Vísir - 10.10.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 10.10.1974, Blaðsíða 4
4 ÁL-ÞEKJA í STAÐ BÁRU- JÁRNSKLÆÐNINGAR Fyrir nýtt sem gamalt AL-ÞEKJAN, sem hefur slegi&I gegn I Bandarlkjunum og vl&a I Evrópu. AL-ÞEKJAN er þak-klæ&ning, sem kemur I staö bárujárnsklæ&ningar, og hana þarl ekki a& mála.og þaöerekki hætta á, aö þessi þekja fjúki af, þótt mikiO biási. Vinnua&ferö: LagOur er á þakib asfalt pappi, 3-5 mm þykkur, skeyttur saman meö ál-gyröi, þéttnegldu og lagt I Alco-hesive (undirlims-efni) og slöan boriö á Four Sea- sons þéttiefni, sem er kalt, fljótandi efni, sem inniheidur ASFALT Gilsonite og „FIBERED ALMINIUM” og OLl- UR, sem haröna ekki um of. í FOUR SEASONS er lögö gler-trefja motta. Frágangur á steyptum köntum og út- ventlun er samkvæmt algildri reglu hérlendis. Þar sem þessi klæöning er borin yfir allan fiötinn, er ekki um nein samskeyti aö ræöa, og minnkar þvl hitakostnaöurinn, þar sem þaö er mjög góöur hita-einangrari. ÞETTA EFNI BRENNUR EKKI, EFTIR AÐ ÞAÐ HEF- UR VERIÐ BORIÐ A. ATHUGIÐ: Húseigendur um land allt, sem eiga eftir aö gera fokheld hús sin, eru minntir á aö leita tilboöa I tima. Þar sem rannsóknir á rannsóknarstofum erlendis hafa leitt I ljós, aö klæðning þessi þolir vel seltu og jarövegs- sýru og ryögar ekki, er klæ&ning þessi kjörin I sjávar- plássum. Að lokum: 1. Sjö ára ábyrgð er á efni og vinnu. 2. Málning er óþörf. 3. ÁL-ÞEKJAN ryðgar ekki. 4. Verkið unnið af fagmanni, sem numið hefur i Bandarikjunum. Upplýsingar gefur Gunnar F. Kristjáns- son múrari, alla daga kl. 12-13 og 19-22 i sima 2-69-38. VELJUM iSLENZKT » ISLENZKAN IÐNAÐ 1 Þakventlar Kjöljárn Kantjárn ÞAKRENNUR J. B. PÉIURSSON SR ÆGISGÖTU 4-7 ® 13125, 13126 Vlsir. Fimmtudagur 10. október 1974. ap/UntEbR ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Þingmannsbíll fullur af drukknu fólki Eltingaleikur lögreglunnar i Washington á sunnudagskvöld viö bifreiö, sem slangraöi á milli veg- kantanna, áöur en hún loks nam staöar á brúnni yfir Potomacána, viröist ætla aö leiða af sér meiri háttar stjórnmálahneyksli þar vestra. Bifreiðin er i eigu Wilbur Mills, áhrifamikils þingmanns demó- krata, sem heyr um þessar mundir kosningabaráttu fyrir endurkjöri i kosningum til full- trúadeildarinnar, sem fram eiga aö fara i næsta mánuöi, Þegar lögreglan fékk loks stöövaö Lincoln bifreiö þing- mannsins, reyndust i henni þrjár konur og tveir menn — öll ölvuð. Annar mannanna sagöist vera Wilbur Mills, en var ekki krafinn um skilriki. Ein konan var næturklúbba- dansmær, komin undir fertugt, og lagöist hún á brúna, þegar hún kom út úr bilnum. En svo reis hún upp og fleygði sér fram af brúnni út i Potomac-ána. Einn lögreglu- þjónninn stakk sér til sunds á eftir henni og bjargaði henni frá drukknun. Wilbur Mills, sem er formaður skattanefndar fulltrúadeildar- innar og hefur mikil áhrif, hefur ekki mætt á þingfundi eftir helgina.— Hann hefur heldur ekki svaraö i slma, en kvaö hafa hringt á mánudag til lög- reglunnar og sagt, aö hann heföi ekki veriö I bifreiöinni i þessari viöburöariku ferö á sunnudags- kvöld. Fréttir stangast nokkuö á um atburöi, en lögreglan hefur látiö frá sér fara, aö Mills hafi ekki ekiö bifreiöinni.Stórblaöiö „Star News” ber fyrir þvi sjónarvotta, aö Mills hafi verið i bilnum og aö hann hafi veriö allur klóraöur i andliti. Repúblikönum i Arkansas hefur illa tekizt aö leyna fögnuði sinum yfir þessum tíöindum, þvi aö nú eygja þeir vonir til aö vinna þingsætiö af Mills, ef hann reynist flæktur i hneyksliö. Slepptu gíslunum Skæruliöarnir hafa nú loks sleppt glslunum úr sendiráöi Venezuela i Santo Domingo eftir 12 daga prlsund. Sjálfir fóru þeir meö flugvél til Panama, sem veitir þeim pólitlskt hæli. Skæruliöarnir slógu af öllum kröfum sinum, en i sta&inn leyföu yfirvöld þeim aö fara óáreittum og létu þeim I té flugvél. Nýr jeppi til landsins Á siðasta ári hófu Dodge-verksmiðjurnar framleiðslu á raun- verulegum jeppa eftir að hafa i fjölda ára framleitt ýmsar tegundir bila, sem nálguðust það að vera jeppar. Nægir aö nefna Dodge Wea- pon og tveggja drifa Pick-up bila og sendiferöabila. Ættu þvi verksmiðjurnar aö hafa nokkra reynslu I gerö torfærubila, þótt jeppinn sjálfur hafi ekki litiö dagsins ljós fyrr en 1 fyrra. 20 bilar af 1975 árgerðinni eru nú komnir til landsins, en aö sögn umboösins hefur lltið veriö endanlega pantaö af þeim, enda hafa bilarnir litt veriö auglýstir. Billinn kemur meö 185 hest- afla og Sstrokka vél. Rúmm. er 318 rúmtommur. Eyöslan er gefin upp 16 litrar á hundraöiö. BÍIAR # Billinn kemur styrktur fyrir torfærur meö stálþaki og læstu mismunadrifi. Hann er meö tveim sætum frammi i og bekk aftur i. 1 útlitinu minnir hann óneitanlega á Chevrolet Blazer Vökull h.f. hefur umboð fyrir þessa jeppa og er veröiö á beinskiptum bil 1280 þúsund, en á sjálfskiptum 1320 þúsund. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.