Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 17. september 1974 3 Rœndur aleigunni á skemmti- ferð í Kaupmannahöfn — á mánudagsmorgni fyrir utan búðarglugga á Strikinu Það er svo sannar- lega ekkert grin að vera rændur aleigu sinni i ókunnu landi, og það er vist nokkuð sama, hvar maður er staddur. Þetta kom þó fyrir tvitugan Islending fyrir viku siðan i Kaupmannahöfn. Hann var rændur 800 krónum dönskum, eða um 16 þúsund islenzkum krónum, á mánudagsmorgni fyrir utan búðarglugga. Pilturinn kom til Kaup- mannahafnar á laugardag og ætlaði sér að vera þar til fimmtudags. Hann skrapp i verzlunar- og skemmtiferð þangað og var einn á ferðinni. Samtals hafði hann með sér rúmar þrettán hundruð dansk- ar. A mánudagsmorgun hugðist hann svo fara að verzla og lita i kringum sig i borginni. Hann lét geyma peninga sina á hótelinu. Áður en hann fór út, spurði hann þó, hvað hann skuldaði fyrir dvöl sina á hótelinu. Hann borg- aði það siðan, en ætlaði sér samt sem áður að dvelja þar til fimmtudags. Siðan fékk hann fjárfúlgu sina og brá sér út. Á Strikinu kom hann við i plötuverzlun og verzlaði þar. Eftir það gekk hann yfir götuna I verzlun beint á móti og stóð við gluggann og skoðaði. Hann fann, að fólk rakst á hann, eins og verða vill, en að einhver væri að laumast eftir peningunum grunaði hann ekki. Þegar inn i búðina kom, upp- götvaði hann, að peningarnir voru horfnir, en hann hafði ver- ið með þá i vasanum. Hann hafði verið með þá i plötuverzl- uninni og kvaðst viss um að hafa ekki týnt þeim á leiðinni yfir götuna. Hann hafði fengið sér farmiða til baka heim til tslands, áður en hann fór. Hann brá sér þvi á hótel sitt, tók ferðatösku sina og rölti slðan um allan daginn. Um kvöldið fór hann svo út á Kastrup-flugvöll og beið frá klukkan hálfátta til ellefu um kvöldið, eftir að flugvélin færi heim. Og hann var svo heppinn að komast með — með tóman maga og þá vissu að fara ekki til Kaupmannahafnar næstu 10 ár- in eða svo ! —EA Beitta línan varð fuglinum að fjörtjóni Mávsgrey var orðið allilla útleikið er lög- reglan kom þvi til hjálpar i gærdag. Það var þó of seint og varð að aflifa fuglinn. Atvik voru þau, að litil trilla, sem lá við Austurbakkann i Reykjavikurhöfn, var með beitta linu um borð og var freistingin meiri en svo, að mávur, sem þar átti leið um fengi hana staðizt. Hann goggaði I beituna og gleypti hana, en gætti sin ekki á önglinum, sem fylgdi með. Fuglinn barðist um, sem mest hann mátti, en i stað þess aö öngullinn losnaði, festist hann sifellt betur. Vegfaranda, sem leið átti um bakkann, leizt ekki á aðfarir fuglsins og kallaði á lögregluna til hjálpar. Þegar lögreglumenn komust niður til fuglsins, var hann að busla i sjónum og hafði dregið langa linu á eftir sér. Onguliinn hafði rifið gat á hálsinn og opn- að þar langa rifu og sagði lög- reglan, að það hefði verið ljót sjón að sjá fuglinn. Það varð aö aflifa hann strax. Það þykir i þessu sambandi rétt að benda mönnum á það, hversu hættuleg opin, beitt lina i bát getur verið fuglum, ef eng- inn gætir hennar. _.R NÚ GETA SVÍAR SIEGIÐ UM SIG MEÐ ÍSIENZKUM MÁLSHÁTTUM — bók með slíkum í tilefni 1100 ára afmœlis og 70 ára Svlar ættu nú að geta slegið um sig með islenzkum máls- háttum, og þeir ættu einnig að geta vitnað i hitt og þetta varð- Islandska ordsprák HERMAN SIOLPE afmœlis höfundar andi íslenzka sögu. Nú er nefni- iega komin á markaðinn bók sem heitir á frummálinu Islandska ordsprák, eða Is- lenzkir málshættir. Sá sem tók bókina saman, heitir Herman Stolpe, og næst- um þvi árlega siðan 1964, hefur hann gefið út bók um þetta sama efni, að visu frá öðrum löndum en tslandi: Hann hefur t.d. látið frá sér fara bók um japanska málshætti, arabiska, kinverska, austurlenzka o.fl.. Bókina vann Herman Stolpe með Guðlaugi Rósinkranz og bókin er myndskreytt af stjúp- dóttur Guðlaugs, önnu Mariu Guðmundsdóttur. Fremst I bók- inni þakkar Herman Stolpe ein- mitt þeim hjónum Sigurlaugu og Guðlaugi fyrir hjálp við að koma bókinni saman. Bókin kemur reyndar út i til- efni 1100 ára afmælisins og einnig i tilefni 70 ára afmælis höfundarins, en hann varð sjötugur 27. ágúst. Bókin, sem er litil, en mjög skemmtilega uppsett, skiptist i nokkra kafla. Auk máls- háttanna, eru teknar upp setningarúr Grettissögu, þá eru einnig birt erindi úr Hávamál- um og Sólarljóðum. —EA „Okkar maður á tslandi”, segja þeir um Heiðar Jónsson. Heiðar fór til London til þess að kynna sér þaö nýjasta I snyrtingu. YFIR SNJÓUGA OG CRFIÐA FJALLVCGI FYRIR SNYRTINGUNA... — segja þeir um Heiðar Jónsson fegrunarfrœðing i London Þeir verða stöðugt fleiri ts- iendingarnir, sem gera garðinn frægan og standa sig ekki siöur en kollegar þeirra erlendis. Það er til dæmis ekki að sjá annað en aö Heiðar Jónsson fegrunarsérfræð- ingur geri þaö gott i Bretlandi. ,,Á tslandi eru 200 þúsund ibú- ar, þar af eru um 90 þúsund i og kringum höfuðborgina Reykja- vik. Það getur tekið Heiðar allt að þrjár vikur að ferðast um á Land- rover, yfir snjóuga og erfiða f jall- vegi, til ýmissa verzlana um landið. Þar er snyrting og fegurð ekki siður mikilvæg en i stórum borgum stærri landa...” Þannig segir meðal annars i fréttatilkynningu frá snyrtivöru- fyrirtækinu Yardley i London, en Heiðar starfar fyrir það fyrirtæki hér. Fréttatilkynning var gefin út vegna viku heimsóknar Heiðars til London. t tilkynningunni segir meðal annars: „Heiðar, sem er fæddur á tslandi, hefur alltaf haft mikinn áhuga fyrir snyrtingu og tizku. Hann kemur hingað til London núna til þess að sjá það nýjasta i snyrtingunni, litina og annað, svo hann geti ráðlagt viðskiptavinum sinum heima.” „Honum finnst stúlkurnar i London fylgjast miklu betur með, og lita miklu betur út hvað við- kemur snyrtingu og fötum en i langan tima. „Þær lita allar mjög vel út núna”, segir hann, „en, al- máttugur, þvilikar verðhækkan- ir...” —EA Allt rólegt hjó bílaumboðum „Það er allt rólegt núna”, sagði okkur sölumaður eins stærsta bifreiöaumboðsins, er blaðið hafði samband við hann i morgun. „Það var þannig i sumar, að á mánudögum voru hér biðraðir af fólki, sem vildi panta sér bila, en nú er þetta með þvi rólegasta sem gerist. „Þetta kom okkur ekki á óvart. Bæði er að þessi árstimi er yfirleitt mjög daufur, vegna þess að nýju árgerðirnar eru að koma til landsins og svo lika benzin og gengishækkunin. Eins má búast við þvi eftir slikar söl- ur, að markaðurinn sé mettað- ur, i það minnsta þetta árið. Nei, það er ekkert af eyðslu- sömum bilum i pöntun nú og þvi hefur ekki neitt verið um af- pantanir vegna benzinverðsins. Fólk er mikið til hætt að vilja panta bila sina og biða eftir þeim i 2-3 mánuði, i það minnsta á meðan efnahagsmálin voru jafn tvisýn og þau hafa verið. Fjölskyldurnar tóku yfirleitt skyndiákvarðanir um helgina og voru svo mættar hér á mánu- degi og völdu úr þeim bilum, sem voru á lager.” 1 siðustu viku auglýsti eitt bif- reiðaumboðanna dýran og eyðslusaman ameriskan bil til sölu, sem væntanlegur kaup- andi hafði guggnað á að kaupa. Ekki hafði billinn selzt enn þá, en blaðinu var tjáð, að nokkrir hefðu sýnt áhuga og skoðað bil- inn. „Óskhyggjan i hámarki”, sagði sölumaðurinn. —JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.