Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 20
Mánudagur 7. október 1974. Forn- mm|um stolið Griðarlega stórum og þungum rörtöngum var stolið úr skemmu i Iiafnarfirði aðfaranótt 1. október ásamt fleiri pipulagningaverk- færum. Rörtangirnar stóru eru flestar mjög gamlar eða frá þvl um 1930. Þær voru m.a. notaðar til þess að skrúfa saman brúna yfir ölfusá. Hvort þjófurinn hefur I hyggju að skrúfa brúna sundur á ný eða byggja sjálfum sér brú, er ekki vitaö. En þeir, sem kynnu aö hafa séð stórar rörtangir I umferö, eru vinsamlegast beönir aö hafa samband við rannsóknar- lögregluna I Hafnarfiröi. Rannsóknarlögreglan þar biður einnig hugsanlega sjónarvotta aö ákeyrslu á hest á laugardags- kvöld aö hafa samband viö sig. Ekið var á hestinn á Reykjanes- braut rétt hjá afleggjaranum aö Þúfubaröi. Hestinn varö aö aflifa eftir áreksturinn. Hann er metinn á um 70 til 80 þúsund krónur. ökumaðurinn, sem ók á hestinn, stakk af frá slysstað. ÓH „Hingað koma œvintýramenn í œvintýraleit" íslendingar ekki allir vel séðir í Fœreyjum „Nei, takk, við tökum ekki Is- lendinga I vinnu,” var svariö, sem þeir sögðust hafa fengið, þrlr menn, sem voru að þreifa fyrirsérmeö vinnu IFæreyjum. Og ástæðan? Jú, tslendingar eru drykkfelldir og latir og mæta auk þess iila til vinnu. Viö hringdum i Olaf Guömundsson I Færeyjum og spurðum hann, hvort hann kannaöist viö þetta álit. Hann hló viö og svaraði svo: „Hingaö koma ævintýramenn I ævintýraleit, og ævintýrin finna þeir ekki ööruvlsi en fullir. Þeir koma kannski peningalitlir og þaö veit enginn fyrirfram, hvernig maöur reynist. Þeir vinna svo fram aö fyrstu útborgun og detta svo I það, og þegar þeir koma aftur, er búiö aö ráöa I starfiö þeirra. En þetta er samt mikill minnihluti. Þeir tslendingar, sem hér eru aö staöaldri, eru margir I trúnaöarstööu og eru upp til hópa vel séöir. Þaö eru bara ævintýramennirnir, sem ekki gengur vel. Þeir koma afkáralega klæddir, þaö kom hér einn um daginn meö hvita gæru aö framan og svarta aö aftan, svo maöur bara hrökk viö og spuröi, hvort sjálfur Skugga-Sveinn væri risinn uþp. Og fólkiö hérna spyr: Hvaöa menn eru þetta eiginlega? Annars er kannski veiga- mesta ástæöan sú,aö atvinna hefur heldur dregizt saman hér I Færeyjum, eins og alls staöar, þegar ekki er hægt aö selja framleiöslu fiskvinnslstööv- anna.” —.SH Kœrðir fyrir brot ó iðnlöggjöfinni: •• r GÓMUÐU 7 FYRIR Getur gert frítt andlit að gömlu Hvernic eica konurnar svo að Meðal bess sem Jean Pierre Hvernig eiga konurnar svo aö mála sig I vetur? Eftir þvl sem franski snyrtisérfræöingurinn Jean Pierre Fleurimon segir, þá virðast ekki neinir sérstakir litir gilda, heldur er andlitssnyrt- ingin gerö eftir andlitslagi og klæðnaði. Eftir andlitssnyrt- ingum hans aö dæma virðast allir litir gilda, en hann blandar litum ákaflega mikið saman. Að þvl er viröist er hann snillingur I að draga fram fallegar linur, en hylja ljótar. Þetta kom m.a. fram á sýningu Félags Islenzkra snyrtisérfræðinga á Hótel Loft- leiöum I gær, þar sem þessi þekkti snyrtisérfræöingur kom fram. Hann sýndi þar listir slnar ásamt Islenzkum, en á laugardaginn hélt hann námskeiö fyrir islenzka snyrti- sérfræöinga. Eru þeir sammála, um, aö aldrei hafi annar eins snillingur I þessu fagi heimsótt Island. Meðal þess sem Jean Pierre Fleurimon sýndi, voru myndir af konum áöur og eftir aö hann snyrti þær, og var þar sannar- lega mikil breyting. En Islenzkir kunna llka sitt af hverju. Þaö mátti sjá þegar þrir snyrtisérfræöingar sýndu Fantasy make-up og leikhús- förðun. Þeir, sem sýndu þaö fyrrnefnda, máluöu andlit tveggja kvenna eftir fyrirmynd, og var fyrirmyndin „íslenzk veörátta”. önnur snyrtingin var t.d. kölluð Noröurljósastjörnur, og mátti sjá i leikhúsföröuninni hvar frekar ungu andliti var breytt I gamalt. Það má svo sannarlega gera ýmislegt meö snyrtingunni, hylja þaö sem ljótt er og draga fram það fallegra. Um Jean Pierre Fleurimon varö lika einni aö oröi: „Hann getur gert ófrítt andlit aö fögru”. —EA - og auðvitað öfugt - fylgzt með franska snyrtimeistar- anumFleurimon að starfi Getur þetta verið ein og sama konan? Jú, rétt er það. i raun- inni litur hún út eins og sést á myndinni, en eftir svolitla meðferð hjá þaulreyndum snyrtisérfræðingi, þá er útlitið svolltið annað....Ljósm.: Bj.Bj. ► STOÐVAÐIR I MURVERKI - LÉTU SÉR EKKI SEGJAST Eftirlitsmaður frá Meistara- og sveinafélagi byggingariönaöarins kærði þrjá menn um helgina fyrir að vinna ófaglærðir við múrverk. Mennirnir voru að pússa hús I Hafnarfiði þegar cftirlits- maðurinn kom að. Lögreglan I Hafnarfirði var kvödd á staöinn. Taldi eftirlitsmaðurinn, að mennirnir væru að brjóta iðnlög gjöfina. Mennirnir þrlr voru aö leggja steypu I gólf hússins. Þeim var leyft að ljúka þvl verki, en slöan skipaö aö hætta vinnu. Þeir geröu þaö. En um leiö og lögregla og eftirlitsmenn voru úr augsýn hófu mennirnir störf á ný. Þegar þaö var ljóst, var lög- reglan kvödd aftur á staöinn, og skipaöi hún mönnunum aö hætta vinnu samstundis, sem þeir gerðu eftir nokkurt þref,. Hægt mun aö sækja um undanþágu fyrir menn til aö vinna ófaglæröir aö iöngrein. Það tekur þó yfirleitt langan tlma aö fá sllka undanþágu. — 6H GAMLA ÞJOFNAÐI Þolinmæðin þrautir vinur allar, gætu verið einkunnarorð rannsóknarlögreg lu nnar I Hafnarfirði eftir helgina. Þá tókst að upplýsa alls fjóra þjófnaði, sem framdir hafa verið I Firðinum seinustu vikurnar. Þjófnaöirnir voru allir innbrot. Alls viöurkenndu • sjö menn aö hafa átt þátt I þessum innbrotum. M. a. höföu þeir brotizt inn I Bæjarbió og I verzlunina Friöu, þaöan sem þeir stálu fötum. Mennirnir eru allir ungir aö árum og hafa flestir komiö áöur viö sögu lögreglunnar. Nokkrir voru saman I innbrotunum. Eitt verka þeirra var aö brjóta upp tollinn hjá japönsku flutninga- skipi, sem lá I Hafnarfjarðarhöfn 16. ágúst. tlr skipinu stálu þjófarnir 12 flöskum af áfengi. Nokkuö af ránsfengnum úr inn- brotunum er komiö til baka — en ekkert áfengi. —ÓH Hafa mœtt tvisvar í viku í skólann — en þeir dýrðardagar eru senn ó enda „Nemendum finnst þetta hálfkák og taka þetta ekki I alvöru. Þeir vilja hafa allt á fullum krafti, og ekki skal ég lá þeim það. Vegna húsnæðisskorts hefur þó ekki verið unnt að hafa fulla kennslu samkvæmt stundatöfiu, og ég tók það ráð að byrja heldur með skerta kennslu, þannig að annar bekkur kemur bara tvo daga I viku, en fyrsti og þriðji bekkur hafa kennslu nokkurn veginn samkvæmt töflu.” A þessa leiö fórust Ingólfi A. Þorkelssyni, skólameistara Menntaskólans I Kópavogi orö, þegar Visir innti hann eftir því, hvers vegna sumir nemenda hans mættu aöeins tvo daga I viku I skóla. „Til þess liggja margvlslegar ástæöur, aö skólahúsnæöiö var ekki tilbúiö, þegar skólinn var settur 14. sept. slöast liöinn. Nú erum viö aö blöa þess aö fá I gagniö tvö svokölluö sérbyggö hús, en viö fáum annað þeirra til notkunar I þessari viku, og þá veröur ekki lengur svona náöugt hjá annarsbekkingum. Við höfum til bráðabirgöa fengiö inni I suöurálmu Kópa- vogsskóla, sem er barnaskóli, og það húsnæöi er mjög skemmtilegt, svo langt sem þaö nær. En samningar um þaö ná aöeins til 1976, svo þaö er knýj- andi aö hefja byggingu menntaskólahúss sem fyrst. Raunar þarf aö gera áætlun um byggingu menntaskóla almennt og fylgja henni, og veita meira fé til þeirra mála meðan þau eru aö komast I horf. Undanfarin ár hefur veitingin verið upp undir 70 milljónir, en þyrfti aö vera 200 milljónir á ári. En vegna núverandi ástæöna brá ég á það ráö aö láta annan bekk koma aöeins tvo daga I viku, þar til sérbyggöa húsnæöiö væri tilbúiö, og var meiningin að nota þessa tvo daga til aö leiðbeina þeim viö heimanám, og koma þannig jafn miklu kennsluefni aö og oröiö heföi meö eölilegri skólagöngu, hvernig sem þaö hefur svo tekizt. En húsnæöiö veröur sem sagt tilbúiö I þessari viku.” í Menntaskóla Kópavogs eru 185 nemendur I þremur árgöng- um og eru þrjár bekkjardeildir I hverjum. 1 öörum bekk eru 54 nemendur. Fastir kennarar viö skólann eru 10, en 6 stunda- kennarar. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.