Vísir - 21.09.1974, Page 3

Vísir - 21.09.1974, Page 3
Vlsir. Laugardagur 21. september 1974. 3 Aðeins er 41 sjólfvirk lína milli Suður- og Norðurlonds „Línuvöntunin í sjálf- virka kerfinu er mest út frá Reykjavík sjálfri," sagði Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Landssímanum, er blaðið hafði tal af honum vegna örðugleika við að ná sam- bandi út á land í gegnum sjálfvirka kerfið. „Þannig hefur sjálfvirka kerfið t.d. 41 linu milli Reykjavikur og Akureyrar af 80 linum, sem þar liggja á milli. Hitt eru handvirkar linur og leigulinur. En útvarpið og flugmálastjórnin hafa nokkrar linurá leigu fyrir dagskrá. Leigu- linurnar eru t.d. dagskrárlínur fyrir útvarpið og linur, sem flug- málastjórnin hefur vegna flug- umsjónar. Um þessar 80 linur fara ekki aðeins öll viðskipti milli Reykja- vikur og Akureyrar, heldur öll simtöl Sunnlendinga við Norð- lendinga. Það vill oft verða erfitt að ná norður á miklum annatim- um, en mesti álagstiminn á simanum er milli kl. 10.30 og 11.45 á morgnana. Einnig eru álags- toppar eftir hádegið. í hádeginu er sjaldnast mikil lægð heldur, svo það virðist sem margir noti hádegið til að hringja. A Akureyrarsambandinu, þar sem verulegur skortur er á linum fyrir sjálfvirka simann, eins og ég sagði áður, er bótar að vænta mjög bráðlega. Nú er verið að ganga frá örbylgjusambandi til Akureyr- ar og fáum við þar þann fjölda lina, sem á vantar til að sjálfvirki siminn hafi nóg. Þetta samband ætti að komast i notkun um ára- mót. Nú, eins er i Reykjavik verið að ljúka frágangi nýrrar langlinu- stöðvar i Breiðholti. Hún mun bæta ástandið mikið og skapa meira öryggi en verið hefur. Gamla stöðin i landssimahúsinu gat afgreitt 520 linur i einu, en nú bætast 400 við. Nýja stöðin kemur væntanlega i gagnið i febrúar. Þegar illa gengur að ná sambandi i gegnum sjálfvirka kerfið, er að sjálfsögðu nokkuð mikið álag á handvirka kerfinu. En það eru ekki allir, sem átta sig á þvi, að ef maður pantar simtal handvirkt á stað, sem hægt er að ná til sjálfvirkt, kostar það 38 krónur aukalega fyrir hvert pantað simtal. En það er verið að vinna að fleiru i sambandi við sjálfvirka kerfið. Nú er verið að setja upp stöðum erlendis. Simarnir, sem við þær eru tengdir, eru með númeratakka i staðskifu og bjóða BROTIN FYRIRMÆLI 1000 númera stöð i Vest- mannaeyjum, sem væntanlega kemst i notkun i desember. Þá er töluvert unnib á Akureyri við að endurbæta stöðina þar. Nýlega voru opnaðar sjálfvirkar stöðvar á Þórshöfn og Vopnafirði, og nú er einn hópur simamanna á Austurlandi að setja upp sjálfvirkar stöðvar i Borgarfirði eystra og á Fáskrúðsfirði. Þar eru þegar stöðvarhús fyrir hendi, en á þeim stöðum, sem eftir eru, Stöðvarfirði, Breiðdalsvik og Djúpavogi, eru slik hús ekki enn fyrir hendi. En þegar þeir staðir verða komnir i samband, er upprunalegri áætlun frá 1960 um sjálfvirkar simstöðvar lokið og gott betur, þar sem við höfum einnig tengt smærri staði, sem ekki voru i áætlun. Þar er átt við staði eins og Grimsey, Kirkju- bæjarklausturog bráðlega verður opnuð stöð, sem sett hefur verið upp á Hvanneyri. Jú, þaö er töluverð bið á ýms- um stöðum eftir þvi að fá ný númer tengd,” segir Þorvarður ennfremur. „Biðlistinn vill aö sjálfsögðu verða tiltölulega lengstur i þéttbýliskjarnanum, bar sem simnotendafjöldinn er mestur. Mest biðin nú held ég þó að sé i Kópavoginum. Ég gæti trúað, að þar biðu á annað hundr- að manns eftir sima, á meðan verið er að ljúka við stækkun stöðvarinnar þar. Þeirri stækkun verður sennilega lokið i næsta mánuði. Meira mæðir á slmastúlkunum, þegar sjálfvirka kerfið annar ekki álaginu. Við ianglinuafgreiðslu I Reykjavik starfa allt upp I 30 stúlkur á vakt og skiptast á um þau 14 tvöföld afgreiðsluborð, sem eru fyrir hendi, auk Sborða, þar sem pantanir eru teknar niður. 7 Ljósmynd Bragi. A ýmsum öðrum stöðum eru stöðvar einnig að fyllast og þörf á stækkun. A Suðurnesjunum, þ.e. i Grindavik, Sandgerði, Gerðum og Innri-Njarðvik er . ástandið nokkuð slæmt. í Gerðum er stöðin nú 180 og þegar full. Hana er ekki hægt að auka meira, svo við ætl- um að sameina Gerðastöðina Sandgerðisstöðinni, sem verður stækkuð i samræmi við það. Það er mjög erfitt að segja til um, hvað þær stöðvar, sem við nú erum að setja upp, koma til með að duga okkur lengi. En ef við miðum við gömlu Reykjavikur- stöðina, sem sett var upp fyrir rúmum 40 árum, myndu þær duga annað eins. En nú á timum verða slikar stöðvar mun fyrr úreltar en út- slitnar. Það rikir töluverð óvissa á tæknisviðinu núna og sifellt eru ný og fullkomin tæki að koma fram i dagsljósið. Rafeindasimstöðvar eru að komast i notkun á nokkrum upp á ýmsa nýja möguleika. Til dæmis getur simnotandinn látið tölvuna vekja sig i gegnum sim- ann á vissum tima á vissum dögum, hann getur látið tölvuna beina öllum simtölum, sem koma i sima hans á vissum tima, i sima nágrannans, ef hann bregður sér yfir i kaffi. Einnig getur hann látið tölvuna muna viss simanúmer, sem hann þarf oft að hringja i, og i stað þess að velja númerið i hvert sinn ýtir hann á einn hnapp á simtækinu. Eins getur hann, ef simanúmer, sem hann þarf að ná i, er á tali, látið tölvuna sitja um simanúmerið, þegar þaö losnar og hringja þá i sig og tengja hann við númerið. En það fer eftir eftirspurn og kostnaði að sjálfsögöu, hvað af þessum möguleikum hver simstöð býður upp á. Rafeindasimstöðvar auka lika mikið möguleikana á eftirliti með linunotkun, notkun hvers simnot- anda o.s.frv. Þessar stöðvar eru enn á tilraunastiginu og stöðugt að koma fram i þeim nýjungar. Ég gæti trúað, að það veröi ekki fyrr en eftir 1980, sem farið verður að hugsa út i, hvort slikar stöðvar borga sig hér,” sagði Þorvarður að lokum. — Örbylgjusamband bœtir úr línuskorti um nœstu áramót Slátrið hœkkar svo um munar! Þeir sem ætla aö taka slátur i haust og sjóða sér blóðmör verða að borga 450 krónur fyrir hcilslátur með sviðnum haus. Fyrir ári kostaði slátrið 300 krónur, svo hækkunin er heldur meiri en svarar hækkun á vcrðiagsgrundvelli landbúnaðarafurða á sama tima. Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Fram le iðsluráðs land- búnaðarins, sagði, að viðbótarhækkunin stafaði af þvi, að erfitt hefði verið að fá slátursölurnar til að taka söluna að sér fyrir minna verð, þær töldu sig tapa á slátursölunni i fyrra. —SH Miklar umræður hafa spunnizt út af skýrslu sjóslysanefndar að undanförnu. í gær glugguðum við nokkuð i skýrsluna, og i dag höldum við áfram, þar sem frá var horfið: Um borð i Sigurði ólafssyni SF-44 varð þann 25. feb. slys við netavindu er skipið var statt við Hornafjörö. Sigurður Ólafsson er 78 rúmlesta fiski- skip úr stáli byggt 1970. Um orsök slyssins segir nefndin: óeðlilegt að óvanur maður sé látinn draga af og stjórna netavindu. Hér hefði að likind- um verið komizt hjá slysi, ef öryggisloki hefði verið við vinduna. Það var háseti, sem dró af netaskifunni, festist i netinu, dróst inn i vinduna og fór að likindum heilan hring með henni áður en hún var stöðvuð. Þegar var haldið til Hornafjarðar, þar sem læknir tók á móti hinum slasaða. Há- setinn tognaði og marðist mik- ið. Hann hafði ekki verið til sjós fyrr en i janúar sama ár. Um borð i Hópsnesi GK-77 varð þann 26. febrúar slys við netaspil er skipið var statt SA af Reykjanesi. Hópsnesið er 103 rúmlesta fiskiskip úr stáli smiðað 1970. Um orsök slyssins segir nefndin: Óhappaslys. Hásetinn, sem dró netin af spilinu, festist með vinstri hönd i netinu og dróst með þvi hálfhring inn á spilið, áður en það stöðvaðist. Hann var samstundis fluttur til Keflavikur og reyndist framhandleggsbrotinn. islendingur HU-16 fórst þann 28. feb. við Dritvikurflös. Islendingur var fiskiskip úr tré, 27 rúmlestir smiðað 1936. Um sjóskaðann segir nefndin: Alvarlega brotin fyrirmæli Siglingamálastofnunarinnar um að sigla i fylgd með öðru skipi til Húnaflóahafna, auk þess vanrækt að lögskrá á bát- inn. Bátsins var saknað að kvöldi 28. og hafin leit að hon- um daginn eftir. Hafði þá ver- ið sæmilegt veður á þessum slóðum en versnaði og varð að vonzkuveðri. Að kvöldi 1. marz fannst brak og daginn eftir fannst mannlaus björgunarbátur. Tveir menn, sem báðir voru óskráðir á bát- inn, fórust. Um borð i Vestmannaey VE 54 varð það slys þann 1. marz er skipið var statt á Eldeyjar- banka, að einn skipverja fót- brotnaði. Vestmannaey er 462 rúmlesta togskip úr stáli smiðað 1972. Um orsök slyss- ins segir nefndin: Athugunar- leysi að setja hlerann ekki fastan, áður en vinna hófst. Nánari tildrög eru þau. að þegar búið var að hifa i hler- ana til að ná þeim úr öryggis- keðjunum, brotnaði brakketið á öðrum hleranum og var hann þá hifður fram á dekk til að skipta um brakket. Þá láð- ist mönnum að setja hlerann fastan meðan unnið var við hann og rann hann þá til við veltu skipsins og lenti á vinstri fæti eins hásetans, sem fékk við það mjög slæmt opið bein- brot.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.