Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1974, Blaðsíða 8
8 Visir. Þriðjudagur 17. september 1974 Visir. Þriðjudagur 17. september 1974 Þaö var sorgarsvipur á andliti Foremans i búningsherberginu í Zaire í gær — eftir meiðslin, sem hann hlaut á æfingunni við McMurrey. Tæp- lega 3ja sentimetra skurður yfir hægra auganu, og slíkt er hættulegt fyr- ir hnefaleikamann, sem er að fara í mikla keppni. Og svitadroparnir leyna sér ekki á andliti heimsmeistarans. Símamynd AP í morgun. Vinnur Valur klak- liðið frá írlandi? — Ætti að hafa möguleika í fyrri leiknum, sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag Af Islenzku liðunum, sem taka þátt i Evrópumótunum i knatt- spyrnu i ár, er Valur liklega eina liðið, sem hefur einhvern mögu- leika á að komast i aðra umferð. Vaíur er lika eina liðið, sem fékk „viðráðanlegan” mótherja. Það er irska liðið Portadown, sem er að sögn kunnugra svipað og beztu islenzku liðin — liklega þó heldur betra, ef eitthvað er. Portadown er eins konar „klak- lið” fyrir önnur lið á Bretlandi, Asíuleikunum slitið Sjöundu Asiuleikunum var slitið með mikilli sýningu i Teher- an i gær. Þar kepptu 25 þjóðir um 609 verðlaunapeninga. Japan, sem hóf keppnina með þvi að sigra i 22 af 25 sundgreinum, hlaut alls 75 gullverðlaun, 49 silfur og 51 brons. tran var i öðru sæti með gullverðlaunin eða 36 — en kinverska iþróttafólkið hlaut næst flesta verðlaunapeninga — 33 guil, 45 silfur og 28 brons. Arangur var mun betri en áður — alls féllu 24 meistaramótsmet i 35 greinum frjálsra iþrótta, og i ellefu af 25 sundgreinum. Þrátt fyrir pólitiskar brotalamir — og iyfjaát nokkurra keppenda — þóttu leikarnir hafa tekizt vel. elur upp og þjálfar unga leik- menn, sem siðan gera samning við önnur stærri og rikari lið. Með liðinu eru t.d. að þessu sinni þrir strákar, 16 til 17 ára, og hefur einn þeirra, sem er varamark- Hermann Gunnarsson hefur horft á leiki Vals gegnum rúðu á Laugardalsvellinum að undan- förnu — en þó komið inn I þremur þeim siðustu I siðari hálfleik. Hvað gerir markakóngurinn i kvöld? vörður liðsins, gert samning við Manchester United og fer þangað innan skamms. Þá eru i liðinu fyrrverandi at- vinnumenn, en Portadown er hálf-atvinnumannalið, sem greiö- ir leikmönnum fyrir æfingar og leiki, og einnig eru I þvi menn, sem hafa leikið með áhuga- mannalandsliði Norður-lrlands. Irarnir eru ekkert bangnir við Valsmenn og segjast vera búnir að afla sér allra upplýsinga um þá, og gera þeir sér góðar vonir með að sigra i báðum leikjunum. Með þeim komu hingað um fjöru- tiu stuðningsmenn liðsins ásamt blaðamönnum og öðrum, og segj- ast þessir fjörutiu ætla að hafa hærra I stúkunni en allir Is- lendingarnir til samans. Til að fólki leiðist ekki I hálf- leik, hafa Valsmenn fengið nokkra af þekktustu skemmti- kröftum landsins til að koma fram og skemmta gestum með kappakstri á hlaupahjólum, þri- hjólum og fleiri hjólum i leikhléi. —klp— Aðalfundur Aðalfundur Blakdeildar Vikings verður haldinn i Vikingsheimilinu þriðjudaginn 24. sept. n.k. kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aðalfunda- störf. FOREMAN ALI 99,7 K Woight 96,1 K 1.90 M Heíght 1.90 M 24 Age 32 109.2 CM Chest {„orrr )109,2CM 115,5 Chest íoxp )114.3 86,3 Woist 86,3 63,5 Thigh 66.0 31,7 Fist 33,0 44,4 Neck 44,4 40,6 Biceps 38,1 199.4 Reoch 203,2 Þeir George Foreman og Múhammed Ali áttu upphaflega að keppa um heimsmeistaratitilinn i Zairc hinn 25. september — en nú verður ein- hver bið á þvi vegna meiðsla Foreman á æfingunni I gær. A myndinni aö ofan eru ýmsar upplýsingar um kappana. „Hotarinn” Foreman er 3,6 kilóum þyngri — aðeins yfir beztu keppnisþyngd sinni, en kapparnir eru nákvæmlega jafnháir, 1,90 m. Ali er átta árum eldri — og þaö er helzta hindrun hans. Hraðinn og léttleikinn er ekki hinn sami og áður. Að öðru leyti er flest likt með köppunum — en Ali er þó talsvert arm- lengri og kann það að koma að góðum notum. Hann ætti að geta haldi'ö Foreman frá sér á sinn sérstæða hátt. Ég mun krefjast þriggja milljón dollara i skaðabætur, ef George Foreman lætur fresta leiknum, sagði Mu- hammed Ali i Kinshasa i gær. Foremann meiddist á æfingu — fékk skurð yfir annað aug- að. Það gæti orðið vikufrest- un á leiknum — jafnvel mán- uður, sagði BBC seint i gær- kvöldi. Allt var i óvissu i morgun — AP sagði, að erfitt væri að gera sér grein fyrir hve langan tima tæki að græða skurðinn á augnabrún Foreman — „bardaga aldar- innar”, sem fara átti fram 25. september i Zaire verður ef til vill frestað i 45 daga. Split skoraði sex! tslandsmeistarar Keflavikur i knatt- spyrnunni héldu til Júgóslaviu i morgun og á fimmtudaginn leika þeir fyrri leik sinn við júgóslavneska meistaraliðið, Iladjuk Split, i Evrópukeppni meistara- liöa. Það verður erfiður leikur fyrirKefl- vikinga, þvi leikmenn Split hafa dregið fram skotskóna á ný. t 1. deildinni júgó- slavnesku um helgina skoraði liðið sex mörk — vann með 6-0 — en við skulum vona, að slikar tölur komi ekki á ljósa- töfluna I Split á fimmtudaginn. Kefl- vikingar leika báða leikina við Split i Júgóslaviu. Það voru fleiri meistaralið en Split, sem skoruðu sex mörk I deildaleikjum sinum um helgina. Feijenoord i HoIIandi skoraði lika sex — svo og Bayern Munchen — og Barcelona á Spáni vann stórsigur. Sigraði Malaga með 5-0. George Foreman var á æfingu I hringnum i gær — keppti við-æfinga- félaga sinn, Bill McMurrey, þegar hann fékk skurð yfir hægra auga. Það var i æfingastöð hans um 40 km frá Kins- hasa, höfuðborg Zaire. Fyrstu viðbrögð heimsmeistarans voru „Ö, guð — þetta er I fyrsta skipti á ævi minni, sem slikt kemur fyrir mig”. Viðbrögð heimspressunnar voru mikil — yfir 380 fréttamenn eru komnir til Zaire eða á leið þangað, og um 80 þeirra höfðu stutta viðkomu á Keflavíkurflug- velli i gærmorgun. Foreman slasaður — það var matur fyrir blaðamennina og nær allar aðrar fréttir hurfu i skuggann. Þjálfarar Foreman einbeittu sér strax að skurðinum — þeir eru listamenn á þvi sviði — og Foreman sagðist viss um að leikurinn yrði á tilsettum tima, en eng- inn virtist trúa honum eða fram- kvæmdastjóra hans, Dick Saddler. Þeir, sem lagt hafa milljónir dollara i fyrir- tækið — bardagann og allt honum við- komandi — skulfu af skelfingu, frestun gat haft hroðalegar afleiðingar. Ótti þeirra var ekki ástæðulaus. 1 morgun tilkynnti Henry Schwartz, einn af frammámönnum fyrirtækis þess, sem sjónvarpar leiknum, að leiknum yrði frestað „i viku til 45 daga eftir þvi hve meiðslin reynast erfið”. Video-fyrirtækið hefur einkarétt á sjón varpssendingum á þessum multi-milljói dollara bardaga, þar sem hvor keppandi fær fimm milljónir dollara i hlut. En það eru ekki allir á þvi að fresta leiknum, þrátt fyrir meiðsli Foremans. Framkvæmdaaðilarnir I Zaire segja, að ekkert slikt komi til mála — leikurinn verði á tilsettum tima, en sennilega hlustar enginn á þá. Þeir verða að beygja sig eins og aðrir ef skurðurinn grær ekki strax. Atvikið átti sér stað i sjöttu lotu þeirra Foreman og McMurrey — og það er greinilegt, að kapparnir hafa ekki dreg- ið af sér á æfingunni. Æfingin var strax stöðvuð — og æfingadagskrá heims- meistarans felld niður. Óvissan er mikil i Kinshasa — en i Lundúnum eru veð- mangarar á einu máli. Foreman er sá sigurstranglegi, 5-2, þrátt fyrir skurð- inn. —hsim. Ástœðan var önnur! Við sögðum frá þvi I blaðinu i gær, að það hefði sett heldur leiðinlegan svip á verðlaunaafhendinguna i bikarkeppninni á laugardaginn, þegar einn leikmanna Akranesiiðs- ins hljóp snúðugur inn I búnings- klefa, áður en afhendingin fór fram. Flestir áhorfendur tóku eftir þessu og þótti öllum framkoma ieikmanns- ins óíþröttamannsleg og stinga mjög i stúf við framkomu annarra leik- manna Akranesliðsins, sem öll var til mikillar fyrirmyndar. En málið var ekki eins og það kom fyrir augu blaðamanna og áhorfenda úr stúkunni séð. Leikmaöurinn, sem viö nafngreindum ekki i greininni, en teljum rétt að gera það nú — Bene- dikt Valtýsson — hljóp ekki út af vellinum i vonzku, þótt það liti þann- ig út. . Nokkurra mánaða gamall sonur lians hafði verið fluttur fárveikur á sjúkrahús hér i Reykjavik nokkru fyrir leikinn, og var Benedikt að flýta sér að komast til hans, en ekki að forðast að óska sigurvegurunum til hamingju, eins og allir héldu i fyrstu. .fclp- ----------------------------------------- Eftir tiu minutur j Hvernig tekst án hefst leikurinn T— Bomma Bomma.....við verðum að reyna .. 1973 World righli reierved A meðan &OSZ uns 5AUNAS. 4-6 Enn íslands- met Ingunnar í Stokkhólmi Manchester Utd. eykur forustuna — Þetta gekk bara vel i Svi- | þjóð og ég er ánægð með förina. Á fimmtudaginn keppti ég á | inóti i Stokkhólmi og setti þá nýtt islandsmet i 400 metra | lilaupi. Hljóp á 58.0 sek. og bætti eldra met mitt um tvö [sekúndubrot, sagði Ingunn Einarsdóttir, hlaupadrottningin I okkar, við Visi i morgun, en hún kom heim úr keppnisförinni til iSviþjóðar i gær. Hún setti is- landsmet i 100 m á móti i Lundi I eins og við höfum áður sagt frá. , Það var ekki um neina keppni að ræða i 400 m i Stokkhólmi, ,hélt Ingunn áfram. Sú, sem varð i öðru sæti, hljóp á 60.5 sek. og ,Lilja Guðmundsdóttir, 1R, varð þriðja á 61,2 sek. Hún hafði þá .nýlokið við að hlaupa 800 m og sigraði á 2:16.0 min. Ingunn keppti einnig i 100 m hlaupi i Stokkhólmi og varð önn- ur á 12.3 sek. Þá tóku sig upp gömul meiðsli i hné og háði það henni, sem eftir var i keppni i Sviþjóð. Ingunn og Lilja kepptu á móti á Gotlandi um helgina. Ingunn hljóp þá 100 m á sama tima og i Stokkhólmi, 12.3 sek. á lélegri braut og hljóp 100 m grinda- hlaup á 14.6 sek. Lilja sigraði i 800 m á 2:19.0 min. — Ég keppi kannski hér heima — ef meiðslin i hnénu lagast — I haust, jafnvel i 800 m .... á vellinum - Jæja strákar. Timinn Herðið hugann og VINNIÐ!! — Komiö! 1 dag missum við af titlinum! Á sunnudag verður mótinu haldið áfram og leika þá KR og Vikingur og 1R mætir Þrótti. A miðvikudag og fimmtudag i næstu viku verður einnig leikið og svo um helgina þar á eftir, en mótinu lýkur með úrslitaleikjum, sem fram fara 1. og 2. október. Manch. Utd. tryggði stöðu sina á toppi ensku 2. deildar- innar, þegar liðið vann Millvall i Lundúnum með 1-0 i gærkvöldi. Þar með hefur Manch. Utd. sigrað Millvall i báðum leikjum liðanna — hefur nú 12 stig i deiidinni eða tveimur meira en Norwich. Sigurmarkið fyrir United skoraði Gerry Daly úr vita- spyrnu á 49.min. — það er vist fimmta vitið, sem hann skorar úr frá þvi leiktimabilið hófst. Markvörður Millvall Bryan King, sá snjalli kappi, felldi Lou Macari, miðherja Manch. Utd. úti á vitateigslinunni og vitið var dæmt. Lundúnaliðið reyndi mjög að jafna i lokin, en markvörður - Manch. Utd. — Alex Stepney — sem leikið hefur i enska lands- liðinu, varði þá tvivegis hreint snilldarlega. Fyrst frá David Donaldson, siðan Gordon Hill. Úrslit i öðrum leikjum i gær urðu þau, að efsta liðið i 3. deild, Southend,vann Walsall 3-0 i Southend, og i 4. deild tapaði Leikið er i tveim riðlum og er liðunum raðað niður i riðla eftir árangri i mótinu i fyrra. t öðrum riðlinum eru t.d. liðin sem urðu i Brentford heima fyrir Rother- ham 3-4, og Darlington fyrir Rochdale 1-2. Enski landsliðsþjálfarinn Harold Shepherdson, sem verið hefur þjálfari liðsins um langt árabil — meðal annars i heims meistarakeppninni 1966 — fékk i gær tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu, þar sem honum var skýrt frá þvi, að ekki væri iengur óskað eftir störfum hans fyrir enska lands- liðið. Hunum var þakkað langt og merkt starf. Les Carter verð- ur þjálfari liðsins — Revie landsliðseinvaldur. Þá tilkynnti Johnny Giles i gær, að hann vildi ekki taka að sér stöðu framkvæmdastjóra Leeds. Hann leikur með liðinu og þegar Don Revie hætti i sumar mælti hann með Giles sem eftirmanni sinum. Frank O’Farrell, sem áður var framkvæmdastjóri Leicester, Manch. Utd. og Car- diff, er nú landsliðseinvaldur i Iran. Lið hans sigraði á Asiu- leikunum og Frank er nú þjóð- hetja i tran. -hsim. Vertíðin í handboltanum hefst um nœstu helgi Ingunn Einarsdóttir og 400 m grindahlaupi, sagði I Ingunn að lokum, en hún ætti vel að ráða við íslandsmetin i þeim greinum. Islandsmet hennar eru orðin mörg i sumar — tugur I eða meir. -hsim., Keppnin i riðlunum verður lokið 29. september. Þann 1. októ- ber hefst úrslitakeppnin og þá leikið um 7. og 8. sætið og 3. og 4. sætið. Daginn eftir eða-2. október verður leikið um 5. og 6. sætið og 1. og 2. sætið. -klp- Fyrstu leikirnir i Reykjavikur- mótinu i handknattleik verða leiknir i Laugardalshöllinni um næstu helgi. Eru það leikir i meistaraflokki karla, en þar keppa lið frá átta félögum. Keppnin hefst á laugardaginn og verður fyrsti leikur mótsins á milli Fram og Armanns, en að honum loknum leika Valur og Fylkir. 1. 3. 5. og 7. sæti og í hinum liðin sem urðu i 2. 4. 6. og 8. sætinu. Eða nánar eins og hér segir: A-riðill Fram Ármann KR Vikingur B-riðiIl Valur Fylkir 1R Þróttur Sænski Evrópumetmafinn I 3000 m hindrunarhlaupinu, Anders Gærderud, varð fyrir miklum vonbrigð- um, þegar honum tókst ekki að sigra í greininni á EM i Róm á dögunum. En hann átti við veikindi að striða i Róm —og Pólverjinn Malinowski varð rétt á undan honum í mark I úrslitahiaupinu. Pólverjinn er nr. 728 á myndinni, en Anders 937. Ef við athugum myndina nánar, sést Finninn Kantanen vera að falla i vatnsgryfjuna. Leikmenn Real Madrid horfa á leikinn í dag Hinir heimsfrægu leikmenn Real Madrid frá Spáni eru væntanlegir hingað til lands í dag, en á fimmtudaginn mæta þeir leikmönnum Fram á Laugardals- vellinum i Evrópukeppni bikar- meistara. Spánverjarnir, sem margir hverjir koma nú hingað i annað sinn á þrem árum, eiga að koma til Keflavikurflugvallar klukkan þrjú i dag. Þaðan verður þeim ek- ið til Reykjavikur en margir þeirra munu ætla að sjá leik Vals og Portadown, sem hefst kl. 17,30 i dag. Real Madrid kemur hingað með sitt sterkasta lið m.a. heims- meistarana Netzer og Breitner, og verður liðið á æfingu á Fram- vellinum á morgun, en Laugar- dalsvöllurinn er það slæmur um þessar mundir, að ekki er talið ráðlegt að hleypa liðum inn á hann nema rétt til að leika. — klp Real Madrid er aðal- keppinautur Liverpool — segir fréttastofa AP um leikina í Evrópukeppni bikarhafa Aðalkeppinautur Liverpool i Evrópukeppni bikarhafa virðist vera Real Madrid, sem leikur við FC Reykjavík (Fram) i fyrstu umferðinni, segir frétta- stofa AP i sambandi við Evrópuleikina i knattspyrnu. Fyrsta umferðin hefst nú I vik- unni með leik Vals og Porta- down á Laugardalsvellinum. En, bætir fréttastofan við, Ein tracht Frankfurt, sem leikur við franska liðið Monaco i fyrstu umferð, og PSV Eindhoven, Hollandi, eru einnig likieg lið til árangurs i keppni bikarhafa. Eindhoven leikur við norður- irska liðið Ards i 1. umferð. Erfiðara verðu hjá Carl Zeiss Jena, Austur-Þýzkalandi I fyrstu umferðinni gegn Siavia Prag. Þar er erfitt að spá um úrslit — en þó Liverpool verði án Kevin Keegan gegn norska lið- inu Strömgodset ætti það að vinna án erfiðleika — og svo getur Keegan leikið siðari leik- inn gegn norska liðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.