Vísir - 12.10.1974, Page 5

Vísir - 12.10.1974, Page 5
Vlsir. Laugardagur 12. október 1974. 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Slys í loftbelg Mike Adams og félagi hans, Mike Sparks, veifa í kveðjuskyni til kunningja og annarra áhorfenda úr körfu loftbelgsins, þegar hann lyftist frá jörðu. Sú flugferð var stutt og endaði hrapallega. Aðeins nokkrum andartökum eftir flugtak voru báðir mennirnir liðin lík. Þeir ætluðu að f Ijúga loftbelgnum til þess að aug- lýsa vörulyftarategund nokkra. En þegar loftbelgurinn var kominn upp í tvö þús- und feta hæð og sveif yfir skurði einum í bænum Saltley á Englandi, hrapaði hann til jarðar. Létust þeir félagarnir samstundis. Ekki er vitað, hvað biluninni olli eða hví slysið varð. Fyrir ekki svo löngu vann Mike Adams flug- keppni íloftbelg, þar sem var f jöldi þátttakenda frá mörgum löndum. Hér á myndinni fyrir neðan, sést, hvar lögregla, sjúkraliðar og forvitnir áhorfendur hafa þyrpzt að til að rannsaka körfuflakið. Lögreglunni i Vlnarborg tókst undir lokin aö yfirbuga flótta- fangann Helmut Pflug núna I vikunni, en hann hafði þó haldið lögreglumönnunum I skefjum með þvi að halda brugöinni sveðju yfir glsl slnum 29 ára gamalli stúlku, Margarethe Schaefer að nafni. Skammbyssu hafði hann I vinstri hendinni, svona til þess að vera við öllu búinn. Lögregian leitaði hans vegna gruns um nauðgun. Pflug gerði kröfu um 30 þúsund skildinga lausnargjald, sem eru tæpar 200 þúsund isienzkar, en varð að láta sig. Fimmburunum líður vel Eins og frá var sagt i Visi eignaðist kona ein i Baitimore fimmbura núna i vikunni, og herma siðustu fréttir, að þeim liði öll- um sex vel — og ekki má gleyma þeim sjöunda, föðurnum, sem hér sést á myndinni virða fyrir sér eina af systrunum fjórum, skömmu eftir fæðinguna, en þá var litla skinnið i súrefniskassa. LANGDRÆGT LABBRABB Með þvi að nota labbrabbtæki og loftnet úr venjuiegri regn- hllf tókst tæknifræðingnum Roy Anderson að senda skilaboð frá Washington alla leið til til New York. Hann sendi um gervihnött og vildi með þessu sýna geimferðastofnuninni, hvað svona einfaldur útbúnaður gæti komiö sér vel við hjálparleitir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.