Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. apríl 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltnii ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hj. Emstæð framkoma dómsmálaráðherra í umræSunum í neSri deild Alþingis um álsamning- inn, hefur Jóhann Hafstein ekki sízt reynt að réttlæta gerðardómsákvæðið með því, að Framsóknarmenn hafi alltaf vitað um það og ekki gagnrýnt það fyrr en nú. Alveg sérstaka áherzlu hefur hann þó lagt á þá fullyrð- ingu, að Ólafi Jóhannessyni hafi verið sýnt fyrsta upp- kastið, sem íslenzka rikisstjórnin hafi gert að gerðar- dómsákvæði, og hann þá ekkert haft við það að athuga. Síðan hafi gerðardómsákvæðið batnað í meðförunum og þó gagnrýni Ólafur nú það, sem hann hafi ekki talið neitt athugavert áður. Bæði dómsmálaráðherrann og Mbl. hafa lagt kapp á að gera Ólaf Jóhannesson tortryggi legan á þennan hátt. Álsamningurinn er nú kominn til efri deildar og notaði Ólafur Jóhannesson fyrsta tækifærið þar til að hnekkja þessum áburði ráðherrans. Ólafur s'kýrði frá því, að lögfræðingur sá, sem mest hefur unnið að álsamn ingnum, Hjörtur Torfason, hafi sýnt sér umrætt upp- kast sem trúnaðarmál. Á umræddu uppkasti og endan- legum ákvæðum álsamningsins er sá meginmunur, að samkvæmt uppkastinu átti Hæstiréttur að skipa odda- manninn, ef; til gerðardóms kæmi, en samkvæmt ál- samningnum á forseti Alþjóðadómstólsins að gera það. Samkv. uppkastinu átti gerðardómurinn því að vera ís- lenzkur, en samkvæmt álsamningnum verður hann út- lendur. Umsögn Ólafs Jóhannessonar, sem var gefinn í algerum trúnaði, fjallaði því um allt annað gerðardóms- fyrirkomulag, en það^ sem samið var um. Framkoma dómsmálaráðherra í þessu máli er eins fordæmanleg og verða má. Hann vitnar ekki aðeins til umsagnar, sem er gefin í trúnaði, heldur raunverulega segir alrangt frá henni, þar sem hún er gefin um allt annað gerðardómsfyrirkomulag en felst í álsamningn- um. Þegar þessu er mótmælt í neðri deild, tekur hann ekki orð sín aftur, heldur lætur Mbl. herða á brigzlunum í garð Ólafs Jóhannessonar. í þeim löndum, þar sem mestar kröfur eru gerðar til stjórnmálamanna, myndi slík framkoma höfuðgæzlumanns laga og réttvísi þykja brottfararsök. Þess er skemmzt að minnast, að brezkur ráðherra varð að láta af embætti vegna þess að hann gaf þinginu rangar upplýsingar. Atvik þetta sýnir, að því verri verður hlutur forustu- manna álsamningsins, sem málið er meira rætt. Upp- kastið, sem ríkisstjórnin leggur fyrst fram, sýnir, að hún hefur í fyrstu viljað standa á íslenzkum málstað og hafa gerðardóminn íslenzkan. Hinsvegar lætur hún undan fyr- ir tortryggni svissnesku álkonunganna í garð íslenzkra dómstóla og heykist að lokum svo fullkomlega, að hún fellst á það, að gerðardómurinn verður útlendur. Svo fullkomlega gefst dómsmálaráðherrann upp, að hann reynir að túlka það sem íslenzkan sigur! Næstum allar samningaviðræðurnar um álsamninginn einkenndust af slíku undanhaldi og uppgjöf ríkisstjórnarinnar. Þegar dómsmálaráðherrann treystir sér ekki lengur til að verja þetta, er gripið til þess ráðs að snúa út úr og segja villandi frá trúnaðarviðtölum ef vera mætti, að þannig væri hægt að draga andstæðinga með sér ofan í svað- ið. Hliðstæður atburður hefur ekki gerzt á Alþingi áður og verður hann vonandi einstæður — alveg eins og það verður vonandi einstætt, að Alþingj samþykki eins óað- gengilegan samning og álsamningurinn er. TEMðNN ■■■ ... ‘t Ritst|órnargrein úr „The Economist' Iran eykur í sívaxandi mæli skipti sín við kommunistalöndin Það hefur áhrif á afstöðu frans til vesturveldanna FYRIRHUGUÐ ferð Irans- Iranskeisari keisara til Júgóslavíu er önn- ur ferð hans til kommúnistarík is. Hann fór til Rússlands síð astliðið sumar og þessi för hans nú ti! Júgóslavíu er nýtt dæmi um þá hröðu breytingu, sem stefna Irans í utanríkismál um hefir tekið að undanförnu. Upp úr 1950 var sambúð Persa og Rússa óvinsamleg, en nú aukast samskipti Irans og kommúnistaríkjanna hröðum ™ skrefum. S. l.'tvö ár hafa nýir verzl- unarsamningar verið gerðir og viðskipti við hálfa tylft Aust- ur-Evrópuríkja aukizt mjög ört. Fyrir skömmu var gerður samningur um sölu 100 millj. dollara virði af hráolíu til Rúmeníu á tíu árum gegn vél- um og vélbúnaði til þungaiðn aðar og er samningurinn tákn rænn um þessi nýju viðskipti. Pólland, Ungverjaland og Tékkóslóvakía hafa boðið Iran greiðslufrest á vörukaupum fyr ir allt að 40 millj. dollara og er nú verið að ræða um, hvern ig haga skuli þessum viðskipt um. Viðskiptin eru enn • um- fangslítil, en kaup Persa á iðnbúnaði í Austur-Evrópuríkj ■ unum aukast stöðugt og þeir greiða með sínum gömlu út- flutningsvörum, svo sem baðm ull og þurrkuðum ávöxtum. ALLAR þessar ráðstafanir eru fyrst og fremst afleiðingar af auknum tengslum milli Persa og Rússa. Árið, sem leið, keyptu Rússar meira en nokkur önnur ein þjóð af út flutningsvörum Persa, eða um fimmtung alls útflutningsins. Persar hétu því hátíðlega árið 1963, að leyfa ekki eldflauga stöðvar erlendra aðila á landi sínu, né aðrar stöðvar til á- rása á Sovétríkin. Strax á eftir gerðu Persar og Rússar ýmsa samninga til langs tíma sín í milli. Rússar eru búnir að halda fyrstu iðnsýningu sína í Teheran, fast áætlunarflug er hafið milli Teheran og Moskvu og samningar um menningar- leg málefni standa yfir. Ríkin tvö hafa samvinnu um stíflugerð við ána Aras, sem er á landamærum ríkjanna. Vatnið verður jöfnum höndum notað til raforkuframleiðslu og áveitu. Framkvæmdir eru kost aðar af rússnesku láni, sem svarar til 36 milljóna dollara, og er einnig ætlað til greiðslu á tækniaðstoð Rússa við endur bætur á fiskveiður Persa og byggingu korngeyma, sem Rússar eru að reisa til og frá um landið. Aukin samskipti Rússa og Persa náðu hámarki í des- ember í vetur, þegar þeir und irskrifuðu samning um lánveit ingu af Rússa hálfu, sem svar- ar til 286 milljóna dollara, og á að ganga til byggingar stál- iðjuvers og vélaverksmiðju, og ef til vill iðjuvers tii fram- leiðslu landbúnaðaráhalda Stáliðjuverið á í byrjun að geta framleitt 600 þús. smálest ir af stáli á ári, en síðar á að stækka það svo að afköstin komist upp í 1200 þús. smálest ir á ári. Samtímis eiga Rússar að hjálpa Persum við að leggja jarðgasleiðslu fyrir 450 milljón ir dollara frá olíulindum Irans til lýðveldanna í sunnanverð um Sovétríkjunum. ÞESSIR samningar eru á- kaflega mikilvægir. Persar hafa í að minnsta kosti 20 ár þráð að koma upp stáliðjuveri. En samningar hafa ekki tekizt við Bandaríkin eða Vestur-Evr- ópuríki, þrátt fyrir endurtekn ar tilraunir og málið var orðið mjög pólitískt. Á þennan hátt veita Rússar Persum aðstoð til að stíga stærsta skrefið á leið sinni til þungaiðnaðar. Af samningunum leiðir, að marg- ar tylftir rússneskra tækni- manna fara til Irans og Rúss- ar þjálfa mörg hundruð persneskra tæknimanna. Til mótvægis þessum við- skiptum hafa Persar samtímis gert samninga við bandarísk fyrirtæki um framkvæmdir í olíuefnaiðnaði fyrir meira en 140 milljónir dollara. Ennfrem ur er sennilegt, að fyrirtæki frá Vesturlöndum taki með samningi að sér ýmsa hluta af lagningu hinnar miklu gas- leiðslu til Sovétríkjanna. Árangur alls þessa hlýtur að verða sá, að Iranskonungur geti í miklu ríkari mæli en áður farið meðalveginn milli Aust- urs og Vesturs. Breytingin á sér margar orsakir. Bætt sam- búð Austurs og Vesturs hefir sitt að segja. Ennfremur er Iranskeisari sannfærður um, að ýmislegt hafi' breytzt í Sovétríkjunum sjálfum. Valda menn þar hafi nú miklu meiri áhuga á samvinnu en bylt ingu og Iran stafi því ekki framar hætta úr þeirri átt. Og enn kemur til, að frumkvæðið að auknum skiptum við Rússa hjálpar stjórn landsins heima fyrir. Hún er þá ekki jafn ber skjölduð og áður fyrir gagn- rýni vinstri-sinnaðra andstæð inga. Stjórnin sýnir muriu meira sjálfstæði en áður í ut anríkismálum og hefir það haft mjög heillavænleg áhrif á af- stöðu almennings til hennar. Að lokum ræður gjaldeyris- ástand ríkisins miklu um. Pers ar hafa reynt mjög að auka iðn væðingu sína, örvað efnahags lífið og keypt hergögn í aukn um mæli. Állt hefir þetta vald ið miklum greiðsluhalla í utan ríkisviðskiptum landsins. Við skiptin við kommúnstaríkin eru vinsæl af því, að þau fara fram á vöruskiptagrundvelli og láns vextir eru lágir. Árið 1970 er gert ráð fyrir, að Persar selji Rússum jarðgas úr leiðslum sin um fyrir 66 milljónir dollara á ári. Með þessu móti ætti að mega greiða niður rússnesku lánin á fáum árum. TALIÐ ER, að Iranskeisari hafi haft aukin viðskipti við kommúnistaríkin í huga, þeg- ar hann varaði óvænt við því snemma í marz í vetur, að Pers ar kynnu að leita fyrir sér um vopnakaup og kaup á iðnaðar varningi á nýjum mörkuðum, ef tekjur af olíusölu hækkuðu ekki örar en þær hefðu gert að undanförnu og viðskipta- kjör bötnuðu ekki að mun á hinum gömlu mörkuðum. Þessi ummæli hafa verið talin fela í sér dulbúna hótun um að snúa sér einnig til Rússa um vopnakaup, enda þótt að eng inn ráðherra í írönsku stjórn inni hafi fengizt til að viður kenna, að keisarinn hafi átt við þetta í ummælum sínum. Bandaríkjamenn hafa ekkert við það að athuga, að Rússar taki þátt í eflingu efnahagslifs Irans, en þeir hefðu sennilega tilhneigingu til að taka í taumana ef úr vopnakaupum yrði. En Iranskeisari er ekki jafn viðkvæmur og áður fyrir ýtni af hálfu Bandaríkja- manna. Hann heldur, efalaust áfram að þreifa fyrir sér af varfærni um nýjar leiðir f utanríkismálum. En fáir draga í efa, að honum sé alvara, þeg- ar hann lýsir yfir, hvers hann óski og skýri frá möguleikum 'b að öðlast það. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.