Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 31. október 1974. STÖÐU- MÆLAR AFTUR Á LAUGA- VEG? — margt lýtur að því, segir formaður umferðarnefndar „Ef einhver breyting yrði gerð aftur á tilhög- un bilastæða við Lauga- veg, verður að miða þá breytingu við, að þrátt fyrir hana geti strætis- vagnar haldið tima- áætlun. Ég held það verði ekki horfið til fyrra ástands”. Þetta sagði Valgarð Briem, for- maður Umferðarnefndar Reykja- víkur i viðtali við Visi i morgun. Eins og kunnugt er, hafa Kaup- mannasamtökin mótmælt hinu algjöra banni við bilastöðum á Laugavegi vegna minnkandi við- skipta iverzlunum þar. Samtökin sendu bréf varðandi málið til borgarráðs. Ráðið óskaði eftir þvi, að umferðarnefnd og stjórn SVR fjölluðu frekar um málið og legðu niðurstöður sinar fyrir það. „Umferðarnefnd hefur ekki komið saman til að fjalla um mál- ið ennþá. En ég hygg að margt lúti að þvi, að nokkrir stöðumælar verði settir upp á ný við sunnan- verðan Laugaveg, til þess að breytingin verði ekki eins sár fyr- ir kaupmenn. Aðrar hugmyndir hafa ekki komið upp. En eins og ég sagði, þá er nefndin ekki búin að fjalla um málið á fundi sin- um”, sagði Valgarð. Valgarð sagðist hafa setið fund, sem kaupmenn við Lauga- veg héldu með borgarstjóra. Þar sögðu kaupmenn að mjög hafi dregið úr viðskiptum eftir breyt- inguna. „Við munum sem sagt reyna að finna þá lausn, sem getur dregið úr þessum afleiðingum hjá kaup- mönnum, án þess þó að það skerði upphaflegan tilgang stöðubanns- ins, sem var sá að strætisvagnar gætu haldið timaáætlun,” sagði Valgarð Briem að lokum. ___________________—ÚH Léttist í pyngju brauðkaupenda Pyngja þeirra, sem keyptu brauð ásamt öðru i dag, er léttari en endranær. Brauðið hefur hækkað I verði. Rúgbrauð hækkar ú 73 kr. i 77, og franskbrauðshleifurinn fer úr 56 kr. i 60. Vinarbrauð, tvibökur og annað af þvi tagi hækkar einn- ig- —ÓH Lenti í spili og lézt Dauðasiys varð um borð I Rósu HU frá Hvammstanga um hádegisbilið i gær. Báturinn var á rækjuveiðum i Húnaflóa, þegar maður lenti I spilinu. og lézt af völdum áverka, samstundis, að þvi að taiið er. Maðurinn var frá Vestmanna- eyjum, en þar sem enn hafði ekki náðst i alla ættingja i morgun, er ekki hægt að birta nafn hans. —ÓH 200 þús. króna boð komið í bílflakið — Eigendur brenndu bílanna bera skaðann sjálfir „Tilboð er komið upp á 200 þúsund, en nýir kosta svona bilar um 470 þúsund, þannig að tjónið er mikið.” A mánudaginn skýrði Visir frá aðför brennuvargs nokkurs að nokkrum bílum i Gerðunum. Einn bilanna, sem varð fyrir barðinu á honum, var glænýr Mini bill. 1 gær var þessi bill auglýstur til sölu i smá- auglýsingum Visis, með fyrr- greindum árangri. Eigandinn er ung stúlka, sem sjálf verður nú að bera allan skaðann af athæfi brennu- vargsins. Billinn var ekki tryggður fyrir bruna og ekki hefur náðst I brennuvarginn. „Lögreglan kom hingað um nóttina og barði upp á”, sagði bróðir eigandans. „Þá höfðu þeir verið að kljást við eld i öðrum bilum i nágrenninu og sáu þá, er billinn okkar fuðraði upp. Það er óskemmtilegt aö vera vakinn upp við slikt.” SLUPPU MEÐ SKRÁMUR Þeir sluppu með minniháttar meiðsl, piltarnir tveir, sem sátu á mótorhjólinu. Þeir komu.ak- andi eftir Vesturgötunni i gær- dag, þegar fólksbill svinaði á þeim. Hjólið lenti á f ramstuðara bilsins, og piltarnir köstuðust i götuna. Taiið er, að þeir hafi verið á talsverðri ferð. Kona, sem ók bilnum, varð hjólsins ekki vör fyrr en of seint. Áreksturinn varð á mótum Vesturgötu og Ægisgötu, en þar er Veturgata aðalbraut og stöðvunarskylda á Ægisgötu. — ÓH/Ljósm. Visis: BG INNFLUTNINGUR ÝMISSA VARA FRJÁLS FRÁ NÆSTU ÁRAMÓTUM — Tollur lœkkar um 10% Innflutningur verður sementi, gefinn frjáls á sælgæti, um og húsgögnum, óáfengu öli, um næstu straumbreyt- spennum um áramót. Áður riktu sérstakir kvótar um innflutning þessara vörutegunda. Vegna inngöngu Islands i EFTA lækka einnig verndartollar á iðnaðarvörum, sem fyrir eru framleiddar I landínu um það bil um 10%. Tollar þessir hafa stöð- ugt lækkað frá inngöngu tslands I EFTA árið 1970 og verða með öllu horfnir árið 1980. Hér er um að ræða vörutegund- ir, sem einnig eru framleiddar I -landinu svo sem föt, hreinlætis- vörur og sælgæti. Til dæmis má þannig nefna að tollur á brjóst- sykri frá EFTA löndum lækkar úr 60% I 50% en tollur á brjóstsykri annars staðar frá lækkar úr 90% i 80% um áramótin. Þessar lækkanir er ísland skuldbundið að gera vegna aðild- ar sinnar að EFTA. Um áramótin koma einnig til framkvæmda lækkanir, sem við erum ekki skuldbundin til að gera en tökum upp engu aðsiður.Þarerm.a. um aö ræða lækkun á innflutningstolli á hráefni til iðnaðar og iðnaðar- vélum. — JB. ÁSATRÚARMENN VILJA FÁ HELGISTUND í SJÓNVARPI Ásatrúarmenn hafa farið þess á leit við útvarpsráð, að þeir fái til umráða að minnsta kosti eina „Helgistund” I sjónvarpi. Það fyigir ekki sögunni, hvern þeir hyggjast setja fram fyrir sjón- varpsvclarnar, en að öllum likindum yrði það allsherjar- goðinn sjálfur, Sveinbjörn Bein- teinsson. „Umsókn Asatrúarmanna hefur ekki verið tekin fyrir á fundum útvarpsráðs,” sagði Guðmundur Jónsson, ritari út- varpsráðs, þegar Visir leitaði hjá upplýsinga un. ijá honum i morg- „Það eru mörg dæmi þess, að sértrúarsöfnuðir hafi fengið að- gang að úfvarpi og sjónvarpi. Bæði með messur og útvarpser- indi,” sagði Guðmundur ennfremur. Hann kvað hvergi vera að finna I reglugerð rikis- útvarpsins reglur um aðgang sértrúarsöfnuða að útvarpi og sjónvarpi. Það væri algjörlega á valdi útvarpsráðs að ákveða slikt hverju sinni. „Og þar sem trúfrelsi er á þessu landi þykir það sjálfsagt, að það fái að njóta sin einhvers staðar og einhvern veginn I dagskrá, en það er ekk- ert um það i reglugerð, i hvaöa hlutfalli það eigi að vera,” sagði Guömundur. Þegar Visir sneri sér til Jörmundar, eins af forsvars- mönnum Asatrúarfélagsins i morgun, var engar upplýsingar að fá um beiðni félagsins. Hins vegar vildi hann koma þvi á framfæri, að Asatrúarmenn væru með haustblót i Lindarbæ I kvöld.... — ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.