Vísir - 21.10.1974, Síða 6

Vísir - 21.10.1974, Síða 6
Á Vlsir. Mánudagur 21. október 1974. vísrn Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttaátj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: AfgreiDsia: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Umbrotaár i stjórnmálunum Óþarft er að fara mörgum orðum um það ástand, sem rikti á Alþingi siðasta vetur. Enginn gat þá með fullri vissu sagt fyrir um fylgi vinstri stjórnarinnar meðal þingmanna. Þegar ljóst var, að rikisstjórnin gat ekki myndað meirihluta fyrir hugmyndum sinum til lausnar efnahagsvand- anum, átti hún ekki annarra kosta völ en rjúfa þing og efna til kosninga. Sú ákvörðun hafði hins vegar i för með sér, að aðeins rúmur mánuður var milli byggðakosninga og alþingiskosninga. Orslitin i þingkosningunum leiddu til þess, að jafntefli varð á þingi milli flokkanna, sem stóðu að vinstri stjórninni og hinna, sem voru henni andvigir. Næsta verkefni stjórnmálamannanna var þvi i þvi fólgið að brjóta upp þær fylkingar, sem myndazt höfðu i stjórnmálalifinu. Ekki var aðeins nauðsynlegt að rjúfa þá samstöðu, sem hafði skapazt á tima vinstri stjórnarinnar. Flokk- ar, sem ekki höfðu starfað saman i nærri þvi tvo áratugi, hófu viðræður um stjórnarsamstarf. Með tilliti til þess var eðlilegt, að viðræður flokkanna tækju nokkurn tima. Menn þurftu nokkrar vikur til að laga sig að breyttum að- stæðum. Samstaða tókst og mynduð var rikis- stjórn, sem nýtur stuðnings 42 þingmanna og hefur fylgi 67,6% kjósenda á bak við sig. Liður nú að þvi, að á samstöðu flokkanna reyni á þingi. Samhliða kosningunum urðu nokkrar svipt- ingar i röðum vinstri manna. Klofningsflokkur Bjarna Guðnasonar þurrkaðist svo að segja út i byggðakosningunum og bauð ekki fram til þings. Hópar klofnuðu út úr Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum og gengu til samstarfs i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem þá þegar höfðu klofnað. 1 kosningunum var það helzta stefnumið samtakanna að tryggja áfram- haldandi vinstri stjórn með þvi að breikka stuðningshóp hennar. Ekki verður sagt, að kjós- endur hafi hrifizt af þeim boðskap. Fylgi samtak- anna minnkaði um 4,3% og þau eiga nú aðeins tvo menn á þingi i stað fimm áður. Allt bendir til þess, að á þeim fáu mánuðum, sem eftir eru af árinu, verði enn umbrot i stjórn- málunum. Eftir fáeinar vikur mun Gylfi Þ. Gisla- son hætta formennsku i Alþýðuflokknum. Eðli- legt er, að menn velti þvi fyrir sér, hvort breyting verði á stefnu flokksins með nýjum formanni. 1 stjórnarmyndunarviðræðunum á liðnu sumri lagði Alþýðuflokkurinn á það áherzlu að sitja sömu megin og Alþýðubandalagið. Óneitanlega er það visbending um það, að flokkurinn ætli að sveigja stefnu sina meira til vinstri en áður. Flokksþing Alþýðubandalagsins verður haldið á næstunni. Sagt er, að Ragnar Arnalds muni þá hætta formennsku i bandalaginu. Innan þess er nú deilt um það, hvort horfið skuli frá þeirri venju, að aðrir gegni formannsstörfum i banda- laginu en raunverulegir leiðtogar þess. Verði tekin upp ný stefna, er liklegt að Magnús Kjartansson verði næsti formaður Alþýðubanda- lagsins. Þegar á allt er litið, er augljóst, að þetta ár er mikið umbrotaár i stjórnmálunum. Fylkingar hafa riðlazt, og nýir menn valizt til forystu i þjóð- málum og flokkum. Þjóðin hlýtur auðvitað að hafa áhuga á þessum umbrotum, þvi að hagur hennar og framtið ræðst mjög af þvi, hvernig mál skipast hjá stjórnmálaflokkunum. — BB. Skœruliðasamtök inn á vettvang Sameinuðu þjóðana Fyigzt meö talningu atkvæöagreiöslunnar á aiisherjarþinginu. Jáin og nei-in birtust á töflunni t.h. á myndinni. Menn spá þvi, að það eigi eftir að draga dilk á eftir sér, þegar 105 aðildarrriki Sameinuðu þjóðanna sam- þykktu á fundi allsherjar- þingsins á dögunum að veita þjóðfrelsishreyfingu Palestínuaraba bæði áheyrnarrétt og málfrelsi á þeim fundi allsherjar- þingsins, þar sem fjallað verður um Palestinu. A móti tillögunni voru aöeins fjögur riki: ísrael, Bandarlkin, Bolivia og Dominlkanska lýð- veldið. Þau sem sátu hjá voru Is land, Danmörk, Vestur-Þýzka- land, Ástralía, Kanada, Belgia, Luxemburg, Holland, Burma, Laos og nokkur Suður-Ameriku- riki. Þau, sem studdu tillöguna, voru Frakkland, Italia, Grikkland, Tyrkland, Portúgal; Spánn, Noregur, Sviþjóð, Finnland, Nýja-Sjáland, Japan og flest Suður-Amerikurikin, öll kommúnistarikin og þriðji heimurinn, eins og Afrikurikin og þróunarlöndin hafa verið kölluð. „Þetta er uppgjöf Sameinuðu þjóðanna fyrir morðum og villi- mennsku”, sagði fulltrúi Israels, Josef Tekoah, þegar úrslit at- kvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Þjóðfrelsishreyfing Palestinu- araba er stjórnmálaarmur skæruliðasamtaka Palestinu- araba. Ekki öfugt eins og ætla mætti. Skæruliðasamtökin A1 Fatah urðu til á undan og voru foreldri þjóðfrelsishreyfingar- innar. *• Til þess að knýja önnur riki til að leggja hlustir við kröfum sin- um hafa skæruliðasamtökin ekki skirrzt við að beita hinum fólsku- legustu hryðjuverkum. Undir dulnefnum eins og „Svarta september” hafa þau myrt iþróttaíóík á olympiuleikum tekið af lifi saklaust starfsfólk sendi- ráða erlendra rikja á grund ein- hvers algerlega óviðkomandi rikis. Og varla verður tölu komið á minniháttar glæpaverk þeirra, eins og mannrán — sem til skamms tima þóttu dauðasök i menningarrfkjum — eða þá flug- vélarán. Arangur Palestinuarabanna af hryöjuverkum þeirra er mikill. Þeir hafa i allflestum tilfellum fengið kröfum sinum framfylgt, þegar þeir hafa beitt fólskubrögð unum. — Þeir hafa fengið bófa sina lausa úr fangelsum með þvi einu að ráðast á saklaust fólk og hóta að bæta moröum þeirra á listann yfir önnur hryllingsverk sin. — Alls staðar hefur verið látið undan nema með einni eða tveim undantekningum. Og hver undanlátssemi hefur auövitað um leið hvatt skæruliða- samtök Palestinuarabanna til nýrri ,,dáöa”.Það hefðienda ekki verið mannlegt, ef þeir heföu ekki gengiö á lagið. Þegar Israeismenn harð- neituðu strax f upphafi að eiga nokkra samninga viö hryðju- verkamennina og vöruðu Evrópuriki og aðra við aö láta undan kúgunum ofstækismann- anna, með þvi að slikt mundi aðeins kalla yfir þá og aðra — kannski alsaklausa áhorfendur — fleiri kúgunaraðgerðir, þá reyndust þeir þvi miður alltof sannspáir. Það var þetta, sem Tekoah hafði i huga, þegar hann sagöi, að Sameinuðu þjóðirnar — eða öllu heldur aðildarriki þeirra — hefðu gefizt upp fyrir morðum og villi- mennsku. Það var látið undan kúgurunum. I umræðunum um tillöguna reifuðu talsmenn hennar auðvitað það, að hér væri um að ræða að veita fyrrverandi Ibúum Palestinu rétt til að taka þátt i umræðum um framtiðarlausn Palestinu. Hver gæti staðið gegn slikri sanngirniskröfu? Þessir fyrrverandi Ibúar Palestinu flúðu á sinum tima land, eftir að þeir höfðu snúizt á sveifmeð innrásarherjum Araba, sem réðust á hið nýstofnaða Israelsriki 1948 og undu ekki ákvörðun allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna þá. Þegar Israelsriki, sem allir bjuggust við, að yrði molað undir hæl Arabanna, hrakti þá af höndum sér,leiztPalestinuaröbunum ekki á blikuna og fólkið flúði með leifum innrásarherjanna. Enn vilja forystumenn þessa fólks ekki viðurkenna ákvörðun allsherjarþingsins frá þessum tima um aðskilnað Palestinu og Israelsrikis. Enn eru þeir ráðnir i að standa við gömul og ný heit sin um að eyða tsraelsriki og reka tsraelsmenn i sjóinn. Fyrir um þaö bil tiu árum hefðu fáir treyst sér til þess að ljá slikum málstað atkvæði. Heims- álitið var allt á móti slikum hryðjuverkaaðferðum og kúgunaraögerðum. — Þvi einkennilegra er það, að samtök Palestinuaraba skuli fá slikan hljómgrunn núna. Eru menn orðnir linari af sér nú? Þola þeir verr hótanir eða kúgunartil- raunir? Það má vera. En hitt hefur Aröbunum tekizt furðuvel að bera fyrir sig sem skjöld bágindi og fátækt flóttafólks Palestinu, sem enn býr i aumum tjaldbúðum við hin verstu kjör. Áróður Araba, sem benda á, að Gyðingar lifi i vellystingum praktuglega af jörðum þessa flóttafóiks heima i Palestinu, hefur tekizt furðuvel að koma fólki til að gleyma öðrum stað- reyndum. A sama tima og Araba- rikin fengu yfir sig flóttafólkið frá Palestinu, fengu tsraelsmenn yfir sig HELMINGI fleira flóttafólk — Gyðinga frá Evrópu, Yemen og öðrum Arabarikjum og frá Norður-Afrikulöndum ýmsum. Og það er einmitt fólkið, sem sagt er lifa i vellystingum praktuglega i dag. Munurinn liggur að mestu i móttökunum, sem flóttafólkið fékk, hvert i sinu griðlandi. Palestinuarabarnir hafa dregið fram lifið með aðstoð flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, sem rekin er með fram- lögum meðal annars þeirra þjóða, sem eiga um sárt að binda undan hryðjuverkum A1 Fatah. — En Arabarnir, kynbræður þeirra, hafa litla aðstoð veitt þeim, nema þá við að ala á hatrinu á Israel. En það er ekki þetta, sem var efst i hugum fulltrúanna á alls- herjarþinginu, þegar þeir greiddu atkvæði sitt með þvi að fulltrúi þjóðfrelsishreyfingarinnar skyldi sitja fundinn um Palestinu og fá að taka þar til máls. Þeim var ofar i huga að styggja ekki oliu- seljendur, svo að ekki yrði skrúfað fyrir oliuna til þeirra. Ótti og aftur ótti og pólitik. Það var lika ótti, sem á sinum tima réð mjög þeirri einu at- kvæðagreiðslu, sem áður hefur farið fram á allsherjarþinginu um, hvort. aðili, sem ekki átti sæti á allsherjarþinginu, fengi að sitja fund þess. Eina skiptið, sem slikt hefur verið borið upp áður, var árið 1947. Þá var það spurningin um, hvort Gyðingar I Palestinu ættu aö fá að sitja fund allsherjar- þingsins um Palestinu, en Israelsriki var þá enn óstofnaö. Sú tillaga var felld og Gyö- ingarnir fengu ekki að sitja fundinn. Þeirra mistök lágu i þvl, að þeir reyndu að fara meö friði, telja menn á sitt mál með rökum og beita skynseminni. Palestinuarabar hafa látið sér það glappaskot Gyöinganna að kenningu verða. Nú skulu menn vera viðbúnir þvi, að fleiri skæruliða - eða bar- áttusamtök, eða hvað þær kaíia sig þessar hryðjuverkasveitir, komi i kjölfar þjóðfrelsis- hreyfingar Palestinuaraba og krefjist þess að sitja fundi alls- herjarþingsins. Og Guð hjálpi þvi fólki, sem fyrir barðinu á þeim verður, ef ekki verður látið undan kröfum þeirra strax.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.