Vísir


Vísir - 09.10.1974, Qupperneq 8

Vísir - 09.10.1974, Qupperneq 8
Vísir. Miðvikudagur 9. október 1974. Visir. Miðvikudagur 9. október 1974. Þessi skemmtilega mynd að ofan er af einum af beztu blakmönnum Sovétrikjanna, Boris Buranov, og er tekin i úrslitaleik i meistara- móti Sovétrikjanna i ár á milii stúdentaiiða frá Moskvu og Riga. Sá norski hélt EM-titlinum í hnefaleikum! Norðmaðurinn Sven Erik Poulsen hélt Evrópumeistaratitli sinum i léttvigt i hnefa- leikum, þegar hann sigraði Giovanni Gir- gente, Itaiiu, I fimmtán lotu ieik I Osló i gærkvöldi. Þrátt fyrir þaö voru 6000 áhorfendur á stundum óánægðir með frammistöðu Poul- sens. Þeir voru aö vonast eftir, aö eitthvað mundi „ske” — það er að Norðmaðurinn kæmi rothöggi á mótherja sinn, en itaiinn var of sniöugur og fljótur — að þvi er norska fréttastofan NTB segir — tii þess að sá norski kæmi inn sínum hættulegu hægri krosshögg- um eða vinstra húkki. Sikileyjarbúinn hafði aðeins betur framan af keppninni — en um miðjan leikinn fór „bein vinstri” hjá þeim norska að segja til sín. Stigin féllu til hans og I lokin stóð Poulsen, sem er frá Þrándheimi, uppi sem sigurvegari. HM í blaki í Mexikó! í dag hefst i Mexfkó 25. heimsmeistara- keppnin i blaki. Keppt verður bæöi I karla- og kvennaflokki og taka 24 liö frá öllum heims- áifum þátt I þessum móti. Sovétrikin eru talin einna sigur'strang- legust I báðum flokkum, enda frábærum liðum úr að velja I Sovétríkjunum, þar sem 5,2 milijónir manna æfa þessa skemmtilegu iþrótt. Hér á eftir fer stutt viðtal sem APN frétta- stofan átti við forseta Blaksambands Sovét- rlkjanna, V. Savvin, um sovézku liðin og heimsmeistarakeppnina I Mexikó. ALLT MINNA EN 4-0 ER TAP FYRIR OKKIIR — segja dönsku leikmennirnir og blöðin um landsleikinn í Álaborg í kvöld Frá Kjartani L. Pálssyni, Ála- borg i morgun: Það er mikil kokhreysti I Dön- um i sambandi við landsleik Dan- merkur og tslands I knattspyrn- unni hér i Álaborg i kvöid. Allt minna en 4-0 er tap fyrir okkur, segja dönsku blööin — og leik- menn danska liðsins eru sama sinnis. Danir muna vel eftir 14-2 sigrinum fræga og hafa mikinn áhuga á að minnast á þann leik. Björn Lárusson, sem er eini leik- maður tslands nú, sem var með i þeim leik, hefur verið mjög I sviðsljósinu —og þaðhafa birzt af honum myndir Í blöðum og höfð við hann viðtöl. A blaðamannafundi lækkaði Henning Enoksen, sá frægi danski leikmaður, sem var lands- liösþjálfari hjá okkur i fyrra, nokkuð rostann I blaðamönnum, þegar hann minntist á það, að ís- lenzka landsliðið hefði nýlega gert jafntefli við Finna, jafnframt sem hann sagöi, að það hefði Dönum ekki tekizt. Enoksen sagöi ennfremur, að þvi, sem islenzku leikmennina skorti á i tækni á við þá dönsku, næðu þeir upp með út- haldi og vilja. í danska liðinu i kvöld verða fjórir atvinnumenn, sem leika með belgiskum og svissneskum liðum, en hins vegar fengu Danir ekki lausa þá atvinnumenn sina, sem leika i Vestur-Þýzkalandi og Austurriki. Hinir flestir tóku þátt I landsleiknum við Spán á dögun- um — en þó eru þrir nýliöar i danska liðinu I kvöld. Leikmenn liösins lita á leikinn við ísland sem æfingu fyrir átökin viö Rúmeniu næsta sunnudag — en sá leikur er liður i Evrópukeppni landsliða. t danska liðinu eru fjórir þeirra leikmanna, sem léku i Kaupmannahafnarúrvalinu heima á íslandi i sumar — og úr- valslið Reykjavikur sigraði. Meðal þeirra er aðalmarka- skorari Dana nú — Holmström hjá KB, sem hefur skorað 20 mörk i 1. deildinni, 12 meira en sá,sem er næstmarkhæstur. Holström er i miklu uppáhaldi hjá Dönum og það kom þvi ekki vel við dönsku blaöamennina, þegar fyrirliði islenzka liðsins, Jóhannes Eð- valdsson, sagði aö Holmström hefði ekkert getað á tslandi I sumar. „Hann má þá vera orðinn góöur, ef hann á að geta eitthvað gegn okkur i kvöld”, sagði Jó- hannes. Leikurinn verður háður i Aal- borg-stadium — glæsilegum leik- vangi, sem rúmar 20 þúsund áhorfendur. Danir reikna með milli 10-12 þúsund áhorfendum, þótt veðurútlit sé slæmt. Ekta islenzkt veðurfar — rok og rigning. Leikið verður I flóðljós- um og leiknum veröur sjónvarpað beint. íslenzka landsliðið mun klæðast nýjum landsliðsbúningi i leiknum — hvitar peysur, hvitir sokkar og bláar buxur meö tveimur rauðum röndum. Islenzku leikmennirnir æfðu á leikvellinum i gærkvöldi og einnig I morgun og eru mjög hrifnir af honum. Þeir voru þar allir — nema þeir tveir, sem koma i dag, I Þorsteinn Ólafsson að heiman og Asgeir Sigurvinsson frá Belgiu, en hann hefur fengið leyfi hjá | félagi sinu, Standard Liege, til að leika i kvöld eins og dönsku atvinnumennirnir hjá belglsku iiðunum. Ein breyting á ísl. landsliðinu Matthías Hallgrímsson kemur Karls Hermannssonar stað Frá Kjartani L. Pálssyni, Álaborg i morgun: — Ég er ekki of bjartsýnn á úrslitin I kvöld I landsleiknum. Strákarnir hafa tekiö lifinu of róiega siðan ég hætti að þjálfa þá eftir landsleikinn við Belgiu. Þar spila feröalög þeirra með félögum sinum „út um allan heim" lika inn i, sagði landsliðsþjálfarinn Tony Knapp I morgun. — En við gefum heldur ekkert eftir, sagði Tony ennfremur, og þó að Danir séu að reyna að hræða okkur, hefur það engin áhrif. Það eru bara gamlir draugar. Landsliðið verður ekki gefið upp fyrr en rétt fyrir leikinn i kvöld, en mér tókst „að pina” það út úr landsliðsþjálfaranum. Ein breyting veröur á Islenzka liðinu — Matthias Hailgrimsson j kemur inn sem miðherji, en' Ásgeir Sigurvinsson tekur stöðu i Karls Hermannssonar sem" framvörður. Liðið verðuri annars þannig skipað." Þorsteinn ólafsson, Keflavik, Gisli Torfason, Keflavik.l Jóhannes Eðvaldsson, Val.i Marteinn Geirsson, Fram, Jón" Pétursson, Fram, Guðgeiri Leifsson, Fram, Ásgeir Elias-' son, Fram, Ásgeir Sigurvins-i son, Standard, Grétar Magnús-' son, Keflavik, Matthiasj Hallgrimsson, Akranes, og' Teitur Þórðarson, Akranes. —i Varamenn eru Magnús' Guðmundsson, KR, Eirikuri Þorsteinsson, Viking, Björn Lárusson, Akranes, Jón/ Gunnlaugsson, Akranes, og' Karl Hermannsson, Keflavik. j Vonum að það verði brœla segja ísl. sjómennirnir á síldarskipunum og þá œtla þeir að fjölmenna á landsleikinn Frá Kjartani L. Pálssyni, Álaborg I morgun: Við vonum bara að það verði bræia á sildarmiðunum i kvöld — þá munum y^ið heldur betur fjöimenna á landsleikinn og hvetja islenzku strákana, sögðu islenzku sildarsjómennirnir, sem I sumar hafa verið I fangbrögðum við sildina I Norðursjónum. Ég held aö islenzku landsliðs- mennirnir voni einnig að það verði bræla — alltaf gott að heyra hvatningarhróp af áhorfenda- svæðunum. Og islenzkir sildar- sjómenn geta vissulega látið i sér heyra. En það verða þó nokkrir Is- lendingar á leiknum. Þeir hafa komið viða að úr Danmörku siðustu daga, og margir koma I dag. Það er áhugi á leiknum, greinilega. Islenzku landsliðsmennirnir búa á gömlum sveitabæ rétt utan Alaborgar, sem hefur verið breytt I gististað, vinalegt þar. Ég hitti einn dönsku landsliðs- mannanna I gærkvöldi — Ulrich Le Fevre, sem um skeið var at- vinnumaður með Borussia Mönchengladbach i Vestur- Þýzkalandi. Hann kemur nú aftur i danska landsliðið eftir langt hlé. Fyrsti landsleikur hans var einmitt sá frægi — 14:2 leikurinn á . Idretsparken, sællar minningar, þegar danska lands- liöið lék sér að þvi islenzka. Ulrich sagði. — Ég hef litið fylgzt með islenzkri knattspyrnu siöustu árin, en ég veit þó, að ykkur hefur farið fram. Við sigrum i leiknum i Álaborg, þó sá sigur verði ekki eins stór og i Kaupmannahöfn forðum. Dönsku leikmennirnir hafa svo mikla leikreynslu að það kemur ekki fyrir þá, að lenda i vandræðum með „litla Islands”. Við erum betri og getum ekki einu sinni „misst” leikinn niður I jafntefli. Tveir landsliðsmiðherjar skoruðu þrisvar [ Newcastle unnu stórsigrq | Tveir miðherjar enska landsliðsins i knatt- spyrnunni, Mike Chann- on, Southampton, og Malcolm MacDonald, Newcastle, voru heldur betur i stuði, þegar 3. umferð deildabikarsins hófst i gærkvöldi. Channon skoraði þrennu i 5-0 sigri liðs sins gegn Derby — og sá sigur kom heldur betur á óvart — og MacDonald var einnig með þrjú mörk, þegar Newcastle lék sé að QPR i Lundúnum. Lokatölur 0- 4. Annars urðu úrslit þessi i 3. umferð deildabikarsins kvöldi. i gær- Bristol City-Liverpool 0-0 Fulham-West Ham 2-1 Ipswich-Hereford 4-1 Middlesbro-Leicester 1-0 QPR-Newcastle 0-4 Sheff.Utd.-Luton 2-0 Southampton-Derby 5-0 1 3ju deild urðu úrslit þessi: Grimsby-Brighton 3-2 Walsall-Port Vale 0-0 Malcolm MacDonald var ekki lengi að finna leiðina i mark QPR — eftir aöeins 13 sekúndur sendi hann knöttinn i fyrsta skipti i netmöskva Lundúnaiiðsins. Leikmenn QPR, sem unnu efsta lið 1. deildar, Ipswich, sl. laugardag, náðu sér aldrei á strik I leiknum og stórsigur Newcastle varð staðreynd. Niður á suðurströndinni var Mike Channon alveg óstöðvandi fyrir Southampton gegn Derby, þar sem hann lék landsliðsfélaga sina, Todd og Nish, grátt. Chann- on skoraði þrjú mörk i hinum óvænta sigri Southampton, sem nú er meðal neðstu liða 2. deildar. Ipswich var heldur ekki lengi að koma knettinum i mark Hereford úr 3. deild. David Johnson skoraði eftir 89 sekúndur og Ipswich-liðið réð alveg gangi leiksins eftir það. Bikarmeistarar Liverpool náðu ekki nema jafn- tefli i Bristol gegn City. Þar var mesti áhorfendafjöldi kvöldsins — 25.573 og litlu munaði að Bristol City færi með sigur af hólmi. Tiu min. fyrir leikslok átti Trevor Tainton hörkuskot af 20 metra færi, og knötturinn sleikti þverslá Liverpoolmarksins. Þá kom einnig talsvert á óvart, að Fulham úr 2. deild sigraði bezta liö Lundúnaborgar nú, West Ham. Þar með var sigurganga West Ham rofin — en hún hefur staðið i fimm leiki, sem gefið hafa 22 mörk. Stöðva varð leikinn i 28 min. vegna bilunar i flóðljósum Santos var ekki SANTOS! Franska liðið FC Rouen- liðið sem Þórólfur Beck lék eitt sinn meö — er nú I 2. deild I Frakklandi og hefur ekki vegnað sem bezt. Fyrir skömmu ákváðu for- ráöamenn þess að hressa upp á áhugann hjá stuöningsmönnum liðsins og jafnframt áhuga gjaldker- ans á starfi sinu, en hann hefur heldur litið séð af aurum undanfarna mánuöi. Var gripið til þess ráðs að skrifa til Brasiliu og bjóða sjálfu stjörnuliðinu Santos að koma i heimsókn, og var tilboð um greiðslur og annaö með I bréfinu. Svar barst mjög fljótt og vakti almenna ánægju i Rouen búðunum, þvi Santos sagðist mæta meö alit sitt lið og bað jafnframt um, að greiðslan yrði send i póstitil félagsins. Það var gert og slöan allt undirbúið fyrir daginn stóra — alit fágað og gert fint og miðar seldir á leikinn svo hundruðum skipti. Loks kom að hinum stóra degi og Santos mætti með allt sitt lið. Menn teygðu álkuna og leituðu að Peie og hinum stjörnunum og þær sáust hvergi. Þegarsvo sjálfur leikurinn hófst, urðu menn enn meira undrandi að sjá til Brassanna — þeir gátu bók- staflega ekki neitt, og voru leikmenn Rouen nánast snillingar á við þá. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru, og er yfir lauk. stóð á markatöflunni FC ROUEN 10 — SANTOS O. Var nú farið að kanna málið betur, og kom i ljós, að boðsbréf Roucn hafði farið til annars félags i Brasiliu, sem einnig bar nafnið Santos. Munurinn var bara sá, að liðið sem Itouen var að bjóða, lék I 1. deild,en þetta var hverfalið úr borginni og var ekki einu sinni i þeim gæðaflokki að komast i 6. eða 7. deild þar i landi. Finnar í úrslitin Finnar eru komnir í úrslit i UEFA-keppni unglinga- landsliöa í knattspyrnu eftir sigur gegn Norömönnum, 1- 0, i Turku I gær. Finnsku strákarnir leika þvi til úr- slita I keppninni i Sviss næsta vor, en þeir voru einnig i úr- slitakeppninni I Sviþjóð sl. vor og áttu þá efnilegu liði á að skipa, að sögn Arna Agústssonar, fyrrverandi formanns islenzku unglinga- nefndarinnar. Fyrri leik landanna i Osló siöast I september lauk án þess mark væri skorað. t leiknum i Turku I gærkvöldi hafði norska liöiö yfirtökin i fyrri hálfleiknum án þess þó að nýta það I mörk. Eftir leikhléið voru Finnar hins vegar sprækari og Harry Lindholm skoraði eina mark leiksins. Ómar Sigþórsson, Akranesi, kom einn innfyrir vörn íra I gærkvöldi—en var aðeins of seinn aö spyrna. Hinn frábæri miövörður tranna James Hagan, tii vinstri, komst fyrir knöttinn og bjargaöi I horn. Ljósmynd Bjarnleifur. UEFA-draumur strák- anna slokknaði í lokin írska unglingalandsliðið sigraði það ísl.í UEFA-keppninni á Melavelli í gœrkvöldi og möguleikar íslands til að komast í úrslit 3ja árið í röð nánast úr sögunni Sú von íslenzka unglingalandsliðsins að komast í úrslitakeppni Evrópukeppninnar þriðja árið í röð varð raunveru- lega að engu þremur mínútum fyrir leikslok i leik íslands og Irlands á Melavellinum í gærkvöldi. Þá lék írskri miðherjinn hjá Tottenham, Noel Brakerstone, á íslenzku varnarmennina — eftir misskilning þeirra — og renndi knettinum í markið framhjá hinum snjalla markverði islands, Jóni Þorbjörnssyni, Þrótti. Það var sigurmark leiksins — irar unnu 2-1 og næstum öruggt, að þeir tryggðu sér farseðla á UEFA-mótið í Sviss í mai næstkomandi þar með. Sigur Irska liðsins var verðskuldaður. Þaö lék mun betri knattspyrnu en Islenzka unglingalandsliðið — leikni hinna smávöxnu Ira og hraði var meiri en islenzku „risanna”. Þó hefði islenzka liðið með smáheppni getað náð 2-3 marka forustu i byrjun siðari hálfleiks. Þá lék það vel og strax á fyrstu minútunni skoraði Guðmundur Þorbjörnsson, Val, gott mark eftir að hafa leikið á irskan varnarmann. Þetta mark „hristi” Irana. Rétt á eftir lagði Guðmundur knöttinn fyrir fætur Atla Eðvaldssonar i „dauðafæri”. Atli spyrnti yfir markmanninn, en knötturinn fór lika yfir þverslána. Þá komst miðherinn frá Akranesi, Ómar Sigþórsson, fór innfyrir en var of seinn að nýta hið góða færi. Mið- herji Ira stýrði knettinum i horn. Einnig björguðu trar á marklínu eftir hornspyrnu — og svo kom mesta óheppni leiksins. KR-ingur inn Hálfdán örlygsson komst frir að marki Ira — spyrnti knettinum framhjá irska markverðinum og boltinn small I stönginni fjær, skoppaði siöan eftir allri marklin- unni, lenti i hinni stöng marksins og hrökk út!! Það var mikil óheppni — jafnvel 2-0 á þessum tima hefði getað bjargað sigri. En lokakafla leiksins náðu irsku strákarnir aftur yfirhönd- inni eins og þeir höfðu haft allan fyrri hálfleikinn David McCrerry hjá Manch. Utd. jafnaði með frábæru skoti innan á stöng og i mark á 31. min. og siðan kom sigurmark Tottenhamleik- mannsins. Siðar i mánuðinum fer siðari leikur landanna fram ytra og á grasvelli hafa okkar menn sénnilega litið i hina nettu Ira að gera. Það eru nokkrir sterkir einstaklingar i islenzka liðinu, en sáralitil knattspyrna öfugt viö það, sem verið hefur hjá unglingalandsliðunum undan- farin ár. Samleikur sást varla — en mikið sparkað og hlaupið, nema kaflann fyrst i siðari hálf- leik. Það eru miklir risar i islenzka liöinu-meðalhæö þar áreiðanlega mun meiri en hjá 1. deildarliðum okkar. Hæðinni fylgir stundum stirðleiki — það er erfiðara fyrir stóran mann aö hemja knöttinn. Þá kom skipan islenzka liðsins einnig á óvart — einkum meðal þeirra, sem bezt til þekkja. Enginn ieikmaður úr þvi félagi, sem haft hefur mikla yfir- burði i 2. aldursflokki i sumar. Beztu menn islenzka liðsins voru auk Jóns markvarðar Sigurður Haildórsson (Sigur- björnssonar, Akranesi, „Donna”) og Magnús Bergs, Val. Mjög sterkir leikmenn, sem flestar sóknartilraunir Ira brotnuðu á. Einnig vöktu athygli Magnús Teitsson, Stjörnunni, Árni Valgeirsson, Þrótti, og Guðmundur og Hálfdán I framlin- unni. Leikmenn liðsins eru ungir að árum og það á þvi „framtið- ina” fyrir sér. Ekki vantar hraðann og kraftinn. Mesta athygli i irska liðinu vakti Simpson hjá Colraine — nr. 10, leikmaðurinn, sem Feijenoord vill fá. Stórsnjall leikmaður. Einnig voru Manch. Utd.-leik- mennirnir McKearn (nr. 2), McCrerry og McRorr (nr. 6) góöir að ógleymdum miöverð- inum James Hagan, Larn. Skozkur dómari dæmdi leikinn vel. —hsim. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.