Vísir - 10.10.1974, Blaðsíða 1
64. árg. —Fimmtudagur 10. október 1974 —197. tbl.
LÆKNIRINN VAR
STÓRSKULDUGUR
- BAKSÍÐA
— seg|a
menn
bœjar-
fógetans
Við eigum
fjóra þjóð-
hótíðar-
sunnudaga
eftir í
útvarpinu
— bls. 3
ÞEGAR
AMMA
VAR UNG
— gamla
nœrfatatízkan
kemur aftur
— INN-síða á bls. 7
GAMLI
ESSEXINN
HAFNAR
Á SAFNI
— baksíða um
gamlan og
góðan bíl
Möguleikar
hjá Korchnoi?
— skákin er á
baksíðu
Landinn og danskurinn
slógust á landsleiknum
— danska lögreglan þurfti liðstyrk til þess að fjarlœgja íslendinga úr áhorfendastúkunni
Frá Kjartani L. Pálssyni, blaða-
manni VIsis:
„Erkifjendurnir”
Danir og íslendingar,
lentu i slagsmálum i
áhorfendastúkunni
meðan landsleikur
íslendinga og Dana stóð
yfir i Álaborg i~ gær-
kvöldi
Um 100 íslendingar
fjölmenntu á lands-
leikinn á móti 7000
Dönum. Langflestir
íslendinganna eru á
sildveiðibátunum i
Norðursjó og komu á
leikinn i tveim lang-
ferðabifreiðum frá
Hirtshals.
Islendingarnir létu óspart i sér
heyra og hvöttu landann, þannig
að stundum yfirgnæfðu hrópin
dönsku áhorfendurna. Þessi
hróp virtust sýnilega hafa farið i
taugarnar á danskinum, þvl
slagsmál brutust út milli þeirra
og nokkurra tslendinga.
Lögreglan handtók tvo íslend-
inga og hugðist fjarlægja þá. En
þegar i ljós kom, að Danirnir,
sem lengu I slagsmálunum, áttu
að fá að vera kyrrir, og horfa á
leikinn, ætlaði allt vitlaust að
verða. Slógust tslendingarnir við
lögregluna, sem þurfti að fá lið -
styrk til þess að hafa við þeim og
koma þeim út úr áhorfenda-
stúkunni
Meira um landsleikinn á
iþróttasiðum —KLP/OH
OFBOÐSLEG
SPENNA
„Mikið ofboðslega er
þetta spennandi knatt-
spyrnulýsing hjá honum
Jóni Ásgeirssyni, ég er
alveg miður mín yfir
fyrrverandi eigendum
mínum þarna í Dan-
mörku". Apinn i Sædýra-
safninu er líklega líkur
útvarpshlustendum í
gærkvöldi, þegar hinn
spennandi landsleikur fór
fram.
—Ljósm. Ragnar
Sigurðsson.
Eftir knattspyrnulands-
leikinn í gœrkvöldi:
Þrír í atvinnumennsku?
— ekki ósennilegt að íslendingar hverfi utan í atvinnuknattspyrnu
Frá Kjartani L. Páls-
syni, Kaupmannahöfn í
morgun:
Miklar líkur eru á því,
að þrír íslenzkir knatt-
spyrnunni i viðbót við
Ásgeir Sigurvinsson verði
orðnir atvinnumenn inn-
an skamms. Pað eru þeir
Jóhannes Eðvaldsson,
Guögeir Leifsson og ungi
Akurnesingurinn, Karl
Þórðarson. Þetta kom
fram eftir landsleikinn
við Dani í gærkvöldi,
þegar ég ræddi við Jack
Johnson, þjálfara Akur-
eyringa í sumar.
Johnson kom sérstaklega á
landsleikinn i gærkvöldi til að
ræða við þá Jóhannes og Guð-
geir um það, hvort þeir hefðu
áhuga á að gerast atvinnumenn
i „einhverju landi” i Evrópu.
Báðir vildu þeir það — en Jack
á enn eftir að ræða við Karl,
sem ekki var með I islenzka
landsliðshópnum. Hann mun
ræða við Akurnesinginn siðar i
þessum mánuði.
— Það er min skoðun, að
JóhannesogGuðgeirhafi mikla
möguleika á að gera það gott i
atvinnumennsku sagði Jack
Johnson. Það hafa þeir báðir
sýnt i leikjum sinum á Islandi i
sumar — — og einnig i lands-
leiknum i Alaborg. Þar fékk
Guðgeir — þvi miður — ekki
tækifæri til að sýna, hvað virki-
lega i honum býr vegna
meiðsla.
Það gerði Jóhannes aftur á
móti. Það er heldur engum
blöðum um það að fletta, að
Karl Þórðarson getur orðið
góður i atvinnumannabransan-
um — ef hann hefur áhuga.
Hann hefur knattmeðferð ög
hraða, sem ekki gefur eftir þeim
beztu i Sviþjóð, Danmörku og
Noregi, sem farið hafa út i at-
vinnumennsku.
Ég get ekki að svo komnu
máli, sagði danski þjálfarinn
ennfremur, sagt, hvenær þetta
verður, en ég mun gera allt til
að hjálpa þeim — þeir tveir,
sem hér eru, hafa báöir óskað
eftir þvi. Ég hef sambönd viða
um Evrópu og mun nýta þau
eins og ég get.
Þá gat Johnson þess að
lokum, að það væri rangt, að
hann hefði hug á að gerast
landsliðsþjálfari hjá Dönum — á
þvi hef ég engan áhuga, en ég
fer á morgun til að ræða við for-
ráðamenn Molde, sem hafa
boðið mér þjálfarastarfa.