Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN
MIBVIKUDAGUR 27. apríl 1966
Fjárhagsáætlun Pat-
reksfjarðar
SJ-Patreksfirði, þriðjudag.
Fjárhagsáætlun fyrir Patreks
hrepp fyrir árið 1966 var sam-
þykkt við síðustu umræðu á
fundi hreppsnefndar 5. apríl
s.l. Niðurstöðutölur á áætlun-
inni eru kr. 11.737.000.00. Þar
af til verklegra framkvæmda
5.4 milljónir. Hæstu gjaldalið-
ir eru: Gatna ,og holræsagerð
1.2 milljónir, útrýming heilsu-
spillandi húsnæðis 1.2 milljón-
ir, til nýrrar vatnsveitu 900
þúsund krónur, og til hafnar-
framkvæmda kr. 700 þúsund.
Af lögboðnum útgjöldum eru
hæstu liðir: lýðhjálp og trygg-
ingar kr. 1.240.000.00 og
menntamál kr. 736.000.00. Út-
svör eru áætluð 6.5 milljónir.
Framlag úr jöfnunarsjóði sveit
arfélaga 1.1 milljón og aðstöðu-
gjöld 1 milljón.
Frost djúpt í jörð
SG-Þykkvaibæ, miðvikudag.
Eftir hinn harða vetur stend
ur frost óvenju djúpt í jörðu,
allt að 70 cm og eru horfur á
að kartöflusáning verði með
seinna móti í ár. Enda þótt
frost verði ekki farið alveg úr
jörðu hefst kartöflusáning
varla síðar en um miðjan mai.
Kartöfluuppskera á Þykkva-
bæjarsvæðinu er um 40 þúsund
tunnur. Nú eru allir önnum
kafnir við að undiilbúa og
flokka útsæði og senda kartöfl-
ur á markað í Reykjavík.
Reki á Hornströndum
GS-ísafirði, mánudag.
Talsvert hefur rekið af
timbri á fjörur á Hornströnd-
um. Einn bátur frá Bolungar-
vík hefur farið einar tíu ferð-
ir til þess að sækja við, sem
síðan er sagaður niður og not-
aður í girðingarstaura. Viður-
inn hefur aðallega verið sótt-
ur í Almenningana fyrir norð-
an Kögur, í Rekavík og víð-
ar.
Ástæðan fyrir þessum mikla
reka er talin vera sú, að hann
hafi borizt með ísnum í fyrra
og losnað úr honum.
Læknisleysi
HA-Egilsstöðum, mánudag.
Læknislaust er nú á Borgar-
firði eystra, en hér um dag-
inn fór læknir í bíl út Hérað
og út að Héraðsflóa og á báti
til Borgarfjarðar. Talsverðir
erfiðleikar eru á því að kom-
ast til Borgarfjarðar á vetrum,
eins og þessi saga ber með sér.
Læknir kemur þangað einu
sinni á vetri.
Læknir þurfti að fara í
sjúkravitjun upp á Jökuldal um
daginn, 73 kílómetra vegalengd
og tók ferðin 13 tíma.
„Svört á brún og brá#/
JJ-Skagaströnd, laugardag.
Leikritið „Svört á brún og
brá“ hefur verið sýnt 5 sinn-
um hér um slóðir Sð undan-
fömu, þar af þrisvar sinnum
á Húnavökunni, sem nú er lok-
ið. Nú er ætlunin að sýna leik-
inn á Hvammstanda og Sauð-
árkróki á næstunni. Leikstjóri
er Bernódus Ólafsson.
Afli Grindavíkurbáta
GE-Grindavík.
Þrjátíu og sex bátar eru gerð
ir út héðan í vetur, en fjöru-
tíu og sjö voru gerðir héðan í
fyrra. Auk hinna þrjátíu og
sex leggja sex bátar frá Hafn-
arfirði upp hér, en aflinn er
fluttur til Hafnarfjarðar. Þá
leggja aðbomubátar óreglulega
upp hér.
Hér fylgir svo yfirlit yfir
afla Grindavíkurbátanna og
Hafnarfjarðanbátanna sex frá
vertíðarbyrjun til 15. apríl.
Heildaraflinn er orðinn 15.891.
490 kg. í 1726 róðrum. Á sama
tíma í fyrra var aflinn orð-
inn 15.756.168 kg. í 1991 róðri.
Þetta þýðir að aflin var minni
í róðri í fyrra, en aflinn er
aftur á móti minni núna mið-
að við tímabil. Eins og kunn-
ugt er hófst vertíð ekki fyrr
en 4. febrúar í fyrra vegna
verkfalls.
Hæstu bátar eru Þorbjörn
II með 841.620 kg., Hrafn Svein
bjamarson III með 829.680 kg.,
Hrafn Sveinbjarnarson II með
827.720 kg. og Þcrkatla með
772.160 kg.
Það er sérstakt við þennan
afla, að næsti bátur er í tæp-
lega 600 lestum.
Aflamagnið á 43 báta árið
1964 var 20.510.210 lestir 15.
aprfl.
Einhver brögð eru að því að
nótabátar skemmi netatrossur.
Sauðburður byrjaður
SA-Fagurhólsmýri, þriðjudag.
Hér er nú farið að hlýna
örlítið í veðri og jörð jafnvel
farin að gróa dálítið. Sauð-
burður er nú að byrja og snýst
starf okkar hér aðallega um
að þjóna ánum.
Vegir em fremur slæmir um
þessar mundir. Jeppi kom nú
fyrir skemmstu yfir Skeiðarár
sand og var á leið að Kvískerj-
um. Sagði ökumaðurinn, að lít
ið hefði verið í ánum og eng-
in fyrirstaða á leiðinni.
„Galdra Loftur,#
W-Krikjubæjarklaustri, þrd.
Hér var fyrir skemmstu
stof nað leikf élag, Leikf élag
Síðumanna, og frumsýndi fé-
lagið leikritið „Galdra-Loft“ á
laugardaginn. Önnur sýning
leikritsins á að fara fram í
kvöld og búizt er við að það
verði sýnt í 3ja sinn. Er þetta
í mikið ráðizt, því allt fólkið
er óvant leikstarfsemi, en
mönnum hefur fundizt takast
ágætlega hingað til.
Jón Ingvi Ingvason hefur
tekið að sér að stjórna upp-
setningu leikritsins og leikur
sjálfur Galdra-Loft en auk
hans leika 13 leikarar.
Aðsókn var mjög góð að
frumsýningu, og er búizt við
góðri aðsókn að næstu sýn-
ingum.
Skíðamót Norðurlands
BS-Ólafsfirði, þriðjudag.
Hér hefur verið indælisveð-
ur undanfarna daga, sólskin
og blíða, en mikið næturfrost.
Afli hjá netabátum hefur verið
sáralítill, en grásleppuveiðar
eru stundaðar af miklu kappi
og fiska sumir bátarnir sæmi-
lega. Mótorbáturinn Stígandi
er sá eini, sem stundar tog-
veiði. Kom hann hér inn í morg
un með tæp 70 tonn eftir viku
útilegu.
Á laugardaginn og sunnudag
inn var háð hér skíðamót Norð
urlands. Voru keppendur marg
ir og fjöldi áhorfenda. Keppt
var í göngu, stökki, stórsvigi
karla og kvenna og svigi karla
og kvenna.
f stökki varð Norðurlands-
meistari Sveinn Sveinsson,
Siglufirði með 219,5 stig, _ann-
ar Svanberg Þórðarson, Ólafs-
firði 219,3 stig og þriðji, Birg-
ir Guðlaugsson, Siglufirði, 207,
8 stig. Lengsta stökk í braut-
Framhald á 14. síðu.
VISIR í DANMERKURFÖR
BJ—Siglufirði, þriðjudag.
Karlakórinn Vísir lagði af
stað í Danmerkurför í morgun.
Fór kórinn með Heklu til Ak-
ureyrar og ætlar að halda þar
söngskemtmun í dag, en fer
síðan með Loftleiðaflugvél
beint til Danmerkur.
Kórinn mun syngja í Hern-
ing í Danmörku, en mu auk
þess sygja í Kaupmanahöfn.
Kórinn á síðan að koma til
baka til Akureyrar 8. maí.
Söngstjóri kórsins er Ger-
hard Schmidt, Þjóðverji, sem
búið hefur hér í nokkur ár og
stjórnað tónlistarskólanum og
kórnum.
f utanferðinni eru um 80
manns, en eiginkonur margra
kórmanna fara með þeim í
þessa ferð. Ferðin er farin á
vegum kórfélaganna sjálfra, og
er þetta í fyrsta skipti, sem
Karlakórinn Vísir fer utan.
SKEMMTIKRAFTAR NÓTEL
LOFTLEIDA KOMA SENN
GÞE—Reykjavík, mánudag.
Um mánaðamótin eru væntan-
legir hingað til lands frá Banda-
ríkjunum nokkrir skemmtikraft-
ar og Iistamenn á vegum hins
nýja hótels Loftleiða, sem taka
mun til starfa 1. maí næstkom-
andi. Er hér um að ræða mjög
þekktan trompetleikara Joe New-
SUNDMÓT ÁRMANNS í KVÖLD
Alf-Reykjavík. — í kvöld, mið-
vikudagskvöld, verður Sundmót
Ármanns háð í Sundhöll Reykja-
víkur og hefst keppni klukkan
20,30. Keppt verður í 10 greinum
og meðal þátttakenda eru Guð-
mundur Gíslason, Davíð Valgarðs-
son og Hrafnhildur Guðmundsdótt
ir. Keppendur eru frá Reykjavík
og utan af landi.
DR. KETILL INGÓLFSSON EIN-
LEIKARI MEÐ SINFÓNÍUNNI
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Sinfóníuhljómsveitin heldur tón
leika í Háskólabíói á fimmtudag-
inn kl. 21. Stjórnandi er Bohdan
Wodiczko, en einleikari með hljóm
sveitinni er dr. Ketill Ingólfsson.
Efnisskrá er: Tokkata og fúga í
d-moll eftir Bach, Píanókonsert í
d-moll K 466 eftir Mozart og Sin-
fónía nr. 9 op. 70 eftir Sjostako-
vits.
Dr. Ketill Ingólfsson er fæddur
í Reykjavík árið 1936. Hann út-
skrifaðist frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1956 og stundaði síðan
nám einn vetur við Háskóla ís-
lands. Eftir það nam hann eðlis-
fræði og stærðfræði við Háskól-
ann í Ziirieh í Sviss og þaðan lauk
hann námi með kennibundna eðlis
fræði sem aðalgrein árið 1963, en
varði síðan doktorsritgerð við
sama skóla í júní 1965. Frá árs-
byrjun 1965 hefur Ketill starfað
við Háskólann í Ziirich við vís-
indalegar rannsóknir í eðlisfræði.
Tónlistarnám sitt hóf Ketill 8
ára í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Fullnaðarprófi lauk hann þar
undir handleiðslu Árna Kristjáns
sonar, 18 ára að aldri. Síðan nam
hann við Tónlistarháskólann í
Ziirich hjá Walter Frey og síðustu
árin hjá Sava Savoff. Ketill hefur
komið fram á ýmsum skólatónleik-
um hér heima og í Sviss, en með
Sinfóníuhljómsveitinni lék hann
, haustið 1963 einleik í Konzert-
I stiick eftir Weber.
Skáldakvöld í
Kópavogi
í kvöld heldur Leikfélag Kópa-
vogs skáldakvöld helgað Jónasi
Hallgrímssyni í Kópavogsbíói kl.
9 e. h. — Dagskrá: 1. Inngangsorð
eftir Tómas Guðmundsson, flytj-
andi Gunnvör Braga Sigurðardótt-
ir. 2. Einsöngur: Guðmundur Jóns
son óperusöngvari, undirleik ann-
ast Guðmundur Vignir Albertsson.
3. Lesið úr ljóðum skáldsins, flytj-
endur: Guðrún Þór, Bjöm Magn-
ússon, Hjálmar Ólafsson og Guð-
jón Halldórsson. Kynnir: Björn
Einarsson. Aðgangur ókeypis. —
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. — Leikfélag Kópavogs.
V V
II 'I
u f ' t' ý.
Norræn kvöldvaka
Prófessor dr. phil. Hakon
Stangerup, flytur erindi um nor-
ræna menningarsamvinnu á veg-
um Norræna félagsins og Dansk-
íslenzka félagsins í Tjarnarbúð
niðri fimmtudaginn 28. apríl kl.
20,30. Litkvikmynd frá Færeyjum
verður sýnd á eftir erindinu. Að-
gangur frjáls og ókeypis öllum
meölimum ofannefndra félaga og
gestum þeirra.
, .' // / f. /- / .
■" " '■ * n (.!,j,,
mann, kvartett og söngkonuna
Sandi Brown. ,
Joe Newmann er blökkumaður
og hefur hann getið sér mjög góð
an orðstír sem jazztrompetleikari.
Hann hefur mjög víða komið fram
meðal annars í sjónvarpsþáttum
Sammy Davis jr. Sandi Brown er
afar vel þekkt og fjölhæf söng-
kona, hún hefur sungið með ýms
um jazzhljómsveitum svo og í
söngleikjum, og komið fram með
mörgum þekktum aðilum svo sem
Tommy Dorsey, Teddy Wilson og
Clark Terry. Þetta verða sem sagt
fyrstu kraftarnir, sem skemmta
gestum á Hótel Loftleiðir, en ætl
unin er að fá þekkta listamenn,
sem eru á ferðalagi norður yfir
Atlantshaf til að stanza hér í
nokkra daga og koma fram á hót-
clinu, að því er Friðrik Theódórs
son sölustjóri hótelsins tjáði
fréttamönnum í dag. Hafa Loft-
leiðir 35 umboðsmenn víða í heim
inum og er það í þeirra verka-
hring að benda á tiltækilega
skemmtikrafta, en hins vegar mun
Frlðrik sjá um ráðningu þeirra.
Ætlunin er að fá alls konar
skemmtikrafta, hljómlistarmenn,
sjónhverfingamenn, dansara og
þar fram eftir götunum. Eiga
skemmtikraftarnir að koma fram
nokkrum sinnum á kvöldi eftir
því, sem til fellur, en hljómsveit
hússins verður hljómsveit Karls
Lilliendahls með söngkonunni
Hjördísi Geirsdóttur. Joe New-
mann og félagar munu hafa hér
einnar viku viðdvöl og koma þeir
fyrst fram á sunnudagskvöld.
Ekki er enn afráðið, hvaða
skemmtikrafta*’ 'eysa þá af hólmi
en vafalaust verða þeir ekki af
verra taginu.
Joe Newmann
J
Nýtt frímerki
FB-Reykjavik, þriðjudag.
í dag var gefið út frímerki að
verðgildi 50 kr. og er á því mynd
af erni. Frímerkið er prentað hjá
Courvoisier S/A í Sviss.
Þorkell Pétursson
'átinn
Þorkell Pétursson, fyrrum bóndi
í Litla-Botni í Botnsdal, andaðis'
á heimili sínu á Akranesi á sunrn.
dagskvöld, 86 ára að aldri. Bana
mein hans var heilablóðfall.
Þorkell var einn af beztu og fa
sælustu bændum síns héraðs
traustur og virtur.
a « í, j',