Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 31. október 1974.
3
„Nýja Reykjavíkurmynd-
ifi hlœgilega
— segir framleiðandinn
Eina miiljón kostaði hún nýja
Reykjavíkurkvikmyndin, sem
frumsýnd var um siðustu helgi.
Myndin er I litum og tekur um 20
minútur i sýningu.
Það er Gisli Gestsson, kvik-
myndatökurmaður, sem á
heiðurinn af þessari nýju mynd,
en auk hans koma þar við sögu
Magnús Magnússon, sem semur
og les enskan texta, og Magnús
Blöndal Jóhannsson, er semur
tónlist.
,,Hún er hreint hlægilega ódýr
ódýr",
þessi mynd,” sagði Gisli að
frumsýningunni lokinni.
„Myndina var byrjað að taka
sumarið 1972 og átti svo að
fullgerast sumarið 1973. En þá
rigndi bara þau ósköp, að litið
miðaði fyrr en i sumar.”
Myndina kostar Reykjavikur-
borg, og er hún ætluð sem stutt
kynningarmynd fyrir þá, sem
áhuga hafa á að kynnast borginni
erlendis.
Myndumaf gömlum húsum og
glænýjum er brugðið upp, farið
inn i sundlaugar, brúðkaup er sett
á svið i Arbæjarkirkju og farið er
á hestbak. -JB
t tollvörugeymslunni liggja óseidar frystikistur f hundraðatali. Ljósm. B.G.
ÞÆR KOMU SEINT
OG STAFLAST UPP
Þegar eftirspurnin eftir
frystikistum var hvað mest,
fyrr á þessu ári, gerðu inn-
flytjendur stærri pantanir á
þessum heimilistækjum en
nokkru sinni fyrr, og eru þær
birgðir nú að berast til landsins.
Haustið er sláturtið og i
sláturtið er mikil eftirspurn eft-
ir frystikistum, en vegna
hræðslu almennings við að
niðurgreiðslum á landbúnaðar-
afurðum yrði hætt, var kaupæð-
ið óvenjusnemma á ferðinni.
Nú eru miklar birgðir af
frystikistum inni i tollvöru-
geymslu og á eitt fyrirtækið þar
frystikistur svo hundruðum
skiptir. Frystikistur nokkurra
fyrirtækja eru geymdar úti við
undir segli, en væntanlega
verða birgðirnar teknar i hús
bráðlega.
Þrátt fyrir miklar birgðir var
þó einn heimilistækjasalinn,
sem blaðið hafði samband við,
viss um, að þær yllu engum
vanda.
„Frystikistur seljast orðið allt
árið og ég vænti góðrar söiu út
árið. Almenningur er farinn að
kaupa þessi heimilistæki.”
Eitt fyrirtækið reyndi að
stækka markaðinn fyrir frysti-
kistur með þvi að gefa með
þeim einn dilkskrokk. Þegar
þessari gjöf var misjafnlega
tekið, var i staðinn gefinn
afsláttur af kistunum, sem sam-
svaraði þvi, að fólkið keypti séi!>
einn dilkskrokk I kistuna.
— JB.
Vestmannaeyja-
gosið sýnt á
Kjarvalsstöðum
Almenningur fær tækifæri til að
sjá nýjustu mynd Ósvaldar Knud-
sen, á sýningunni island is-
iendingar á Kjarvalsstöðum i
kvöld klukkan hálfniu.
Þessi nýjasta mynd Ósvaldar
fjallar um Vestmannaeyjagosið
og var frumsýnd fyrir stuttu er
Eldfjallarannsóknarstöðin var
formlega opnuð.
A fyrsta degi gossins fór Ós-
valdur til Vestmannaeyja
ásamt syni sinum, Vilhjálmi
Knudsen. Tóku þeir þessa Vest-
mannaeyjamynd á fyrstu 7
mánuðum gossins. Auk þess er
fléttað inn I myndina myndum,
sem Heiðar Marteinsson og Guð-
jón Ólafsson tóku.
1 samtali viö blaðið sagði Ós-
vald, að hann hefði ekki lagt neitt
á ráðin um frekari sýningar
myndarinnar hér á landi, en
kannski reyndu þeir að senda
myndina utan til sýningar.
Myndin er að sjálfsögðu tekin i
litum á 16 millimetra filmu.
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur semur og flytur text-
ann, Sigfús Guðmundsson sér um
tónsetninguna, en Magnús
Blöndal Jóhannsson hefur samið
tónlistina við þessa mynd eins og
raunar við fleiri myndir ósvald-
ar.
—JB
Kœrði erindaflutning
um Hallgrímskirkju
,,Ég talaði við formann út-
varpsráðs i gær og lagði fram
formlega kæru vegna Ihlutunar
útvarpsins varðandi kosninga-
baráttu um embætti sóknar-
prests við Hallgrimskirkju,”
sagði séra Kolbeinn Þorleifsson
við Visi i morgun.
„Formaður útvarpsráðs
virtist ekki átta sig á þvi i
upphafi, að sá maður, sem
erindið las i gærmorgun og sagt
var frá i frétt Visis i gær, sé i
þessu máli meira en venjulegur
útvarpsmaður. En hann mun
vera maður kunnugur högum
Hallgrimskirkju. Þegar for-
maður útvarpsráðs hafði áttað
sig á þessu, sagði hann mér að
leggja fram formlega kæru og
hún myndi fá sina eðlilegu
meðferð.” -SH.
tslenzka sveitin á Evrópumeistaramótinu ibridge: Hjaiti Eliasson, Kari Sigurhjartarson, Guðmundur
Pétursson, örn Arnþórsson og Guðlaugur Jóhannsson. A myndina vantar Ásmund Pálsson. Ljósm.
Bj.Bj.
Farnir til Asíu á
Evrópumeistaramót
Evrópumeistaramótið I bridge
hefst um næstu helgi i Tel Aviv i
israel. Tuttugu þjóðir taka þátt i
mótinu — meðal annars island —
og er það nokkru minni þátttaka
en undanfarin ár. Pólland,
Tékkóslóvakia, Ungverjaland og
Libanon senda ekki sveitir á mót-
ið vegna þess, að það er haldið i
israel.
I islenzku sveitinni á mótinu
spila þessir menn. Ásmundur
Pálsson, Guðlaugur Jóhannsson,
Guðmundur Pétursson, Hjalti
Eliasson, Karl Sigurhjartarson
og örn Arnþórsson. Þetta verður
sjötta Evrópumeistaramótið,
sem þeir Asmundur og Hjalti
spila á, en þriðja hjá Karli. Hins
vegar spila Guðlaugur, Guð-
mundur og örn i fyrsta sinn á
Evrópumeistaramóti á mótinu I
ísrael.
Það kann að þykja einkenni-
legt, að Evrópumót skuli háð i
Asiu — en Egyptaland, Libanon
og Israel hafa lengi verið aðilar
að Evrópusambandinu, og 1962
vár Evrópumótið i bridge háð i
Libanon.
Italir hafa allt frá 1967 orðið
Evrópumeistarar i opna flokkn-
um — og itölsku konurnar sigruöu
einnig i kvennaflokki á siðasta
móti, sem háð var i Ostende i
Belgiu.
Guðmundur Pétursson, blaða-
maður hér á Visi, er i islenzku
sveitinni og mun hann senda
fréttir af mótinu. Búast má við
fyrstu frásögnum hans strax eftir
helgina. —hsim.
Vilja feffcr tolla
af björgunartœkjum
Á aðalfundi Landssambands
slökkviliðsmanna, sem haldinn
var fyrir skömmu, var samþykkt
ályktun um að skora á yfirvöld að
feila niður tolla og aðflutnings-
gjöld á slökkvi- og björgunar-
tækjum.
Visir sneri sér til Friðriks
Brekkan hjá Björgunartækni,
sem hefur annazt útvegum og
dreifingu á tækjum til björgunar-
starfs, og spurði hann um þessa
álagningu.
Friðrik sagði, að söluskattur i
tolli væri 20,9% og algengur tollur
væri 35%, til dæmis af sjúkra-
börum. Aðrar vörur, til dæmis
ljós, sem tengja má við innstungu
fyrir sigarettukveikjara i bilum
og nota til vinnu við og i bil og eins
sem leitarljós i nágrenni, eru i
hærri tollflokki, i þessu tilfelli
55%.
Mikill hugur er i björgunar- og
hjálparsveitum um land allt að fá
niðurfellingu aðflutningsgjalda af
björgunargögnum. Þessir aðilar
stunda björgunar- og neyðar-
hjálparstarf án þess að taka gjald
fyrir. Félagar þeirra leggja á sig
mikið starf og jafnvel fjárútlát til
þess halda starfseminni gang-
andi, og tekjustofnar sveitanna
eru oft engir eða litlir. Sveitir
þessar eru þvi flestar vanbúnar
tækjum, vegna þess að ekki er
fjárhagslegt bolmagn til að
eignast þau. Má þar á meðal
nefna algerlega nauðsynlega
hluti eins og sjúkrakassa, sjúkra-
börur og körfur. Auk þess má svo
telja súrefnistæki, sirenur og
blikkandi varnaðarljós.
1 sumum tilvikum er um að
ræða vörur, sem engir geta hag-
nýtt sér né haft áhuga á aðrir en
þessir aðilar, en i öðrum tilvikum
mætti gera sér i hugarlund, að
einkaaðilar kynnu að festa sér
sams konar tæki til leiks. 1 slikum
tilvikum mættihaga niðurfellingu
gjalda á þann hátt, að björgunar-
sveitir sæktu um hana hverju
sinni.
Mikill áhugi er hjá björgunar-
félögum landsins að bindast sam-
tökum um að fá slikri niður-
fellingu framgengt. —SH.