Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg. — Föstudagur 18. október 1974 — 204. tbl. Settir í leikbann eftir slagsmál í leik — sjá íþrót SAAB og FH Fáum við olfu frá Noregi? — bls. 3 Togast á um Silla og Valda — baksíða • LARSEN HEILUM VINNING Á UNDAN — sjá bls. 5 Hvern velja demókratar? — sjá bls. 6 Garðhreppingar: Vilja tafar- lausar órbœtur á Hafnar- fjarðar- veginum — baksíða Lesendur hafa alla 2. síðu - að venju! Hringið í 86611 ef yður liggur eitthvað á hjarta Hitaveitan í Hveragerði: Ríkisvatnið veldur skaða Vandræði hafa skapazt hjá hitaveitunni í Hvera- gerði sökum þess að kísill hefur sezt innan á rör í heimahúsum. Byrjað var á lagningu nýrrar hitaveitu um Hveragerði 1961. Eftir að framkvæmdum við hana lauk, var vatn i fyrstu fengið Ur borholum, sem Hveragerði á sjálft. í dalnum fyrir ofan staðinn á rikið 8 borholur, sem staðið hafa ónotaðar. Talið var, að hag- kvæmara myndi að fá vatn úr borholum rikisins, þar sem þær lágu hærra. A miðju siðasta sumri fór Hverageröi þvi að kaupa vatn úr tveim borholum rikisins i dalnum. Strax fór að bera á útfellingu kisils i rörunum, og af þeim sök- um urðu nokkur vandræðii heimahúsum. „Við fórum þegar fram á það við Orkustofnunina, að gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til aö koma i veg fyrir þetta,” segir Sigurður Pálsson sveitarstjóri i samtali við blaðið. „Okkur þótti, að þeir væru nokk uð seinir að taka við sér og nú fyrst er verið að hefjast handa um úrbætur. Reiknað er með, að það taki mánuð að koma þessu I rétt horf. Við kaupum okkar vatn úr tanki, þannig að rikið ber kostnað af úrbótunum. Til að losna viö útfellingu á kisilnum verður köldu vatni blandað við gufuna, áður en hún þéttist. Til bráðabirgða hefur kalt vatn verið tekið úr nærliggjandi læk, en nú verður vatni úr kalda- vatnslind dælt á gufuna. Tilgangurinn með þessu er að fá súrefnið úr gufunni og er von- azt til að þessar ráöstafanir dugi, til að hefta útfallið. Að sögn bæjarstjóra hefur ekki verið tekið saman, hversu mikiö tjón bæjarbúar hafa beðið vegna útfellingarinnar, en ekki er reikn- að með, að mjög erfitt verði að hreinsa kisilinn úr rörunum. Sveitarstjóri taldi ósennilegt,að farið yrði fram á það, að rikið bæti sveitarfélaginu skaðann, sem orðinn er vegna útfellingar- innar i rörunum. 1 viðtali, sem blaðiö átti við Jakob Björnsson, orkumála- stjóra, kom i ljós, að það ætti sér ekkert fordæmi að nota vatn af háhitasvæði til húshitunar. Tækn- in til þessara framkvæmda væri þvi I raun og veru ekki til og væru menn að þreifa sig áfram i þess- ari nýju tækni. Vatn á háhita- svæðum væri um 180 gráður og fyrir utan Hveragerði væri slikt vatn einungis virkjað á nokkuð svipaðan ’ hátt við Reynihliö fyrir norðan. „Við vildum komast hjá dýrum mannvirkjum og gat þvi brugðið til beggja vona. 1 samningum við Hvergerðinga var ráð fyrir þvi gert, að þeim væri þessi áhætta ljós en fengju i staðinn vatnið á mjög hagstæðu verði.” Um kvartanir Hvergeröinga yfir þvi, hve Orkustofnunin hefði brugðið seint við, sagði Jakob, að það hefði tekið sérfræöinga nokk- urn tima að finna ráð, sem gætu komið I veg fyrir útfellingu. Aður en i framkvæmdir var ráöizt varð að athuga, hvað væri vænlegast. „Við getum ekki ábyrgzt, að þessar ráðstafanir sem við grip- um nú til.muni duga. Viö erum þó bjartsýnir á það”, sagði Jakob Björnsson, orkumálastjóri. — JB. Hún fer vart í loftið þessil Slökkviliðsmenn þurfa mikilla hurðir eru eins og á þotunum, og menn þurfa að bjarga. um það, hún gerir sitt gagn. æfinga við, — þetta furðutæki á inni i beignum eru stólar, og þeg- Við heimsóttum slökkviiiðið myndinni er raunar DC-8 þota I ar kveikt er I „vélinni” eru dúkk- Likiega fer þessi þunglamaiega margrómaða og margverðlaun- augum slökkviliðsmanna, ailar ur inn í henni, sem slökkviiiðs- „flugvél” aldrei i loftið, en hvað aða i gærdag. ER VERIÐ AÐ HENGJA BAKARA FYRIR SMIÐ? STEL.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.