Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 07.10.1974, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 7. október 1974. 7 Tizkan nær til barn- anna og ótrúlega ung vilja sum þeirra klæða sig á sem „nýtizkuleg- astan hátt”. Það er IINIIM s íða i\i Eitthvað fyrir skólakrakkana eins gott að hugsa vel um fötin sin og lita þokkalega út, en einum of langt getur það samt gengið. Það er til dæmis leiðinlegt þegar börnin metast um það hver er finastur og þar fram eft- ir götunum. Liklega vill það helzt vera í skólanum, en ekki ætlum við að fara að hvetja neinn til þess að hafa nú barnið sitt sem allra finast, með þess- ari mynd. Hér kemur bara smá ábend- ing um hentugan fatnað i skól- ann, sem gengur jafnt á strák sem stelpu. Vesti eru alltaf þægileg og vinsæl, og á stúlk- unni sjáum við rautt vesti með dökkbláu og hvitu stroffi. Innan undir vestinu er svo hægt að vera i skyrtu eða peysu, hvort heldur vill. Það getur ver- ið gott að vera I peysu innan undir þegar kalt er i veðri. Strákurinn er svo i þægilegri peysu, sem er rauð, blá og hvit að lit. Peysan er úr bómull og mjög þægileg vegna þess að hana má þvo næstum i það éndalausa. Slikur fatnaður er alltaf hentugastur á börnin, hvort sem þau eru i skólanum eða annars staðar. —EA Vegnar ógiftum konum betur? — ó meðan giftum mönnum vegnar hins vegar betur „Hvað verður af öll- um sætu stúlkunum, og hvaðan koma allar þessar leiðinlegu kerlingar?” , Þannig hljóðaði ein lina i er- lendu dægurlagi fyrir nokkrum árum. Höfundurinn (karl- maður!) virtist vita ágætlega svörin við báðum spurningunum. En hann reyndi ekki að svara spurningunni: Hvers vegna allar sætu stúlkurnar urðu að leiðinlegum kerling- um! Jessie Bernard, ameriskur prófessor i félagsfræði, hefur nú skrifað bók sem heitir The Fu- ture of Marriage, eða framtið hjónabandsins. Þar er fjallað um stöðu konunnar og karl- mannsins innan hjónabands og utan þess. 1 þessari bók vill Jessie Bernard halda þvi fram að hjónaband hafi hreinlega slæm áhrif á konuna. Hjónabandið eins og það er i flestum tilfellum enn i dag, tak- markar konuna gifurlega, segir prófessorinn.Sumar konur þjást af þunglyndi og ýmsum fleiri andlegum erfiðleikum. Oft gengur það svo langt, að konan þjáist orðið af likamlegri van- liðan eða sjúkdómum. Ógiftum konum vegnar miklu betur, rétt eins og giftum mönn- um vegnar miklu betur, vill prófessorinn meina. En hvað þá? A að binda enda á þetta fyrirkomulag, hjónabönd og gefa börn upp á bátinn. Margir vilja halda þvi fram að það séu jú börnin sem binda konuna. Nei, á það trúir prófessor Bernard ekki. Maður og kona hafa þörf fyrir einskonar kunn- ingsskap. Ef báðum gefst tækifæri til þess að sinna sinum áhugamálum utan hjónabands- ins og skipta með sér heimilis- verkum, verður hjónabandið miklu betra. Vinnan verður að vera jöfn hjá báðum, og hjónabandið verður að þróast upp i það að verða einskonar samningur, lengri eða styttri, milli tveggja aðila, sem bera fulla virðingu fyrir hvort öðru og leita bæði eftir þvi að reglunum sé haldið. Þetta er kannski ekki svo nýtt sem prófessor Bernard setur þarna fram. En hann er sá fyrsti sem setur sina skoðun fram, sem hann byggir á visindalegum athugunum.—EA Kuldin herjar á Þessar kuldahúfur getum við gert sjálf Kuldinn er farinn að herja á okkur á nýjan leik, og okkur bregður óneitanlega við eftir hlýtt og gott sumar. Vetrar- fatnaðurinn er nú ekki lengur lokaður inni i skáp, en sjálfsagt hefur mörgum þótt súrt að draga þykka frakkann eða káp- una fram I dagsljósið á nýjan leik. En það dugir ekki að kvarta. Menn verða bara að bita á jaxl- inn og verja sig eins vel og hægt er fyrir fylgisveinum vetrar konungs. Það er vist ekki hægt á annan hátt en að búa sig vel og klæða kuldann af sér. Við þurfum sannarlega á höfuðfötum að halda hér á landi. Enda fór það svo að tizkukóngar gerðu húfurnar að einu þvi allra vinsælasta I tizkuheiminum. Þær ætla lika að verða langlifar, sem betur fer. í nokkrum verzlunum höfum við rekizt á húfur og trefla stil. Er það svipað og fékkst I fyrra- vetur. Höfuðfötin og treflarnir eru að sjálfsögðu misjafnlega - falleg og dýr, en þar sem allir vilja reyna að spara á þessum siðustu og verstu timum, þá komum við hér með hugmyndir að húfum. Þessar húfur eru allar mjög skemmtilegar og fallegar, og ekki ætti að vera svo ýkja mikill vandi að prjóna þær eða hekla. Ef vill, má svo gera trefil I stil. Húfan á mynd númer eitt er prjónuð úr acryl og er ljósrauð að lit. Uppbrotið á húfunni er prjónað með stærri prjónum 'en sjálfur kollurinn. Það gefur húf- unni skemmtilegan svip. Húfa númer tvö er mislit, og svona mætti reyndar prjóna úr afgöngum. Húfan er prjónuð úr mohairgarni. A mynd númer þrjú er rúst- rauður hattur, heklaður. Hatturinn er heklaður úr mjög grófu ullargarni með stóru skyggni og hlif fyrir eyrun. Hlif- in er fest i annarri hliðinni og hneppt i hinni. Mynd númer fjög ur sýnir svo drapplitaðan túr- ban úr acryl. Hann er heklaður úr tvöföldu garni. Á næstu mynd er ljósblá húfa, hekluð. Hún er hekluð úr acryl. Þá sjáum við hvita húfu hekl- aða úr tvöföldu ullargarni. Þar næst sjáum við breitt band sem prjónað er utan um höfuðið. Efst er gat. Bandið er aöeins saumað saman i hliðinni og er I þremur litum, ljósrauðu, rústrauðu og gulu. A mynd númer 8 er mjög falleg húfa, með stóru og þykku uppbroti. Húfan er hvit með bleikri og grárri rönd. Mynd númer niu sýnir okkur svo túrban, sem er prjónaður úr tvöföldu mohair-garni. Túrban- inn er i þremur litum. ljóslill- uðum dökklilluðum og rúst- rauðum) —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.