Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 13
( Vísir. Fimmtudagur 31. október 1974. 13 — Það er virkilega fallegt af þér að bjóða mér arminn — en ég vil nú heldur nota öryggisbeltið... ÁRNAÐ HEILLA 14. sept. sl. gaf séra Sigurður H. Guðjónsson saman i hjónaband I Langholtskirkju Sigríði Guðjónsdóttur og Asmund Halldórsson. Heimili þeirra er að Vesturbergi 144, Rvik. (Stúdió Guðmundar). — Ég hefði átt að þiggja aðstoðina frá Stjána. 28. sept. sl. gaf séra Ólafur Skúla- son saman i hjónaband i Bústaða- kirkju Halldóru G. Arnadóttur og Jónas A. Agústsson. Heimili þeirra er að Sogavegi 16, Rvik. (Stúdió Guðmundar). 12. október sl. gaf séra ólafur Skúlason saman i hjónaband i Bústaðakirkju Asdisi Sigurðardóttur og Marinó Kristinsson. Heimili þeirra er að Mjóstræti 6, Rvik. (Stúdió Guðmundar). * w * * * jj Spáin gildir fyrir föstudaginn 1. nóv. ♦-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-K-k-k-k-K-k-K-K-K-K^J ! i ! ! I ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Hrúturinn, 21. marz—20. april.Einhver óvissa er rikjandi og þarft þú jafnvel að leggja fram ein- hverja upphæð sem þú færð þó endurgreidda, til að málið skýrist. Nautið, 21. apríl—21. mai. Óvænt atvik krefst óskiptrar athygli þinnar. Farðu varlega i peningamálum seinni hluta dagsins. Ágengni einhverrar persónu fer i taugarnar á þér. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þú ert fullur af krafti i dag og langar til að öðrum liki vei viö þig. Ofgerðu engu i kvöld og varastu að láta óvana ná tökum á þér. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Óhóf gæti komið heilsunni i slæmt horf. Haltu þig frá fitandi mat og miklu kryddi. Vertu viss um að hjálparmeð- ulin séu við höndina. Ljónið, 24. júli—23. ágúst.Reyndu ekki að láta á þérbera ivinnu fyrripart dagsins. Seinna færðu tækifæri til að hvila hugann frá áhyggjum i sambandi við heimilið og fjölskylduna. . Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Morgunninn er heppilegur til að fara yfir eldri plön um fram- tiðina. Seinnipartinn er eitthvað sem kemur þér úr jafnvægi. Taktu engar ákvarðanir á meðan. Vogin, 24. sept,—23. okt. Þú færð einhverjar fréttir. Fjarlægar framkvæmdir eru meira spennandi en venjulega. Dagurinn er góður til allra breytinga. Drekinn, 24. okt,—22. nóv.Notaðu morguninn til að kynnast fólkinu i kringum þig. Vertu ekki óþolinmóður við börn, reyndu að muna hvernig þú varst á þeirra aldri. Kvöldið verður gott. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Samstarfs- maður sýnir góða eiginleika. Þú ættir að vinna að heilsubætandi málefnum og seinni- hluti dagsins er tilvalinn til umræðna i góðum félagsskap. Steingeitin, 22. des.—20. jan.Gefðu þér tima til að sinna elskunni þinni eða uppáhaldstóm- stundaiðjunni. Þú færð tækifæri til að sinna verkefni sem þú hefur áhuga á. Vatnsberinn, 21. jan.—19. feb. Þú ert fullur spennings yfir væntanlegri helgi. Gleymdu samt ekki skyldum þinum. Heiðarleiki er mikill kostur þegar út i ástamálin kemur. Fiskarnir, 20. feb,—20. marz.Reyndu nú ekki að gera allt i einu, þú ofgerir þér bara á þvi. Vertu ekki alltaf viss um að þú hafir rétt fyrir þér. 011- um getur skjátlazt, lika þér. ¥ ¥ ¥• •¥ •¥ ¥ •¥ ¥ ■¥ ■¥ •¥■ ¥ ■¥ ■¥ ■¥ ¥ •¥ ■¥• ■¥• ■¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ *********************************************** n DAG | D KVÖLO O □AG | D KVÖLD | O □AG | Galdra-Loftur í útvarpinu í kvöld: HANN VILDI GERAST SKÁLD EN EKKI DÝRA- LÆKNIR Þeir sem yngri eru fá í kvöld tækifæri til aö heyra i nokkrum af þeim leikurum, sem ekki eru lengur á meöal okkar. Þetta veröur i leikritinu Galdra-Lofti, sem flutt veröur 1 útvarpinu klukkan rúmlega átta. Lárus Pálsson fer þar með hlutverk Galdra-Lofts en Lárus er látinn fyrir nokkrum árum. Eins fáum við að heyra i þeirri, ágætu leikkonu Soffiu Guð- laugsdóttur, en nokkuð langt mun nú siðan rödd hennar hefur heyrzt i hljóðvarpinu. Leikritið, sem við heyrum i kvöld var tekið upp fyrir 27 árum. Skömmu áður en leikritiö var tekið upp fyrir útvarp höfðu Soffia og Lárus leikið saman i Galdra-Lofti á sviði, Lárus hlut- verk Lofts og Soffia hlutverk Steinunnar. Aðrir merkilegir leikarar, sem okkur gefst einstakt tæki- færi til að heyra i i kvöld eru Ingibjörg Steinsdóttir, Gestur Pálsson og Friðfinnur Guðjóns- son. Höfundur verksins Jóhann Sigurjónsson fæddist árið 1880 og hélt til náms i Kaupmannahöfn eins og þá tiðkaðist. Dýralækningar voru upphaflegt markmið hans. Fljótlega hætti hann þó að glugga i lækningaskruddurnar en sökkti sér þeim mun meir i verk Friedrich Nietzhes. Heimspeki Nietzches hafði mikil áhrif á skáld i kringum aldamótin 1900 og hann veröur að teljast upphafsmaður ný- rómantisku stefnunnar. Jóhann Sigurjónsson var fylgismaður þeirrar stefnu, en hún lagði áherzlu á óþvinguð og villt öfl i manninum. Metnaður Jóhanns var strax mikill og hann vildi gerast skáld að atvinnu. Ekki var þó efnilegt að rita á islenzku með þannig metnað, svo danskan varö hans ritmál. Þetta tókst svo vel hjá Jóhanni að margir þeir, sem litla framtið áttu fyrir sér sem skáld á islenzka tungu, sneru sér að þvi að rita á dönsku. Fyrstu leikrit Jóhanns, Dr. Rung og Bóndinn á Hrauni, þykja ekkert sérstakt afrek. Þegar þriðja leikritið kom aftur á móti fram, varð það hins veg- ar tizkuleikrit, sem átti eftir að fara sigurför um alla Evrópu, auk þess sem það var kvik- myndað. Þetta var leikritið Fjalla-Eyvindur, sem fram kom 1911. Skömmu siöar fylgdi Galdra-Loftur i kjölfarið. Frægð þess var minni, en það er þó af mörgum talið mun merkilegra verk en Fjalla-Eyvindur. Um þetta getá hlustendur sjálfir dæmt i kvöld. —JB Lárus Pálsson fer með hlutverk Galdra-Lofts

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.