Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Fimmtudagur 31. október 1974. Um síðustu helgi var úthlutað verðlaunum á mikilli listiðnaðar- sýningu í borginni Davenport í Mississippi. Á sýningunni voru ýmsir hlutir, útskornir gripir, málverk og listvefnaður ásamt mörgu öðru. Á deildinni, þar sem sýndur var listvef naður, var einn hlutur sem vakti mikla aðdáun dómaranna svo og gesta, og fékk hann verðlaun sem voru 50 dollarar. Höfundur þessa meistaraverks var sagður heita Alexis og þótti mönnum það list- rænt nafn eins og verkið. Þegar verðlauna- afhendingin fór fram, fór heldur um dómar- ana og gagnrýnendur, því Alexis reyndist vera hundur. Hann hafði fundið gamalt hand- skjól-múffu á heimili húsmóður sinnar, frú Elliott McDonald, og japlað á henni í nokkra daga. Útkoman varð „lista- verkið'' sem Listaverkið var eftir hund.... sem húsmóðirinn sendi á sýninguna, svona upp á grín....og grín varð það svo sannarlega!!!—klp A myndinni til vinstri er frú McDonald og hundurinn Alexis, en til hægri er sjálft listaverkið. orðnir svo vanir þeim, að þeir tækju bókstaflega ekkert eftir þeim á vegunum. Hugvitssamur náungi kom þá með þessa hugmynd, og var hún samþykkt einróma af vegavinnumönnunum, sem segja aö nú sé eftir þeim tekið — hvort sem þcir séu að vinna eða ekki!! — klp „VEGAVINNUMENN AÐ STÖRFUM” — nefnist þetta umferðarskilti, sem nýlega kom fram i dagsijósið I Sviss. Það var gert eftir að þrivegis hafði verið ekið á vegavinnu- menn i starfi rétt við Ziirich. Var þvi haldiö fram, aö öku- menn færu ekki eftir gömlu góöu skiltunum — þeir væru i|IM . Alfír verða að vera edró Yfirlögregluþjónninn i Hannover i Vestur-Þýzkalandi Woifgang S. ók eins og óður maður um götur borgarinnar á eftir hvitum Mercedes Benz, sem hafði „svinað” á honum skömmu áður. En eltingarleikurinn fór ekki eins og yfirmaðurinn hafði hugsað sér. Það var nefnilega ekki sá elti — heldur sá sem _elti — sem fékk refsinguna. Hann missti vald á bilnum i einni beygjunni og ók út i skurð á lögreglubilnum. Aðrir lögreglumenn voru kvaddir á staðinn, og þótti þeim náung- inn i lögreglubúningnum vera heldur grunsamlegur....með rauð augu og drafandi rödd. Skipuðu þeir honum að blása i blöðruna góðu og útkoman varð „græn” .... meira að segja dökkgræn. Útlitiö er lika heldur dökkt hjá yfirlögregluþjóninum þessa dagana. Hann hefur viðurkennt að hafa fengið sér aðeins i glas áður en hann fór i vinnuna — aðeins til að hressa sig upp eftir andvökunótt.... við að elta ölvaða ökumenn. „Sjáið og sjáist”, er eitt aöalboðoröið I umferðinni. Þetta vita þeir hjá Goodyear hjólbarðaverksmiðjunni I Bandarikjunum og þekja hlið- arnar á reiðhjóladekkjunum með endurskinsefni, svo þau sjást langt að. Þetta er vafalaust góð ráð- stöfun sem vert er fyrir hjól- reiðamenn aðtaka upp, en það vita þeir, sem reynt hafa að hjóla I Reykjavik, aö illa gengur að fá bilstjóra til að taka eftir reiðhjólum i umferðinni um hábjartan dag, hvað þá I myrkri. En — er sem okkur sýnist — að það sé ekkert ljós á hjólinu? án skuldbindinga MS dB. HABERGht Skeifunni 3e*Simi 3*33*45 í sparaksturkeppninni sönnuðu neistaspýtarnir ágæti sitt, umfram önnur kerti. Við bjóðum upp á 30 DAGA reynslu m IMPEX NAGLABYSSUR MEÐ HLJÖÐDEYFI Æ, KieiSIJAM s. hi:míasox Y"y Dugguvogi 2 Reykjavik simi84111 Postholf1046 m IMPEX SKOTNAGLAR (Q. KICISTJAM S. HlilAiAMIX Dugguvogi 2 Reykjavlk simi84111 Póstholf 1046

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.