Vísir - 12.10.1974, Side 17

Vísir - 12.10.1974, Side 17
Vísir. Laugardagur 12. október 1974. 17 í KVOLD Q □AG | D KVÖLD - vB Gústaf þriðji var hlynntur alþýðunni og hér sjáum við hann I veizlu er hann bauð fólki úr öllum stéttum til. Gústaf III ú sunnudag kl. 21.00 í sjónvarpinu: TOPPLAUSA TÍZKAN FRÁ 1789 „Það er eiginiega mjög vill- andi að vera að setja svona mynd með kynningunni á þess- um þætti,” sagði Dóra Haf- steinsdóttir, er hún frétti, hvaða mynd við ætluðum að setja með kynningunni okkar á þættinum Gústaf III, sem sýndur verður I sjónvarpinu á sunnudagskvöld- ið! Ef vel er rýnt á myndina má sjá að topplausu tizkuna má rekja allt til ársins 1789. Þetta glaumatriði tekur þó ekki nema tæpa minútu af 100 minútum verksins. Veizlu þessa heldur Gústaf III fyrir alþýðuna, en Gústaf var mjög frjálslyndur maður og vildi bæta kjör alþýð- unnar jafnvel það mikið að hann og aðallinn voru orðnir frjáls- lyndari en alþýðan sjálf. Myndin um Gústaf byggist á sögulegum heimildum, en fer þó nokkuð létt með þær. Leikurinn er frekar þungt stykki og mjög mikið talað. „Það verður að fylgjast vel með þvi sem sagt er til að hafa gaman af verkinu,” segir Dóra Hafsteinsdóttir, og hún ætti að vita það, þar sem hún hefur þýtt textann við myndina. — JB. Útvarp á sunnudag: Dagskrórstjóri í eina klukkustund: RÁÐHERRA SPREYTIR SIG Á DAGSKRÁRSTJÓRN ,,Ég hafði litinn tíma til að velja efni I þennan þátt. Ég valdi þvi efni, sem mér er næst, réttara sagt efni frá Austfjörð- um,” sagði menntamálaráð- herrann, Vilhjálmur Hjálmars- son, sem verða mun dagskrár- stjóri i eina klukkustund I út- varpinu á sunnudaginn. „Þetta er aðallega tal, en þó nokkrir tónar inn á milli. Allt er efnið tengt Austurlandi og sumt flutt af Austfirðingum. Ég hef tekið til frásagnar bæði úr þjóð- sögum og öðrum ritum, og þétta lesa öskar Halldórsson, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson, Herdls Þorvaldsdóttir og Þor- bergur Þórðarson.” Reyndar er Hjálmar enginn nýgræðingur i dagskrárstjórn. Hann byrjaöi að setja saman dagskrár fyrir einum 40 árum á skólasamkomum fyrir austan, og það er ekki lengra en 10 ár slðan hann hætti þeirri iðju. — JB. Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra býður upp á efni að austan i þætti sinum á sunnudaginn. „Arfleifð í tónum" í útvarpinu, laugardaginn kl. 2 Baldur Pálmason minnist nýlátinna tónlistarmanna Baldur Pálntason útvarps- maður dustar á laugardaginn rykið af plötum nokkurra þeirra listamanna á tónlistarsviðinu, sem létust árið 1972. Tónlistarmenn eru ekki ódauðlegri en hver annar, en tónlistin lifir gjarnan lengi eftir þeirra dag. Baldur hefur á undanförnum árum tekið saman þætti um tónlistarmenn, sem létust á árinu, og á laugardaginn kl. 14 heyrum við einn þessara þátta. Þátturinn féll þó niður I fyrra og þvl tekur Baldur sig til nú og segir frá frægum listamönnum, sem féllu frá á árinu 1972. I næstu viku má svo vænta annars sliks þáttar og þá verður tekið fyrir árið 1973. „Það vill oft fara fram hjá mönnum hverjir falla frá af þekktum tónlistarmönnum, og ég hef nokkuð reynt að fylgjast með þvi”, sagði Baldur. „Það verða alls 12-13 nöfn, sem koma við sögu i þættinum. Við getum þar nefnt tvo ágæta jassista sem fram koma, þá Mezzrow, sem var hvitur klarinettuleikari, en taldi sig þó eiginlega til svarta stofnsins. Hinn jassmaðurinn er Jimmy Rushing. Mahilia Jackson féll einnig frá á þessu ári. öperuhöfundarins Rudolphs Riml er minnzt, hann var Tékki en búsettur I Ameriku. Mest er fjallað um söngvara I þættinum og heyrum við meðal annarra I söngkonunni Ernu Sack.” -K-K-k-k-k-k-k-k-k-K-k-K-k-k-k-k-K-k-kJt-K-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k*- Spáin gildir fyrir sunnudaginn 13. okt. >*í Nfc ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ í l I * * I i m & -s • Ilrúturinn, 21. marz-20. april. Þú færð tækifæri til að gera einhverjum greiða og öðlast vináttu hans I staðinn. Þú ættir ekki að finna að hlutun- um i dag. Hjálpaðu maka þlnum að leysa úr vandamáli. Nautið, 21. apríl-21. mai. Smávegis ræktarsemi við ástvini tengir þig viö þá sterkari böndum. Láttu yngri kynslóöina njóta reynslu þinnar. Gefðu sköpunarþörfinni lausan tauminn. Tvlburarnir, 22. mai-21. júni.Þetta er hálfdauf- ur dagur. Taktu bara hlutunum eins og þeir koma fyrir án þess að vera nokkuð að æsa þig yf- ir þeim. Þú gætir orðið leiður á þessari allsherj- ar deyfö. Krabbinn, 22. júni-23. júll. Þú ættir að bregöa þér bæjarleiö til að lyfta skapinu aöeins upp. Mundu að maginn þarf sitt. Vertu alúðlegur við nágrannana. Ljónið, 24. júli-23. ágúst.Þú geturbreytt hlutum sem þú átt þannig, að þeir öðlist meira gildi. Smágjöf til vinar getur haft góö áhrif á gang mála seinna meir. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Haltu þér i forminu, sjarmi þinn er I hápunkti. Þaö er nóg til að gera og fjöldi fólks til aö rabba við. Hafðu ekki áhyggjur af útlitinu. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Einhverjir trúarlegir eða andlegir kraftar ýta undir hugrekki þitt I dag. Þú ættir að reyna aö rannsaka sjálfan þig niður i kjölinn. Kvöldið verður sérlega ánægju- legt. Drekinn, 24. okt.-22. nóv.Vertu þar sem þú sést og getur séð aðra. Þvi fleira fólk sem er I kring- um þig þvibetra. Þú ættir að hugsa meira um opinber málefni en þin eigin. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des.Þessi dagur mun draga athygli þina aö hlut (bæði andlega og iikamlega) sem þú ert fær um að nota þér til góðs. Reyndu að vera léttur i viöræðum. Steingeitin, 22. des.-20. jan.Leitaðu i dag á náöir einhvers sem hefur áður haft góð áhrif á sálarlif þitt. Kynntu þér greinar um heilsufar, þú ættir að reyna að skreppa út úr bænum. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb.Mundu að það þarf góðan stjórnanda til að fara með peninga á rétt- an hátt. Reyndu að vera sjálfur þinn stjórnandi. Gáfurnar hafa alltaf sitt að segja. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Þetta er góður dag- ur til hvers konar samninga. Taktu vel eftir hug- myndum annarra og haföu reynslu þeirra I huga. Tíu á toppnum" vœri réttar nefndur: W W „TIU A FERÐINNI #/ Kannski væri réttara að breyta um nafn á dægurlaga- þættinum „TIu á toppnum” og kalla hann „TIu á ferðinni”. örn Petersen, stjórnandi þáttarins, var á slnum tlma óhress mjög, er þátturinn hans var fluttur af laugardeginum yfir á sunnu- daginn, en nú eru allar likur á þvi að hann fái ekki heldur að vera I friði þar. Það er sem sagt komiö haust og þá fara fyrstu dropar jóla- bókaflóðsins aö falla. Nú er viss pressa að koma lestri úr nýjum bókum inn á einn vinsælasta út- varpstimann og ráðageröir eru uppi um það að láta „TIu á toppnum” vikja fyrir nýju bók- unum. Hvað þá veröur veit nú eng- inn, vandi er um slikt að spá, en þeirri hugmynd hefur verið fleygt (vonandi fyrir borð), að tónlistaþátturinn „Áfangar” verði látinn vikja af föstudegin- um og jafnframt alveg af dag- skránni. Eins hefur ómar Valdimars- son tekið upp 10 þætti fyrir út- varpið, þar sem hann rekur ævi og tónlist Bob nokkurs Dylans niður i kjöiinn. Örn Petersen Nú er vandkvæðum bundiö að koma þessum þætti að lika, þannig að öll spjót beinast að Afangamönnum. Hafa þeir jafnvel veriö beðnir um aö taka sér 10 mánaða fri, sem þeir eru þó langt frá þvi ánægðir með. Þeir segjast vilja annaðhvort stjórna þessum þætti eða ekki, en ekki vera einhverjir ihlaupa- menn sem hægt sé að hringja i þegar gat er i dagskránni. —JB •^k-k-k-k-k-k-kk-k-k-kk-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-kk-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-fc-k-k-k-k-k-*************************************************

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.