Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 3
fl' r r.’ f’: r; o ( fí 'rf'i' '<7 >7 ; •? -- «-■ - —-------- — — r\ - •* « • n* ,r —r r' r/ «• r*.‘ /T a *t & /-r.* /*•/ <\ < /í’jtf J ! f' r f/ V í' T'r' f; r ( f' (V í í' t' <t ?1 II I 1 j > l' I f I .! . .; ( i' f t f ."■ f; í I • ' ' ÞRIÐJUDAGUR 26. apríl 1966 TÍMINN Til að hitta Tómas Sigurpál Jónsson stýrimann á Krist- björgu þurfum við að klöngr- ast niður gamla og snúna stiga við bátabryggjurnar á Granda- garði. Okkur var auðvitað efst í huga, að spyrja hann um að- búnað þeirra sjómanna. — Eins og þið sjáið eru bryggjurnar allt of veikbyggð- ar, enda er þeim ekkert við- haldið nú orðið. Stigarnir eru allir snúnir og skakkir og er stór mildi að helmingur sjó- manna skuli ekki vera stórslas- aður eða dauður, við að fara þessa stiga til þess að koan- ast um borð í bátana. Þær vinnuaðstæður sem hér eru, eru nreinlega aftan úr miðöld- um t.d. er aðstaðan til lönd- unar ekki mönnum bjóðandi. — Hér þarf vissulega mikilla úrbóta við, segjum við. — Já, það þarf að byggja hér sérstakar bryggjur vel út- búnar tækjum, sérstaklega krönum til löndunar. Einnig þyrfti tvímælalaust að loka höfn inni og koma upp strangri lög- gæzlu. Það er í meira lagi heimskulegt að hafa bila í kapp- akstri eftir þverum og endi- löngum Grandagarðinum. Þeir tefja fyrir eðlilegu athafnalífi við 'höfnina. — Þarf ekki einnig að bæta aðstöðu sjómannanna sjálfra? — O, jú. Nauðsynlegt væri að hafa baðhús fyrir bátasjó- menn og salerni. Einnig væri nauðsynlegt að hafa einhvers konar verzlun opna alla nótt- ina, svo að við getum fengið keypt ýmislegt sem okkur van- hagar um, þegar við komum inn t.d. vettlinga og tóbak. Símaþjónustuna þarf að betr- umfoæta til muna. Hér er að- eins einn símaklefi fyrir allan þann fjölda, 300 menn á einn síma er ekki sérstaklega glæsi- legt. — Er fojörgunaraðstaða nægi lega góð? — Nei. Þar skortir ýmislegt á. Hér þyrfti t.d. nauðsynlega að vera lítill bátur, sem ýta mætti á flot á stuttum tíma og nota má við björgun, ef maður fellur í höfnina. Gísli Johnsen bátur Slysavarnafé- lagsins hefur því miður alls ekki reynzt eins vel og til var ætlazt. Hann fer alltof illa i sjó. Það skortir bæði foáta og tæki til fojörgunar. Hafnarnefnd og hafnarstjóri ættu að bæta úr þessu sem fyrst. Tómas Jónsson Við kveðjum Tómas Sigurpál og félaga hans og vonum að þeir fái sem fyrst skjóta og góða úrlausn á málum sínum. Gunnar Gunnlaugsson er há- seti á aflaskipinu Svani. Okk- ur hefur oft verið sagt, að sjó- menn á aflaskipum græði ein- hver reiðinnar býsn, svo við spyrjum Gunnar hvort að hann sé ekki meðal tekjuhæstu manna landsins? — Ekki get ég nú sagt það. Svanurinn er að vísu toppskip og möguleikar eru á að græða vel á honum. í vetur hefur hins vegar veiðzt lítið og varla er hægt að segja að fiskverðið sé mjög hátt. Þess vegna hafa tekjur okkar verið minni en ella. Á því kaupi. sem ég hef nú, er erfitt að framfleyta fjöl sloddu. ‘— Er fiskverðið ekki nægi- lega hátt? — Alls ekki. Það hefur ekk- ert hækkað að marki í sam- ræmi við kaupgjald í landi eða almenna vöruhækkun síðastlið- in fimm ár. Við bátasjómenn- irnir komum með glænýjan fisk að landi og okkur er greitt þrjár krónur og fjörutíu aurar fyrir kg. Togararnir koma með allt að hálfs mánaðar gamlan fisk og þeim eru borgaðar tíu til sextán krónur á kg. Mér finnst 'harla mikið misræmi í þessu. — Er erfitt að manna bát- ana? — Mjög erfitt hefur reynzt að fá menn á smábátana. Við höfum meira að segja þurft að notast við útlent fólk, stundum hálfgerðan skríl, sem hefur reynzt mjög misjafnlega. Hér í höfninni má sjá marga báta, sem ekki komast út sakir mann eklu. Víða um land eru margir bátar, sem ekki komast á veið- ar vegna þess að það vantar fólk. Ég veit ekki, hvað stjórn- arvöldin ætla sér að gera við síldarskipin eftir nokkur ár, þegar síldveiðarnar minnka. Ef til vill ætla þeir sér þá að bræða upp flotann í alúmíum- verksmiðjunni. Við spyrjum Gunnar að lok- um hvernig bæjarstjórnarkosn- ingarnar leggist í hann. — Vel. Ég veit að Framsókn vinnur glæsilegan sigur. Niðri við höfn eru sjómenn að koma að landi og sumir að búa sig á veiðar, aðrir vinna við fiskaðgerð. Þetta eru frísk- legir menn, hraustir og vaskir og handtökin snör. Við spyr- um einn þeirra, Sverri Sigurðs- son, hvort hann hafi lengi stundað sjóinn og fengizt við fiskverkun. — Ég hef verið við þetta í 15 ár og er farinn að venjast erfiðinu. Lengst af hef ég sótt sjóinn, en hef verið hérna í Fiskmiðstöðinni undanfarið. Það er komið inn með aflann úr trillunum á hverjum degi. Fiskurinn hefur dýpkað mikið á sér, svo að það þarf að sækja hann lengra. Öll veiði er mun fljótteknari núna en fyrir nokkrum árum. Ástæðan er auð vitað sú, að veiðarfærin eru orðin miklu stórtækari og fljót- virkari. En þau hafa líka hækk að mikið í verði, sérstaklega eru dragnótaveiðarfærin orðin dýr. Mér og reyndar fleirum finnst, að það hljóti að vera möguleiki að lækka innflutn- ingstolla á veiðarfærum. — Hvernig er aðstaðan hér á Grandanum? — Það þyrfti að fjölga mjög bryggjum. Einnig var fjar- stæða að byggja fiskverkunar- stöðvar á Grandanum, þar sem plássið er hvergi nærri n.óg. Frekar hefði átt að reisa hér fleiri hafnir og ráðstafa Örfir- isey á einfovern annan veg. Hér hefði til dæmis mátt hafa mjög skemmtilegan lystigarð eða eitt hvað af því tagi í staðinn fyrir það forað, sem eyjan er nú. — Hvernig er verðið á fisk- inum? — Það mætti nú gjarnan vera hærra. Eftir fregnum af verðinu, sem fæst fyrir hann erlendis, þótt þar sé um gaml- an fisk að ræða, verður maður að halda að þeir gætu fengið meira fyrir hann hér. Þeir koma þó með hann nýjan. — Það er hættulegt starf að sækja sjóinn. Finnst þér björg unaraðstaða á íslandi vera nægileg? — Því fer fjarri. Hún er hvergi nærri fullnægjandi. Það vantar ýmislegt til að gera hana betri, bæði fleiri björg- unarstöðvar, betri og fleiri tæki og einnig fleira fólk til björg- unarstarfa. Þegar Þorbjörn rak upp í Reykjanesið s.l. haust, þá skorti bæði tæki og mann- skap til að stjórna björgun- inni. Það þarf að fjölga til muna björgunarstöðvum um allt land og sérþjálfa fólk til þessara starfa. Ef ríkissjóður legði meira af mörkum í þessu skyni, tel ég víst að þeim pen- ingum yrði vel varið. Við þurf- um á öllum okkar sjómönn- um að halda og megum ekki við að missa neina þeirra í haf- ið. Um borð i mótorbátn- um Leifi ÓF 4 hittum við Helga T. Andersen skipstjóra, sem ásamt skipverjum sínum er að búa bátinn á netaveiðar. —■ Eruð þið í veiðihug? — Við(erum að keppast við að koma ‘hátnum á netaveiðar. Við ætlum að stunda þær frá Grindavík. Þar hefur verið rót- arfiskerí. Þegar við erum komnir á veiðar leggjum við saman dag og nótt og reynum að gera okkar bezta, því að mikið er í húfi bæði fyrir okk- ur og þjóðarfoúið. Vertíðin í vetur hefur verið frekar léleg og við sjómennirnir vonumst til að tekjurnar aukist þegar veiðin fer að glæðast. —Hvað er annars hægt að gera til þess að foæta hag sjómanna? — Það er margt, sem kem- ur til greina. Fyrst af öllu hækkað fiskverð. Einnig ættu að vera miklir möguleikar á að lækka kostnaðinn við út- gerðina til dæmis tolla á net- um. Háir tollar gera allan veiðiútbúnað mjög dýran. Hærra verð mætti fá fyrir fisk- inn á erlendum mörkuðum, ef vinnslan yrði meiri óg fjöl- breyttari og íleiri og betri markaða yrði aflað. Svo finnst mér nú tími til kominn að leggja niður togaraútgerðina í því formi, sem hún er. Hingað til hafa þeir fæstir borið sig og lítið gert annað en eyði- leggja botninn innan landfoelg- innar og spilla stofninum. — Finnst þér kannski tími til kominn að færa aftur út landhelgina? — Vissulega. Fiskstofninn hefur farið mjög minnkandi undanfarin ár. Helzta leiðin til að halda honum við, styrkja hann og efla er að færa út Helgi T. Andersen landhelgina og friða hrygning- arstöðvarnar. — Háir ykkur mannekla? — Já. Það er orðið mjög erfitt að fá menn á bátana. Og núna þegar ráðgert er að stofnsetja alúminíumverk- smiðju má búast við að þessir erfiðleikar aukist til muna. Hún mun efalaust draga fjölda manns frá útgerðinni. Þetta er Framhald á bls 15. IKSSB I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.