Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 7. október 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: y Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjóifsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Heigason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Öhófleg varfærni Sjómenn eru réttilega reiðir út af óhóflega var- færinni gæzlu landhelginnar. Si og æ eru að koma upp mál, sem löggæzlan á sjónum tekur ekki nógu föstum tökum. ólögleg veiðarfæri eru fiskuð upp úr sjó, erlendir togarar gera sig heimakomna á friðuðum svæðum og varðskipin eru of oft fjarri, þegar erlendir togarar læðast inn i land- helgina. Það er þvi orðið timabært, að skipherr- um Landhelgisgæzlunnar verði veitt umboð til að ganga harðar eftir þvi, að lögum sé fylgt á is- lenzkum hafsvæðum. Norska landhelgisgæzlan leggur mikla áherzlu á að skoða veiðarfæri skipa, sem veiða við Noreg. Þeir hafa til þess fullan rétt samkvæmt fjölþjóða- samningum. Sama rétt höfum við, en samt er sáralitið gert af þvi að skoða veiðarfæri. 1 þeim fáu tilvikum, sem það hefur verið gert, hefur þó komið i ljós, að annað hvert skip hefur ólöglegan veiðarfærabúnað. Þessar athuganir þarf að efla nógu mikið til þess, að erlend fiskiskip megi eiga von á skoðun i hverri einustu veiðiferð. Jafnframt þarf að taka upp refsingar við þessum brotum á fjölþjóða- samningum, svo að skipstjórnarmenn taki eitt- hvert mark á eftirlitinu. Með aðgerðarleysi sinu eru islenzk yfirvöld óbeint að stuðla að lögbrot- um, þvi að æ fleiri taka upp ósómann, þegar þeir sjá, að skipstjórnarmenn komast upp með hann. Aðgerðarleysið er þvi vitavert. Annað dæmi um aðgerðarleysi i gæzlu land- helginnar er hin friðsamlega afstaða gagnvart veiðum vestur-þýzkra togara innan 50 milnanna. Það er orðinn viðburður, að skorið sé á togvira slikra skipa, og hefur svo verið i heilt ár. Þjóð- verjum má þvi vera nokkuð sama, þótt ekki semjist um fyrirkomulag veiða þeirra á íslands- miðum. Þeir hafa að flestu leyti sina hentisemi eins og ástandið hefur verið. Við munum þó eftir þvi, að viðræðurnar við Þjóðverja hafa strandað á ósanngjörnum kröfum þeirra um friðindi umfram það, sem Bretar hafa fengið, einkum að þvi er varðar veiðar togara af stærstu gerðum. Þeir þrýsta á okkur með þvi að hindra framkvæmd á sérstökum viðskiptakjör- um okkar hjá Efnahagsbandalaginu, en við veit- um þeim engan gagnþrýsting á miðunum. Slik taflmennska leiðir til verri stöðu okkar i málinu og hún er þvi vitaverð. Við megum til með að magna aðgerðir gegn þýzkum lögbrjótum, sem og auðvitað öðrum lögbrjótum innan landhelg- innar. Þær aðgerðir, sem hér hefur verið lýst, er unnt að framkvæma með þeim skipakosti, sem Land- helgisgæzlan hefur til umráða. Hitt er svo einnig ljóst, að gæzlan býr við óhóflegt skipasvelti, eins og margoft hefur verið bent á. Þar sem 200 milna fiskveiðilögsaga er i uppsiglingu hér við land á siðari hluta næsta árs, er nauðsynlegt að efla gæzluna nægilega til þess, að hún geti haldið uppi lögum og rétti á öllu 200 milna beltinu. Það er marklaust að semja lög og reglur, þegar þvi er ekki sinnt að fylgjast með framkvæmdinni. Þess vegna þarf nú tvennt að fara saman, ákveðnari afstaða landhelgisgæzlunnar á miðun- um ásamt refsingum við afbrotum og skjótur undirbúningur að auknum skipakosti gæzlunnar með hliðsjón af 200 milunum á næsta ári. —JK A ustur-Þýzkaland á tímamótum Austur-Þýzkaland, kommúnistarikið, sem reis upp af rústum heimstyrjaldarinnar sið ari, heldur i dag hátið- legan 25. afmælisdag sinn. Fánar blakta I flestum götum Austur-Berlinar og veggspjöld lýsa fagnaöartiöindunum og hef- ur engum dulizt siöustu vikuna, aö framuridan væri gleðidagur. betta er aö auki merkisdagur fyrir þær sakir, aö nú tekur i Austur-Þýzkalandi gildi ný stjórnarskrá, þar sem Aust- ur-Þjóöverjar i fyrsta sinni varpa frá sér allri von um Vesturs- og Austur-Þýzkaland. — Þaö er þó huggun harmi gegn, að i staöinn er lýst yfir „eilifu og órjúfanlegu bandalagi viö Ráðstjórnarrikin”. Það var þvi viö hæfi, að aðal- gestur til aö vera viö hátiöarhöld- in var valinn Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnista- flokksins. Alþýöulýöveldiö, sem fæddist upp af yfirráöasvæöi Rússa á hernámsárunum, er einn trygg- asti stuðningsmaður Ráð- stjórnarrikjanna. Einnig stærsti og þýðingar- mesti verzlunarfélaginn af austantjaldsrikjunum. Það ber sjaldan við, að þar sé flutt ræða svo að ekki sé getið i þakklætis- skyni þess „forystuhlutverks”, sem Sovétrikin hafa leikið fyrir austantjaldslöndin. A meðan ráð- stafa Ráðstjórnarrikin einum þriðja af þjóðarframleiðslu Austur-Þýzkalands. A efnahagslega sviðinu geta Austur-Þjóðverjar horft um öxl og séð eftirtektarverðan upp- gang, sem nú er i hámarki með þjóðina i tiunda sæti stærstu iðnaðarrikja veraldar. — „Efna- hagsundrið” i Vestur-býzkalandi eftirstriðsáranna á sér nefnilega tvibura i kommúnistarikinu. Mætti jafnvel til sanns vegar færa, að það austur-þýzka taki hinu fram, þvi að það hafðist án Marshall-hjálparinnar. Þegar Austur-Þjóðverjar héldu upp á 20. afmæli lýðveldisins, gátu þeir státaö af beztu lifskjör- um meðal ibúa austantjalds. Þá voru þeir 17 milljónir. Hvað sem þvi leiö, var alþýöu- lýöveldið þá eins.konar olnboga- barn á alþjóðlegum vettvangi. Vestur-Þýzkaland, sem gerði kröfu til þess að vera viðurkennt sem eini fulltrúi þýzku þjóðarinn- ar, hafði gert sitt til að einangra þennan komúnistiska nágranna sinn með þvi að hóta að slita stjórnmálasambandi við hvert þaö riki, er viöurkenndi Aust- ur-Þýzkaland. Einungis 20 riki, félagar i kommúnismanum og nokkur vin- samleg Arabariki, héldu stjórn- málasambandi við „Þýzkaland bak við múrana”, þegar 20. afmælið varhaldiö hátiðlegt. En á slðustu tveim árum hafa um 80 riki lagt sitt af mörkum til að láta rætast draum Aust- ur-Þýzkalands sem batt enda tveggja áratuga öngþveiti, þar sem alþýöulýðveldið — þrátt fyrir efnahagslegan framgang sinn — var eins konar hornreka. Nú hafa 111 lönd stjórnmála- samband við Austur-Þýzkaland. Þar á meðal þrir bandamenn úr seinni heimstyjöldinni, Bretland, Frakkland og Bandarikin, sem stigu skrefið til fulls i siðasta mánuði. Og á alþjóðlegum vettvangi hefur alþýðulýðveldið öölazt sinn fasta sess. Fyrir ári gerðist það 133. rikið, sem aðild á að Samein- uðu þjóðunum. Allt fylgdi þetta I kjölfar tveggja mikilvægra samninga. Samkomulag fjórveldanna I Berlin I september 1971, og milli- rikjasamkomulagið i desem- llllllllllll M) WÍÍMffl ber '972, þegar Vestur-Þýzkaland viðurkenndi sjálfstæði nágranna sins I austri, og rikin tvö bundu enda á fjandskap sinn. Berlinarsamkomulagið kom Vestur-Berlin — sem er eins og eyja inni á yfirráðasvæði Aust- ur-Berlinar — til góða og gerði Vestur-Berlinarbúum kleift að heimsækja vini og vandamenn austan múrsins loks aftur eftir magra ára aöskilnað. Umferð opnaðist eftir vegum til Vest- ur-Þýzkalands frá borginni, og viðurkenning fékkst fyrir tengsl- um þessarar einangruðu borgar viö vestur-þýzka rikið. Samningurinn milli þýzku land- anna beggja kom sambandinu á milli rikjanna á eðlilegan grund- völl, og skapaði möguleikann á aðild þeirra að Sameinuðu þjóð- unum. Það leiddi um leið til alþjóðlegrar viðurkenningar á Austur-Þýzkalandi. Hvað Austur-Þjóðverjum /iövék, var með þvi kveðinn niður, „sá draugur, sem kallaði á sameiningu þýzku þjóðarinnar”, en það er á hinn bóginn stefnu- mark, sem kveðið er á um i stjórnarskrá Vestur-Þýzkalands. Þar er krafizt „sameiningar og frelsis til handa Þýzkalandi eftir frjálsum sjálfsákvörðunarleið- um.” Um ófyrirsjáanlega framtið sýnst sameining þjóðarhlutanna aðeins loftkastali Bonn-stjórnar- innar. í „Volkskammer” (þingi) Austur-Þýzkalands var samþykkt i siðustu viku með samhljóða at- kvæðum ný stjórnarskrá, þar sem strikuð hafa verið út öll ákvæði, sem að þessu lutu. Stjórnarská Austur-Þýzkalands frá 1968 kvað svo á, að alþýðulýð- veldinu bæri, „að sýna allri þýzku þjóðinni leiðina til framtiðar frið- ar og sósialisma”, og að leitast við „að bæta úr klofningi Þýzka- lands.” Erich Honecker, leiðtogi kommúnista Austur-Þýzkalands, hefur látið það koma skýrt fram, að land hans eigi leið með austur- tjaldsrikjunum, og hefur hann lýst þvi yfir, að nýja stjórnar- skráin „spegli sterkari bræðra- bönd með Sovétrikjunum og sögulegri framvindu upp- byggingarinnar I sðsialistisku rikjunum.” Þótt Austur-Þjóðverjar verði núna fyrri til þess að gefa upp vonina um sameininguna, þá voru þeir á sinum tima aðal- hvatamenn samruna rikjanna á fyrstu árunum eftir strið. Fyrsta stjórnarskrá þeirra kvað svo á, „að Þýzkaland er ókljúfanlegt alþýðulýðveldi” og ....„það eru aðeins ein þýzk borgararétt indi”. Þegar austur-þýzka rikið komst á laggirnar 1949 var þvi spáð skammlifi, jafnvel bara 100 dögum. En það fór öðruvisi. Það hefur enzt lengur en Wiemar- rikið, eða „1000 ára riki” Hitlers. Aðeins einu sinni hefur veldi kommúnistaflokksins verið ógnað I Austur-Þýzkalandi. Það var þegar verkamennrisu upp 1953 gegn auknum vinnukröfum. Þá voru sovézkir skriðdrekar kvadd- ir til að þagga niður i þeim. Margir spáðu nýrri uppreisn, þegar Berlinarmúrinn var reistur 13. ágúst 1961, sem skildi að á einni nóttu þúsundir fjölskyldna. — En af þvi varð þó aldrei,og frá sjónarhóli austur-þýzkra þá gegndi múrinn hlutverki sinu vel,og stöðvaði flótta iðnlærðra manna vestur yfir, sem nær hafði lamað efnahagslif landsins. Um þrjár milljónir manna höfðu flúið „riki verkamannanna og bændanna” til þess að freista gæfunnar vestan tjalds, áður en múrinn reis. Þrátt fyrir vænkandi hag almennings á siðari árum, óttast yfirvöld Austur-Berlinar nýjan fólksflótta, ef múrinn yrði brotinn niður. Múrinn, sem einnig átti sitt af- mæli fyrir tæpum tveim mánuð- um, varpar enn sinum skugga á Berlin. Steinsteyptur veggurinn, gaddavirinn, jarösprengjurnar, leyniskytturnar og blóðhundarnir eru ávallt til staðar til áminning- ar um, hve flótti sé vonlaus. Austur-Berlin — I dag er þar ailt fánum prýtt I tilefni 25 ára afmæiis lýðveldisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.