Vísir - 09.10.1974, Side 3
Visir. MiOvikudagur 9. október 1974.
3
„Starfsaðstaða óviðunandi
og neyðarástand vegna
fámennis,"
segja bifreiðaeftirlitsmenn
méM&hzSmk • .•*•
■ ■ •■■■-.
- sí4íi»i
mennirnir hér að skriða undir
bilana úti við i misjöfnum
veðrum.
Fundurinn taldi auk þess, að
neyðarástand væri að skapast,
þar eð ekki hefði fjölgað jafn-
mikið i stéttinni og verkefna-
aukningin gæfi tilefni til.
í Reykjavik er nú verið að
taka i notkun nýja tölvuspjald-
skrá við skráningu bifreiða og
sagði Sigurbergur Þórarinsson,
að sérþjálfuðu fólki við þessi
tæki væri hreint og beint ekki
bjóðandi upp á það húsnæði,
sem þvi væri nú troðið i.
„Það sér það hver maður að
þetta húsnæði er óviðunandi.
Við höfum sent bænaskrár til
Táðuneytisins árum saman um
úrbætur en án árangurs.”
Bifreiðaeftirlitið hefur nú
fyrir sitt leyti gengið frá tillög-
um um nýtt númerakerfi á bila
og á dómsmálaráðuneytið
næsta skrefið i málinu.
Guðni Karlsson forstöðumað-
ur bifreiðaeftirlitsins var spurð-
ur um nýja kerfið.
„Við gerum tillögur um kerfi
númera með tvo bókstafi og
þrjár tölur. Slíkt kerfi rúmar
um 600 þúsund bila. Þetta kerfi
þarf að hljóta samþykki
Alþingis áður en það kemst i
notkun. Nú þegar eru nýir bilar
skráðir i spjaldskrám á slik
númer og einnig er unnið við að
merkja bila i Reykjavikur-
spjaldskránni þannig. Þetta
kerfi gerir ráð fyrir þvi að hver
bill hafi eitt númer frá fyrstu
skráningu þar til hann fer úr
umferð og ekki skiptir þá máli,
hvaðan af landinu hann er. Slikt
kerfi sparar mikla skriffinnsku
við umskráningu.”
Guðni kvaðst ekki geta sagt
fyrir um útlit nýju númeranna,
um það yrði dómsmálaráðu-
neytið að setja reglugerð. Guðni
tjáði blaðinu þó að Umferðar-
ráð, sem hann á raunar sæti i
hafi orðið sammála um að
endurskoða þyrfti gerð númera-
spjaldanna og jafnframt hefði
ráðið skorað á dómsmálaráðu-
neytið að setja reglugerð um að
merkin yrðu endurskinsmerki.
Tveir möguleikar væru fyrir
hendi. Annar að láta númerin
vera hvit og endurskinandi á
svörtum fleti og hinn, að láta
flötinn vera sjálfan hvítan og
endurskinandi og númerin-
svört. Væri siðari lausn mál-
anna mjög sennileg.
Með tilkomu nýju númeranna
sést á númerinu sjálfu, hvaðan
af landinu viðkomandi bill er.
BB 653
Þannig gætu nýju númerin litið
út. Svartar tölur á hvitum
endurskinsfleti.
Guðni sagði, að ekki hefði enn
verið neitt ákveðið i sambandi
við auðkenni er kæmi i stað nú-
verandi bæjarbókstafs. Þó væri
vel hugsanlegt að litlu merki er
segði til um sýslu yrði lætt ein-
hvers staðar á númerið eða
jafnvel i rúðu. Þetta væru þó að-
eins hugdettur, en ekkert hefði
verið lagt fram i þessu tilliti
ennþá. _ jb
Fiskkapphlaupið í USA:
Japanir þutu fram úr
— og nú eru Kóreumenn orðnir skœðir
keppinautar okkar ó markaðnum
Kóreumenn hafa auk-
ið fiskinnflutning sinn til
Bandarikjanna i
13.804.000 ensk pund á
sjö fyrstu mánuðum
þessa árs, úr 100 þús.
enskum pundum sama
tima árið 1973. Japanir
juku sölu sina úr
34.750.000 enskum pund-
um i 67.277.000. Sam-
bærilegar tölur fyrir
sölu á islenzkum fiski
eru 33.515.000 fyrstu sjö
••
ENGAR KROFUR—
BARA UPPSAGNIR
Yfirgnæfandi meirihluti laun-
þega I landinu, I 60-65 verkaiýðs-
félögum, hefur nú samþykkt að
segja upp gildandi kjara-
samningum. Eru þá sumir með
lausa samninga frá 1. nóvember,
en uppsögn annarra tekur gildi
fyrstu daga nóvembermánaðar.
Við spurðum Björn Jónsson,
forseta Alþýðusambands Islands,
hvort það þýddi, að boða mætti
verkföll frá og með þeim tima,
sem uppsögn tekur gildi.
„Samkvæmt lagabókstafnum
er það,” svaraði hann. „En við
verðum aö muna það, að fordæmi
er fyrir, að samningar hafi verið
lausir lengi, allt upp i ár, án þess
að gripið hafi verið til verkfaila.
Það væri óvenjulegt að boða til
verkfalla, án þess að settar hefðu
verið fram kröfur og leitað
samninga áður”.
Ekki er vitað, hvenær setzt
verður að samningaborði til að
ræða þau mál, sem verkalýös-
félögin eru nú að undirstrika með
uppsögnum sinum. — SH
„Snyrtilegir" innbrotsþjófar
ó ferð við Þingvallavatn
Óvenju „snyrtilegir ” inn-
brotsþjófar voru á ferð við Þing-
vallavatn einhvern timann I síð-
ustu viku.
A sunnudag kom einn eigenda
sumarbústaða, sem standa við
vatnið vestan við Valhöll, að
bústað sinum, þar sem gluggi
hafði verið brotinn. Leit út sem
farið hefði verið inn um gluggann
og um allan bústaðinn. Hins veg-
ar var engu stolið og ekkert
skemmt.
Við nánari athugun kom i ljós,
að samtals var farið inn I sex
sumarbústaði, sem standa nálægt
hver öðrum. A flestum
bústöðunum var útihurðin brotin
upp.
Einhver virtist hafa farið inn i
alla bústaðina. Þar var þó alls
staðar sömu sögu að segja, ekkert
skemmt og engu stolið. Þó var
viðast hvar rótað til i skúffum og
skápum.
—ÓII
mánuði ársins 11973 en
20.201.000 ensk pund
1974.
Svipaður samdráttur hefur orð-
ið hjá sölu Kanadamanna og Is-
lendinga, eða úr 28.715.000 ensk-
um pundum i fyrra i 16.344.000 i
ár. Norðmenn seldu 22.502.000
ensk pund fyrstu sjö mánuði 1973,
en 17.610.000 I ár.
Megnið af fisksölu Kóreu-
manna til Bandarikjanna i júli
siöastliðnum er flatfiskur, en
einnig nokkuð af Alaska-ufsa. Hjá
Japönum er mest af ufsa. Frá
Islandi og Kanada er mest af
þorski, en Norðmenn eru með
svipað magn af þorski og ýsu.
Japanir og Kóreumenn selja
fisk sinn á lægra verði en við, og
eru gæði fisksins talin heldur lé-
leg.
—SH
VERÐUR HLE
Á GERÐ
LÖGGILTRA
SKJALA?
Er orðinn tilf innanlegur
skortur á löggiltum skjala-
pappir? — Nokkuð hefur verið
kvartað undan þvi upp á sið-
kastið, að örðugt væri að útvega
þcnnan nauðsynlega pappir,
sem er ein forsenda þess, að
skuldabréf og önnur viðlika
plögg fáist þinglýst. Einkum
munu ýmsir lögfræðingar hafa
orðið óþyrmilega varir við
þennan skort, en bankar munu
fremur vera sæmilega búnir
með birgðir.
„Þetta er alheimsmál i raun
og veru,” sagði Ragnar Þ.
Guðmundsson, forstjóri rikis-
prentsmiðjunnar Gutenberg,
sem hefur flutt inn mikið af
þessari pappirstegund. „Það er
ákaflega erfitt að fá pappir,
jafnvel frá fyrirtækjum, sem
lengi hefur verið skipt við. Ég
hafði gert ráðstafanir til að fá
sendingu I marz, en hún er ekki
komin enn. Ég hef beðið
umboðsmanninn að reyna að fá
svör um, hvenær við fáum
sendinguna, en ég þrefaldaði
pöntunina, þegar mér urðu
ljósir þessir erfiðleikar, til þess
að lenda ekki i sama stappinu á
hverju ári.
Það er að sjálfsögðu orku-
skorturinn, sem veldur þessu að
nokkru, en lika þverrandi
hráefni til pappírsgerðar
samfara sivaxandi notkun á
pappir. Löggiltur skjalapappir
er ekkert sérdæmi um
örðugleika við pappirsútvegun,
þetta á við um allan pappir:
Erfitt að fá hann, langur
afgreiðslutimi og gifurleg
verðhækkun.”
Þá kom það einnig fram, að sá
pappir, sem væntanlegur er,
mun vera hvitur, en ekki gul-
leitur, eins og sá sem tiðkazt
hefur. I dómsmálaráðuneytinu
fengum við þær upplýsingar, að
vatnsmerkið i pappirnum og
stærð hans myndi skipta
meginmáli, fremur en litur
hans. Baldur Möller, ráðu-
neytisstjóri, sagði:
„Það er einfaldlega skylda að
hafa plögg, sem varða fjárskipti
manna á traustum og góðum
pappir, og eins er mikilvægt að
þau plögg, sem eiga að vera i
vörzlum opinberra aðila séu
samræmd að stærð og aðgengi-
leg i skjalaröðum, og þvi var
löggildingin bundin við þessa
pappirsgerð”.
Ekki hefur Visi tekizt að fá úr
þvi skorið, hvað það er annað en
stærðin og vatnsmerkið, sem i
pappírinn er þrykkt, sem gerir
það að verkum, að hann er svo
miklu merkilegri en annar
góður pappir, að hann einan má
nota á þau plögg, sem þinglýst
er. En meðan sú skylda er
samkvæmt lögum, er hætt við,
að erfitt verði að ganga frá
skjölum til þinglýsingar ef það
dregst mikið lengur, að pappir-
inn komi, en hann er keyptur i
gegnum brezkt pappirsfirma.
—SH
Nýr stjórn-
arformaður
Kassagerð-
arinnar
Svanbjörn Frimannsson,
fyrrverandi bankastjóri
Seölabankans, var fyrir
skömmu kjörinn stjórnarfor-
maður Kassageröar
Reykjavikur, og tekur hann
viö starfinu af Guölaugi Þor-
lákssyni, sem lézt fyrir
skömmu.
Svanbjörn er fæddur á
Akureyri árið 1903 og hefur
starfað við banka frá þvi hann
Svanbjörn Frímannsson, ný-
kjörinn formaður stjórnar
Kassagerðar Reykjavikur, og
Agnar Kristjánsson, forstjóri
fyrirtækisins.
lauk gagnfræöaskóla, siðast
bankastjóri Landsbankans frá
1957 og Seölabankans frá 1971
og lét af þvi starfi um siðustu
áramót.
—SH
íslandsheimsókn sænsku snillinganna
HELLAS
í kvöld:
VALUR
Johan
Fischerström
í Laugardalsltöll kl. 20.30
Dómarar: Jón Friösteinsson,
Kristján örn Ingibergsson.
Forleikur Valur—Fram 2. fl. kvenna
kl. 20.
Komiö og sjáið spennandi leik
Gunnsteinn
Skúlason.
H.K.R.R.