Vísir - 09.10.1974, Side 16
VÍSIR
Miðvikudagur 9. október 1974.
Klemmdist
milli 11
tonno ólbarra
Vinnuslys varð I Laxfossi i
morgun, þar sem skipið lá i
Straumsvikurhöfn.
Tveir kranar voru að slaka
„álbarra”, niður I lest skipsins en
það er ellefu og hálfs tonna
stykki. Maður, sem er nýbyrjaður
að vinna við höfnina, stöð niðri I
lestinni, þegar málmstykkið slðst
til hliðar. Maðurinn klemmdist á
milli og meiddist nokkuð á
mjöðm. Ekki var fullkunnugt i
morgun, hvort hann hefði hlotið
meiriháttar meiðsli. —ÓH
Frekar
undir
brúna
en yfir
Bíll, sem var á leið um Grafar-
voginn á leið I Gufunes, fór út af
veginum um tiuleytið I gærkvöldi.
Bílstjórinn virðist hafa misst
vald á bilnum, þannig að hann fór
út af veginum. Utan vegar ók blll-
inn síðan góða vegalengd, þar til
hann hafnaði á brúarstólpa.
Meðfram veginum er sléttlendi
og þvi ekkert til hindrunar. Bill-
inn stanzaði ekki fyrr en 20 metr-
um frá þeim stað, þar sem hann
ók út af, og má vera að bllstjórinn
hafi ekki áttað sig á útafakstrin-
um fyrr en hann lenti á stólpan-
um.
Bíllinn skemmdist nokkuð að
framan, en bilstjórinn slapp
ómeiddur. Hann er grunaður um
að hafa fengið sér einn léttan eöa
fleiri. Ekkert vatn rennur undir
brúna á þessum árstlma, svo ekki
hindraði það bllinn I að aka frekar
undir brúna en yfir. —JB
LeigubíSstjórinn mátti
ekki neita áfengisleit
saksóknari vísar frá kœru á hendur lögreglunni
Saksóknari rikisins
úrskurðaði fyrir
nokkru, að máli, þar
sem leigubilstjóri i
Keflavík kærði lög-
reglu og bæjarfógeta
þar fyrir dómsmála-
ráðuneytinu, skyldi
visað frá.
Málið kærði leigubil-
stjórinn, eftir að lög-
reglan hafði gert
áfengisleit i bil hans og
skemmt bilinn nokkuð
við leitina.
Atburðurinn gerðist I júni 1973
og olli nokkrum blaöaskrifum.
Lögreglan stöðvaði leigubil-
stjórann á bil sinum i Keflavlk
og bað um að fá að leita að
áfengi I bilnum. Leigubilstjór-
inn neitaði að láta leita I bil sin-
um, nema að undangengnum fó-
getaúrskurði. Fulltrúi fógeta
neitaði að kveða upp úrskurð og
kvað fulla lagaheimild fyrir
leitinni. Þá læsti leigubilstjórinn
bilnum.
Lögregluþjónar ollu nokkrum
skemmdum á bilnum, þvi að
þeir þurftu að brjóta upp hurðir
og kistulok, til þess að geta
leitað. Þess má geta, að ekkert
áfengi fannst.
Eftir að bflstjórinn kærði
aðfarir lögreglunnar, var
Sverrir Einarsson sakadómari
úr Reykjavlk skipaður setu-
dómari, þar sem bilstjórinn
taldi málið of skylt fógetaemb-
ættinu.
1 forsendum frávlsunarinnar
hjá saksóknara segir, að sam-
kvæmt áfengislögum hafi ekki
þurft fógetaúrskurðar með til
þess að leita I bflnum. Þvl hafi
lögregluþjónarnir verið I fullum
rétti, og leigubflstjórinn beri
einn ábyrgð á skemmdunum.
—ÓH
Hann var heldur betur á rangri leiö þessi Volkswagen, sem ætlaöi aö skjóta sér undir brúna I staö yfir.
Ljósm. Jón B.
Aðsópsmiklir
lögtaksmenn!
„Viö erum komnir til aö gera
lögtak,” tilkynntu embættis-
mennirnir valdsmannslega og
stilltu sér upp fyrir framan lækni
I Keflavik i miöjum annatima
dagsins. Það voru tiu eða tólf
manns, sem sátu i biðstofunni og
orö lögtaksmannanna og
brugðið I
brún.
„Skyldu þeir innsigla okkur?”
gæti þeim hafa dottið I hug,
sjúklingunum, sem biðu eftir við-
tali við lækninn sinn. En ótti
þeirra var ástæðulaus: Hér
reyndist vera um mistök að ræða.
Læknirinn var skuldlaus við inn-
heimtuna og til aðgerða kom þvi
ekki
Var honum borið á brýn, að
hafa ekki greitt eyri af lögboðinni
fyrirframgreiðslu til skattsins og
átti þvl að grlpa til lögtaksað-
gerða.
Á meðan læknirinn skauzt með
lögtaksmönnum yfir •.á bæjar-
skrifstofurnar til að sanna sitt
mál, máttu sjúklingar biða á
biðstofunni. Það tók tiltölulega
stutta stund, en einhverjir höfðu
samt yfirgefið biðstofuna á
meðan læknirinn var I burtu. Ef
til vill af fyrrgreindum ótta.
—ÞJM
Auðvelt að fá bíla-
stœði í Norfolk?
— Malbikað fyrir 19 milljónir
fyrir Islandsbílana
Þeir eru aö malbika I Norfolk
I Bandarikjunum nærri átta-
hundruö fermetra bilastæöi,
sem á aö geyma bila, sem biöa
þess aö komast til tslands.
Verkiö kostar 160 milljónir doll-
ara, 19 milljónir Isl. kr.
Þetta kemur fram I frétta-
blaði Virginiuhafnar, sem út
kom I síðasta mánuði, og það
fylgir fréttinni, að yfir 300 bflar
hafi farið um höfnina til Islands
„slðustu 30 dagana”, eins og
þeir orða það, og fleiri blði
skips.
Þaö skyldi þó aldrei vera, að
hægt yröi að finna laust blla-
stæði á planinu þeirra um þess-
ar mundir. Mikiðaf þeim bflum,
sem hingað koma um Norfolk,
eru notaðar bllar, og inn-
flutningur þeirra mun hafa
dregizt saman. Þá má benda á,
að bilaflutningur til landsins frá
Ameriku hefur færzt meira I það
form að nota bllaflutningaskip,
sem tekur farm sinn I Montreal I
Kanada — og svo hafa bllar
hækkað verulega I verði hér og
seljast nú lakar en áður — svo
ekki sé minnzt á benslnverðið.
—SH
Bilarnir biöa i rööum eftir þvi að komast til tslands.
HEFUR STARFAÐ í ÁR
- OPNAR Á MORGUN
Norrœna eldfjallastöðin
Siöan I október I fyrra hefur
Norræna eldfjallastöðin verið
starfandi, en hún verður form-
lega opnuð á morgun. t tilefni af
opnuninni hefur stööin boöið
hingað til fyrirlestrahalds
bandariskum doktor, Al-
exander McBirney, sem er
forstööumaður eldfjallastöövar
i sinu heimalandi.
Forstöðumaður Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar, dr.
Guðmundur Sigvaldason, jarð-
fræðingur, sagði Vísi, að á þessu
ári, sem stöðin hefur starfað,
hafi töluvert verið gert. Fyrst
og fremst hefur starfsemin
verið skipulögð, komið upp
tekur formlega til starfa
stjórnunarkerfi og ráðið
starfsfólk.
Við stöðina starfa auk
Guðmundar dr. Karl Grönvold,
jarðfræðingur, tveir tæknilegir
aðstoðarmenn og skrifstofu-
stjóri. Um næstu áramót bætist
þriðji aðstoðarmaðurinn við, og
slðar mun jarðeðlisfræðingur
koma til starfa við stöðina.
A þessu ári hafa fjórir
norrænir styrkþegar starfað að
skammtlmaverkefnum. Einn
hefur verið með rannsóknir á
öræfajökli, annar fjallað um
jarð-og bergfræði á Jan Mayen,
þriðji um jarð- og bergfræði
Ubekennt eyjú við Grænland, og
sá fjórði hefur unnið að
rannsóknum á mjög fornu
gosbergi I Noregi.
Þá hefur verið unnið að
langtimarannsókn á islenzku
basalti og könnun á efnafræði
þess með tilliti til kenninga um
uppstreymi möttulefnis undir
Islandi. Þetta verkefni er unnið
I félagi við Raunvisinda-
stofnunina og Háskóla íslands.
Norræna eldfjallastöðin er til
húsa I tveimur þriðju hlutum
jarðfræðihúss háskólans, en
hefur auk þess afnot af öllum
tækjum jarðfræðistofu
Raunvlsindastofnunarinnar og
jarðfræðideildar háskólans og
sameiginleg afnot af annarri
aðstöðu, svo sem bókasafni.
—SH
Engin veira,
Ekki hefur fundizt IPN veira I
49 sýnishornum, sem tekin voru
af laxi og regnbogasilungi i
Laxalóni hinn 19. september
siðast liöinn, segir i bréfi, sem
borizt hefur frá Statens
Veterinære Serum-
laboratorium I Álaborg.
Þessi sýni voru tekin I fisk-
eldisstöðinni að Laxalóni af
hálfu fisksjúkdómanefndar og
send rannsóknarstöðinni I Ala-
borg, en hún hefur með
segja Danir
rannsóknir að gera fyrir fisk-
sjúkdómanefnd.
„Ætli við tökum ekki eitt sýni
enn,” sagði Páll A. Pálsson,
yfirdýralæknir, einn þriggja,
sem á sæti I fisksjúkdómanefnd.
„Verði það lika neikvætt, sem
ég vona, verða þessi mál öll
tekin til endurskoðunar um
næstu áramót. En það er seint of
varlega farið gagnvart þessum
sjúkdómi, og þvi full ástæða til
þess að flýta sér hægt.” —SH
PBVJ/IJ
4. okt. 1974.
Dr. IaXl A. Palaeon
PJ oko J ukdonanofnd
Box 11o
Reykjavlk
Ialand.
Kare hr. Palsaon.
Ved underaegeleen aí 49 stk. yngel
og oattefiek (lake og regnbueerred) nodta-
get fra Dem (Laxalon) d. 19.o9.74 er der
ikke p&viet lafektlon med IPN virua.
Med venlig hiloen
P.K.Veaterg&rd Jergensen.
cci Hr. 3kuli Paleson, Laxaloni, P.O.Box 924.
Reykjavik, Ialand.