Vísir - 12.10.1974, Side 4

Vísir - 12.10.1974, Side 4
Einar Sörensson FÁTÆKRAMANNAHÓLL t sumar var umsjónarmaöur Kirkjusiðunnar á ferð i öræfum. Tók hann þá þessa mynd af Fátækramannahól. Um hann skrifar Sigurður Björnsson á Kvískerjum á þessa leið: Vestast i Hofsnes-landi, norðan þjóðvegar, er hæð á brekku- brún, sem ber nafnið Fátækra- mannahóll. Talið er að nafnið sé gamalt, en ekki kemur það fyrir i gömlum heimildum. Um þennan hól er sú sögn, að sá siður hafi verið upptekinn i ör- æfum einhvern tima i fyrndinni, að þeir sem aflögufærir voru, fluttu vistir að honum i vikunni fyrir jólin, en þeir sem þurfandi voru komu þangað og skiptu þvi með sér. Vel má vera, að þetta sé aðeins seinni tima skýring á nafninu, en liklegra þó, að einhver fótur sé fyrir sögninni. Benda má á, aö hóllinn er i miðri sveit, (mun raunar hafa verið vestan við miðju meðan Breiðá var byggð) og vel er hugsanlegt að fátækratiund hafi veriö úthlutað þar áður en kon- ungsvaldið riðlaði hinni fornu hreppaskipun. Það mun a.m.k. hafa verið gert, þar sem „hvorki spillti akri né engi” eins og fram er tekið að skuli vera, þegar þingstaður var settur að Hofi árið 1679. Kviskerjum 29. sept. 1974 Sigurður Björnsson FRÆKORN Framtíð kirkjunnar Hinn kunni tékkneski stjórn- málamaður, dr. Benes, sagði eitt sinn i ræðu um menninguna og framtið hennar: ,,Ég er ekki hræddur um framtið kristindómsins. Hann getur ekki dáið. En ég er ekki eins viss um framtið kirkjunnar.” Skuldin A sextungsafmæli sinu komst Jónas Guðmundsson svo að orði i Dagrenningu: Ég vildi gjarna verja þeim ár- um, sem eftir eru, til að vinna að þvi máli (baráttu gegn áfengisböli) það gagn, sem ég get, þvi að það böl þarf enginn að skýra fyrir mér. Og með þvi starfi finnst mér ég vera að borga skuld, — skuldina við Hann, sem rétti mér hjálpar- hönd, þegar ömurleg endalok virtust óumflýjanleg. Sú skuld verður auðvitað aldrei greidd, en viðleitni til þess má þó sýna, meðan enn er vinnuljóst. KIRKJUDAGUR HJA ÓHÁÐA SÖFNUÐINUM Óháði söfnuðurinn i Reykja- vik heldur upp á sinn kirkjudag á morgun, sem hann hefur gert árlega síðan 1951. Verður þá m.a. haldið upp á það, að kirkja safnaðarins fékk i sumar viður- kenningu hjá fegrunarnefnd Reykjavikurborgar fyrir að vera eitt af ellefu fallegustu mannvirkjum borgarinnar. Að lokinni guðsþjónustu (sem hefst kl. 2) verður kaffisala hjá kvenfélagi safnaðarins, sem verður til kl. 5, en þá hefst barnaskemmtun með kvik- myndasýningu o.fl. Lognið á undan storminum BÍBLÍAN OG ÞÚ Mörgum reynist erfitt að taka Bibliuna sem Guðs orð, i það minnsta Gamla testamentið. Menn hafa hrokkið við að sjá bölbænir i þvi. Við vitum að átökin um heimsgæðin hafa allt- af verið hörð og grimmileg. Þessi orð sem hinum trúuðu eru lögð i munn, sýna þvi ljóslega breyskleika Guðs þjóðar, þar sem hún biður kúgurum sinum bölbæna. Þetta vekur menn svo til gagnrýni á heilagri ritningu. Mönnum finnst hún þröngsýn og halda fram rétti hinna trúuðu. En þá minnast menn þess ekki, að hvergi nema þar standa þessi orð: „Elskið óvini yðar.” (Lúk. 6, 27). Hvergi annars staðar segir: „Biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.” (Matt. 5,44). Við skulum þvi virða heilaga ritn- ingu eins og hún á skilið, en harma að menn eru enn svo skammsýnir að geta ekki upp- fyllt vilja Guðs i orðum hennar. Hlustum á Guðs orð I Bibliunni. (O.Th.) Hver var sá kraftur? Þann 9. des. 1919 fór Einar Sörensson á Húsavik á vélbátn- um Friðþjófi frá Húsavik austur á Lónsreka í Kelduhverfi. Svo stóð á þessari ferð Einars, að Húsa vikurlæknir þurfti i sjúkravitjun að Lóni I Keldu- hverfi. Vörur voru teknar I bát- inn á Húsavik fyrir Keldhverf- inga. Friðþjófur var 7 lesta bát- ur með 8 hestafia vél. Ferðin gekk vel austur, enda var veður hið bezta, logn, tindrandi stjörnur um heiðan himin, tunglskinsrönd, dálitið frost. Gert var ráð fyrir að dvelja 2-3 tima við Lónsreka vegna læknisvitjunarinnar. Var sá timi notaður til að skipa upp vörunum á smábáti, sem Frið- þjófur hafði i eftirdragi. En skyndilega skipast veður i lofti. Allt I einu syrti að og áður en varði skall á norðanstormur með talsverðri snjókomu og brimi við sandinn. Þegar menn- irnir i landi gerðu tilraun til að komast út i Friðþjóf á upp- skipunarbátnum mistókst það son að halda á Friðþjófi heim til Húsavikur i norðan stórhrið. Hefur hann sagt frá þessari miklu hættuför i grein, sem hann nefnir: Einn á báti i skammdegisbyl. Undir lok ferðasögunnar kemsthann þannig að orði: Mér fannst alltaf á ferðinni heim sem með mér ynni ósýnilegur kraftur, sem gæfi mér ráð i hverjum vanda, er að höndum bar og stýrði handtökum min- um. Hver var sá kraftur? Getið þið sagt mér það? Svo er ekki úr vegi að bæta við þessa frásögn Einars Sörens- sonar um sjóferð hans visu einni eftir farmanninn og ferskeytlu- skáldið Jón S. Bergmann. Hún fjallar um sjálfa lifssiglinguna: og máttu þeir þakka fyrir að sleppa lifandi i land. Einn varð þvi Einar Sörens- Þó að leiðin virðist vönd vertu aldrei hryggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. Visir. Laugardagur 12. október 1974. KIRKJAN OGr ÞJÓÐIM HEIMILISLÆKNIRINN Umsjón: Gísli Brynjólfsson Undanfarin ár hefur staðiö yfir ný þýðing á Nýja testamentinu. Af henni eru komin út 3 rit, þ.e.a.s. samstofna guðspjöllin— Mattheusar — Markúsar og Lúkasar. — Hið síðastnefnda hefur undirtitilinn: Læknir seg- ir sögu.Er það e.t.v. gert til þess að vekja athygli nútímans á efninu, því að nú eru læknar mjög „móðins'' stétt og bækur um þá og eftir þá næsta útgengileg vara. Undirfyrirsögn guðspjallsins ber að skilja i bókstaflegri merkingu. Höfundur Lúkasar- guðspjalls (og Postulasögunn- ar) var læknir. Það segir Páll berum orðum i bréfi sinu til Kolossumanna, þar sem stend- ur: „Þá biður hann Lúkas að heilsa yður — læknirinn elsk- aði.”Þessi orð sýna að vel hefur hann verið liðinn á sinni tið ekki siður en margur embættisbróöir hans nú á dögum. 1 bréfinu til Filemons kemur nafn Lúkasar lika fyrir, en aðeins i upptaln- ingu samverkamanna Páls. Hins vegar er vert að vekja at- hygli á þriðja staðnum i N.T. þar sem Lúkas er nefndur. Það er i 2. bréfi Páls til hans elskaða lærisveins Timóteusar. Þetta er með þvi siðasta sem Páll skrif- ar. Hann er orðinn fangi i Rómaborg og ýmsir starfsbræð- urnir hafa yfirgefið hann, sumir af þvi að þeir elskuðu þennan heim eins og Deinas eða þeir þurfa að vera á öðrum stöðum vegna boðunar trúarinnar og erinda við söfnuði viðsvegar um lönd. Einn er sá, sem yfirgefur hann ekki. Það er læknirinn elskaði: „Lúkas er einn hjá mér,” segir Páll. Fáir hafa fengið fegurri eftirmæli, og ef- laust á Lúkas þau skilið. Enn I dag eigum vér kost á þvi að hafa Lúkas einan hjá oss. Hann hefur, eins og fyrr er getið skrifað tvö rit i N.T, guðspjall- ið, sem við hann er kennt, og Postulasöguna. Og með þvi að taka oss Ritninguna I hönd og lesa með athygli og i bænar- og tilbeiösluanda þá getum vér i raun og veru náð fundi þessa löngu liðna læknis. Hann hefur ekki verið sérfræðingur I neinni grein sjúkdómafræðinnar. Sérfræðin var þá ekki komin til sögunnar. Hins vegar hefur Lúkas verið góður heimilis- læknir, og það er hann raunar enn i dag. Það getum vér sann- reynt með þvi að kynna oss rit hans. — Það er erfitt, enda ástæðu- laust, að nefna nokkur einstök dæmi. Ýmsar perlur N.T. er að finna I guðspjalli hans en ekki annars staðar — bæði einstakar setningar og heilar dæmisögur. Að þessu sinni skal — eftir þennan óþarflega langa inngang — vikið aö einni setningu, einu versi i Lúkasarguðspjalli. Það er 19. versið I 21. kapitulanum: Með stöðuglyndi yðar munuð þér ávinna sálir yðar. Þetta loforð, þetta fyrirheit gefur Drottinn þeim, sem standast þá miklu raun, sem kristnir menn urðu að þola i átökum við andstæðinga kristindómsins I heiöinni veröld. En það er jafnframt og engu siður gefið játendum kristinnar trúar nú á timum, þegar allt virðist vera að kafna I heims- hyggju og harðvitugri baráttu um jarðnesk gæði. Þá þarf stöðuglyndi og staðfestu til að varðveita trúna, lifa i voninni og starfa i kærleikanum og leggja þar með rækt við kristi- legar dyggðir, svo að maðurinn biði ekki tjón á sálu sinni. Með þvi að sýna slika staðfestu held- ur maðurinn ekki einungis huga sinum opnum fyrir uppfyllingu andlegra þarfa heldur vex hon- um styrkur til að afneita gervi- þörfum heimshyggjunnar. Og svo að lokum sé vitnað I annan guðspjallamann en Lúkas skal þessi hugleiðing enduð á ritningarorði eftir Jó- hannes: Þvi að allt, sem af Guði er fætt sigrar heiminn og trú vor hún er siguraflið, sem hef- ur sigrað heiminn. (I. Jóh. 5.4.) Minn Jesús lát ei linna i lifi trú mér hjá svo faldi fata þinna ég fái þreifað á. Og kraftinn megi kanna sem kemur æ frá þér til græðslu meinum manna og mesta blessun lér.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.