Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 18. október 1974.
5
ap/nTB( í MORGUN UTLÖNDi MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND
REUTER
Umsjón: BB/GP
Stofnuðu fíokk
í trássi við
Franco einvald
Fyrsti stjórnmála-
flokkurinn, siðan stjórn
Spánar kunngerði fyrr á
þessu ári, að Spánverj-
um mundi senn verða
heimilt að mynda
stjórnmálasamtök, hef-
ur nú litiö dagsins ljós.
— Meðal forystumanna
þessa nýja flokks er einn
af fyrrverandi stuðn-
ingsmönnum, Francisco
Francos hershöfðingja.
Flokkur þessi, sem kallar sig
lýöveldissamband alþýðunnar,
lýsti yfir stofnun samtakanna á
fámennum fundi blaðamanna og
kaupsýslu- og iðnaðarmanna,
sem haldinn var i íbúð einni i
Madrid í gær.
Talsmaður flokksins, Antonio
Garcia Lopez, sagði, að stofnend-
ur flokksins væru viðbúnir þvi að
þurfa að sæta handtökum fyrir
stjórnmálastarfsemi, sem enn er
bönnuð lögum samkvæmt.
Meðal stofnendanna er Dionisio
Ridruejo, sem áður var áróðurs
meistari hægri sinnaðra Falang
ista undir forystu Francos, en
rauf tengslin við hershöfðingjann
á fimmta áratugnum.
Eiginkona varaforseta Bandarikjanna, frú Happy Nelson, hefur
verið skorin upp við sama sjúkdómi og forsetafrúin, Betty Ford.
Nefniiega krabbameini i brjósti. Varð að fjarlægja brjóstið ná-
kvæmlega eins og hjá forsetafrúnni, sem er nýkomin heim úr
sinni sjúkralegu. Þessi mynd var tekin af þeim satnan I ágúst.
Bíða eftir
lœknisvott-
orðum Nixons
John Sirica, dómarinn I Water-
gatemálinu gegn fimm starfs-
mönnum Nixons forseta hefur
enn frestað aðákveða, hvort hann
stefnir Nixon fyrir réttinn sem
vitni.
Segist Sirica dómari biða frek-
ari vottorðs um, hvort heilsa for-
setans fyrrverandi leyfi, að Nixon
takist ferð á hendur frá Kali-
forniu til Washington og mæti
þar I réttarsalinn til að gefa
skýrslu i málinu.
Lögfræðingar Richards Nixons
hafa óskað eftir þvi, að Nixon
verði hlift við þessu, fyrst um sinn
að minnsta kosti. Er skammt sið-
an Nixon kom heim af sjúkrahúsi,
þar sem hann hafði gengizt undir
uppskurð vegna blóðtappa i fæti.
Kom þá i ljós um leið, að blóð-
tappamyndun var i öðru lunga
hans.
GENGUR FYRIR VATNI
Jean Chambrin, franskur bilvirki, hampar hér á myndinni bros-
hýr uppfinningu sinni. Er það bifvél, sem gengur fyrir blöndu —
60% vatn og 40% vinanda. — Chambrin er mikill bilaaðdáandi og
hefur honum verið boðið aö reyna vélina opinberlega á kapp-
akstursbrautum Le Mans.
PALME OG TRUDEAl)
EFLA VINÁTTU SÍNA
Olof Palme, forsætisráðherra
Sviþjóðar, hóf i gær fimm daga
ferðalag um Kanada I boði stjórn-
valda þar. Palme hefur lýst til-
gangi ferðar sinnar með þeim
orðum, að hann ætli að nota hana
til að efla vandalaus samskipti
Sviþjóðar og Kanada.
Pierre Elliott Trudeau, for-
sætisráðherra Kanada, bauð
Palme til sin, eftir að þeir höfðu
hitzt á alþjóðaráðstefnu fyrsta
sinni. Kanadiskir og sænskir
embættismenn hafa látið orð falla
á þann veg, að ráðherrunum hafi
fallið svo vel hvor við annan, að
þeir hafi ákveðið að hittast sem
fyrst aftur til að halda viðræðum
sinum áfram.
Umræðurnar i Kanada munu
einkum snúast um þátttöku rikj-
anna i starfi friðargæzlusveita
Sameinuðu þjóðanna, matvæla-
skortinn i heiminum, efnahags-
vanda þróunarrikjanna og kjarn-
orkuvopnakapphlaupið.
Ivan Head, ráðgjafi Trudeaus i
utanrikismálum, hefur auk þess
látið orð falla um það, að Trudeau
hafi mikinn áhuga á að kynnast
betur þeirri vinstri sinnuðu og lif-
andi stefnu, sem Sviar fylgja i
utanrikismálum.
Nóðu mókimiðlun
um aðstoðvið
Nazistar
mótmœla
Odessa
skjölunum
Félagsmenn i fámennum L
samtökum nazista i Bandarikj-
unum efndu til mótmælaað-
gerða, þegar kvikmyndin byggð
á bók Frederick Forsyth,
Odessa skjölin, var frumsýnd á
kvikmyndahátið I San Fran-
sisco I gær. Frumsýningargestir
héldu, að mótmælendurnir
hefðu verið klæddir i búning
nazista til að auglýsa myndina.
Um það bil 25 manns stóðu
framan við kvikmyndahúsið og
báru merki SS-hreyfingarinnar.
Þeir hrópuðu, að myndin væri
áróður gegn hvita kynstofnin-
um. Konur úr samtökum naz-
ista dreifðu áróðursblöðum 1
gegn myndinni. \
1 bókinni Odessa skjölin, sem
komið hefur út á islenzku,
greinir frá samsæri ný-nazista.
Frederick Forsyth var fyrst
kunnur fyrir bók sina Dagur
sjakalans. Ný bók eftir hann
kom út i haust og hefur hún ver-
ið ofarlega á vinsældalistum
alls staðar i heiminum. Hún
heitir The Dogs of War, eða
Striðshundar og fjallar um
málaliða, sem fengnir eru til að
gera byltingu i Afrikuriki. J
að leysa Kypurdeiluna og flytja
herlið sitt frá eyjunni. Seinna
frumvarpið, sem samþykkt var i
gær en hafnað af Ford, var tiL
raun til málamiðlunar.
Þar sagði, að forsetinn hefði
heimild til að veita Tyrkjum að-
stoð fram til 10. desember. Hins
vegar skyldi aðstoðinni hætt
tafarlaust, ef bandarisk vopn
væru flutt til tyrkneska hersins á
Kýpur. Eftir að forsetinn hafði
hafnað þessari tillögu með
neitunarvaldi sinu, mun þó hafa
náðst samkomulag um málamiðl-
un eftir þessari linu. Einn þing-
manna sagði, að forsetinn hefði
verið, „mjög, mjög, mjög, mjög,
mjög, mjög tregur” til að fallast á
samkomulagið.
ÍSABELA VILL „ARGENTINSERA"
Fundurinn var haldinn I tilefni
þess, að 29 ár eru liðin, siðan Juan
Peron komst fyrst til valda.
Frú Peron sagði, að þau fyrir-
tæki, sem Argentinumenn ætluðu
að slá eign sinni á, væru Standard
Electric, vestur-þýzka fyrirtækið
Siemens og italsk-argentinska
raffyrirtækið. — Ekkert lét hún
þó uppi um það, hvernig eigna-
skiptin ættu að fara fram, hvort
ætlunin væri að þjóðnýta fyrir-
tækin eða kaupa þau af erlendu
eigendunum.
Larsen vinnur jafnt og þétt
Forseti Argentinu,
frú Isabel Peron,
(ekkja Juan Perons)
sagði á flokksfundi
Peronista, sem um 80
þúsund launþegar sóttu,
að stjórn hennar ætlaði
að „Argentinsera” þrjú
erlend fyrirtæki.
I stuttri ræðu, sem „Isabelita”
flutti, lofaði hún kauphækkunum
senn, og komst á einum stað m.a.
svo að orði: „Að stjórna er að
skapa atvinnu.”
Það er eins og ekkert ætli að fá
stöðvað Bent Larsen eftir að hann
er kominn á skriðinn. i gær laut i
lægra haldi fyrir honum Miguei
Quinteros, sem hefur þó gengiö
ljómandi vel á skákmótinu i
Manila.
Þar með er Larsen orðinn heil-
um vinning á undan næsta manni
eftir elleftu umferð — og á þó eina
biðskák óteflda. En efstu menn
eru: Larsen 6 1/2, Gheorghiu 5
1/2, Kavalek 5 1/2, Vasiukov 5 1/2
og Quinteros 5.
Fimmbur-
arnir
úr hœttu
Móðir fimmburanna, sem
ifæddust i Baltimore i Banda-
rikjunum fyrir tiu dögum,
fékk aö fara heim af fæðingar-
heimilinu i gær. Fimmburarn-
ir eru sagðir við ágætis heilsu
og hafa veriö fluttir af gjör-
gæzludeild fæðingarspitalans.
Voru þetta fjórar telpur og
einn drengur, eins og komið
hefur fram I fréttum. —
Tyrkkmd
Samkomulag hefur
tekizt milli Gerald
Fords, Bandarikjafor-
seta, og fulltrúadeildar
Bandarikjaþings um
málamiðlun i deilunni út
af hernaðaraðstoð
Bandarikjanna við
Tyrkland. Rikisstjórnin
lagði til við þingið, að
slik aðstoð yrði veitt.
Þingið hafnaði þeirri til-
lögu og lagði til að fjár-
magnið rynni til rikis-
stofnana innan lands.
Tvisvar sinnum beitti
forsetinn neitunarvaldi
sinu til að hnekkja
ákvörðun þingsins i
þessu máli, áður en
lausn fannst.
Sjónarmið þingsins var það, að
Bandarikjamenn ættu ekki að
senda vopn til Tyrkja vegna árás-
ar þeirra á Kýpur. í fyrra frum-
varpinu, sem flutt var á þinginu,
var það sett sem skilyrði fyrir að-
stoð, að Tyrkir legðu sig fram um