Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 8
8 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. april 1966 Samningarnir óaðgengiiegir 3. uniræðu lun álsamninginn lauk seint á föstndagskvöld í neðri tícild. Þeir sem töluðu við umræð ina voru Jóliann Hafstein, Lúðvík Jósefsson, Ágúst Þorvaldsson, Hall dór E. Sigurðsson, Eysteinn Jóns- son, Einar Olgeirsson, Ragnar Arn- alds og Björn Fr. Björnsson. l’rumvarpið var samþykkt til efri deildar á laugardag. Efri deild tók frumvarpið til 1. umræðu á síðdegisfundi á Iaugardag og töl- uðu þá þeir Jóhann Hafstein og Björn Jónsson. í gær var umræð- unni svo baldið áfram í efri deild, og tók Ólafur Jóhannesson fyrstur til máls. Ólafur Jóhannesson sagði, að hann væri andvígur frumvarpinu um staðfestingu álsamningsins og myndi greiða at- kvæði gegn frum varpinu. Sú af- staða byggðist á því, að samn- ingurinn væri _________ meingallaður og óaðgengilegur og ennfremur vegna pess hvemig nú væri ástatt í efna hags- og atvinnumálum og vegna þess, að staðsetja á verksmiðjuna á mesta annasvæði landsmanna. Ólafur kvaðst vilja lýsa þvi yfir, að þessi afstaða þýddi ekki það, að hann væri á móti stóriðju, held ur þvert á móti hlynntur því að hún kæmist hér upp, fyrst og fremst stóriðju í höndum íslend- inga sjálfra, en jafnvel stóriðju með aðstoð erlends einkafjár- magns í undantekningatilfellum, þótt sú stefna verði jafnan að vera ríkjandi að atvinnurekstur- inn sé tryggilega í höndum íslend- inga sjálfra og erlend fjárfesting verði ætíð lítið hlutfall af fjár- festingu fslendinga í atvinnufyr- irtækjum. Rökstuddi Ólafur þessa afstöðu í langri og ítarlegri ræðu og vitn- aði m.a. til ályktana Framsókn- arflokksins um þessi mál á undan- förnum árum og þeirra skilyrða, sem flokkurinn hefði talið, að full nægja yrði til að ráðlegt væri að gera samning við erlent einkafjár magn um atvinnurekstur hér á landi. Engu þessara skilyrða væri fullnægt í álsamningnum. Fylgjendur samningsins ganga svo langt í áróðri sínum, að þeir halda því fram fullum fetum, að verksmiðjan eigi að hlita íslenzk- um lögum, þó að samningurinn kveði einmitt á um, að álbræðsla skuli færð undan íslenzkri lögsögu. Fór Ólafur síðan yfir mörg ákvæði samningsins og benti á, hve óað- gengilegur og gallaður hann væri og sum ákvæði hans þannig, að ótækt væri fullvalda þjóð að sam- 'þykkja. Ólafur sagði, að ekkert fordæmi væri finnanlegt á Norðurlöndum um hliðstæðan erlendan gerðar- dóm í deilumálum við álbræðsluna, enda hefur Meyer, aðalforstjóri Alúmínhringsins, lýst því yfir, að gerðardómsákvæðin í samningun- um væru einsdæmi í samningum hringsins við önnur lönd, enda er það alveg sérstök vansæmd og vantraust á íslenzka dómstóla að taka íslenzik mál undan íslenzkri lögsögu. Undir svona samninga er ekki hægt að skrifa. Hér á eftir verður stuttlega drep ið á ræður þeirra Ágústs Þorvalds- sonar, Björns Fr. Björnssonar og Halldórs E. Sigurðssonar, er þeir fluttu við 3. umræðu um álmálið í neðri deild á föstudagskvöld: Ágúst Þorvaldsson sagði, að fs- lendingar yrðu að hafa í huga, að þeir væru smá þjóð, svo agnar- lítil að útlend- ingar skilja ekki, hvernig okkur tekst að halda hér uppi sjálf- stæðu menning ________ahþjóðfélagi. Við verðum að þekkja takmarkanir okkar í þessu sambandi engu sið- ur en möguleika okkar og tor- tryggni og varfærni af hálfu okk- ar fslendinga er ekki aðeins eðli- leg heldur bráðnauðsynleg. Var- færni okkar er síður en svo sprott- in af afturhaldssemi eða andstöðu gegn framförum, enda sannar reynslan það, að þjóðin hefur sam einazt um stærstu framfaramál landsins eins og t.d. Eimskipafé- lagið, Sementsverksmiðju, Áburðar verksmiðju, virkjanir og fl. Ríkisstjórnin hefur svo mikinn áhuga á að fá hér erlenda stór- iðju, að hún gerir sér að góðu miklu verri samninga en Norð- menn hafa gert við sömu aðila og þessir samningar eru furðulegir, þegar svo er ástatt, að stórfelld- ur vinnuaflsskortur er í landinu. Það getur svo farið, þegar svo sterkur auðhringur er farinn að starfa hér að fjármálavaldið drag- ist meira og meira úr höndum fslendinga sjálfra. Smáþjóðir eru í mikilli hættu fyrir slíku og sam- an þarf að fara hjá henni vak- andi þjóðerniskennd, sjálfstæðis- vilji og þjóðarstolt þvi það er hið eina, sem bjargað getur frá slík- um hættum. Þessir samningar sem ríkisstjómin hefur gert hafa ekki þessi einkenni og þeir eru óað- gengilegir. Það er Ijóst, að við getum virkj- að Þjórsá fyrir okkar þarfir án álúmínvers og sú virkjun er til- tölulega minna átak fyrir okkur en Sogsvirkjanir á sínum tíma og má því ekki blanda þessum mál- um eins saman og forsvarsmenn álbræðslusamningsins reyna að telja fólki trú um, Halldór E. Sigurðsson, sagðist vera andvígur samningunum vegna þess, hvernig ástatt væri í at- vinnumálum og vegna þess hve samningarnir væru óhagstæð- ir og óaðgengi- legir og mörg ákvæði þeirra varhugaverð. Halldór sagði, að rík- isstjórnin hefði lengi rekið þann áróður, að við þyrftum að fá inn i erlenda stóriðju í landið, hvað sem I það kostaði og álhringurinn fylgd- I ist vel með þeim áróðri og meðal : annars af þeim sökum er samn- jingurinn ekki betri en raun ber ! vitni. ! Undanfarna áratugi hefur þeirri stefnu verið fylgt hér á landi, að afla lánsfjár erlendis til uppbygg ingar atvinnuveganna, fyrirtækin hafa verið íslenzk og áhættan þeirra. Þessi stefna hefur reynzt okkur vel, en reynsla af atvinnu- rekstri útlendinga hér fyrr á ár- um var ekki góð, hins vegar getur atvinnurekstur útlendinga vel kom ið til greina, ef nauðsynlegum skil yrðum okkar er fullnægt, en við íslendingar verðum að fara að með sérstakri gát. þar sem við erum ekki fleiri en nemur íbúum við eina götu í stórborg. Skv. ál- samningnum er það fyrst og fremst vinnuafl. sem við ætlum að selja hinu útlenda fyrirtæki, en eins og nú er' ástatt hjá okkur er það sízt af öllu það, sem við erum aflögufærir með. Hér er mik- ill skortur á vinnuafli og við get- um ekki beðið með lífsnauðsyn- legar framkvæmdir okkar í t.d. vegamálum og skólamálum svo fátt eitt sé nefnt og það eru fleiri stórframkvæmdir en álbræðslan fyrirhugaða, sem munu dynja yfir okkur á næstunni, eins og fram- kvæmdirnar í Hvalfirði, sem þeg- ar eru hafnar. Ef að þessum samn ingum verður gengið mun það hafa uggvænlega þróun í för með sér fyrir þróun byggðarinnar og það mun hafa í för með sér sam- drátt í framleiðslunni. Ef verk- smiðjan hefði verið staðsett á Norðurlandi mundi þetta mál verða nokkurs annars eðlis og hefði þá lagzt á sveif með að leysa vandamál, sem við eigum við að etja varðandi byggðaþróun- ina í landinu. Björn Fr. Björnsson sagði, að engin þau skilyrði, sem Framsókn WföÉSk armenn hefðu sett fyrirfram fyrir því að við gerðum slíka samninga sem þennan álsamn in, væru fyrir hendi í samning unum og væri því augljóst, að Framsóknarmenn greiddu atkvæði gegn samningun um. Þar við bætist, að augljóst er, að eins og nú er ástatt í efna- gs- og atvinnumálum okkar, verða slíkar framkvæmdir sem álbræðsl- an að bíða. Okkar stærsta viðfangs efni nú er að stöðva verðbólguna en í stað þess á að slökkva þann eld, sem nú brennur á baki hvers manns í landinu vill ríkisstjórn- in hefja olíuburð á þann eld með þessum samningum. Þá ræddi Björn einnig um hin niðurlægj- andi ákvæði samninganna um að skjóta álhringnum undan íslenzkri lögsögu og íslenzkum dómstólum. Slik ákvæði getum við ekki sam- bykkt og þau ein nægðu reynd- ar til að vísa samningunum frá, en það er fjöldamargt fleira sem mælir gegn þessum samningum eins og rakið hefur verið. Þeim blekkingum er haldið fram að við verðum að fallast á ál- bræðslu útlendinga hér til að við getum ráðizt í virkjun Þjórsár. Það er marg sannað, að Þjórsár- virkjun er hagkvæmasta virkjun, sem við getum ráðizt í og okkur vel viðráðanlegt að reisa 70 mega- vatta virkjun við Búrfell. Og það er ennfremur ljóst, að ef við virkj um handa álbræðslunni verður það til þess að rafmagnsverð til íbúa á Suð- og Suðvesturlandi verður hærra á næstu árum en ef við virkjum eingöngu fyrir okkur sjálfa. VISVITANDIOSANNINDI Framhaid af bls. i. vera lögfræðingur, er gegnir dóm- araembætti og skal hann tilnefnd- ur af Hæstarétti. Eftir bráðabirgða athugun á deilumálinu, skal for- maður ákveða, hvort hinir tveir gerðardómsmennimir skuli vera lögfræðingar eða tæknimenntaðir menn. Gerðardómsmenn með lög- fræðiþekkingu skulu tilnefndir af Hæstarétti. Tæknimenntaðir menn skulu tilnefndir af stjórn Verk- fræðingafél. ísl. Málsmeðferð- in fyrir gerðardóminum skal fara að hætti íslenzkra réttarfarslaga. 3. Verði uppkast Alþjóðabank- ans að alþjóðasamningi um lausn fjárfestingardeilna fullgilt af nægi lega mörgum ríkjum og af Al- þingi og réttum svissneskum stjórnvöldum, er ríkisstjórnin reiðubúin að ræða þann mögu- leika við Alusuisse, að nota þá að- ferð til’ sátta og gerðar, sem þar er gert ráð fyrir, enda sé um meiri háttar deilumál að næða.“ Ólafur skýrði frá því, að Hjörtur Torfason, lögfræðingur, hefði átt við sig algert trúnaðarviðtal og beðið um álit á samningsuppkasti, sem átti að leggja fram í samn- ingaviðræðunum. Ólafur kvaðst hafa lestið yfir þetta uppkast, en það hefði um margt verið mjög ólíkt þeim samningi, sem nú ligg- ur fyrir. Ólafur kvaðst hafa tjáð Hirti það, að hann gæti ekki, vegna aðstöðu sinnar látið uppi álit um efni samningsuppkastsins og hann hefði skilað uppkastinu í hendur Hjartar aftur. Þegar dóms málaráðherra hafði svo rofið þann trúnað, sem þetta samtal var bund- ið, hefði hann farið fram á það við Hjört að fá samningsuppkast- ið í hendur að nýju og fékk hann leyfi sinna yfirboðara að afhenda það. Ólafur sagðist jafnframt því að lesa upp 22. grein uppkastsins einnig lesa upp 46. og 47. grein- ar samningsins eins og hann lægi nú fyrir og hefði verið undirrit- aður svo þessi ólíku ákvæði gætu staðið hlið við hlið í þingtíðind- um og ekki færi milli mála, hver hefði verið hugur íslendinga í mál inu og hver hefði verið sú niður- staða. sem ríkisstjórnin hefði fall- izt á 46. og fyrri hluti 47 greinar er svohljóðandi: 46. gr. Deilur. Ef nokkur deila rís milli aðila samnings þessa og samningsins um framkvæmdatr.vggingu. milli aðila rafmagnssamningsins, milli aðila hafnar- og lóðarsamningsins, eða milli ríkisstjórnarinnar, ann- ars vegar, og Alusuisse eða ISAL hins vegar, varðandi aðstoðarsamn ingana, (eða milli minnihluta hluthafa, annars vegar, og ríkis- stjómarinnar, Landsvirkjunar eða kaupstaðarins, hins vegar), varð- andi skýringu túlkun eða fram- kvæmd eða um gildi eða áhrif samnings þessa eða fylgiskjalanna, eða varðandi réttindi eða skulbind ingar aðila (þar á meðal sérhvers minnihluta hluthafa að því er grein þessa og 47. grein varðar) að samningi þessum eða fylgi- skjölunum, á gildistíma samnings þessa eða að honum loknum, þá skulu slíkir aðilar í góðri trú reyna að jafna ágreining sinn á vinsam- legan hátt. Ef ekki tekst með slík- um tilraunum að komast að sam- komulagi, geta ríkisstjórnin, ann- ars vegar, og Alusuisse, hins veg- ar, samið um að vísa deilunni til íslenzkra dómstóla eða íslenzks gerðardóms til endanlegrar ákvörð unar, og náist eigi samkomulag, skal ríkisstjórnin eða Alusuisse, eftir því sem við á, vísa slíkri deilu til alþjóðlegs gerðardóms samkvæmt ákvæðum 47. gr. Það er ekki ætlun aðila samnings | þessa að leita til alþjóðlegs gerð- lardóms til að jafna neina deilu, | sem eigi varðar verulegar fjárhæð- ! ir eða mikilsverð málefni. 47. gr. Alþjóðleg gerð. 47.01. Verði sáttmáli um mála- miðlun í fjárfestingardeilum milli ríkja og þegna annarra ríkja, dags. 18. marz 1965 (,,SID-samþykktin“) ísamþykktur og fullgiltur af ríkis- stjórninni og ríkisstjórn Svissn- eska sambandslýðveldisins, án fyr- irvara eða skilyrða, ber ríkisstjórn inni og Alusuisse, með beggja samþykki, að leggja í gerð hjá Alþjóðastofnunni til lausnar fjár- festingardeilum (,,SID-stofnunin“) sérhverja deilu, sem hún á lög- sögu yfir, og ris út af samningi þessum eða fylgisamningunum, og gildi þá gerðarmálsmeðferð SID- samþykktarinnar og reglur SID- stofnunarinnar. Samkvæmt 25. gr. 2) b) SID-sáttmálans fallast ríkis- stjórnin og Alusuisse á, að litið sé á ISAL sem svissneskan þegn i merkingu nefnds sáttmála. Sam- kvæmt 25. gr. 1) SID-sáttmálans tilnefnir ríkisstjórnin hér með Landsvirkjun sem ríkisstofnun í merkingu nefnds sáttmála. 47.02 Eigi SID-samþykktin ekki ivið um deilumál, getur ríkisstjórn in eða Alusuisse leitað alþjóðlegr- ar gerðar, með tilkynningu til þeirra aðila, sem greinir í 53. gr. samnings þessa, þar sem gerð er grein fyrir máli því, er gerðar er beiðzt um. Slíka gerð framkvæmi þriggja manna gerðardómur og velur rikisstjórnin einn þeirra, Alu suisse annan og ríkisstjórnin og Alusuisse sameiginlega hinn þriðja. Þriðji gerðardómsmaður- inn skal hvorki vera svissneskur né íslenzkur ríkisborgari. Geti rík- isstjórnin og Alusuisse ekki kom- ið sér saman um skipan þriðja gerðardómsmannsins, skal hann skipaður, að beiðni annars hvors, af hendi forseta alþjóðadómstóls- ins í Haag („alþjóðadómstóllinn"). Skipi ríkisstjórnin eða Alusuisse ekki sinn gerðardómsmann, eða tilkynni ekki hinum aðilanum um skipunina innan sextíu daga, áður en málsmeðferð hefjist, ber hin- um aðilanum réttur til að beiðast þess, að forseti alþjóðadómstóls- ins skipi annan gerðardómsmann, og skipi ríkisstjórnin og Alusuisse eigi þriðja gerðardómsmann inn- an sextíu daga, skipar forseti al- þjóðadómstólsins hann. Ef forseti alþjóðadómstólsins er annað hvort svissneskur eða íslenzkur ríkis- borgari, eða hefst ekki handa af einhverjum ástæðum eða getur það ekki, skal varaforseti alþjóða- dómstólsins hafa skipunarvaldið.“ Ólafur sagði, að öllum gæti ver- ið ljós sá reginmunur, sem væri á uppkastinu um þessi efni og samn ingnum eins og hann lægi nú fyrir. í uppkastinu væri skýrt tekið fram um lögsögu íslenzkra dóm- stóla í deilumálum en jafnframt ákvæði um íslenzkan gerðardóm, sem þó tæki ekki mál til með- ferðar nema allir aðilar væru sam mála um að vísa málum til hans. Aðeins ef uppkast Atþjóðabank- |ans að alþjóðasamningi um lausn ! fjárfestingardeilna yrði fullgilt af j nægilega mörgum ríkjum og að- ; eins ef Alþingi staðfesti þann samn i ing og ennfremur svissnesk stjórn völd vill ríkisstjórnin ræða þann möguleika að nota þá aðferð til sátta, sem þar er gert ráð fyrir. Ólafur sagði, að það þyrfti ekki stór orð um þessa framkomu dóms málaráðherrans. Hún dæmdi sig sjálf, en engan þyrfti þó að undra þó að sitthvað væri I ólagi um réttarfarsframkvæmd og löggæzlu hér á landi í dag, þegar æðsti maður dómgæzlunnar gerði sig sek an um slíka framkomu. Það væri rétt að bíða og sjá hver viðbrögð Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.