Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 8
Vísir. Föstudagur 18. október 1974. Vlsir. Föstudagur 18. október 1974. . ''<V & g ukwhj ' VERHFMr «*waw VgHHIW hirkfrrt. §' I Yngsta iþróttafélagið i Reykjavik — Leiknir úr Breiöholti — iék sinn fyrsta leik I karlaflokki I hand- knattleik I gærkvöldi. Ekki var ráöist á garöinn þar sem hann er lægstur, þvi mótherjinn var Valur meö Gisla Blöndal og aöra meistaraflokksmenn I fararbroddi. En I Leikni eru heidur ekki neinir „smákall- ar”, cins og sjá má á iiösmyndinni. Þar er t.d. Hermann Gunnarsson (Val), Vikingarnir Hafliöi Péturs- son, Jón ólafsson og örn Guömundsson, Valsmennirnir Finnbogi Kristjánsson og Jón Carlsson, IR-ing- urinn Gunnar Haraldsson og KR-ingurinn Halldór Sigurösson, svo einhverjir séu nefndir. Þá vantaöi I liöiö landsliösmennina Guögeir Leifsson og Martein Geirsson, en þeir fengu fri I gærkvöldi. Leiknum lauk meö sigri Leiknis 15:12 og á hinni myndinni má sjá Halidór Sigurösson skora eitt af mörkum Breiö- holtsliösins I þessum sögulega leik. Þeir vöktu mikla athygli fyrir skemmtilegan samleik og einnig þótti búningur þeirra sérkenniiegur — aö sjálfsögöu Ilensonbúningur — en hann er einn sá skrautlegasti, sem menn hafa séö um dagana. Ljósmyndir Bj.Bj. Vinnur pressuliðið londslið Birgis? — og blaðamenn stjórnarmenn Handknattleikssambandsins Siöan Birgir Björnsson geröist landsliöseinvaldur og þjálfari landsliösins hefur hann gert rót- tækar breytingar á islenzka landsliöinu i handknattleik. Sex nýir leikmenn fara I keppnisför landsliösins til Sviss i þessum mánuöi og hafa ekki allir veriö á eitt sáttir meö val Birgis. Þess ber þó aö geta, aö leikmenn eins og Geir Hallsteinsson og Björg- vin Björgvinsson hafa ekki gefið kost á sér i keppnisförina tii Sviss. Mótið I Sviss er skipað sterkum þjóðum — auk Islands og Sviss leika þar Vestur-Þjóðverjar og Ungverjar. Lið Birgis er þannig skipað. Markverðir. Hjalti Einarsson, FH, Guðjón Erlendsson, Fram og Birgir Finnbogason, FH. Aðrir leikmenn Pétur Jóhannesson, Fram, Viðar Slmonarson, FH, Einar Magnússon, Viking, Ólafur Einarsson, FH, Ólafur Jónsson, Val, Jón Karlsson, Val, örn Sigurðsson, FH, Pálmi Pálma- íslond með í fyrsto sinn í NM í blaki Norðurlandamótið verður hóð í Svíþjóð í byrjun nœsta mónaðar — íslenzka liðið leikur óður einn leik í Edinborg Norðurlandamótið i blaki verður haldið i Svi- þjóð i byrjun næsta mánaðar og verður ís- land með í þvi móti i fyrsta sinn i sögunni. Norðurlandamót i þess- ari iþróttagrein, sem mjög er að ryðja sér til rúms hér á landi, hefur verið haldið undanfarin ár, en aldrei fyrr með þátttöku allra Norður- landanna. Mótið fer fram fyrstu dagana i nóvember, en islenzka liðið held- Ólafur og Svíinn settir í leikbann! son, Fram, Stefán Þórðarson, Fram, Gunnar Einarsson, FH og Bjarni Guðmundsson, Val. Á sunnudag verður pressuleik- ur I Laugardalshöllinni og leikur þá lið, sem iþróttafréttamenn hafa valið, gegn landsliði Birgis. Lið pressunnar er þannig skip- aö. Markverðir Ólafur Benedikts- son, Val, og Gunnar Einarsson, Haukum. Aðrir leikmenn Gunn- steinn Skúlason, Val, Geir Hall- steinsson, FH, Björgvin Björg- vinsson, Fram, Hilmar Björns- son, KR, Stefán Jónsson, Hauk- um, Hörður Sigmarsson, Hauk- um, Brynjólfur Markússon, 1R, Agúst Svavarsson, 1R, Arni Ind- riöason, Gróttu, Stefán Gunnars- son, Val, Stefán Halldórsson, Vik- ing, og Trausti Þorgrimsson, Þrótti. Það verður fleira til skemmtunar i Höllinni á sunnu- dag — meðal annars leikur hið ósigrandi lið iþróttafréttamanna meö Omar Ragnarsson og Björn Blöndal i broddi fylkingar við stjórn HSÍ, og tóku stjórnarmenn þeirri áskorun blaðamanna að mæta þeim á fjölum Laugardals- hallarinnar eftir tvo næturfundi. Ennþá hafa stjórnarmennirnir þó engann fengið til að standa i markinu — helzt hallazt að þvi, að stjórnin skipi einhvern landsliðs- markvarðanna I þá erfiðu stöðu. Nœr allir miðar seldir ó Það er meira tjón fyrir FH en Saab, ef þeir Ólafur Einarsson og Leif Olsson veröa settir i leik- bann, skrifuðu sænsku blööin eftir átakaleik Saab og FH á dögunum. Þessir umræddu leikmenn lentu I hörkulegum átökum I lok leiksins I Linköbing og var báðum visaö af leikvelli. I gær fékk FH svo bréf frá alþjóðahandknattleikssamband- inu I Sviss, þar sem félaginu var tilkynnt að Ólafur og Sviinn mættu ekki taka þátt i siðari leik liðanna i Evrópukeppninni vegna þessara agabrota. Sviinn Wad- mark, sem er einn af fremstu handknattleiksleiðtogum heims, hefur greinilega átt þar hlut að máli. FH-ingum er ekki kunnugt um, að nein aganefnd sé til hjá alþjóðasambandinu og hafa sett sig i samband við það til að kanna málið betur. Engin fordæmi munu vera fyrir þvi, að leikmenn séu settir i leikbann þó þeim sé visað af leikvelli. Væntanlega verða svör komin frá alþjóða- sambandinu fyrir Evrópuleikinn á morgun. Aðgöngumiðasala að leik FH og Saab hófst i gær og seldust öll sæti upp á svipstundu. Miðar voru Evrópuleik FH og Saab seldiri Laugardalshöll og Iþrótta- húsinu i Hafnarfirði. Eftir eru 300 stæði á hvorum stað — og 50 barnamiðar i Laugardalshöll- inni. Sala á þessum miðum hefst kl. 5.30 i dag. — hsím. ur utan fyrir mánaðamót og mun leika einn leik við Skotland i Edinborg þann 30. október. Landsliðshópurinn var valinn fyrir nokkrum vikum og hafa ver- ið tvær til þrjár æfingar á hverri viku siðan þá og vel mætt á allar æfingarnar. Halldór Jónsson, sem einnig er leikmaður með lið- inu, er aðalþjálfari liðsins, en lið- ið er að mestu skipað sömu leik- mönnum og léku landsleikina við Noreg á Akureyri og Hafnarfirði i vor. Aðeins þrir menn, sem þá léku, gáfu ekki kost á sér i þessa ferð — Vikingarnir Páll Ólafsson og Torfi Rúnarsson og landsliðs- maðurinn i knattspyrnu, Asgeir Eliasson, sem mun leika með hinu nýja blakliði Þróttar i vetur. Það lið er að mestu skipað piltum, sem voru i iþróttakennaraskólan- um I fyrra, og urðu þá íslands- meistarar. Þeir fóru nokkuð vel af stað i fyrsta mótinu i nýja búningnum — komust I úrslit i Haustmóti BLÍ, sem fram fór um siðustu helgi, en töpuðu þar fyrir liði stú- denta. —klp—- Valsstúlkurnar tóku við sér! Víkingsstúikurnar tóku forustu i Reykjavikurmótinu i handknatt- leik kvenna, er þær sigruðu KR-stúlkurnar með 8 mörkum gegn 4 i Laugardalshöliinni i fyrrakvöld. Tveir aðrir leikir fóru fram þetta sama kvöld — Valur sigraði Armann 7:5 og IR sigraði Þrótt 15:9. Þetta var fyrsti leikur. IR-stúlknanna i mótinu og eru þær þvi taplausar eins og Vikingsstúlkurnar. Aftur á móti hafa öll hin liðin — Valur, Ar- mann, Fram, KR og Þróttur tap- að stigum. Valsstúlkurnar töpuðu fyrsta leiknum i mótinu, gegn KR, en i leiknum við Armann tóku þær aftur við sér, enda máttu þær ekki við þvi að tapa þeim leik, ef þær ætluðu að eiga möguleika I Reykjavikurmeistaratitilinn. Næstu leikir i meistaraflokki kvenna verða á miðvikudaginn I næstu viku, þá leika...: Fram—IR, Þróttur—KR og Vik- ingur—Valur. Ætti siðasti leikur- inn að geta orðið nokkuð fjörugur, ef mark má taka á fyrstu leikjun- um. — klp | Vantaði 42 til að tvö- falda óhorfendatöluna! — íslandsmótið í körfuknattleik hefst um helgina Yfir áttatiu liö frá tuttugu og fimm félögum taka þátt i tslands- mótinu I körfuknattleik, sem hefst meö leikjum i 1. deild i tþróttahúsinu I Njarövik á morg- un. Þetta er sjö liðum fleira en tóku þátt i tslandsmótinu i fyrra, en þaö mót tókst meö afbrigöum vel og skipuiega, enda taiiö eitt bezta tslandsmót I körfuknatt- leik, sem hér hefur fariö fram. Mótið hefst með tveim leikjum i 1. deild og fara þeir fram i íþróttahúsinu i Njarðvik. Fyrsti leikurinn, sem hefst kl. 14.00, er á milli UMFN og Armanns en sið- ari leikurinn á milli Snæfells og 1R. I Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi fara fram tveir leikir á morgun — Fram leikur við UMFS i 2. deild og IR leikur við 1S i meistara- flokki kvenna. A sunnudaginn verður keppn- inni i 1. deild karla haldið áfram og leika þá IS—Snæfell og Val- ur—HSK. Fara þeir leikir fram I Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og hefjast kl. 18.00. Keppnin i 1. deildinni I fyrra var mjög skemmtileg enda aðsókn að leikjunum góð sérstaklega þegar fór að liða á mótið. Vantaöi aðeins 42 áhorfendur til að áhorfendatalan tvöfaldaðist frá árinu áður, en önnur eins aukning hefur ekki átt sér stað I flokkaiþróttagrein hér á landi I fjölda mörg ár. Hvort körfuboltamenn ná þessu aftur I ár, er ekki gott að segja um, en þó eru allar likur taldar á þvi, þar sem liöin eru mjög áþekk j 11. deildinni i ár — jafnvel jafnari j en þau voru i fyrra. — klp — | BH Keppendur tslands i heimsmeistarakeppni eldri meistara. Frá vinstri Guömundur Oíeigsson, Helgi Eiriksson, fyrirliöiog næstur honum eru framkvæmda- stjóri keppninnar og hinn mikli bikar, sem Astraliumenn hlutu I keppninni, siöan Ingólfur Helgason og Óli B. Jónsson. ísland í 11. sœti af 28! Þetta var í einu orði sagt — yndisiegt. Móttökur allar frá- bærar sem áður og árangur íslenzku sveitarinnar miklu betri, en í þeim mótum, sem við höfum áður tekið þátt i. Ellefta sæti af 28 þjóðum seg- ir þar sína sögu, sagði Helgi Eiríksson, fyrrum banka- stjóri, þegar Visir ræddi ný- lega við hann en hann ásamt öðrum Islendingum tók þátt í golfkeppni í Broadmore í Colorado-fylki i Bandaríkjun- um frá 17. ágúst til 1. septem- ber sl. Helgi Eiriksson keppti nú i fimmta skipti á golfmótinu I Broadmore, sem kalla má „Heimskeppni eldri meistara” (World senior golf championship) — og var fararstjóri og fyrirliði islenzku sveitarinnar. Aðrir keppendur Islands voru Guð- mundur Ófeigsson og Ingólfur Helgason, sem tóku þátt i mótinu i annað sinn, og Óli B. Jónsson, sem nú fór i fyrsta skipti. Einnig voru eiginkonur þeirra meö i förinni, þær Jóhanna Arnadóttir, Kristin Guð- mundsdóttir, Hanna Gabriel og Guðný Guðbergsdóttir. Þær tóku einnig þátt i keppni — nema eigin- kona Helga, Jóhanna. Sveitakeppnin er aöalkeppnin á Broadmore-mótinu. Þátttökuþjóðir voru .28 úr öllum heimsálfum. Aldurstakmark er 55 ár — það er keppendur mega ekki vera yngri. Þarna gekk islenzku sveitinni miklu betur en áður I þau fimm skipti, sem Island hefur átt þar keppendur. Hún varð i 11. sæti á 472 höggum og svo hörð var keppnin, að með þriggja högga betri árangri hefði hún lent I sjöunda sæti. Sveit Astraliu sigraði i keppninni að þessu sinni á 436 högg- um, en sveit Bandarikjanna, sem hefur yfirleitt alltaf sigrað, varð ! öðru sæti. Aðeins tvær Evrópuþjóðir náöu betra sæti en tsland — Sviþjóð og Vestur-Þýzkaland. Keppt var i fjögurra manna sveitum og taldi árangur þriggja beztu i hverri sveit. Helgi Eiriksson, sá fjölhæfi iþrótta- maður gegnum árin, lék bezt Islend- inganna. Sveitakeppnin stóð yfir 23.-24. ágúst, en áður höfðu keppendur fengið tvo æfingadaga á hinum glæsilega en erfiða golfvelli, sem tal- inn er i hópi 14 erfiðustu golfvalla i Bandarikjunum. Völlurinn er I 6-7 þúsund feta hæð yfir sjávarmál og tók nokkurn tima að venjast þunna loftinu, auk þess, sem nær alltaf er leikið „upp I móti”. Grinin eru við- sjárverð I þetta mikilli hæð og tals- verður munur hvort leikið er að eða frá Klettafjöllunum. Lengd þessa glæsilega vallar er 7000 jardar — tor- færur miklar og 27-30 stiga hiti keppnisdagana. En það er lika kost- ur við hæðina — högglengdin verður meiri. 1 Broadmore er nú verið að byggja þriðja golfvöllinn og verða lagðar i hann átta milljónir dollara — hálf milljón dollara hefur farið i moldina, sem aökeypt hefur verið. Einstaklingskeppni var háö 26.-30. ágúst og var um 400 þátttakendum raðað i flokka eftir árangri þeirra i sveitakeppninni — og voru keppend- ur frá 55 ára aldri upp i 84 ár. út- sláttarkeppni var og oft mikil harka eins og verða vill á stundum, þegar tveir berjast I holukeppni. Tveir Is- lendinganna stóðu sig prýðilega — þeir Helgi Eiriksson og Ingólfur Helgason hlutu önnur verðlaun I sin- um flokkum. Þarna hlaut Helgi Eiriksson enn ein glæsileg verðlaun i sitt mikla verðlaunasafn og fjölbreytilega. Svo skemmtilega vill til, að fyrstu verð- laun sin hlaut hann fyrir sextiu ár- um. Það var 1914 og Helgi var I sigursveit úr Knattspyrnufélaginu Vikingur, sem sigraði i boðhlaupi drengja. Siðar varð Helgi helzti máttarstólpi þess félags á knatt- spyrnuvöllunum — tslendsmeistari — og formaður Vikings. Hann var einnig meö afbrigðum fjölhæfur i frjálsum iþróttum — tslandsmethafi og meistari þar, þó einkum sé árang- ur hans i hástökki enn i minnum hafður. Og Helgi á verölaun úr mörgum öðrum iþróttagreinum. 1 einstaklingskeppninni voru að- eins veitt tvenn verðlaun i hverjum flokki. Sigurvegari i aðalflokknum varð Larry Pendelton, Bandarikjun- um. öllum Islendingunum gekk vel til að byrja með, en siðan féllu þeir Guðmundur Ófeigsson og óli B. Jónsson úr keppninni — en Helgi og Ingólfur komust I verðlaunaflokkinn. Konurnar tóku þátt meöal annars i púttkeppni og stóðu sig vel. Kristin Guðmundsdóttir var i 2.-3. sæti og varð að keppa til úrslita, þvi þar voru einnig aðeins veitt tvenn verð- laun. Á fimmtu holu tapaði Kristin I keppninni um önnur verðlaunin. Um 40 konur tóku þátt I keppninni. Allir þátttakendur Islands i þessari miklu golfkeppni i Broadmore voru sam- mála um, að ferðin hefði heppnast einstaklega vel — ferð, sem aldrei mun liða þeim úr minni. —hsim. Norrœnir frjólsíþrótta- leiðtogar þinga í Reykjavík Þing frjálsíþróttaleiötoga á Noröurlöndum veröur haldiö hér i Reykjavik um helgina — aö Loft- leiöahótelinu. Þetta er 31. Norðurlandaþingið og hiö þriðja, sem haldiö er hér á landi. Þingiö sækja þrir Sviar, þrir Norömenn, tveir Danir og einn Finni — og auk þess sitja þaö átta tslending- ar. Þingið hefst kl. 9.30 i fyrra- máliö. Vilja þjólfarann heim á ný! Eftir jafntefliö viö Danmörku 1 Evrópukeppninni i knattspyrnu um siöustu helgi var mikiö fjaörafok meöal knattspyrnuforustunnar f Rúmeniu. Menn heimtuöu, aö þjálfarinn Stanescu yröi settur af, og Stefan Kovacs, sem þjáifar franska landsliöiö, yröi kallaöur heim. Kovacs er maöurinn á bak viö sigurgöngu hollenzka liösins Ajax á undanförnum árum, og er talinn einn bezti þjálfari heims. Hann lenti i útistööum viö forráöamenn Ajax, þegar þeir vildu selja Cruyff og fleiri leikmenn frá félaginu, og sagöi þá starfi sinu lausu Rúmenarnir kölluöu hann þá heim, en hann fékk leyfi til aö vera utanlands eitt ár i viöbót, er Frakk- ar fóru fram á aö fá hann til aö vera meö landsliðiö. Fór heil pólitisk nefnd til Rúmeniu til aö ræöa um ráöningu hans og haföist þaö I gegn eftir diplomatiskum leiðum eins og sagt er. Taliö er, aö erfitt veröi fyrir Rúmeniu aö fá þessum samningi rift — Frakkar vilja ekki sjá af Kovacs, og hann vill heldur ekki fara heim. Þennan fræga þjálfara fáum viö aö sjá hér á landi næsta sumar, er franska liöiö kemur hingað til aö leika viö þaö islenzka i Evrópu- keppninni, en hann hefur lofaö þvi, aö franska liöiö veröi mjög sterkt á næsta ári — þ.e.a.s. ef hann fær friö til aö vera meö liöiö svo lengi. — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.