Tíminn - 03.05.1966, Page 8

Tíminn - 03.05.1966, Page 8
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 1966 fi TÍMINN Stjórnarstefnan lelðir til algers öngþveitis FRÁ ALÞINGI væri sjálfsögð. Er nú á valdi For- seta íslands, hvort þjóðaratkvæða- greiðsla verður eða ekki. En eftir að hafa þetta gert er ríkisstjórnin enn ráðvilltari em áð ur. Benzin er borið á dýrtíðar- bálið. Manneklan eykst. Byggða- vandamálið magnast. Erfiðleikar atrvinnuveganna fara vaxandi. Eitt hvað órar ráðherrana fyrir þessu eins og í draumi, og þá kemur í ljós, að þeir virðast ekkert hafa lært, því úrræðin sem þeir boða eru þau að herða enn lánsfjár- höftin, og draga saman opinberar framkvæmdir. Þannig á að rýma fyrir stóriðjunni. Þeir, sem kunnugir eru atvinnu rekstri á íslandi munu nokkurn veginn geta gert sér grein fyrir afleiðingum þess að nota enn auk in reksturslánshöft, sem eitt aðal- úrræði í glímunni vfð þau vanda- mál, sem fram undan eru nú, og hvernig fyrirtækin munu verða undir það búin t.d. eftir þær að- farir að greiða viðunandi kaup miðað við dýrtíðarvöxtinn. Allir þeir, sem ekki eru blind- aðir af pólitísku ofstæki, — við- urkenna nú, að hafi áður verið þörf stefnubreytingar i efnahags- málum þá sé hcn nú orðin lífs- nauðsyn. Eiga íslendingar að trúa því að þeir verði einir allra í Vestur- Evrópu og þó víðar væri leitað — að búa við botnlaust öngþveiti og spillingu i efnahags- og fjár- málalífinu? Svarið er: Sannarlega ekki. enda eru fordæmin nógu mörg um farsæla stjórn efnahags- mála til þess að ekki kemur til mála að sætta sig við þá fullyrð- ingu, að engin önnur leið sé til en sú ófæra, sem við höfum ver- ið leidd í. Það er til önnur leið sem liggur um svipaðar slóðir og farnar eru í sumum nálægum lönd um, þar sem betur tekst til en hér, og hérna köllum við þessa leið hina leiðina og hún er sú, sem Framsóknarflokkurinn vill fara. Ég nefni að lokum nokkur kenni leiti á þessari leið. Hin leiðin er víðtækt samstarí um að draga úr verðbólgunni. Horf ast í augu við kjarna vandamáls- ins og taka upp skynsamlegan áætlunarbúskap, sem byggður verði i framkvæmd á nánu sam- starfi einkaframtaksins, ríkisvalds ins og almannasamtakanna, s^m fjalla um kjaramálin. Með jákvæðu samstarfi verði þau verkefni færð fram fyrir, sem mestu máli skipta i þjóðarbúskapnum. Fjárlagapóli- tíkin og bankapólitíkin verði sam- ræmd þessu samstarfi. Heilbirgð- um fyrírtækjum tryggt rekstursfé og fjármagn til aukinnar fram- leiðni. f slaðinn fyrir áætlanir, sem fara í ruslakörfuna og áróðurs- ræður barmafullar af skrumi komi eðlileg forysta og raunhæft sam- starf. Hin leiðin er að kveða niður vantrú þá á framtaki Islendinga sjálfra og oftrú á forsjá útlend- inga, sem nú er ástunduð að rót- festa með þjóðinni. Kveðja í því skyni til úrvalsliða vísindamanna, tæknimanna og framkvæmda- manna til þess að leggja með þekk ingu sinni á gæðum lands og sjáv- ar og nýtízku vinnuaðferðum grundvöll að öflugri framfarasókn landsmanna sjálfra. Hin leiðin er því öflugir stuðn- ingur við íslenzkt framtak og ís- lenzkan atvinnurekstur og byggist á bjargfastri trú á þvi að ungu kynslóðinni megi treysta til nýrra stórra átaka, eigi síður en þeirri kynslóð, sem fært hefur þjóðina úr fátækt í bjargálnir. Það á því að vera þýðingarmikill þáttur í framkvæmd nýrrar stefnu að bjóða út ungu fólki úr einkarekstri, fé- lagsstarfi og opinberri þjónustu til þess að glíma við ný verkefni eftir nýjum leiðum. Unga fólkinu er bezt treystandi til þess að kom- ast að kjarnanum, sem nú er hul- inn í endalausu þvargi ráðvilltra manna um haldlausar örvænting- arráðstafanir frá degi til dags. Þannig mætti lengi rekja ein- stök kennileiti að þeirri leið, sem Framsóknarmenn benda á og vilja fara og verður því haldið áfram ete'þvfSSfn tækífóH göfást'tft^ Það þarf ný viðhorf — nýjar vinnuaðferðir og íþeim fjölgar með hverjum degi, sem gera sér fulla grein fyrir þessu og menn vita vel að í lýðræðislandi er ekki til nema ein leið til þess að knýja fram stefnubreytingu. í því sam- I bandi er ekki nema um eina leið að ræða og hún liggur að kjör- borðinu. Sigurvin Einarsson sagði m.a. að skv. opinberum skýrslum um verð- lagsþróunina hér á landi kæmi það ótvírætt fram, að i hálfa öld hefur aldrei verið ríkjandi slík óðaverð- bólga hér á landi eins og undan- farin 6 ár. Síðustu 26 ár hefur verðbólgu- þróunin verið þessi: Nauðsynjar manna, sem kost- uðu 1000 krónur 1939 hækkuðu um 450 kr. að meðaltali á ári í 20 ár fram til 1959 og kostuðu þá 10 þús, kr. En næstu 6 árin fram til 1965 hækkuðu þessar nauð synjar um 1600 kr. á ári að með- aitali og kostuðu í fyrra tæplega 20 þús. kr. Vöxtur verðbólgunnar er því nærri þvi fjórfaldur síð- ustu 6 árin miðað við það, sem hann var að meðaitali á ári 20 árin á undan. Ríkisstjórninni finnst það ósvífni þegar talað er um að hrein óstjórn sé ríkjandi í efna- hagsmálum þjóðarinnar. en Gy.lfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra verður þó varla sakaður um ósvífni jí garð ríkisstjórnarinnar, en hann sagði í ræðu á þessu þingi 31. Á ÞINGPALLI irk Á laugardag var samningurinn um álbræðslu í Straumsvík sam- þykktur sem lög frá Alþingi með 10 atkvæðum gegn 9. ★ ★ L ög um hægri handar akstur á fslandi var samþykktur nicð átta atkvæðum gegn 6 í efri deild á laugardag sem lög frá Alþingi. marz s.l., að „hvarvetna í veröld- inni myndu menn telja 10% verð- bólgu mikla verðbólgu og ég hygg að langflestir séu sammála um að svo mikil verðbólga hljóti að telj ast skaðleg. Hagnaðurinn fellur í skaut aðilum, sem ekkert hafa til hans unnið, — hagnaðurinn er afleiðing af óstjórn í þjóðfélaginu, en mikil verðbólga hlýtur að telj- ast óstjórn, þegar til lengdar ltæ- ur.“ Hér á landi hefur neyzluvöni- visitalan hækkað um 18.6% á ári að meðaltali s.l. 6 ár. Bygginga- vísitalan hefur hækkað um 18.8% að meðaltali á ári sl. 6 ár. Vöxtur verðbólgunnar hefur undanfarin ár verið langt yfir 10% á ári og þó viðskiptamálaráðherra noti hina röngu vísitölu dugar það ekki einu sinni til að afsanna það. Við- skiptamálaráðherra hefur því stað fest þann dóm, að óstjórn sé ríkj- andi. En ætli hann breyti nú um stefnu þegar hann hefur loksins komizt að þessari niðurstöðu? — Það held ég ekki. Ágúst Þorvaldsson sagði m.a. að með hinni gífurlegu dýrtíð væri búið að gera ein staklingum ó- kleift að stofna ti.l búrekstr- ar. Ef menn ~i]ja njóta nú- 'ia vélvæðingar “ið búskapinn og lífsþæginda. sem nú eru talin nauðsynleg og öðru visi er auðvitað ekki hægt að búa í sveit fremur en annars staðar — þá þarf búið að vera mjög stórt, ekki minna en 30 til 40 afurðagæf kúgildi, hvort sem stunduð er sauðfjárrækt eða mjólk urframleiðsla. Slíkur bústofn með tilheyrandi vélakosti til reksturs- ins getur varla fengist fyrir minna verð en eina milljón króna. Hús yfir fólk, fénað, hey og vélar með þeim gífurlega byggingarkostnaði, sem nú er getur ekki verið undir tveimur milljónum og er þá eftir jörðin sjálf og ræktun sú. sem til þarf að bera það er hér um ræðir. BÚKOLLA íslenzkur búskapur hefur alla tíð verið fremur fábreiyttur. Segja má, að hann hafi hvílt á tveimur meginstoðum, sauð- fjárrækt og nautgriparækt, þó hafa jafnan einhverjar hliðar greinar runnið undir hann iil stuðnings. Viðhorf fólksins til búfjár- ins hefur mörgum skáldum orð ið að yrkisefni, en þó líklega engum oftar en Kiljan; Úti- gangshrossa Falur trúir á grað- hestinn, Bjartur á sauðkindina, en kona hans á kúna, anrma gamla í Brekkukoti kann alla siðfræðina um það, hvernig á að ávarpa og umgangast hund inn og kúna, en á því er regin munur. Alltaf mun konan hafa metið kúna mest en bóndinn miður Hún var svo þurftafrek og þurfti það bezta úr töðunni, og bóndanum ógnaði sú botniausa hít. En konan kunni að meta dropann, sem hún gaf, begar mest á reið. Eitt er víst, að þurrabúð hefur alltaf verið imynd mestu eymdar hér á landi Og í annan stað er það öruggt, að það hefur orðið hverjum bónda og hverju hér aði hin mesta lyftistöng, þegar aðstaða hefur skapazt til mjólk ursölu og mjólkurframleiöslan hefur aukizt. Nú er mjólkurframleiðslan töluvert meiri í Iandinu, en landsmenn fá torgað. og ætti það í sjálfu sér að vera fagnað arefni að enginn þarf lengur að lifa í þurrabúð. íslendingar drekka mikla mjólk, en gætu neytt meira af mjólkurvörum. einkum ostum, bæði hollustu vegna og eins ef borið er saman við neyzlu nágrannaþjóðanna. Erfitt er að selja smjör á erlendum markaði nú vegna offramleiðslu í Vestur-Evrópu. og er verðinu því þrýst niður úr öllu valdi. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að stunda hér mjólkur- framleiðslu beinlínis til útflutn ings á mjólkurvörum og eru ýmsar ástæður fyrir erfiðri samkeppnisaðstöðu obkar við önnur lönd á því sviði. Erlendis er nautakjöt víðasl aðal kjöttegundin og kjötið gef ur mikinn hluta af tekjum naut griparæktarinnar. 1 sumum löndum, svo sem í Bretlandi, Bandaríkjunum og Argentínu og víðar eru mikið -æktuð holdanaut en í öðrum t. d. a meginlandi Evrópu fæst kjötið nær eingöngu af gripum af mjólkurkynjum eða tvínytja kynjum, en mörg þeirra eru stór. þungbyggð og hafa mik inn vaxtarhraða. í þriðja lagi tíðkast ein blendings rækt milli holda- og mjólburk.vnja. fást þannig góðir sláturgripir undan mjólkurkúm. íslenzka kúakynið er fremur smávaxið, léttbyggt og sein- vaxið og því illa fallið til kjöt Til þess að hægt sé að koma upp búi, sem nú x augnablikinu gæti fullnægt tekjuþörf venjulegr ar fjölskyldu og staðið undir rekst urskostnaði eins og nú er komið, þá er stofnkostnaður ekki minni en 3 til 4 milljónir króna. Hvaða ungt fólk getur nú lagt slíka upphæð fram til bústofnun- ar? Hvergi er bústofns- né jarða- kaupalán að fá svo teljandi sé. Hvernig halda menn að umhorfs verði í landbúnaðinum eftir nokk- ur ár, ef svona verður fram hald- ið sem horfir nú, og ef ekkert verður gert af hálfu löggjafarvalds ins til að tryggja framtíð þessa elzta atvinnuvegar þjóðarinnar sem hún getur ekki án verið ef hún ætlar að lifa í landinu? Við Framsóknarmenn flytjum nú á hverju þinginu eftir annað frumvörp um nýjar leiðir til að leysa bráðustu þörfina, en þau mál eru svæfð af stjórnarliðinu. í engu máli hefur skilningsskort i inn og lítilsvirðingin fyrir bænda stéttinni komið jafn greinilega í ljós hjá valdhöfunum og með setn ingu bráðabirgðalaganna á sl. hausti. Þá fengu bændur engu að ráða um sín kjaramál og sviptir án saka rétti sem þeim bar til íhlutunar og ákvörðunar um verð- lagsgrundvöll afurðanna og skyldi nú miða kaup þeirra við bætur Almannatrygginga til örkumla fólks og gamalmenna en ekki þeirra stétta sem bændum standa næstar. Einnig talaði Ingvar Gíslason, og verður ræðu hans getið í blaðinu á morgun. framleiðslu. En mjólkurlægnin er mjög mikil miðað við stærð og hreysti og ending kúnna afbragðs góð. Kynbætiir og bætt fóðrun hafa fylgzt að og aukið afurðirn ar jafnt og þétt. Sæðingarstöðv ar og afkvæmarannsóknastöðv ar stefna að því að finna beztu kynbótagripina og stórauka notkun þeirra. Ekki hefur verið stefnt að því sérstaklega að skapa mjög holdasamt kyn úr íslenzka kúa stofninum, og er þó augljóst hve mikill hagur væri að því, ef mjólkurbændur gætu drýgt tekjur sínar verulega með framleiðslu á holdagóðu kjöti af uxum, kvígum og ungum B kúm. s Ef ungar mjólkurkýr gæfu p föll, sem borguðu fullkomlega | uppeldiskostnað, mœtti setja á I nær alla kvígukálfa og velja síð | an með því að farga þeim, sem ekki reyndust nógu ve! sf g fyrsta og öðrum kálfi. Eins væri þá minni skaði, þó að fella þurfi ungar kýr vegna júgurskemmda o. fl. orsaka. Mikið hefur verið rætt um innflutning holdanauta og holdanautarækt. Víst er að kjöt af holdanautum vrði kærkorn ið á markaðinn, og að þetta gæti orðið arðvænleg búgrein. Hvort sem það yrði rekið á stór um búum sem aðalbúgrein eða við hliðina á sauðfjár- og mjólkur-framleiðslu. Holda- naut eru ekki vandætin á fóður eða beit og er til mikilla bóta að hafa þau með sauðfé þegar beitt er á láglendi meira eða minna ræktað, til að „hreinsa" landið. Þá má hugsa sér einblend- ingsrækt milli holdanaufa og mjólkurkúa. Þvrftu þá sæðing arstöðvarnar að hafa valin holdanaut, og við þeim lengju þá þær kýr. sem sízt eru falln ar til undaneldis. En allir blend ingar yrðu lengur eða skemur I til slátrunar. Framhald á bls 15 ;

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.