Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 1
VISVITANDI OSANNINDI DÓMSMÁLARÁDHERRANS Dimission Menntaskólans á Akureyri tór fram a3 kvöldi laugardagsins 23. þ. m. Áður um daglnn óku verð- andi stúdentar um bæinn á tieyvögnum og kvöddu sina ágætu lærimeistara. Hver kennari fékk eitt stúdenta lag, ferfalt húrrahróp og rembingskoss. ÞaS var greinilegt að ekkl bar á neinum kvíða fyrir prófum hjá nemendum í söng þeirra og galsa. Dimissionin sjálf fór fram í húsakynnum M. A. og var þar dansinn troðinn fram á rauða nótt. SEGJAUPP SAMNINGUM UUI EJ-Reykjavík, mánudag. j samningum sínum frá 1. júní n. k. Iðja, félag verksmiðjufólks í i að telja. Á fundi í Dagsbrún í Reykjavík, og Verkamannafélagið > gær var einnig samþykkt álykt- Dagsbrún, hafa bæði sagt upp ASI ei mun r i mannanefnd TK-Reykjavík, mánudag. fiannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands, lýsti því yfir í ræðu á Alþingi í dag, gð ASÍ myndi ekki skipa fulltrúa í sexmannanefnd til ákvörðunar verðlags landbúnaðarafurða. Hannibal gaf þessa yfirlýsingu við 1. umræðu um frumvarp rík isstjórnarinnar um að tryggja starfshæfni sexmannanefndarinn- ar, en frumvarpið hefur hlotið samþykki í efri deild. Framhald á bi. 14. un, þar sem mótmælt er harð lega verðhækkunum þeim, sem orðið hafa á brýnnstu lífsnauðsynj um almennings vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar, og krefst þess, að kjarabætur verkafólks verði ekki notaðar sem skálkaskjól fyrir nýjum verðhækkunum. Samþykktin á fundi Dagsbrúnar var einróma samþykkt, og er svo- hljóðandi: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 24. apríl 1966, mótmælir harðlega þeim verð- hækkunum, sem nú hafa orðið á brýnustu lífsnauðsynjum al- mennings vegna ráðstafana rík isstjórnarinnar. Fundurinn mót- mælir þessum verðhækkunum því fremur sem þær koma í kjölfar mikilla hækkana, sem orðið hafa á vörum og þjónustu, frá því er almennir kjarasamningar voru síðast gerðir þrátt fyrir bein og óbein fyrirheit um, að þeir yrðu ekki notaðir sem átylla til verð hækkana. Þessi þróun magnar stöðugt verðbólguna, sem vitandi vits er notuð til að færa til fjár- Framhald a >4 síðu TK-Reykjavík, mánudag. Ólafur Jóhannesson sannaði í umræðum á Alþingi í dag um ál- samninginn, að Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, oddviti réttlæt is og heiðarleika á fslandi, hefur farið með vísvitandi ósannindi, er hann hefur borið það á Ólaf Jó- hannesson, að Ólafur hafi frá upp- hafi vitað um ákvæði samnings- ins um erlendan gerðardóm í deilumálum álbræðslunnar, hafi í meira en ár látið sér þau vel Iíka og ekki gagnrýnt þau fyrr en samningurinn hefði verið lagður fram. Ólafur las upp 22. grein upphaflega samningsuppkastsins, sem honum hafði verið sýnt í trúnaði, en hann ekki vegna að- stöðu sinnar viljað segja álit sitt en uppkastið sýndi ljóslega hver hefði verið hugur fslendinga í þessum málum, þar sem samnings- uppkastið kveður á um að deilu- mál skuli vera í höndum íslenzkra dómstóla. Er því sannað, að dóms- málaráðherra hefir farið með raka Iaus ósannindi í dylgjum sínum um Ólaf Jóhannesson varðandi gerðardómsákvæði samninga. 22. grein samningsuppkastsins er svohljóðandi: „Rísi deila út af samningi þess- um eða fylgisamningum undir stafliðum A til H, hvort heldur er um gildi þeirra, framkvæmd eða skýringu, skal henni, ef ekki tekst að ná sáttum með vinsam- legum hætti vísað til íslenzkra dómstóla til endanlegrar úrlausn- ar, nema hún fari til gerðar eftir 2. eða 3. málsgrein þessarar grein- ar. Málsmeðferðin fyrir dómstól- unum skal fara að íslenzkum lög- ■ / | M um. Mál þessi skulu höfðuð fyrir I^'É'kII^ bæjarþingi Reykjavíkur. nema að- I ICI III ilar komi sér saman um annað varnanþing. Alusuisse skal til- nefna lögmann búsettan á íslandi, er hafi fullt umboð til að taka við stefnu og fara með mál fyrir félagsins hönd. Fari slík tilnefn- ing eigi fram, má fyrir Alusuisse hönd stefna formanni stjórnar fs- lenzka álfélagsins. 2. Sérhver deila samkvæmt 1. málsgrein skal, ef enginn óskar eftir, að vísa henni til fs- lenzkra dómstóla, útkljáð af gerð- ardómi, er í eiga sæti 3 menn. Formaður gerðardómsins skal Framhald á bls. 8 Lagarfoss aftur á flot KT—Reykjavík, mánudag. Eins og skýrt hefur verið frá strandaði Lagarfoss á aðfaranótt Iaugardags við Nidingen í Sví- þjóð. Björgunartilraunir hafa stað ið yfir síðan það varð og kl. 15.46 í dag náðist skipið aftur á flot. Til þess að auðvelda björgunar- starfsemi, losuðu björgunarmenn 150 tonn af farmi skipsins og um 80 tonn af brennsluolíu, að þvi er Sigurlaugur Þorkelsson, fulltrúi hjá Eimskip, sagði í dag. Tvö björgunarskip voru komin á stað inn, og drógu þau Lagarfoss út. Lagarfoss heldur til Gautaborg- ar, en þar fer fram skoðun á skemmdum, og ef til vill viðgerð á því, sem farið hefur úr skorðum. Stúlkan FB—Reykjavík, mánudag. Þrjú þeirra fimm ungmenna, sem lentu í bílslysi því í Vest- tnannaeyjum, sem skýrt var trá fyrir helgina, eru nú látin. Slysið varð aðfaranótt föstudagsins, og lézt ökumaðurinn, Stefán Gísla- son, Hásteinsvegj 36, strax þá nm Framhald á 14. síðu. ÓskaS endurskoSanar á meiSyrSaákvæSum TK—Reykjavík, mánudag. Á aðalfundi Blaðamannafé- lags. fsl. í gær var samþ. ein- róma tillaga, þar sem þess er farið . á leit við ríkisstjórn ina, að hún skipi nefnd til að endurskoða meiðyrðaákvæði hegningarlaganna og jafnframt að Blaðamannafélagið eigi full trúa i nefndinni. Þá var þess líka óskað, að nefndin lyki störfum fyrir næsta reglulegl Alþingi Eins og Kunnugt er, hafa nokkrar umræður átt sér stað á undanförnum árum um ýmis ákvæði meiðyrðalöggjafarinn- ar. sem talin eru orka tvímælis eða úrelt orðin Er enginn vafi á því, að brýn nauðsyn er á að taka þessi ákvæði til endur skoðunar með það tyrir augum að auðvelda eðlileg samskipti PYamhald h 14 sfðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.