Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu .80—100 þúsimd lesenda 98. tbl. — Þriðjudagur 3. maí 1966 — 50. árg. Gerizt áskriíendur aö Timanum. Hringið J síma 12323. Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, í útvarpsumræðunum: STJÓRNIN ER RÁDVILLTARI EN NOKKRU SINNI FYRR! .........................................................................■ - ■ .............................................................................................. ■ ’ Fjölmenni á Lækjartorgi TK—Reykjavík, mánudag. f ræðu sinni í útvarpsumræðunum i gærkveldi sagði Eysteinn J6ns son, formaður Framsóknarflokksins m. a., að íslendingar gætu ekki trúað því að þeir verði einir allra í Vestur-Evrópu og þó víðar væri leitað að búa við botnlaust öngþveiti og spillingu í efnahagslífi. f staðinn fyrir áætlanir, sem fara i ruslakörfuna og áróðursræður barmafullar afskrumi þyrfti að koma eðlileg firysta og víðtækt sam- starf til lausnar vandanum. Það yrði að kveða niður vantrú á framtaki íslendinga sjálfra og oftrú á forsjá útlendinga og kveðja til úrvalslið vísindamanna, tæknimanna og framkvæmdamanna til að Icggja mcð þekkingu sinni á gæðum lands og sjávar og nýtízku vinnuaðferðum grundvöll að öflugri framfarasókn landsmanna sjálfra. EJ-Reykjavík, mánudag. 1. maí-hátíðarhöldin í Reykja vík fóru fram með sama sniði og venjulega. Fólk safnaðist saman við Iðnó rétt fyrir tvö í gærdag og um kl. 2.30 lagði kröfugangan af stað. Var hún f jölmenn eins og sjá má á mynd inni sem Bj. Bj. tók. Lauk göngunni að venju með úti- fundi á Lækjartorgi, og var hann mjög vel sóttur.' Fundarstjóri var Óskar Hall grímsson, formaður Fulltrúa- ráðs Verkalýðsfélaganna í Reykjavík, en ræður fluttu Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, og Jón Sigurðsson, formaður Sjó mannafélags Reykjavíkur. Að útifundinum loknum hélt Rithöfundafélag íslands, Jlenn inigar og friðarsamtök íslenzkra kvenna og Æskulýðs fylkingin fund á Hótel Borg um Víetnam, og var hann vel sóttur. Þar fluttu ræður og ávörp Jóhannes úr KÖtlum, Thor Vilíhjálmsson og Gísli Gunnarsson, sagnfræðingur, en fundarstjóri var Sólveig Einars dóttir kennari. Eysteinn Jónsson rakti í ræðu sinni feril ríkisstjórnarinnar. Hún hefði í síðustu kosningum fyrir 3 árum beðið um meiri tíma til að stöðva verðbólguna því án þess væri allt unnið fyrir gíg. Skilyrð- in hefðu verið hin beztu, aflamet ár eftir ár og batnandi kjör í út- flutningsviðskiptum. Samt liefðu skuldir út á við aukizt um mörg hundruð milljónir, verðbólgu- ófreskjan aldrei verið ferlegri og atvinnuvegir og heimili alþýðu- fólks á heljarþröm vegna dýrtíð ar. Verðbólgufjárfesting hvers konar væri í algleymingi og at vinnuvegirnir yrðu undir í sam keppninni um vinnuaflið. Ríkis búskapurinn væri með þeim hætti að ríkisstjórnin gripi til þess ráðs að hækka brýnustu lífsnauðsynj ar almennings, neyslufiskinn, um 40—80%. Nú boði forsætisráðherr ann það sem tímamótaskipti á borð við það, er íslendingar hófu uppbyggingu sjávarútvegs sjálfir, að atvinnurekstur útlendinga hefj ist í landinu, þar sem gróðinn og afskriftaféð verður allt flutt úr landinu. Alls staðar bíða inn lendir framtakssamir áhugamenn eftir því að fá að takast á við Loftleiðir héldu hátíðar- veizlu fyrir hálfa milljén! SJ—Reykjavík, mánudag. Loftleiðahótelið er nú komið í fullan gang eftir mannflestu veizlu sem haldin hefur verið hér á landi. Á laugardaginn komu um 1500 manns til að samfagna Loftleið um með framtakið — fyrri mót- takan var á milli kl- 4—6 og síðari móttakan milli kl. 7—9. f fyrri móttökunni voru ýmsir framá- menn og velunnarar félagsins en í hinni síðari starfsfólk Loftleiða og hótelsins. Óhætt er að reikna með að þessi veizla hafi kostað félagið um hálfa milljón króna og því hefur verið fleygt, að Áfengisverzlun rík isins hafi fengið fyrstu vínpöntun frá hótelinu er hljóðaði upp á hálfa milljón króna. Og þá virðast framtíðarhorfur hótelsins vera í samræmi við annan rekstur félagsins. í dag hafa verið bókaðir um 9000 gestir til 1. sept. og er júnímánuður svo að segja fullbókaður, eftir því sem Emil Tómasson, hótelstjóri, t.jáði blaðinu. í dag og í morgun komu 42 milHlendmgarfarþeigar sem stanza hér í efam eða tvo daga. Þessir farþegar greiða 15 dollara fyrir eina nótt ásamt ferðalagi í Reyfejavík og nágrenni. íslendingar enx að sjálfsögðu velkomnir á hótelið og fyrsti ís- lendingurinn sem gisti á hótelinu var Ámi Matthíasson, umboðsmað ur Loftleiða á ísafirði. í sumar hefur verið pantað gisti rými fyrir marga hópa, erlend knattspyrnulið t. d. og American Express hefur pantað fyrir stóra hópa í júnímánuði. Aftur á móli hafa enn ekki borizt neinar pant anir fyrir veizlufagnaði innlendra aðila. Erlenda hljómsveitin sem hefur hér vikuviðdvöl hefur þegar dreg ið til sín fjölda manns, í gær- kvöld var nærri húsfyllir í tveim ur veitinga- og danssölum er taka samanlagt yfir 400 manns. óþrjótandi verkefni, sem bíða í landinu, en þeir eru hindraðir með lánsfjárhöftum og vaxtaokri. Sagt er að lagt sé í stóriðjuna til að tryggja íslendingum lægra raf orkuverð, þótt það sé marghrak ið, og þótt selja eigi álúmínhringn um raforkuna 28% lægra verði en hann getur fengið hana í Noregi. Alúmínfyrirtækið á að njóta margs konar fríðinda og forréttinda um fram íslenzkan atvinnurekstur og á ekki einu sinni að hlita íslenzk- um dómstólum, en slíku hefur al- úmínhringurinn hvergi komið fram nema hér. Alúmínbræðsluna á að staðsetja á mesta annasvæði landsmanna og raska þannig enn byggðajafnvæginu og auka á þann vanda. Svo er reynt að friða nam- vizkuna með því að láta lítinn hluta af sköttum alúmínbræðslunn ar renna í atvinnujöfnunarsjóð og gefið í skyn, að alúmínbræðslan verði eins konar mjólkurkýr fyrir byggðarlögin úti á landi, þótt næstu 6 ár eigi aðeins um 33 milljónir króna eða sem svarar andvirði tveggja fiskiskipa að renna í atvinnujöfnunarsjóð, og Ijóst sé að dregið verður úr op- inberum framkvæmdum út á landi vegna álúmínbræðslunnar. Ríkisstjómin hefur knúið þenn- an óheillasamning í gegnum hand járnapólitík og bætir svo gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir, að Alþingi ákvæði þjóðarat- kvæðagreiðslu um þetta mál, sem Framhald á bls. 8 Eysteinn Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.