Vísir - 21.09.1974, Side 4

Vísir - 21.09.1974, Side 4
4 Vlsir. Laugardagur 21. september 1974. ^mSjÓ/7; Meistaraverkið er alltaf að breytast Dularfullt málverk sem hefur valdið miklum heilabrotum Gnski listmálarinn Robert Evans hefur selt 800 málverk um dagana og hefur ekki undan að mála fyrir fólk, sem er hrifið af málverkum hans. Gn i fórum hans er mynd sem margir vilja eiga, en hana segist hann ekki láta fyrir nokkurn pening. Það sem er óvenjulegt viö þessa mynd, sem er af sjóslysi, er að hún er alltaf að breytast — án þess að nokkur komi nálægt henni — og ýmsir undarlegir hlutir að koma fram I henni á hverri viku. Hundruö manna, listagagn- rýnendur, prestar og sér- fræöingar á öllum sviðum hafa skoðað þessa mynd Evans, sem hann málaði fyrir þrem árum, ogenginngetur gefið skýringu á þessu fyrirbæri. Myndin sem ber nafnið „The Saviour” eraf skipsflaki og sjó- mönnum að berjast i miklum sjó og snjóstormi við að komast frá sökkvandi skipinu i björgun- arbát. Morguninn eftir að Evans málaði myndina, tók hann eftir þvi að andlit á konu var að koma fram i henni. Hann hélt fyrst, að þetta væri vegna þess að mynd- in væri enn ekki orðin þurr og lét þetta þvi afskiptalaust. En löngu eftir að málningin var þornuð, héldu torkennilegir hlutir áfram að koma fram I henni. Annað konuandlit birtist, maður á hesti, Kristur á kross- inum og nú siðast er að koma I ljós hauskúpa. Sérfræðingar geta ekki gefið nokkra skýringu á þessu, en myndin hefur bæði verið rannsökuð i Englandi og Ame- riku, þar sem Evans voru boðin 2000 sterlingspund i hana. En hann vill ekki selja og segir...,,Ég er hjátrúarfullur og óttast, að ég missi hæfileika mina sem listmálari ef ég læt hana frá mér.” —klp— meðal sérfrœðinga báðum megin Atlantshafsins Listmálarinn Robert Evans með listaverkið duiarfulla, sem undarlegustu hlutir eru aðkoma fram I þrem árum eftir að hann málaði myndina. 5 MILLJON LÍTRAR AF BJÓR FARA í SVALLVEIZL- UNA MIKLU Nú geta bjórdrykkjumenn hópazt til þeirrar miklu bjór- drykkjuborgar Miinchen i Þýzkalandi. Þar hefst i dag mesta drykkjuveizla ársins. bjórhátiðin mikla. Undir- búningur að þessari árlegu hátíð hefur staðið yfir lengi. Dag eftir dag hefur mátt sjá hesta spennta fyrir bjórvagna á strætum MUnchen á leiö til engisins, þar sem halda á svaliið mikla. Þar verður komið fyrir tjöldum þær tvær vikur, sem hátíðin stendur. Þar inni munu þorstlátarkverkar væta sig með sterkum bjór á meðan leiknar og sungnar eru drykkjuvlsur. Einnig fá gestirnir, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, að gæða sér á hjörð af steiktum nautum, hálfri milljón glóðar- steiktra kjúklinga og fjórum milljónum af pylsum. En bjórnum, sem er aðal- atriði hátiðarinnar, verða gerð heldur betur skil. Búizt er við, að þegar svallinu lýkur að tveim vikum liðnum, hafi 5 milljónir lltra verið drukknar. Hátið þessi hefur allt frá árinu 1810 verið árlegur viðburður I Múnchen og aldrei fallið niður, nema þegar strið eða sjálf plágan tók I taumana. Eins og vanalega verður sér- stakur hópur manna til taks meö hjólbörur til að aka þeim, sem fengið hafa nóg, til sérstaks afvötnunartjalds, fyllt dúnmjúku heyi. —JB ' . HANN ER HÆTTULEGUR HANN STÓRI HEIMUR! Það er stundum erfitt aö vera litill, sérstaklega þegar maður er ekki nema nokkurra daga gamall og vill skoða sig um I heiminum. Það fékk þessi litli hænuungi að finna, er hann fór á flakk I Sherwood dýragarðinum I Englandi, þar sem hann á heima. Hann mætti hverri risaskepn- unni á fætur annarri og sumar voru svo stórar, að hann sá ekki framan I þær, hvernig sem hann teygði sig. Og þegar þessi voða- legi risi á fjórum fótum kom arkandi, svo að jörðin skalf og nötraði, lokaði sá litli augunum. En þetta var bara hún Emily, er engum gerir mein, sérstak- lega ekki litlum hænuungum, sem eru að hlaupa frá henni mömmu sinni. En henni þótti tilvalið að hræða þennan með þvl að setja einn af sinum fjórum stóru fótum á kollinn á honum, svona til að hann myndi það betur, ef ætlaði sér að hlaupa aftur að heima.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.