Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 13
Vlsir. Þriðjudagur 17. september 1974 13 — Anzi er það slæmt að nú er i tizku að nota breið hálsbindi — annast hefði ég getað notað eitt af Hjálmars bindum, úr þvi að ég hef gleymt bikini baðfötunum heima. Þú hlýtur að vera framsóknarmaður, Gvendur minn, þú segir aldrei neitt nema já eða nei! Austur-þýzkir skemmta íslenzkum Það er ekki mjög algengt að austur-þýzka skemmtikrafta reki á fjörurokkar. í næstu viku skemmtir á Hótel Sögu austur-þýzka söngparið Hauff og Henkler. Þetta unga söngpar hefur sungið inn á hljómplötur og komið fram í sjón- varpi víðs vegar um Evrópu Þau syngja þjóðlög frá Ameríku og Evrópu og leika undir á gítar. Ætti að vera forvitnilegt að heyra í þessu söngfólki sem nú skemmtir i fyrsta sinn hérlendis. —JB m m é Sl ★ ★ ★ -k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ 1 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í í :k ★ I ■k k ■K- ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ! í s ¥ $ c m. & uá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 18. september. Hrúturinn, 21. marz—20. april.Félagi þinn kem- ur upp með fólskulega hugmynd, sem þú ættir þó að samþykkja. Hafðu samvinnu við aðra um að gera þennan dag að ánægjulegum degi. Kvöldið ætti að vera ánægjulegt. Nautið, 21. apríl—21. mai. Morgunninn ber fátt markvert i skauti sér. Taktu varlega á nýjum viðfangsefnum. Hikaðu ekki við að flytja nokkuð af áhyggjum dagsins yfir á vinnufélaga þina. Kvöldið er kjörið til að skemmta sér með félög- unum. Tviburarnir, 22. mai— 21. júni. Dagurinn i dag verður lærdómsrikur og þeir, sem stunda nám, ættu að verja honum sem mest yfirbókunum, en hvila hugann frá daglegu amstri og hugarburði vegna gagnstæða kynsins. Krabbinn, 22. júni—23. júlí. Umskipti liggja i loftinu fyrir hádegi. Gættu þess þó, að breyting- ar séu til bóta. Hlutirnir taka á sig fegurri mynd eftir þvi, sem dagurinn llður og kvöldið eldist. Farðu út og skemmtu þér. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Morgunstundirnar fela i sér góða og raunsæja innsýn i vandamál dagsins. Siðdegið er i heildina hagstætt til að selja eða leigja. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Ferðastu og kynntu þér ýmsa menningarviðburði. Hafðu augun opin fyrir óvæntum atburðum eftir hádegið, sérstak- lega þó i umferðinni. Ljúktu við að útfæra hug- mynd þina eða uppfinningu. Vogin, 24. sept—23. okt. Morgunninn felur i sér breyttar horfur og snöggar hugdettur. Hafðu huga þinn opinn fyrir vinnugleði og spenningi. Siðdegið er tilvalið til kaupa og f jármálaákvarð- ana. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Geislar morgunsins vekja hjá þér nýjan skilning á gömlu vandamáli. Taktu eítir tilfærslum, sem hádegisstundin ber með sér. Hugmyndir, sem þú skapar um þig verða góðar. Haltu áfram á sömu braut. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Félagarnir munu halda þér uppteknum á komandi vikum, eða reyna það að minnsta kosti. Taktu engum óþægilegum kostum. Mannorð þitt er i hættu. Steingeitin, 22. des.—20. jan.Einhver þér náinn kynni að gefa furðulegt fordæmi og koma þér I opna skjöldu. Þú munt öðlast nokkrar óvin- sældir, ef þú hjálpar ekki samstarfsmönnum þinum að komast ferða sinna, sérstaklega á erlendri grund. Vatnsberinn, 21. jan—19. feb. Ef farið er langt frá heimili sinu kann það að leiða til nokkurra vandræða. Taktu tillit til gæða og dagurinn verður þér hagstæður fyrir frama þinn og viðskiptaákvarðanir. Fiskarnir, 20. feb.—20. marz.Ný hugmynd leysir úr sameiginlegum f jármálavanda fyrir hádegið. Siðar skaltu taka upp bætt og hagstæð viðskipti við fólk, sem dvelur i fjarska. ★ ★ ★ ★ I ★ i ! I ★ i ★ ★ ★ I í k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ v ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Lí □AG | D KVÖLD| Q □AG | 2 KVÖLD | □ □AG | Sjónvarp, kl. 21,30: HVAÐA ÁHRIF HEFUR OLÍAN Á NOREG? Olían heitir mynd sem sjónvarpið sýnir meðal annars í kvöld. Hér er um að ræða norska fræðslu- mynd um olíulindir við Noregsstrendur og áhrif son, Peter Salli og John Gielgud, sem einnig er leik- stjóri. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Bændurnir. Pólsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Wladislaw Raymont.9. þáttur. Páskar. 21.30 Olian. Norsk fræðslu- mynd um oliulindir við Nor- egsstrendur og áhrif þau, sem væntanleg oliuvinnsla hlýtur óhjákvæmilega að hafa á þjóðfélagið. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. (Nordivision — Norska sjónvarpið) 22.00 Enska knattspyrnan 22.55 Dagskrárlok. þau, sem væntanleg oliu- vinnsla hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa á þjóðfélagið. Meðfylgjandi mynd er frá Stavanger, oliubæ Noregs, en þar stóð yfir fyrir skömmu alþjóðleg oliusýning og ráðstefna um oliu, oliuvinnslu og tæki til þeirra starfa. Ekki virðast allir jafn hrifnir af þvi að Noregur verði rikur með skjótum hætti. Sumir hefðu kannski viljað að olia hefði aldrei fundizt undir yfirborði Norðursjávar. En nýtt olíurikt svæði hefur fundizt, og er það „Statfjord- svæðið” svonefnda. Noregur verður þvi orðinn einn af orku- útflytjendum i árslok 1975. An Statfjordsvæðisins var oliu- vinnslan áætluð mundu gefa af sér 44 milljónir smálesta, þegar komið væri fram á árið 1978, en það er fimmföld oliunotkun Norðmanna sjálfra. Andstæðingar oliunnar i Noregi vilja að menn horfi til framtiðarinnar. Þeir segja, að þegar oliulindir Noregs verði uppþurrkaðar, eigi upprennandi kynslóðir eftir að horfa áfram á óvissa framtið, þar sem gamlar og grónar iðngreinar verði þá liðnar undir lok. En myndin i sjónvarpinu i kvöld hefst klukkan 21.30 og lýkur 22.00. —EA Sýnd verður mynd I kvöld um oliulindirnar við Noregsstrendur. Þessi mynd er frá Stavanger, oliubæ Noregs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.