Vísir - 07.10.1974, Side 12

Vísir - 07.10.1974, Side 12
12 Vlsir. Mánudagur 7. október 1974. 0 Þetta er islenzka unglinga- landsliðið i knattspyrnu, sem mætir þvi norður irska á Mela- vellinum annað kvöld. Flestir piltarnir hafa leikið með meistaraflokkum sinna félaga, eða verið viö það, en þeir eru talið frá vinstri: Sigþór Ómars- son 1A, Birgir Guðjónsson KR, Arni Valgeirsson Þrótti, Magnús Teitsson Stjörnunni, Trausti Haraldsson Fram, Haraldur Haraldsson Viking, Róbert Agnarsson Viking, Guðmundur Þorbjörnsson, Val Sigurður Halldórsson ÍA, Atii Eövaldsson Val, Gunnar Baldursson Fylki, Guðjón Hilmarsson KR, Magnús Bergs Val, Hálfdán örlygsson KR, Jón Þorbjörnsson Þrótti og Karl Sveinsson ÍBV... Ljósmynd Bjarnleifur. Tvö sjálfsmörk felldu Spurs gegn Burnley Það var sett met I ensku knattspyrnunni á laugardag — met, sem forráðamenn félag- anna hafa miklar áhyggjur af. Átta leik- mönnum var visað af leikvelli af dómurum og er það einum meira, en átt hefur sér stað áður — 31. marz |1973 var sjö leikmönnum vikið af leikvöllum. Allir fengu þessir átta leikmenn reisupassann i siðari hálfleik — og margir frægir leik- menn voru þar á meðal. Leikmennirnir voru Phil Beal (Tottenham), Len Badger (Sheff. Utd), Steve Kember (Chelsea), Asa Hartford (Manch. City), Poul Bennett (Southampton), John Gidman (Aston Villa), Eric Snookes (Crewe) og Kevin Johnson (Workington). Þeir Bennett og Beal voru reknir af velli, þegar þeir létu i ljós óánægju með dóma — Johnson vegna orða, sem hann lét falla á linuvörð Hinir fimm vegna ljótra brota gegn mótherjum. Enp gengur allt á aftur- fótunum hjá stóru liðunum i Noröur-Lundúnum, Arsenal og Tottenham, og þau eru nú neðst — tveim stigum á eftir næstu liðum. Tveir leikmenn Tottenham, Mike England og John Pratt, sendu knöttinn I eigiö mark á fyrstu 17 min. leiksins gegn Burnley, svo Lancashireliöiö komst i 2-0. England og Pratt höföu ekki þar meö sagt sitt siðasta orö — þeir skoruöu svo báðir „réttu- megin” og jöfnuöu fyrir lið sitt. Ekki nægöi þaö þó til aö hljóta stig — Leighton James skoraði sigurmark Burnley undir lokin og Phil Beal var rekinn af velli. Jimmy Armfield, sá kunni kappi, sem svo lengi lék með Blackpool og enska landsliöinu, réöst til Leeds frá Bolton sem, framkvæmdastjóri i vikunni og lét strax aö sér kveöa. Hann náöi I nokkra leikmenn i vara- liöiö — meöal annars Duncan McKenzie, sem Brian Clough keypti frá Nottm. Forest i sumar fyrir 250 þúsund sterlingspund, og Terry Cooper, sem Clough ætlaði að selja frá Leeds. Á þvi féll Brian. Hins vegar gripu þessir leikmenn tækifærið, sem Armfield gaf þeim — áttu stórleik gegn Arsenal. McKenzie, sem lék meö enska landsliðinu i vor, skoraöi bæði mörk leiksins. Hið fyrra á 64.min. eftir undirbúning Cooper — og gamli, snjalli Cooper átti svo allan heiðurinn af siðara markinu stundar- fjórðungi siðar. Hann lék á þrjá varnarmenn Arsenal — gaf svo knöttinn á McKenzie, sem ekki þurfti annað en ýta honum i markið. Við sigurinn komust meistarar Leeds upp i 15. sæti — en Arsenal situr neðst á botninum og útlitið er allt annað en gott. 1 fyrsta sinn i 27 ár, sem Arsenal er i þvi sæti. Og i leikn- um við Leeds meiddist Jeff Blockley og var borinn af velli. Við framkvæmdastjórninni hjá Bolton i stáð Jimmy Arm- field tók Ian Greaves, áður kunnur leikmaður hjá Manch.Utd., sem stjórnað hefur Huddersfield undanfarin ár og kom Yorkshireliðinu meðal annars upp i fyrstu deild um skeið. Hins vegar vatð hann að selja alla sinu beztu leikmenn til þess, að hið gamla lið Harold Wilson, forsætisráðherra, gæti losað sig úr stórskuldum. Huddersfield féll — já, féll niður i 3. deild, þar sem þetta fræga lið, sem fyrir 50 árum vann 1. deildina þrjú ár i röð, einmitt þegar Wilson lék sér sem strákur I Huddersfield, situr nú eitt og yfirgefiö á botninum. En nóg um það — það er kominn timi til að lfta á úrslitin á laugardag. 1. deild Birmingham-Coventry 1-2 Carlisle-Liverpool 0-1 Everton-Newcastle 1-1 Leeds-Arsenal 2-0 Leicester-Luton 0-0 Manch .City-Chelsea 1-1 Middlesbro-Wolves 2-1 QPR-Ipswich 1-0 Stoke-Sheff.Utd. 3-2 Tottenham-Burnley 2-3 West Ham-Derby 2-2 2. deild Blackpool-Hull 1-2 Bolton-Orient 2-0 Bristol Rov.-Cardiff 1-0 Fulham-Manch. Utd. 1-2 Norwich-Millvall 2-0 Notts Co.-Portsmouth 1-1 Oldham-Aston Villa 1-2 Sheff. Wed.-Bristol C. 1-1 Southampton-Nottm .For 0-1 Sunderland-Oxford 2-0 WBA-York City 2-0 Efsta liðið i 1. deildinni, Ipswich Town, tapaði fyrir því liöinu, sem var i neðsta sæti fyrir umferðina, Queens Park Rangers. Táknrænt fyrir enska knattspyrnu — og vesturbæjar- lið Lundúna vann þarna sinn fyrsta sigur á heimavelli i deild- inni I haust. Gerry Francis skoraði eina mark leiksins undir lokin. Stan Bowles, enski lands- liðsmaðurinn hjá QPR, sem hefur verið tekinn i sátt enn einu sinni, tók þá hornspyrnu — Terry Mancini stökk yfir knött- inn og það kom varnarmönnum Ipswich i opna skjöldu. Francis átti auðvelt með að skora. Á meðan vann Liverpool sigur upp við landamæri Skotlands — sigraði Carlisle 1-0. Eina mark leiksins skoraði Ray Kennedy á 36. min. fyrir bikarmeistarana, en ekki var sigurinn sann- færandi hjá þeim. Já, litla liðið Carlisle var óheppið að tapa báðum stigunum. í siðari hálf- leik var Kennedy tekinn út af — Peter Cormack tók stöðu hans, en Kevin Keegan er byrjaður að leika með á ný eftir leikbannið langa. Manch. City er með sama stigafjölda og Liverpool — eða 15, einu stigi minna en Ipswich. Manchesterliðið tapaði þó óvænt stigi á heimavelli gegn Chelsea. Það átti þó aldrei að eiga sér stað. City réð alveg gangi leiksins fyrri hálfleikinn, en allt kom fyrir ekki — liðinu tókst ekki að skora. Summerbee átti þá stangarskot og fékk að auki auövelt tækifæri. í siðari hálfleik fór ýmislegt að ske. Ian Hutchinson náði forustu fyrir Lundúnaliðið — Asa Hartford var rekinn af leikvelli, en það hafði ekki áhrif á leik City, sem jafnaði fljótt með marki Colin Bell. Fimm mln. fyrir leikslok rak svo dómarinn Chelsea-leikmanninn Steve Kember af velli og allt var á suöupunkti — en Manch.City hafði tapað dýrmætu stigi i keppninni um meistaratitilinn. Það tók West Ham aðeins nokkrar minútur að skora gegn Derby og áhorfendur bjuggu sig undir mörg mörk eins og i undanförnum leikjum. Það varð þó ekki beint, þó fjögur mörk væru skoruð i leiknum — þau skiptust jafnt á milli liðanna. Það var Keith Robson, sem skoraði fyrsta markið, þegar hann fékk knöttinn beint eftir markspyrnu markvarðarins unga hjá West Ham, Day, og spyrnti viðstöðulaust i mark. Boulton i marki Derby sá varla knöttinn. Francis Lee jafnaði fyrir Derby. — Hann skorar nú orðið i hverjum leik og endur- greiðir með vöxtum þau 100 þúsund sterlingspund, sem Derby greiddi Manch. City i sumar fyrir Lee. Já, gamli landsliðsmiðherjinn er sannar- lega á skotskónum. West Ham sótti mjög I fyrri hálfleiknum, en tókst ekki að skora fleiri mörk þá. Siðari hálfleikurinn var jafnari — en sex min. fyrir leikslok tókst Billy Bonds, fyrir- liða West Ham, að skora — eitt af hans fallegu mörkum, en Kevin Hector jafnaði fyrir Derby. Fyrst við erum að ræða um West Ham má geta þess, að Pop Robson, aðalmarkskorari West Ham slðustu árin, sem i haust var seldur til Sunderland, skoraði bæði mörkin fyrir sitt nýja félag gegn Oxford á laugardag. Það er vert að veita Middles- bro athygli — liðinu, sem vann 2. deild i vor með svo miklum yfirburðum. Enn sigur á laugardag — nú gegn Úlfunum. Þat skoraði Derek Dougan sitt fyrsta mark fyrir Crlfana i haust og jafnaði i 1-1. Ekki nægði það. Hinn 17 ára Alan Willey skoraði sigurmark Middlesbro 14 min fyrir leikslok — og Middlesbro er nú i fimmta sæti. Hinum unga Willey er spáð miklum frama — likt við þá miðherja Middlesbro áður, Brian Clough og Pecock, sem þar gerðu garðinn frægan. Stoke er I sjötta sæti og komst i 3-0 gegn Sheff. Utd. þar sem Geoff Hurst og Jimmy Greenhoff skoruðu meðal annars. En lokin urðu spenn- andi — þó svo Len Badger, bak- vörður United fengi reisupass- ann á 74 min. Keith Eddy skoraði úr vltaspyrnu og Tony Field með laglegum skalla á 79 min. Fleiri urðu þó mörkin ekki. Coventry vánn óvæntan sigur gegn nágrönnum sinum i Birmingham. Þar skoraði Larry Lloyd — áður Liverpool — sitt fyrsta mark fyrir Coventry. Everton var óheppið að sigra Newcastle ekki, þar sem nýi leikmaðurinn frá Burnley, Colin Dobson átti stórleik. McDermott náði forustu fyrir Newcastle með ódýru marki. Knötturinn stefndi framhjá marki Everton, þegar Seargeant greip inn i — ekki beint gæfulega, þvi af honum fór knötturinn I markið. Buckley jafnaði fyrir Everton á 56 min. og Liverpool-liðið er aðeins tveimur stigum á eftir efsta liðinu, Ipswich. I 2. deild vann Manch. Utd. góöan sigur i Lundúnum gegn Bobby Moore, Alan Mullery og félögum þeirra i Fulham. Leikurinn var bráðskemmti- legur. Eftir sókn Fulham i byrjun náði Manchesterliðið undirtökunum og sótti mjög. Stuart Pearson, sem lék með að nýju eftir meiðsli, skoraði og þessi leikmaður, sem keyptur var I sumar frá Hull fyrir 200 þúsund pund, hefur breytt miklu hjá United, þótt hann hafi aðeins leikið helming leikjanna vegna meiðsla. Hann skoraði annað mark á 74 min. — heppnismark, sem kom eftir hornspyrnu, Markvörður Fulham, Mellor og Mullery skullu saman og lágu báðir, svo auðvelt var fyrir Pearson að skora. Fulham — drifið áfram af Bobby Moore, sem lék eins og hann gerði bezt áður, sótti mjög i siðari hálfleiknum, en glæsi- markvarzla Alec Stepney kom i veg fyrir, að Fulham jafnaði. Hann gat þó ekki komið i veg fyrir mark Viv Busby fimm min. fyrir leikslok. I 3. deild vakti það athygli, að efsta liðið — Crystal Palace — steinlá á heimavelli fyrir Chesterfield (1-4). Gamla, fræga Lancashireliðið, Black- burn, skauzt við það upp i efsta sæti, en annað Lancashirelið, Preston, er i öðru sæti eftir jafn- tefli við nýjasta deildaliðið, Hereford, 2-2. Staðan i 1. Ipswich deild er nú þannig: 11 8 0 3 18-7 16 Liverpool 11 7 1 3 18-8 15 Manch. City 11 6 3 2 15-12 15 Everton 11 4 6 1 15-12 14 Middlesbro 10 5 3 2 14-8 13 Stoke 11 5 3 3 16-13 13 Newcastle 10 5 3 2 17-14 13 Sheff. Utd. 11 5 3 3 16-17 13 Derby 11 3 6 2 18-15 12 Burnley 11 5 1 5 20-20 11 Wolves 11 3 5 3 13-13 11 West Ham 11 4 2 5 22-20 10 Carlisle 11 4 2 5 8-9 10 Coventry 11 3 4 4 13-18 10 Leeds 10 3 2 5 14-14 8 Leicester 10 2 4 4 13-17 8 Q.P.R. 11 2 4 5 9-13 8 Luton 11 1 6 4 11-16 8 Birmingham 11 3 2 6 13-19 8 Chelsea 11 2 4 5 11-19 8 Tottenham 10 3 0 7 13-18 6 Arsenal 10 2 2 6 9-14 6 Staðan i 2. deild Manch. Utd. 11 8 2 1 20-7 18 Sunderland 10 6 3 1 18-5 15 Norwich 11 5 5 1 13-8 15 Aston Villa 111 5 4 2 20-8 14 V.B.A. 10 4 4 2 12-6 12 Blackpool 11 4 4 3 14-9 12 Hull 12 3 6 3 13-22 12 Fulham 11 4 3 4 14-8 11 York City 11 3 5 3 12-11 11 Nott. Forest 12 4 3 5 15-18 11 Notts. Co. 11 2 7 2 10-14 11 Oldham 9 4 2 3 9-7 10 Bristol City 9 3 4 2 6-5 10 Bristol Rov. 10 3 4 3 9-12 10 Orient 11 2 6 3 6-10 10 Oxford 10 3 3 4 9-15 9 Bolton 9 3 2 4 9-9 8 Southampton 11 2 4 5 14-16 8 Portsmouth 11 2 4 5 12-19 8 Millwall 12 3 2 7 9-18 8 Sheff. Wed. 11 1 5 5 9-14 7 Cardiff 10 1 2 7 6-18 4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.