Vísir - 15.10.1974, Side 16

Vísir - 15.10.1974, Side 16
VÍSIR ÞriOiudagur 15. október 1974 Munaði um tvo hreppa Okkur varO á i messunni meO staOsetningu i bænum Leirvogs- tungu i frétt i gær. SögOum viO bæinn i Kjósinni, en þar munaói tveimur hreppum, þvi aö hann er í Mosfellssveit. Guðmundur Magnússon bóndi i Leirvogstungu benti á þennan misskilning. Hann sagði um leið, að byssumaðurinn, sem var tekinn þarna um helgina, væri að- eins einn af mörgum, sem væru siskjótandi á landareign hans. Guðmundur sagði, að skotmenn stunduðu mikið að skjóta i mark i sandgryfjum ekki fjarri bænum. Hinum megin Vesturlandsveg- arins skjóta þeir á leirum sem þar eru, og hafa fugl fyrir skot- mark. -ÖH. Stótur við stýrið nálgast metið Samtals 862 ökumenn höföu i gær veriö teknir grunaöir um ölvun viö akstur I Reykjavfk. Drjúgt bættist viö um helgina, en þá voru 17 teknir. Nú nálgast fjöldi ökumanna, sem grunaðir eru um ölvun við akstur, þann fjölda sem sam- tals var tekinn á siðasta ári. Þá voru 967 kærðir fyrir ölvun við akstur. Samkvæmt þessum tölum má áætla, að nokkuð fleiri hafi veriö teknir annars staðar en i Reykjavik, ef miðað er við reynslu síðustu ára. Heildar- fjöldi ökumanna sem teknir eru grunaðir um ölvun við akstur fer þvi að nálgast tvö þúsund. t fyrra voru samtals 2154 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur. Með þvi áframhaldi, sem verið hefur I ár, kemur sú tala til með að nálgast 2500 I lok ársins. — ÓH. ---------------------- SKORA Á STJÓRN AÐ FELLA NIÐUR TOLLA Samþykkt var i nýafstöönu landsþingi slökkviiiOsmanna aö skora á rlkisstjórnina aö fella niö- ur tolla og önnur aöflutningsgjöld af slökkvitækjum og öörum björgunartækjum. Fram kom, aö gjöld þessi eru allt upp I 90%. Landsþingið var haldið I Höfn I Hornafirði, og sátu það um 60 fulltrúar frá 34 félögum slökkvi- liðsmanna um land allt. A þinginu voru kynntar nýjung- ar I björgunar- og slökkvitækni og flutt erindi um þau mál. Þá vareinnig samþykkt aö fara þess á leit við Landssímann, að stórbætt verði simaþjónusta á landsbyggðinni, svo tafarlaust veröi hægt að ná til slökkviliða og annarra björgunarsveita I neyöartilfellum, en töluverður misbrestur mun vera á því. Formaður Landssambands slökkviliðsmanna er Guðmundur Haraldsson I slökkviliöinu á Keflavlkurflugvelli. — SH Fœr 500 þósund vegna ólöglegrar uppsagnar Dómurer fallinn í máli manns, sem taldi að brottvikning hans úr starfi slökkviliðsmanns á Keflavfkurflugvelli væri ólögleg. Slökkviliðsstjóri á Kefla- vlkurflugveili sagði slökkviliðs- manninum upp störfum i júni 1972 án fyrirvara og án þess að greina nokkra ástæðu fyrir upp- sögninni. Svipuð atvik munu hafa gerzt áður og taldi maðurinn að hér væri um að ræða hefndarráð- stafanir af hálfu slökkviliðs- stjóra. Slökkviliðsmaðurinn var framarlega i félags- og hags- munasamtökum slökkviliðs- mannanna og var hvatamaður að stofnun Starfsmannafélags slökkviliðsmannanna og lif- eyrissjóðs þeirra. Arið 1969 fór fram undir- skriftasöfnun meðal slökkviliðs- mannanna þar sem samtals 44 starfsmenn fóru fram á, að slökkviliðsstjóranum yrði gefið fri. Einn maður var kjörinn af hverri vakt til að annast fram- kvæmd undirskriftasöfnunar- innar og var umgetinn slökkvi- liðsmaður forsvarsmaður söfnunarinnar á sinni vakt. Slökkviliðsmaðurinn höfðaði mál á hendur rikissjóði, þar sem hann taldi, að uppsögnin væri ólögleg og ekki gefin næg skýring á ástæðunni. Dómurinn, sem kveðinn var upp i málinu hjá borgardómara, gerði utanrikisráðherra fyrir hönd varnarmáladeildar utan- rikisráðuneytisins og fjármála- ráðherra fyrir hönd rikissjóðs að greiða stefnandanum 388.827.93 krónur ásamt vöxtum frá 1. april 1973. Þetta gerir nær 500 þúsund krónur. Auk þess á rikissjóður að greiða máls- kostnað 75.000 krónur. Af 388 þúsundunum eru 158 þúsund i laun, 30 þúsund i orlof og 200 þúsund i miskabætur. Enn er óvist hvort rikissjóður mun áfrýja þessum dómi. Ef svo fer ekki kemur slökkviliðs- maðurinn til með að fá nær 500 þúsund krónur upp I hendurnar sem skaðabætur. Nokkrir hafa beðið eftir úrslitum þessa máls með nokkurri eftirvæntingu og eru sumir að hugsa sér til hreyf- ings vegna samsvarandi upp- sagnarmála. — JB. MJOG BREYTILEGT GERLA- MAGN í SJÓ HJÁ AKUREYRI „Ekki er hægt að segja, að þessar rannsóknir hafi leitt i ljós neina aðkallandi hættu. Hættulaust er að borða fisk, sem veiddur er á þessu svæði, en varasamt með skelfisk. Það er ekki talið æskilegt að baða sig i sjónum enda litið gert.” Þannig svaraði Hörður Kristinsson hjá Náttúrugripa- safninu á Akureyri, þegar við spurðum hann um mengun I sjó við Akureyri, en sagt er frá henni i blaðinu Islendingi. „Heilbrigðiseftirlit Akureyr- ar fól Náttúrugripasafninu að gera þessar rannsóknir,” sagði Hörður. „Ein af ástæðunum fyr- ir þvi, að óskað var eftir rann- sókn, kann að vera sú, að kræklingur, sem áður var hér mjög mikill, hefur minnkað verulega. Sama er að segja um sumt annað smálif i sjónum. I ljós kom, að geysilegar sveiflur eru á kóligerlamagni i sjónum eftir veðráttu og sjávar- hreyfingu. Þannig getur kóiigerlamagnið i 100 millilitr- um af sjó verið frá 20-30 upp I 16000. Mest er mengunin þar sem sjórinn er kyrrastur, svo sem I dokkinni við bryggjurn- ar.” 1 Islendingi segir.aömengunin hafi ekki skaðað botndýralif i sjónum, og súrefnismagn i hon- um sé eðlilegt. Næringarmagn hans er eðlilegt nema viö skolp- rörin, sem opnast út i sjóinn með jöfnu millibili frá Höpfnersbryggju út á Tangann. Kóligerlamagn á Pollinum hefði ekki reynzt hærra en gert var ráð fyrir, en fjöldi gerla við Glerárósa hefði komiö á óvart. Aftur á móti væri innsti og aust- asti hluti Pollsins nokkuð hreinn og gætti þar áhrifa frá Eyja- fjarðará. Ennfremur segir, að straum- mælingum á firðinum sé ekki lokið, en þegar sé ljóst, að þeir séu flóknir og liggi i lögum. „Það hlýtur að verða kapps- mál okkar að finna straumana og koma skolprennslinu út i þá,” sagði Hörður. „Rannsókn- in er til þess gerð að finna, hvar við stöndum i þessum málum og hvað gera má til úrbóta.” —SH TEKNIR FYRIR AÐ SELJA BRUGG Tveir strákar, 15 og 16 ára voru handteknir um helgina fyrir að selja brugg i Hafnarfiröi. Þeir höfðu selt sex flöskur, en tekjurnar voru fremur smáar, eða um tvö þúsund krónur fyrir allt saman. Strákarnir höfðu bruggað sterkt öl úr efnum, sem fást alls staðar i búðum. Þess má geta að Áfengis- verziun rikisins hefur einkarétt á íramleiðslu og sölu áfengra drykkja hér á landi. Liggja háar sektir við þvi að brjóta gegn þeim lögum. -ÓH. Óvenjulegir gestir hjá Rjúpnaveiðin hefst í dag: VON 4 MEIRI RJÚPUí ÁR EN í FYRRA „Rjúpnaveiðin á að verða mun betri I ár en hún varð i fyrra,” sagði dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur i viðtali við Visi. „Að visu getur veðrið haft ein- hver áhrif á veiðina, en stofninn er mun sterkari en hann var I fyrra.” Rjúpnaveiðitiminn hefst i dag og stendur til 22. desember. Rjúpnastofninn tekur sveiflur, eins og kunnugt er og nálgast nú hámark. „Riúpnafjöldinn er venjulega mjög mikilí fjögur ár af hverjum tiu, þau ár, sem enda á 4, 5, 6 og 7, ■<-----------------------m. Rjúpan kann bara vel viö sig uppi i Breiðholti, enda þótt þar sé orðin mannabyggð. Aðeins örfá ár eru siöan Reykvíkingar sóttu mjög i rjúpu á þessum slóðum. (Ljósmynd Visis Bj.Bj.) r 6 rjúpur í einum garði í morgun og 1 í öðrum í gœrkvöldi ar við Hólastekk hvorki meira né minna en sex rjúpur I garöinn hjá Breibholtsbúar, sem búa i Hólastekk og Urðarstekk hafa svo sannariega fengið óvenjulega gesti I heimsókn. Eða eru rjúpur vappandi um I görðum manna svona dags daglega? Spikfeit og sælleg rjúpa heim- sótti Ibúana við Urðarstekk 5 I gærkvöldi, og I morgun fengu ibú- sér. Rjúpurnar eru hinar rólegustu og spökustu og leiða mannskepn- una aðmestu hjá sér. Asgeir Guð- laugsson sem býr aö Urðarstekk 5, kvaðst t.d. hafa komizt það nálægt rjúpunni 1 gærkvöldi, að ekki voru nema um 2 metrar á milli. Sú rjúpa kom siðan við i næstu görðum, en vappaði svo i róleg- heitum upp I Hlið svokallaða, á milli Breiðholts 1 og 3, og hvarf þar sjónum. — EA. og hámarkið er árið sem endar á 6. Lágmark verður aftur mjög skyndilega árið sem endar á 8, og það svo mjög, að þá getur orðið nær ógerningur að fá rjúpu keypta i búðum. Hvað veldur þessum sveiflum er ekki vitað, en þar eru einhver óhagganleg öfl að verki. Ofveiði kemur ekki til greina hér hjá okk- ur, og það þótt veiðimönnum fjölgi eitthvað frá þvi sem verið hefur. Veðurfar hefur einhver áhrif. Þannig var siðasta hámark, árið 1966, ekki mjög hátt, vegna þess að það ár viðraði illa á aðalvarpstöðvum rjúpunn- ar, svo að um 50% af ungunum drápust. Þar á móti kemur, að þá virðist lágmarkið heldur ekki verða mjög lágt, eins og verður raunin á, þegar hámarkið er mjög hátt. Það er auðveldast að veiða rjúpuna fyrst á haustin, þegar snjór er aðeins á fjallatoppum, þvi hún heldur sig þá við og ofan við snjólínu i hópum. Þetta vita allir rjúpnaveiðimenn og sækja hana þangað, áður en snjór verð- ur meiri og rjúpan dreifist meira.” — SH. STRAKAR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.