Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 9
amyviKUDAGim 27. aprfi i%6 TÍMIWW 9 stjóra í Borgarnesi um uppbyggingu kauptúnsins og framtíð býli, að götur séu gerðar úr var- anlegu efni, svo hægt sé að forð- ast bæði ryk og forir, sem eru meira en lítið hvimleiðar fyrir fbúana, ekki sízt þegar umferðin er orðin eins mikil og raun ber vitni. Vonir standa til að við get- um haldið þessu verki áfram þótt gatnagerð sé hér bæði dýr og erf ið, því hér er að fást við klappir og forir á milli þeirra. Þá höfum við á síðustu árum verið að stækka barna- og ungl- ingaskólann og hefur sú fram- kvæmd kostað nokkrar milljónir króna. Var hluti af þeiri nýbygg- ingu tekinn í notkun á síðasta hausti, en skólinn allur verður tek innt í notkun næstkomandi haust. Þá er gert ráð fyrir að hér hefj- ist starf gagnfræðaskóla, en mið- skólinn, sem nú hefur fengið þann hluta af nýbyggingunni, sem farið er að nota. Bömum hefur fjölg- að hér á síðustu árum, svo þörf fyrir þetta nýja húsnæði er mikil. Eitt stÆMa verkefnið á því kjör tjmabili, sem nú er að líða, er ný vatnsíögn yfir Borgarfjörð, en eins og kunnugt er, sækja Borg- nesingar vatn sitt yfir í Hafnar- fjall, og eru þar tvær vatnsveitur. Þessi framkvæmd var afar dýr og erfið, en tókst vel. Vatnsskortur var farinn að gera vart við sig, en hinar nýju leiðslur flytja helm- ingi meira en hinar eldri, svo bú- ast má við, að Borgnesingar geti búið að þeim um langa framtíð. Vatnsnotkun er hér meiri en íbúa- talan gefur til kynna vegna þess að hér er iðnaður, sem er vatns- frekur. — Er mikið byggt hér? — Hér hefur verið mikið um byggingar síðustu árin, og á síð- asta ári munu hafa verið um 40 ibúðir í byggingu, auk stórbygg- inga, eins og sláturhús kaupfélags- ins og skrifstofu- og verkstæðis- húsnæði Vegamálastjómarinnar. Einnig er nýlokið við byggingu tveggja verksmiðjuhúsa og ný lyfja verzlun er í byggingu. Allar þess- ar byggingar hafa orðið sveitar- félaginu talsveður kostnaðarliður, því kappkostað hefur verið að leggja skolp-, rafmagns- og vatns- leiðslur að hverju húsi, auk þess hafa verið lagðir vegir. Þessar íramkvæmdir eru mjög erfiðar, því víðast hvar er klöpp undir og h^fur orðið að sprengja niður í hana. Það eru yfirleitt einbýlishús, sem byggð eru hér, svo byggðin þenst ört út. Höfum við því tekið i notkun ein þrjú ný byggðahverfi og er hið nýjasta hér að vestan verðu á svæði því, sem nefnist Dílatangi. Þar er ekkert hús risið, en búið að veita um 20 lóðir. Á síðastliðnu ári varð sú breyt- ing á hér, að læknir sá, sem verið hafði hér, Eggert Einarsson, hætti i sörfum fyrir aldurssakir og í sam- bandi við þá breytingu, keypti læknishéraðið hús hans hér í Borg- arnesi og verður það nú framtjð- arlæknissetur. Nokkur breyting var gerð á þessu húsi, er það var keyþt, en fyrirhugað er að breyta þv'í enn og koma þar upp heilsu I gæzlustöð, og búa sem bezt að lækni þar. Af nýgerðum opinlberum bygg- ingum hér í kauptúninu er hús Sparisjóðs Mýrarsýslu, sem þú sérð hér, og ber höfundi sínum gott vitni, en arkitekt þess var Sigvaldi Thordarson. Þá hefur hreppurinn yfirtekið sundlaug þá, sem ungmennafélagið átti og rekur hana nú. — Hafa þessar framkvæmdir, sem þú hefur talað um, ekki verið kostnaðarsamar? — Að sjálfsögðu hafa þessar framkvæmdir kostað mikið fé. Þó hefur það verið svo, að okkur hef- ur tekizt að haga álagningu út- svara þannig, að þau hafa ekki orðið hærri en í Reykjavík. Við höfum hins vegar ekki innheimt gatnagerðargjöld, eins og ýmsir kaupstaðir og kauptún gera, þar tU á síðastliðnu ári, er við létum húsbyggjendur greiða 20 þús. krón ur sem tryggingu fyrir því, að þeir notuðu lóðina. Þessa fjárhæð fá þeir svo endurgreidda, ef þeir byggja hús innan tveggja ára. Þetta gerðum við vegna þess, að farið var að þrengjast hér um lóð- ir og fengum með því tryggingu fyrir að lóðirnar yrðu notaðar. Að öðru leyti höfum við fengið lán til þessara framkvæmda því svona framkvæmdir, sem kosta eitthvað á annan milljónatug, verða ekki gerðar öðru vísi en að dreifa kostn aðinum að einhverju leyti til fram- tíðarinnar. — Hvað hafið þið nú á prjón- unum í sambandi við framkvæmd- ir? — Næsta verkefni sveitarfélags- ins er félagsheimili, og er nú verið að vinna að undirbúningi þeirrar framkvæmdar og verður fljótlega ákveðð um teikningar og staðsetn ingu og verkið jafnvel hafið á þessu ári. Hér er gamalt sam- komuhús, en það er of lítið og úrelt fyrir þann íbúafjölda, sem hér er nú. Samkomur hafa því færzt meira og minna inn á hót elið, en samkomusalur þar er einn ig alltof lítill og er í ráði að stækka hann til þess að bæta úr þessu ástandi þar til félagsheimil- ið kemur. Þá vil ég nefna fþróttahús sem eitt af næstu verkefnum, en Halldór E. Sigurðsson íþróttahús okkar er byggt við skól- ann og miðað við hann, eins og hann var, en stærri mót getur það ekki tekið. Á síðustu árum hefur verið lagt nokkuð í að gera fþróttavöll, og er hann nokkuð vel á veg kominn, þó mikið sé samt eftir. Verður haldið áfram að gera visst átak í honum á hverju ári. Þá mun einnig rísa hér í Borg- arnesi safnhús fyrir byggðasafn, héraðsbókasafn og skjalasafn og ef til vill listasafn, en byggða- safnið er staðsett í húsnæði Kaup- félags Borgfirðinga, sem er ekki við það miðað. Mun kaupfélagið og brátt þurfa á öllu sínu verzl- unarhúsnæði að halda. Þegar safn- húsið verður byggt, verður það sameign kauptúnsins og sýslnanna, sem að því standa og e.t.v. fleiri aðilar. Nefnd, sem skipuð hefur verið frá Sambandi borgfirzkra kvenna og sýslunum, hefur unnið að því verkefni að koma upp elliheimili hér í Borgamesi og er það mál komið á það stig, að leitað hefur verið tilboða um að gera húsið fokhelt og má búast við að fram- kvæmdir hefjist mjög fljótlega. Þetta mál hefur verið á döfinni í nokkur ár og fengið rækilegan undirbúning. Arkitekt er Ragnar Emilsson hjá Húsameistara ríkis- ins. Þetta er það helzta, sem ég get sagt þér um fyrirhugaðar fram- kvæmdir, en búast má við áfram- haldi á íbúðabyggingum, enda er hér alltaf skortur á íbúðarhúsnæði, enda þótt fbúðarhúsum hafi fjölg- að verulega á síðastliðnum ánim. — En hvað um næstu verkefni í atvinnumálum? — Um það vil ég segja það, að Borgnesingar eiga að halda áfram á þeirrl braut, sem þeir eru á nú. Hér þarf að auka iðnaðinn og byggja upp samkeppnisfæran iðnað. í sambandi við sláturhús- byggingu Kaupfélags Borgfirðinga verður hafin garnahreinsunarstöð og fleiri verkefni tekin til þess að vinna úr framleiðslu héraðsbúa og mín skoðun er, að fyrst og fremst beri að stefna að því. En þó tel ég, að einnig eigi að vinna hér úr aðfluttu hráefni, en það hefur sýnt sig, að það er vel fram kvæmanlegt engu síður hér en í höfuðborginni. Samgöngur hér á milli eru góðar og flutningskostn- aðurinn hefur ekki verið meiri en svo að aðrir iiðir, sem reynzt hafa hér ódýrar, hafa vegið upp á móti þeim mismun. — Eins og þú sérð hér út um gluggann, er Borgarnes ákaflega fallegt bæjarstæði, enda staðsett í einu af fallegustu héruðum vest- anlands, þar sem útsýni er mikið, bæði vestur til Snæfellsnesfjall- garðs, fram til Eiríksjökuls og Baulu og út allan Borgarfjörð. Bæj arbúar hafa gert hér mikið af því að prýða þetta byggðarlag, og er Skallagrímsgarður merkasta og bezta framtak þeirra í þá átt Kvenfélagið hefur séð um starf- rækslu garðsins og rekstur, en sveitarfélagið hefur styrkt þetta fjárhagslega með nokkni fjárfram- lagi. Hafa konurnar annars borið uppi þetta merkilega starf, en það er okkur ákaflega mikUs virði. Ef þú kæmir hingað 17. júní myndir þú hitta okktir í garðin- um, og ef vel tekst til með veður, eiga bæjarbúar þarna dásamlega stund. Ég er þess fullviss, að Borgar- nes á góða framtíð f vændum, og mér sýnist síðustu árin hafa sann- að, að hægt er að byggja upp þéttbýli, án þess að sjávarútvegur komi til. Það var hér áður fyrr haft í flimtingum, að Borgnesingar lifðu hver á öðrum. Ég álít, að þessi saga hafi orðið til vegna þess hve rótgróið það var í íslend- ingum, að sjávarútvegur væri þétttoýli nauðsynlegur. Ég hef jafnan svarað því til, þegar menn hafa sagt þetta við mig, að mannfólkið lifði bezt ef það kynni að starfa saman. Ef Borgnesingar hefðu lifað hvef af öðrum, væri það vegna þess, að þeir hefðu öðrum betur kunnað að hagnýta sér þau lífssannindi, að með samstarfi og samvinnu er hægt að áorka miklu meiru en með hinu gagnstæða. Þess vegna held ég, að þetta muni Borgnes- ingum einnig takast í framtíðinni. Þá trúi ég því einnig, að gott og náið samstarf muni haldast áfram við héraðið, því að afkoma hér- aðsins og Borgarneskauptúns mun jafnan fara saman. Að slðustu vil ég segja, a*ð það yrði okkur Borgnesingum mikið ánægjuefni ef okkur tekst að byggja upp fallegt kauptún í jaðr- inum á hinu fagra Borgarfjarðar- héraði. '!■! .. Slaturhus Kaupfélags Borgfirðinga. Það verður eitt fullkomnasta sláturhús sinnar tegundar é landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.