Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 16
Fimm kindur þrílembdar, og allar hinar tvílembdar! SJ-Reykjavík, þriðjudag. Að Gröf í Hrunamannahreppi í flæSarmálinu. (Ljósm. VS). KVIKMYNDIR UR SKARAFELLSSYSLUM Um næstu helgi verða sýndir í Gamla bíói á vegum Skaftfell ingafélagsins nokkrir kvik- myndaþættir, sem teknir hafa verið fyrir tilstilli stjórnar Kvikmyndasjóðs Skaftfellinga. Flestir 'hafa þesir þættir verið áður almenningi tíl sýnis, en síðan eru liðin sjö ár. Þá þótti sumum á skorta, að lítig var um landslagsmyndir úr hérað- inu, en nú hefur verið gengið að fullu frá alllöngum þætti er sýnir fjölda staða í sveitum þessa héraðs. Skýringartexta með þessum þætti hafa samið Jón Jónsson, jarðfræðingur og Jón Aðal- steinn Jónsson, cand. mag., er einnig hefur samið texta við aðra þætti mydarinnar og flyt- ur alla skýrigartexta hennar. Auk landslagsþáttarins verða að þessu sinni sýndir nokkrir þættir úr atvinnusögu héraðs- ins, er sýna lifnaðarhætti fólks Framhald á bls. 15 MJOLK I PLASTPOKUM SELD Á SAUÐÁRKRÓKI SJ-Reykjavík, þriðjudag. Um s. 1. helgi tók Mjólkursam Iag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki í notkun nýja mjólk urátöppunarvél, sem flutt var inn á vegum Véladeildar SÍS, og hef- nr Hafsteinn Kristinsson, mjólkur fræðingnr hjá Búnaðarfélagi ís lands, verið til ráðuneytis um kaup in og uppsetningu vélarinnar. Á næstunni er ráðgert að setja upp stærri sjálfvirkar vélar á Sauöár króki, Egilsstöðum og Selfossi, Vél sú, sem sett var upp á Sauðárkróki, kostar um 100 þús- und krónur uppsett. Mjólkin er sett í plastpoka, sem eru úr sterku polyethylini, og þola mikið hnjask. Hægt er að velja um poka er taka % 1 til 1 líter. Rjómi og súnnjólk er sett í sams konar um búðir. Stúlka starfar við vélina og lok ar hverjum poka, og í því liggur sú hætta, að mjól’kin verði ekki fullkomlega hrein, en hún kemur gerilsneydd og fitusprengd úr vélinni. Mjólkursamlagið á Sauð árkróki hefur vélina til reynslu, en þar sem hún afkastar ekki nema 300 lítrurn á klst. og er ekki sjálfvirk ætlar samlagið að fá stærri sjálfvirka vél, sem á að af kasta 1500 lítrum á klst. og verða sams konar vélar settar upp á Eg- ilsstöðum og Selfossi. Báðar vél- artegundirnar eru franskar, en norskur maður verður til ráðu- neytis um uppsetningu á stærri vélunum. Þegar mjólk er sett í plastum búðir geymist hún betur en í brús um, og fyrir minni byggðarlög a. m. k. þykir þetta ákjósanleg lausn. Tíminn hafði samband við Svein Guðmundsson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og sagði hann, að húsmæður væru mjög ánægðar með plastumbúðimar. Aftur á móti væri ekki hægt að anna eft- irspurn enn, þar sem vélin væri ekki látin vinna með fullri af- kasitagetu. Líterinn er seldur á kr. 7.75 en verður ódýrari þegar stærri vélin verður tekin í notkun. Sérstakar plastflöskur sem eru not aðar undir plastpokana, eru seld- ar á 20 krónur stykkið. KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sauðárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. Hafnarfjörður — Norðurbraut 19, sími 5-18-19. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti 95, sími 1-14-43 og 2-11-80. Vestmannaeyjar — Strandvegur 42. sími 1080. ÞORKELL MÁNI í LANDHELGI KT-Reykjavík, þriðjudag. Togarinn Þorkell máni var tek- inn í morgun að meintum ólögleg um veiðum vestur af Surtsey. Það var varðskipið Óðinn, sem tók togarann fastan og var farið með hann til Vestmannaeyja, þar sem málið var tekið fyrir í dag. hafa þau tíðindi gerzt, að 21 kind í eigu Emils Ásgeirssonar hafa borið 47 lömbum — fimm Inndur voru þrílembdar og sextán tví- lembdar! Tímimn ræddi við Emil í dag, og sagðist hann ekiki geta neitað því að þetta væri dálítið óvenjulegt, en það bæri að hafa í huga að hann hefði reynt til þess að fá tví- og þrílembinga undanfarin ár. „Þessi 21 kind sem ég á eru allar tví- og þrílembingar og ég Iæt þær bera svona snemma til að fá væn lömb, sagði Emil. Hann kvaðst hafa gefið fénu mjög vel yfir fengitímann og tókst svo vel til í ár að fjórði parturinn varð þríleimbdur. f fyrra fékk Emil eina þrí- lem'bda á. Meðalfallþungi lamb- anna í fyrra var um 21 kíló, en þrílembinganna um 45 kíló. Allar kindumar bára í húsi og sagði Bmil að lömbin döfnuðu ágætlega enda væri ekkert til sparað í fóðurgjöf. Emil sagði að lokum að ekkert lambanna væri mislitt enda sæktist hann ekkert eftir því. Óánægja meS póst- göngur JJ-Skagaströnd, laugardag. Mikil óánægja ríkir nú 'hér yfir póstsamgöngum og síma- sambandi, en þau mál hafa að undanförnu verið í mesta ólestri. Bréf frá Reykjavík eru yfirleitt orðin tíu daga til þriggja vikna gömul er þau Framhald á bls. 15 HANDBÚK FYRIR DANSKA FERÐAMENN Á ÍSLANDI SJ-Reykjavík, þriðjudag. lágt, og bifreiðastjórum 22. apríl sl- kom út hjá Borg gefnir drykkjupeningar.. ens Forlag í Kaupmannahöfn Is landsk Parlör eftir Erik Sönder- holm, fyrrverandi sendikennara á fslandi. Islandsk Parlör er 60 lesmáls- síður og er ætlað að veita dönsk- um ferðaimönnum nokkra innsýn í íslenzka tungu og málfræði. í bók inni eru nokkrir kaflar á dönsku og íslenzku um peninga, hótel, póst, apótek o. fl. Fyrir framan suma kaflana er inngangur, þar sem ferðamaðurinn er fræddúr um íslenzkar siðvenjur og honum gefnar gagnlegar ábendingar. Þannig er sagt á einum stað að hótelin í Reykjavík séu yfirleitt góð, en úti á landi gegni víðast hvar öðru máli, þar séu hótelin líti'l og án verulegra þæginda. Ferðamanninum er bent á að hann geti alls staðar tjaldað nema á túnum, og vatn í ám og lækjum sé yfirleitt gott til drykkjar. Þá er sagt, að farmiðagjald með langferðabifreiðum sé yfirleitt aldrei Framsóknarkonur Hinn árlegi bazar kvenfélagsins verður haldinn 8. maí. Þær konur, sem gefa vilja muni góðfúslega korni þeim til Rannveigar Gunn arsdóttur Grenimel 13. Guðnýjar Laxdal, Drápuhlíð 35. Sólveigar Eyjólfsdóttur, Ásvallagötu 67 eða á næsta félagsfundi. Bazarnefndin. Framsóknarkonur Kópavogi Freyja Félag Framsóknar- kvenna í Kópavogi heldur fund i Framsóknarhúsinu Neðstutröð 4, fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 8:30. Fundarefni: Kosningarundirbún- ingufinn. Stjórnin. HUSBRUNI I SVARFAÐAR- DAL PJ-Dalvík, þriðjudag. Um kl. 11.30 í morgun var slökkviliðið hér á Dalvík kall að út en eldur hafði komið upp á bænum Brekku í Svarfaðar- dal. Brekka er í 6—7 km. fjar lægð frá Dalvík og er slökkvi liðið kom á staðinn, var eldur inn orðinn svo magnaður, að ekki var við neitt ráðið. Gjör eyðilagðist húsið í eldsvoðan- um. Á Brekku í Svarfaðardal nef ur búið Klemens Vilhjálmsson með konu sinni, Sigurlaugu Halldórsdóttur. Dóttir þeirra hjóna bjó þar einnig með eitt barn og svo uppkominn upp- eldissonur þeirra. Karlmennirnir voru úti í fjár húsi, er eldur komst úr olíu ofni í vegg og logaði fljótt glatt. Húsmóðirin gerði þeim þegar viðvart og reyndu beir að slökkva eldinn með blautum strigapokum, en án árangurs. Var þá hrinrrt eftir hjálp. Eins og áður er sagt, reynd ist slökkvistarfið árangurslaust, en einhverju af innanstokks- munum tókst að bjarga, flestu skemmdu af vatni. Tjónið mun hafa veríð til- finnanlegt fyrir hjónin. Húsið var að vísu vátryggt, en inn- búið hefur trúlega verið lágt tryggt. F ramsóknarkonur Felag Framsóknarkvenna i Reykjavík heldnr fund i Tjarnargötu 26, miðvikudaginn 27. þ. m. og hefst hann kl. 8.30. Dagskrá: Félassmál Ljóðalestur, Bryndis Pétursdóttir, ieikkona. Ávörp flytja Einar 4<rústsson. Kristján Renediktsson. Haildóra Sveinbjörnsdóttir og Sigríður Thorlacius. Ailar stuðninaskonm R listans i Reybjavík eru velkomnar á fundinn meðan húsrúm leyfir. Félagskon- $ ur, takið með yður gesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.