Vísir - 15.10.1974, Side 7

Vísir - 15.10.1974, Side 7
Vlsir. Þriöjudagur 15. október 1974 7 I Svíþjóð er því haldið fram að lyf hafi komið við sögu í fjórða hluta umferðaróhappa þar Lyf og umferð fara ekki alltaf vel saman. Það hefur sýnt sig er- lendiS/ að umferðaróhöpp eiga oft rætur sínar að rekja til lyfjanotkunar. I Svíþjóð til dæmis hefur því verið haldið fram, að fjórði hluti óhappanna, sem eiga sér stað árlega á vegum, eigi að einhverju leyti orsakir í lyfjanotk- un. Það er því f ull ástæða til þess að fara varlega. 1 Danmörku var i sumar dreift litlum bæklingum á veg- um apótekanna þar, sem upp- lýsa fólk um þau áhrif sem alkó- hól og lyf geta haft fyrir þapn, sem sezt undir stýri. Þar eru t.d. nefnd þau lyf, sem fólk ætti einkum að vara sig á, áður en það hættir sér út i umferðina. Bæklingi þessum hefur veriö dreift ókeypis, og hægt er að taka hann i sundur, þannig að hann verður eins og plakat. Þaö hefur verið sérlega vinsælt að hengja það upp á vinnustöðum, i skólum eða á heimilum. Umferðin eins og hún er í dag, gerir þær kröfur að vegfarendur verða að vera vel vakandi og til- búnir til þess að bregða skjótt viö. Á það erum við reyndar minnt i hvert sinn sem óhapp skeður i umferðinni. Það þarf vist ekkert að minna á hversu slæm blanda umferð og vin er. Það vita allir. Hins vegar vita ekki allir, að mörg lyf sem notuð eru, geta haft sljóvgandi áhrif, og eiga þvi ekki siður illa við umferðiná. Hér er átt við lyf sem margir nota, og þeir sem nota þau, eru alls ekki rúmliggjandi, heldur á ferðinni allt um kring. Notkun þessara lyfja viröist lika stöðugt aukast. Af þeim lyfjum, sem geta Virkaö sljóvgandi og deyfandi fyrir athyglisgáfuna, eru fyrst og fremst: taugalyf, svefnlyf, lyf við sjóveiki, bilveiki eða öðru sliku, mjög sterk deyfilyf við sársauka og hóstastillandi lyf, lyf við heymæði, lyf við háum blóðþrýstingi og einnig lyf við flogaveiki og vöövaafslappandi iyf- Taugalyf má kalla þau lyf, sem hafa t.d. róandi áhrif og vinna á móti þunglyndi. Þau geta i flestum tilfellum virkað sljóvgandi og valda þvi, að við- bragðsflýtir til dæmis verður minni. Ahrifa sem þessara gæt- ir sérstaklega fyrst eftir að byrjað er að nota lyfin. Ef viðkomandi hefur ekki rætt við lækni sinn um það vanda- mál, gæti verið góð regla að halda sig frá akstri i um það bil viku eftir að notkun á lyfinu er hafin. Svefnlyf á maður að sjálf- sögðu ekki að taka inn svo seint að nóttu til, að maður geti ekki vaknað á réttum tima næsta morgun. Þess vegna er ágætt að vita að þau virka i um það bil 8 tima. Sé maður ekki vanur svefnlyfjum, getur svolitillar deyfðar verið að vænta næsta dag. Lyf við ógleði og uppköstum geta gert viðkomandi syfjaðan. Þetta gildir um lyf við bil-, loft- og sjóveiki og einnig um lyf, sem gefin eru vanfærum konum sem þjást af ógleði. Stundum eru þessi efni notuð sem létt svefnmeðul. Við getum einnig orðið sljó og máttvana af mjög sterkum lyfj- um við sársauka eða hósta. Það sama er að segja um lyf, sem vinna gegn vöðvaverkjum, lyf gegn háum blóðþrýstingi, lyf við flogaveiki og lyf við heymæði. Þá má geta þess, að sum lyf, sem notuð eru til megrunar, þykja ekki góð fyrir ökumenn. Sömu sögu er að segja um hressingarlyf ýmiss konar. Það er þvi æskilegt að ræða þessi mál við lækni sinn áður en haldið er út i umferðina, til þess að það hafi ekki þeim mun verri afleiðingar. Sama magn af lyfjum virkar ekki eins á alla. Það þekkjum við lika frá vininu. Eitt glas af sterku vini hefur ekkert að segja fyrir einn, en annar finnur vel á sér. Við getum lika vanizt lyfjun- um, og það er þess vegna sér- staklega til að byrja með, sem IIMIM IM Umsjón: Edda Andrésdóttir hætt er við sljóvgandi áhrifum. Þessi áhrif hverfa oftast nær, þegar viðkomandi lyf hefur verið notað i vissan tima. Neytandinn verður þvi að þekkja þau áhrif nákvæmlega sem lyf hefur á hann. Hann verður að gera sér ljóst að hve miklu leyti það gripur inn i hans daglega lif, — og haga sér eftir þvi. öll vitum við, að vin og lyf fara ekki saman. Þau lyf, sem hér hafa verið nefnd, geta ásamt vini haft mjög sljóvgandi áhrif og það sama má segja um bjór eða sterkt öl. Mörg önnur lyf geta einnig valdið óþægindum ef vins er neytt saman við þau. Fái mað- ur til dæmis lyf við háum blóö- þrýstingi, getur neyzla áfengis saman við valdið lágum blóö- þrýstingi allt i einu, sem veldur óþægindum. Um þetta er þvi einnig bezt að ráðgast við lækni sinn. —EA FÁUM VIÐ ÍSLENZKT KVENNASÖGUSAFN? — óskað eftir stuðningi kvennasamtaka til þess að koma slíku ó fót Verður komið á fót islenzku kvennasögusafni einhvern tima á næstunni? Það er aldrei að vita, en að minnsta kosti hafa komið hugmyndir og tilmæli til Kvenfélagasambands tslands, að það sýndi þvi stuðning að koma slíku á stofn. Þetta kemur meðal annars fram i nýútkomnu tölublaði Húsfreyjunnar, þar sem margt er af góðu efni, og er meðal annars fjallað um Kvennaárið 1975. Saméinuðu þjóðirnar gerðu um það samþykkt sem kunnugt er 18. des 1972 að árið 1975 skyldi helgað málefnum kvenna, og kaus K.í. sérstaka nefnd i vor til þess, i samvinnu við fleiri kvernasamtök að annast undir- búning þess, með hverjum hætti islenzkar konur geti minnzt þessa árs. A fundum þessarar nefndar hafa komið fram margar góðar hugmyndir, og mun nefndin fá málið um kvennasögusafn til meðferðar ásamt stjórn K.í. Stjórninni barst bréf frá tveimur bókasafnsfræðingum, Else Mia Sigurðsson og Svan- laugu Baldursdóttur, og önnu Sigurðardóttur húsmóður, þar sem þær óska eftir stuðningi kvennasamtaka til þess að koma safninu á fót. —EA Brezka þjóðin hefur sem sé kynnzt þeim Heath og Wilson fjórum sinnum i kosningaham siðan 1966. Alltaf sömu andlitin, þótt baráttuaðferðirnar séu ekki alltaf þær sömu. Þessi staðreynd hefur vafalitið átt sinn þátt i þvi, að kosningaþátttakan var ekki nema 72,8%. Og nú er að þvi komið, að sá sigraði dregur sig i hlé. Oft hefur verið um það rætt, að persónuleg óvild og jafnvel hatur riki milli þeirra Heaths og Wilsons. Hefur verið bent á ummæli þeirra I þingræðum þessu til sönnunar. Skapgerð þeirra er ólik. Brezka blaðið The Times lýsti þeim á þann veg, að Heath tæki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokks síns. Wilson hikaði hins vegar ekki við að láta flokkinn ganga fyrir þjóð- inni. Hann stendur nú frammi fyrir þvi að geta orðið sá Breti, sem lengst hefur setið i forsætis- ráðherraembætti siðan sögur hófust. Harold Wilson hlustar á það, þegar tölurnar eru lesnar upp I kjördæmi hans Huyton. Hann hélt sæti slnu með um sextán-þúsund atkvæða meirihluta. Erlendis hefur það sýnt sig, að lyfjanotkun ökumanns hefur leitt til óhapps. Full ástæða er til þess að fara varlega þurfi maður á deyfandi lyfjum aö halda, enda getur umferðin hér orðið gifurleg, eins og þessi mynd Bjarnleifs sýnir. Lyfjanotkun og umferð fara oft illa saman

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.