Vísir


Vísir - 21.09.1974, Qupperneq 20

Vísir - 21.09.1974, Qupperneq 20
VÍSIR Laugardagur 21. september 1974. REKSTRAR- LÁNIN HÆKKUÐU í GÆR Viðskiptabankar sjávarútvegsins hækkuðu i gær rekstrarlán til út- gerðarinnar um 50%. Matthias Bjarnason sjávar- útvegsráöherra hefur undan- fariö átt viöræöur við banka- stjóra Seölabankans, Lands- bankans og Útvegsbankans um hækkun rekstrarlána til útgerðarinnar. Niöurstaða þeirra viöræðna er sú sem að framan greinir. Siöan 1. jan. 1969 hafa lánin hækkað einu sinni áður. 1. jan. 1973 voru þau hækkuð um 50%. —SH EKKI FJÁRMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ Sú misritun varð i frétt blaðsins I gær um sparifé, að fjármála- ráðuneytið hefði gert athugun þá, er leiddi i ljós skekkju i útreikningum á sparifé. Hið rétta er, að það var félagsmálaráðu- neytið, sem gerði athugunina. sgy..,‘.. Kvaðst vero frcendi forsœtisróðherra ó íslondi „Þegar hann frétti, að festa kaup á gisti- að við værum að reyna heimilinu, varð hann Mér fannst strax eitthvaö kynlegt við þennan „Islending Jolanta Tjelie, sem sést hér með eiginmanni slnum. mjög rausnarlegur og bauðst til að útvega 250 þúsund krónur (4 mill- jónir islenzkar), þar sem islenzki forsætis- ráðherrann væri frændi hans og hann hefði þvi gnægð af sambönd- um.” Það skal tekið fram, að ekki er vitaö, hvaða forsætisráð- herra svindlarinn hafi átt við, eða hvort hann yfirleitt hafi haft hugmynd um nafnið þegar hann lét sér fyrrnefnd orð um munn fara. Þetta er frásögn Jolanta Tjelle, sem ásamt manni sinum rekur gistiheimili i Tinnsjö I Noregi. Siðastliðinn sunnudag kom hún þvi til leiöar, að norska lögreglan handsamaði marg- eftirlýstan svindlara, sem ferð- azt hefur um alla Skandinaviu og vlða um Evrópu og hefur skilið eftir sig langa lista af alls kyns fölsunum og svindli. Hann hefur gengið undir ýms- um nöfnum, en eftir siðustu yfirheyrslur er talið sennileg- ast, að hann heiti Luis Rudolp Barron og hafi fyrst komiö til Noregs 1961. önnur nöfn sem hann hefur notað eru t.d. Rick Hansen og Flemming Berner von Hollstein heimspekingur. Hann hefur borið 10 önnur nöfn að þvi er vitað er og verið kenn- ari, prestur og kvikmyndafram- leiðandi. Eftir aö lögreglan komst I máliö i Noregi hefur verið reynt að tina öll hans afrek saman, en það er erfitt verk. Vlsir hafði samband við út- lendingaeftirlitiö I gær og spurði, hvort kannazt væri viö þennan mann. Grétar Norðfjörð sagði, að manninn hefði ekki rekið á þeirra fjörur. „En það hafa komið hingað menn, sem viö höfum snúið við, og hann gæti vel veriö einn af þeim. Viö gerum það að kröfu að þeir, sem hingað koma, hafi nægilegt fé til að sjá sér farborða þann tima, sem áætlað er að dveljast hér og séu auk þess með farmiða úr landi. Þetta fyrirkomulag hefur sparað okkur alls konar vandræði og skattborgurunum mikið fé, þvi áður þurfti rikið að sjá um aö . koma vand- ræðamönnum úr landi. Góð samvinna við hin Norður- löndin hefur einnig hjálpað okk- ur mikið. Útlendingar vita, aö ef þeir valda hér vandræðum og eru reknir úr landi, eru þeir þar með burtreknir úr allri Skandinaviu”. JB Brjóta gamla hefð: Brúðkaupsveizla á sundunum með rokki og sinfóníuleik! — Leigja Akra- borgina undír brúðkaupsgesti sína og sigla með þá um sundin Harla óvenjuleg brúðkaups- veizla — eöa öllu heldur brúö- kuupsferð — stcndur fyrir dyrum. Iteykvlskt par, sem ætlar að gifta sig I dag, hefur leigt Akraborgina til að sigla með sig og brúðkaupsgestina um sundin á meðan skáiað er i kampavini og brauði sporðrennt. „Jú, þetta er rétt með farið”, viðurkenndi Baldvin Björnsson auglýsingateiknari, er Visir vildi fá þessar fregnir stað- festar. „Mér fannst það illa gert gagnvart vinum og ættmennum að bjóða til hefð- bundinnar brúðkaupsveizlu, þar sem þeim yrði gert að mæta i sparifötunum og vera þving- aðir”, útskýrði Baldvin. Og hann kvaðst einnig hafa sýnt þessu fólki þá tillitssemi að bjóða þvi ekki til vigslu- athafnarinnar. „Hjónavigslan fer fram i Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðar- strönd”, sagði Baldvin „Þeir fáu, sem munu verða viðstaddir vigsluna, leggja af stað i áætlunarbil frá Miklatorgi klukkan eitt til Saurbæjar Allir hinir leggja af stað með Akra- borginni úr Reykjavikurhöfn klukkan hálfþrjú og sækja okkur á Akranes.” Baldvin segist hafa fylgzt með veörinu af meiri athygli en nokkru sinni áður. „Þeir voru að segja mér á Veðurstofunni, að lægðin væri að fara hjá og búast mætti við bliðskaparveðri á morgun”, sagði Baldvin, þegar Visir talaði við hann seint i gærdag. Brúðurin heitir Helga óskarsdóttir og er þekkt fyrir fiðluleik með Sinfóniuhljóm- sveitinni og sömuleiðis það, aö hafa borið titilinn Fegurðar- drottning Reykjavikur fyrir tveim árum. Hún hefur boðið nokkrum hljóöfæraleikurum úr Sinfóniunni til brúðkaups- veizlunnar og er ekki óliklegt, að gripið verði til hljóðfæranna meðan á siglingunni stendur. Þá verða einnig um borð nokkrir valinkunnir popp- hljómlistarmenn, sem hafa lofað að taka með sér hljóöfæri og rokka Htilsháttar á bila- þilfarinu á meðan Akraborgin dólar á milli Viðeyjar og Engeyjar. Nú, og svo verða lika þeir grinistarnir Alli Rúts og Karl Einarsson á meðal veizlu- gesta. „Akraborgin er tilvalin til veizluhalda af þessu tagi”, sagði Baldvin að lokum. „Þaö eru tveir stórir salir uppi og svo þægilegur bar undir þiljum. Og hann stendur að sjálfsögðu opinn meðan á ferðinni stendur....” Skipið leggst að i Reykja- vikurhöfn klukkan sex og fer stuttu siðar i sina áætlunarferð upp á Skaga eins og ekkert hafi i skorizt. —ÞJM „Ómögulegt að Picasso- ## segir listasafnið í Danmörku verkið sé falsað — DANSKA LÖGREGLAN LEITAR AÐ ÖÐRUM FÖLSUNUM SIGURÐAR ÞORLÁKSSONAR „Við erum ekki f hinum minnsta vafa um að verk þetta er málaö af Picasso árið 1916” sagði okkur einn af for- stöðumönnum rikislistasafnsins i Kaupmannahöfn, er við höfðum samband við hann i gær. vegna fullyrðingar tsiend- ingsins Sigurðar Þorlákssonar um að hann hefði máiað Picassoverk, sem á safninu er. „Við höfum rakið feril þess frá listamanninum sjálfum fram til þess tlma er það kom hingaö á listasafnið. Það var danskur listaverkasafnari er fékk listaverkið i safn sitt 1918. Þaðan fór það i annað þekkt danskt safn og siðan kom þetta umrædda verk Picassos, sem ber nafnið „Kúbistisk kompósisjón”, hingað á safnið. Siguröur Þorláksson segist hafa málaö verkið 1952, en þá var myndin á dönsku safni og barst skömmu siðar hingað”. Saga verksins er skýr og augljós”. En hefur aldur verksins sem hangir á safninu, verið visinda- lega kannaður? „Nei, við erum svo sannfæröir um að Picasso hafi málað verkið, að við höfum aldrei talið þörf á slikri athugun”. Var Picasso sjálfur nokkurn tima eftir 1952 fenginn til að athuga verkið? „Nei, það hefur allan timann veriö hér i Danmörku og ekki komiö fyrir augu hans svo ég viti. Þegar Sigurður Þorláksson hélt þessu fram, studdi hann mál sitt með þvi að hann vissi, að undir þessari mynd væri önnur hálfkláruð. Við töldum það þó litla sönnun, þar sem vitað var um hina myndina fyrir löngu, og kemur það bæði fram I sýningarskrá og i sjón- varpsþætti, sem sýndur var hér I Danmörku fyrir hálfu ári og milljón manna sáu. Myndin sem er undir er ókláruð mynd eftir Piccaso með svipuðum dráttum og aðal- myndin”. Þess ber að gæta, þegar litiö er á fullyrðingar Sigurðar annars vegar og listasafnsins hins vegar, aö Sigurður gæti veriö að reyna að verða sér úti um frægð með þvi aö koma slikum'sögum á kreik, en safnið myndi biða verulegan álits- hnekki, ef það viðurkenndi að myndin væri fölsuð, auk þess sem verðmæti myndarinnar minnkaði auðvitað verulega. Sigurður Þorláksson hefur verið yfirheyrður af dönsku lög- reglunni vegna málsins, en þar sem listasafnið fullyrðir að sagan sé uppspuni, hefur ekkert frekar verið aðhafzt i þvi máli. A hinn bóginn kannar lögreglan nú þá sögu Sigurðar, að hann hafi um árabil falsað myndir eftir hinn og þennan frægan málara, sem nú hangi á söfnun i Danmörku. Siguröur er mjög snjall i höndunum og hefur lent I úti- stöðum á Islandi bæði vegna peningafals og málverkafals. Hann málaði meðal annars Kjarvalsmálverk, sem var það likt frummyndinni, að Kjarval sjálfurvarfengim til að skera úr um hvort væri fólsunin. Kjarval skoðaöi myndirnar nákvæm- lega nokkra stund og sagði siðan: „Komið með þennan mann, mig langar að taka I höndina á honum. Hann er snill- ingur”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.