Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.04.1966, Blaðsíða 5
ÞRJGÐJUDAGUR 26. apríl 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Belgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiSslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 ASrat skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán. mnanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Er þetta ekki skattur? H|n mikla fiskverðshækkun, þar sem neyzlufiskurinn hækkað'i í einu stökki um 40—80% kemur að sjálfsögðu mjög illa við fátækustu og barnflestu heimilin, enda finna húsmæðurnar greinilega breytinguna. Þessi hækk- un er einnig táknræn um algjöra uppgjöf ríkisstjórnar- innar í viðskiptum við dýrtíðina, og sýnir, að stjórnin ætlar að láta dýrtíðarflóðið skella með fullum þunga á almenningi en sitja sjálf, hversu hart sem dýrtíðarhjólið snýst. Þegar ríkisstjórnin sá, að hún komst ekki hjá því að veita sjávarútveginum verulega aðstoð eftir mesta afla- ár í sögu landsins, vegna þess, hvernig dýrtíð og tilbúin lánakreppa hefur grafið sundur rekstrargrundvöll út- vegsins, komst hún að raun um, að skattamælir hennar var orðinn svo skekinn og fleytifullur, að hún treysti sér ekki til þess að leggja á nýjan s'katt eða hækka hina eldri. Hún tók annað ráð og sagði í greinargerð, að stjórnin ætlaði ekki að leggja á skatta til þess að mæta þessum útgjöldum, heldur létta á ríkissjóði eins og til þyrfti með því að afnema niðurgreiðslur á einhverjum vörum^ sem þessu næmi. Þetta átti að vera fagnaðarboð- skapur til fólks um að ríkisstjórnin gæti leyst fjárhags- vanda án þess að hækka skatta. Svo rann upp sá dagur, að ríkisstjórnin tilkynnti, hvaða vörur yrðu fyrir valinu. Það var neyzlufiskurinn, ein algengasta neyzluvara almennings í landinu. Hann skyldi hætta að greiða niður og láta hann hækka um 40—80%. Þið sjáið, að þetta er ekki skattur, sagði stjórn- in. Við leysum málið án þess að hækka skatta á ykkur um einn eyri. Svona snjöll er ríkisstjórnin. En húsmæðurnar, sem kaupa fiskinn til heimila sinna, finna vel, að þetta er einmitt mikill og þungbær skatt- ur, sem lagður hefur verið á fiskinn, og kemur þyngst niður þar, sem sízt skyldi. Þær spyrja stjórnina: Er þetta ekki skattur? Er það ekki skattur, þegar verð neyzlufisksins í landinu er látið hækka svo mjög, að þar megi taka hundrað milljónir til þess að létta af ríkis- sjóði aðstoðargreiðslum til útflutningsatvinnuvegar? Það er tilgangslaust fyrir ríkisstjórnina að bera slíkar blekkingar á borð, þegar fólk finnur það á sinni eigin pyngju, að lagður hefur verið á það fiskskattur, sem nemur mörgum þúsundum á meðalfjölskyldu á ári. Mikil kjaraskerðing Og ofan á þennan fiskskatt storkar aðalmálgagn rík- isstjórnarinnar svo fólki með því að segja fullum feturn^ að þetta sé engin kjaraskerðing, því að menn fái þetta að fullu bætt í hækkun kaupgjaldsvísitölu, sem hækki kaupið sem þessu nemi. Þetta eru að sjálfsögðu vísvitandi ósannindi, því að allir vita, sem vita vilja, að hvert stig dýrtíðarvísitölu kemur lögum samkvæmt aðeins fram sem 0.61 stig í kaupgjaldsvísitölu, svo að þarna er um að ræða beinan nýjan skatt. sem nemur nokkur þúsund krónum á ári á meðalfjölskyldu, og langmestu hjá fátækari barnafjöl- skyldum. Og það er von, að fólk spyrji: Á hvaða neyzluvöru skellir stjórnin skattinum næst, þegar hún þarf að hjálpa atvinnugrein, sem verðbólgustefna hennar er að stöðva? TÍMINN r Sigurvin Einarsson alþm.: „Gróðinn" af raforkusölunni til álbræðslunnar í Straumsvík Álbræðsian á að greiða 10.75 aura fyrir kílóvattstund, verðið er 12.58 aura r fram til 1985. en framleiðslu- Alþingi hefur nú samþykkt til efri deildar alúmin-samn- inginn við hinn svissneska auð hring. Umræður um málið urðu all-langar og stundum hvassar og ekki að ástæðulausu. Ein aðalrök ríkisstjórnarinn- ar fyrir því að Alþingi bæri að samþykkja samninginn voru þau, að íslendingar græddu stórfé á því að selja Svisslend- S ingum raforku frá Búrfellsvirkj un fyrir 10.75 au. kwst. Þessi gróði gerði íslendingum mögu- legt: 1. að ráðast í stórvikjun, 210 þús. kw .sem annars yrðu þeim ofviða. 2. að með þ essum hætti fengju íslendingar ódýrari raf orku handa sér en ella. 3. að með gróðanum mætti auka atvinnuframkvæmdir í landinu, þar sem nú skorti fjár magn. Allt fram að því að umræð- ur hófust á Alþingi um samn- inginn var flest í þoku fyrir þingmönnum um það, hvemig gróði gæti orðið af þessum við- skiptum við auðhringinn. Upp- lýsingar ríkisstjórnarinnar um fjárhagshlið málsins voru óljós ar og af skornum skammti. I greinargerð frumvarpsins var þó birt skýrsla sem sýndi 862 millj. kr. gróða frá 1969 til 1985 — að meðtöldum 6% vöxtum. Þessa gróðaskýrslu birti iðnaðarmálaráðherra Iíka í Mbl. Eftir skammar umræður viðurkenndi ráðherrann, að tæpl. 200 millj. af gróðanum væru reyndar skattar en ekki raforkuverð, og mikill hluti af- gangsins væra vextir en ekki fé frá Svisslendingum. Stjórnarandstæðingar gengu ríkt eftir því í umræðunum, að ríkisstjórnin legði fram sund- urliðaða skýrslu um áætlaað- *n stofnkostnað Búrfellsvirkj- unar, reksturskostnað, væntan- leg lán, lánskjör o.m.fl. Var óhjákvæmilegt, að þingmenn fengju að vita glögg skil á þess- um hlutum til þess að geta sannreynt þennan mikla gróða. Ríkisstjórnin lét svo þing- nefndinni, sem um málið fjallaði í té svör við ýmsum þeim spurningum, sem fyrir hana höfðu verið Iagðar. En fjarri var því að öllum spurn- ingum væri svarað. I svörun- nm fólust þó mikilsverðar upp- lýsingar, sem mönnum var ókunnugt um áður. Og nú var auðveldara að gera sér grein fyrir „gróðanum.“ Helztu upplýsingarnar, sem frá ríkisstjórninni fengust, auk þeirra, er fólust í orkusölu- samningnum sjálfum og grein- argerð hans voru þessar: Stofnkostnaður fullbyggðar Búrfellsvirkjunar og vara- stöðva er nú áætlaður 1913 milljónir kr. í skýrslu ríkis- stjórnarinnar til Alþingis i maí s.l. ár var stofnkostnaður- inn áætlaður 1617 milljónir. Hann hefur þá hækkað um tæpl. 300 milljónir á ellefu mánuðum. Erlend lán til framkvæmd- Sigurvin Einarsson anna cru nú ráðgerð þessi: Lán hjá Alþjóða- bankanum kr. 774.0 millj. Önnur erl. lán kr. 408,5 millj. Lán samtals: kr. 1182.5 millj. Annað fjármagn, er sennilega mun eiga að koma frá íslcnd- ingum sjálfum kr. 730.5 milij. Stofnkostn. alls kr. 1913.0 millj Færi svo að 730.5 millj. kr. af íslenzku framkvæmdarfé verði á næstu árum varið til þess að byggja svo stóra vatns- aflstöð, að selja megi erlendum auðhring 3/5 hluta rafork- unnar með ímynduðum „gróða“ verður einhverstaðar þröngt um Iánsfé til fram- kvæmda fyrir fslendinga. Samkv. upplýsingum ríkis- stjórnarinnar er reiknað með eftirfarandi lánskjörum á er- lendu Iánunum. Lán í Alþjóðabankanum til 25 ára með 6% ársvöxtum (annuitetslán, þ.e. jafnar árs- greiðslur afborgana og vaxta) afborgunarlaust fyrstu 5 árin, en endurgreiðist á 20 árum. Önnur erlend lán til 15 ára með 6.5% ársvöxtum (annuitets Ián) afborganalaust á bygging- artímanum (væntanlega 3 ár- um) og yrðu þau þá endur- greidd á 12 árum. Árlegar greiðslur af erl. lánunum öll- um yrðu þá 9.94% að minnsta kosti frám til ársins 1985. Enga vitneskju er enn að fá um það, hvcr hinn árlegi fjármagnskostnaður vcrður af þcim 730.5 millj. kr. sem "ekki er ráðgert að taka að láni er- lendis, en engin von er til þess að sá fjármagnskostnaður verði minni en 9.94% á ári, eða eins og ársgreiðslurnar verða af er- lendu lánunum. Stjórn, eftirlit, gæzla og við- hald Búrfellsvirkjunar og vara- stöðva er nú áætlaður 19.3 millj. Icr. á ári eða um 1% af stofnkostnaði. Fyrir tæpl. ári síðan var þessi kostnaður áætlaður í skýrslu ríkisstjórn- arinnar til Alþingis 1.5%. Eng- in skýring fæst á því hvernig þessi kostnaður lækkað um íriðjung á svo skömmum tíma. Samkv. orkusölusamningun- um verða íslendingar að ábyrgj ast alumínverksmiðjunni 56 þúsund kw. raforku frá vara- stöðvum, ef raforkan frá Búr- fellsvirkjun brest t. d. vegna ístruflana eða bilana á vél- um og línum. Olíukostnaðurinn einn við framlciðslu á hverri kwst. er nú talinn 55 aurar. Ríkisstjóm- in áætlar nú árlegan olíukostn að af rekstri varastöðva 6—7 millj. kr. Þetta samsvarar því að 56 þús. kw. stöðvar verði starfræktar í 9 til 10 daga á ári, svo ekki má mikið verða um frost eða bilanir í fram- tíðinni. Nýjustu upplýsingar ríkis- stjórnarinnar ákvæði orkusölu samningsins og greinargerðin mcð frumvarpinu gefa til kynna að framleiðsluverð raforkunn- ar frá fullbyggðri Búrfellsvirkj- un muni verða a.m.k. fram til 1985 sem hér segir á ári hverju: 1. Vcxtir og af- borganir af 774 millj. kr. láni í AI- þj.bankanum kr, 67.481.000.- 2. Vextir og af- borganir af 408.5 millj. kr. erl. lán- um öðrum kr. 50.069.000,- 3. Fjármagns- kostnaður 9.94% af 730.5 millj. kr., sem fyrr getur kr. 72.612.000.- 4. Stjórn. eftirlit, gæzla og viðhald Búrfellsvirkjun- ar og varast. kr. 19.300.000.- 5. Oliukostn. v. starfrækslu vara stöðva kr. 7.000.000.- Framl.kostn. á ári kr. 216.462.000.- Samkv. greinargerð ríkisstj. cr raforkan frá fullbyggðri Búrfellsvirkjun talin verða 1720 millj. kwst. Framleiðslukostnaður hver- ar kwst. verður þá 12.58 aurar, eða 1.83 aurar liærra en selja á raforkuna fyrir til alumín- bræðslunnar. Alúmín-bræðslan á samkv. samningunum að fá 1060 millj. kwst. á ári og kemur þá í hlut íslendinga sjálfra 660 millj. kwst. „Gróðinn" af sölu rafork- unnar til auðhringsins verður samkv. þessu á ári 19.389.000 kr. tap. Þessi niðurstaða er á því byggð, að allar fyrrnefndar áætlanir um stofnkostnað og reksturskostnað Búrfellsvirkj- unar standist. Fari stofnkostn- aður eða reksturskostnaður fram úr áætlun, verður hið ár- lega tap enn meira. Verði stjórn, eftilit, gæzla og viðhald fyrirtækisins 1.5% af stofnkostnaði en ekki l.% hækkar tapið um 9—10 millj. kr. Framhald á bls. 15 ÞRIÐJUDAGSGREININ ix&mv'rtmNmJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.