Vísir - 10.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 10.10.1974, Blaðsíða 7
. .t 1 Vísir. Fimmtudagur 10. október 1974. Þegar amma Eru bet+a var ung Eru þetta myndir af ömmu á nærklæðunum? gætum við spurt. Nú er tízkan gengin í hring einu sinni enn og ungu stúlkurnar flykkjast upp á háaloft til að vita hvort þær finna nú ekki eitt- hvað sem amma hefur skilið þar eftir. Ef ekki, þá þurfa þær samt ekki að hafa miklar áhyggjur, þvi nú getum við bráðum gengið út í næstu búð og keypt okkur nærföt og ýmsan annan fatnað, nákvæmlega eins og amma gekk f. AAeira að segja eru undirlíf aftur komin í tízku og notuð sem blússur einar sér. Fyrir þær, sem ekki vita hvað undirlíf er, þá eru það litlar, venjulegar ermalausar lérefts- skyrtur sem notaðar voru undir íslenzka þjóðbúningnum, oft blúndulagðar. Okkur er líka óhætt að draga fram elztu kjólana hennar mömmu. AAeð litl- um eða engum lag- færingum erum við eins og tízkudrósirnar í henni Parísarborg. Hressum upp ks,OANj 0 UtlltlO Umsjón: Júlía Hannam Allar viljum við lita sem bezt útog látum við þá klæðaburðinn og snyrtinguna aðallega sjá um það. Konur á Reykjavikur- svæðinu þurfa nú ekki að kvarta með allar verzlanirnar i skot- færi. Alls konar sýningar eru alltaf annað veifið, og nú eru að héfjast vikuleg kynningarkvöld, þar sem fylgjast má með þvi nýjasta I snyrtingu og sýnd verða föt frá ýmsum verzlunum i bænum. Fyrsta kynningin var i gær- kvöldi i húsnæði rakara- stofunnar i Grimsbæ við Bústaðaveg, en þar verða kynningarnar haldnar. Varð Kaffi og rjómapönnukökur á kynningarkvöldi. Maginn heimtar alltaf sitt. Ljósm. Bj.Bj. fjöldi manns að hverfá frá vegna plássleysis. Sýnt var það nýjasta i hárgreiðslu og snyrtingu, en aðeins þekktir sérfræðingar kynna vörurnar. Tizkusýningarstúlkur sýndu fatnað frá verzluninni Fanný og gengu þær á milli gesta þannig að þeir gátu skoðað efnin i fötunum og spurt um verð og slikt. Stendur til að þessi kynningarkvöld verði á fimmtu- dagskvöidum eitthvað fram eftir vetri. Innsiðan er viss um að margar eru spenntar fyrir að fylgjast með hvað er að gerast i þessari deild tizkuheimsins. Sýningarstúlka I fötum frá Fanný. Ahuginn leynir sér ckki i svip gestanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.