þvi bezta, sem hann hefur gert i langan tima. 1 stað þess að iáta „aðskotahlutina” drukkna undir málningu og lofa auganu að reika eftir vild notar Bragi strangari miðju-mynd- byggingu. Marghólfa kassar eru notaðir sem eins konar mynd innan i mynd, og i hólfin og i kringum þau raðar Bragi svo dúkkum, klukkum, plastdýrum, og öðrum „aðskotahlutum”, sem vinna saman bæði sem tákn og myndstofn. Ahrifakraftur þessara mynda ersúrrealiskur að uppruna, þar sem margs kyns hlutir af ólikum uppruna eru settir á sama flötinn og slðar,ef vel tekst.skapar spenna sú, er myndast við samsetn- inguna, sérstök tilfinningaleg áhrif, sem oft eru kölluð skáld- leg. Ahrif slíkra mynda veltur þvi á þeim hlutum, sem valdir eru I myndbygginguna, og Bragi, eins og margir aðrir, velur m.a. dúkkur, tvieggjuð tákn sakleysis og vélmennsku, og klukkur, tákn dauðleika mannsins. Þykir mér liklegt, að brúður súrrealistans Bellmers og flöskur og kassar hins lítt þekkta bandariska súrrealista, Joseph Cornell, standi að ein- hverju leyti á bak við þetta skref Braga. En þótt Bragi hafi ef til vill notað sama strætó og hinir súrrealisku meistarar i þessu tilfelli, hefur hann farið úr á allt öðrum stað og lausnir hans eru bæði persónulegar og áhrifamiklar. MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson Drepa, drepa........ Á Mokka stendur yfir sýning á sibum úr bók þeirra Dags Sigurðssonar og Einars Ólafs- sonar, „Drepa drepa”, 22 að tölu. Það er greinilega skortur á ljóðabókum, þar sem grafísk list er notuð til að draga fram og styðja meiningu málsins. En þar sem útgefendur virðast ragir við að gefa út ljóðabækur þessa dagana, þá er litil von til þess að maður sjái þroskaðar tilraunir á þessu sviði. Þeir Dagur og Einar vinna vel saman, Dagur skrifar ljóðabúta beint á pappírsmiða, sem svo eru límdir á litaðan pappir. 1 kringum orðin raðar Einar blekteikningum, annaðhvort i bútum eða teiknuðum beint á litpappirinn. Áhrifin eru á mörgum stöðum fersk, en samt koma siðurnar ekki út sem regluleg heild, nema e.t.v. nr. 11 þar sem Dagur skrifar beint inn á litgrunninn. Einnig skemmir ,þaö fyrir, hversu viðvanings- legar margar teikningarnar eru. Þeir félagar gætu margt lært af ljóðabókum og veggspjöldum dadaistanna gömlu. Barnaskólarnir eru þegar byrjaðir, og gagnfræðaskól- arnir eru um það bil að hefjast. Langt vetrarstarf er nú að hefjast á nýjan ieik hjá sumum, og svo hjá mörgum I fyrsta sinn. Það er svo sannarlega lika starf að sitja yfir skólabókunum allan veturinn, en þá fyrst reynir á þolrifin, þegar að prófum kemur. Allir vilja jú ná sem beztum árangri, og það er tæplega hægt nema að vinna vel. Við vitum' öll hve það gengur miklu betur að vinna, ef starfs- aðstaðan er góð. Þetta gildir llka um skólalærdóminn. Það verður að fara vel um bæði börnin og fullorðna, þegar setið er við lestur og skriftir. En það er kannski ekki alltaf svo gott að innrétta herbergi með dýru og finu skrifborði, hillum og öllu tilheyrandi, og þá er að leggja kollinn i bleyti og reyna að finna eitthvertgott ráð, til þess að koma upp þægilegri og huggulegri aðstöðu fyrir lær- dóminn. sama hlutverki A meðfylgjandi myndum sjáum við dæmi um þægilega aöstöðu. A annarri myndinni er til dæmis alls ekki notað borð, heldur hefur verið komið fyrir langri hillu á einum veggnum, og það gefur ákaflega skemmti- legan og sérstakan svip. Fyrir ofan er langt ljós, sem gefur góða birtu yfir alla hilluna. Svona hillu mætti auðveldlega smiða fyrir litinn pening. Stórt plakat með blómum er svo sett fyrir ofan hilluna, til þess að llfga upp á. A hinni myndinni er svo venjulegt borð, sem þarna er notað, og litilli kommóðu er komiö fyrir á skemmtilegan hátt undir borðinu. Kommóðan er á hjólum, en það er sannar- lega ekki nauðsynlegt. Borðið og kommóðan er haft i hvitum lit. Og nú er bara að láta hug- myndaflugið ráða, og ef barn á hlut að máli, þá er um að gera að láta það koma með hug- myndir um fyrirkomulagið.... —EA Umsjón: Edda Andrésdóttir Og skyldi þá ekki sem oftar leynast eitthvað gamalt og gott, sem gæti verið skinandi að grlpa til. Það má gera svo marga gamla hluti upp, án þess að það kosti nokkuð a.m.k. eða lítið. Skrifborð þarf til dæmis ekki að vera eitthvað ægilega fint og gott. Það getur alveg eins verið skemmtilega málað gamalt borð. Það gegnir nákvæmlega

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.