Vísir - 16.09.1974, Qupperneq 9
Vlsir. Mánudagur 16. september 1974.
9
Valsmenn leika í York
— eftir leikinn við Portadown í UEFA-keppninni
Fyrri leikur Vals og
irska liðsins Portadown i
UEFA keppninni fer fram
á Laugardalsvellinum á
morgun og hefst kl. 17,30.
Síðari leikur liðanna fer
svo fram ytra þriðjudag-
inn 1. október og eru Vals-
menn þegar farnir að
undirbúa þá ferð.
Þeir hafa haft samband við
Ýork City, sem leikur i 2. deild á
Englandi og var hér i heimsókn i
boði Vals og Þróttar i vor. Buðu
Jórvikurbúarnir þeim að leika við
þá aukaleik, þegar þeir koma frá
leiknum á Norður-trlandi.
Vilja þeir með þvi endurgjalda
móttökurnar sem þeir fengu hér á
landi, en þeir áttu ekki nokkur orð
til að lýsa ánægju sinni með allt,
sem fyrir þá var gert hér.
Mun sá leikur fara fram á aðal-
leikvelli York City mánudaginn 7.
október, en daginn eftir munu svo
Valsmenn horfa á viðureign
Manchesterliðanna — City og
United i deildabikarkeppninni. —
klp —
Náttúrulega
C vítamín!
í öllum appelsínum er C-vitamín, þess vegna
er mikið af C-vifamín í Tropicana.
í Tropicana eru aðeins notaðar ferskar appelsínur
ræktaðar í Flórída.
í hverju glasi (200 gr.) af Tropicana eru 400
alþjóðaeiningar af A-vitamíni, 80 mg. af C-vitamíni
og ekki meira en 100 hitaeiningar.
Drottmngarhesturinn bróst
eiginmanni prinsessunnar!
Kapteinn Mark Phillips, Bret-
landi, — eiginmaður önnu prin-
sessu — varð af gullverðlaunun-
um í heimsmeistarakeppninni i
reiðmennsku, þegar hestur hans,
Columbus, tognaði á fæti og var
ekki keppnisfær siðasta daginn.
Keppnin — þriggja daga mót —
var háð i Burghley á Engiandi og
lauk i gær með sigri Bandarikja-
manns, Bruce Davidson frá West-
port i Massachusetts.
Mark Phillips hafði góða for-
ustu eftir keppniná á laugardag —
sýndi þá afburðahæfni i viða-
vangshlaupi. Hann þurfti ekki
nema sæmilega frammistöðu i
stökksýningunni I gær til að hljóta
sigurlaunin.
En hestur Elizabetar drottning-
ar, Columbus, var óhæfur til reið-
ar vegna tognunarinnar — og hin
öruggu gullverðlaun, Marks urðu
að cngu. Afstaða drottningarinn-
ar réð þar úrslitum — hún vildi
ekki, að hesturinn héldi áfram i
keppninni, þar sem hin erfiða
stökkkeppni hefði getað riðið hon-
um að fullu. Gullið féll þvi I skaut
hins 24ra ára Davidson og annar
varð Michael Plumb, USA. Sam-
an unnu þeir sveitakeppnina.
Anna prinsessa var meðal þátt-
takenda og varð í 12. sæti.
Það leynir
sér ekki
Q)
—s
CQ
C
co
sólargeislinn
frá Florida
skólaórið er að hefjast. Það
hefst d hverju hausti hjó okkur eins
og hjd ykkur.
Hjd ykkur: Nýjar nómsgreinar, nýjar
bækur, ný óhöld.
Hjó okkur: Nýjar sendingar af
gömlu góðu skólavörunum
og nýjungum í meira úrvali en
nokkru sinni fyrr.
Ein ferð í einhverja af þrem
verzlunum Pennans nægir, — þar
fdst allar skólavörurnar, sem þið
þurfið að taka með í skólann,
— og meira til!
Hafnarstræti 18
Laugavegi 84
Laugavegi 178
■ ■■ —i ■ ■
Fengu
250
þúsund
Hreppsnefnd Ólafsvikur
færði sigurvegurunum i 3.
deild — Ungmennafél.
Vikingi i óiafsvik — nýlega
250 þúsund kr. sem þakk-
lætisvott fyrir sigurinn og
þann áhuga, sem hann hefur
skapað I byggðarlaginu.
Þetta kemur sér vel fyrir
Vikinga, þegar þeir keppa i
2. deildinni næsta sumar.
Nýlega er lokið Bikar-
keppni Snæfellsness, svo og
héraðsmótinu þar i knatt-
spyrnu. Vikingur sigraði I
báðum mótunum — meira að
segja i öllum flokkum hér-
aðsmótsins, en úrslitaleikur
inn I 5. flokki hefur þó enn
ekki verið háður. Árangur
þjálfarans frá Selfossi, Gylfa
Þ. Gislasonar, hefur verið
mikill i Ólafsvlk — og það er
nú ákveðið að hann verði
þjálfari þar áfram næsta
sumar. -hslm.