Tíminn - 03.05.1966, Síða 9

Tíminn - 03.05.1966, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 1966 TÍMINN r Rætt við Magnús Jónsson óperusöngvara: Hér þyrftu að vera tveir ,Hoffmannar‘ Þessa dagana standa æfing- ar á óperunni Ævintýri Hoff- manns eftir Offenbach yfir af fullum krafti, það má heita svo, að æft sé tíu klufckustund ir daglega, og það var rétt svona með herkjum að okkur tókst að króa höfuðpaurinn, Magnús Jónsson, af og varpa fyrir hann nokkrum spurning- um. Þegar svona stór verk eins og Ævintýri Hoffmanns eru sett upp hér á landi, er það vitaskuld mikils virði, að hafa góða og reynda söngvara í að- alhlutverkum, og það var mik- ið lán að Magnús Jónsson skyldi vera fáanlegur í þetta skipti, en svo sem kunnugt er, hefur hann um margra ára skeið verið fastráðinn við Kon- unglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn og það er ekki oft sem hann hefur komið fram hér heima, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. En nú er Magnús kominn heim, og það líklega til lengri dvalar, að því er hann tjáði okkur, þegar okk ur tókst loks að hafa samband við hann, er hlé varð á æfing- um. — Hvernig leggst Hoffmann í þig, Magnús? — Maður vonar alltaf það bezta. Annars fær maður alltaf talsverðan glímuskjálfta, þegar fer að nálgast frumflutning, og miklar þá fyrir sér örðug- leikana. Ég söng Hoffmann fyrir þremur árum úti í Dan- mörku, og þá vitaskuld á dönsku. Þegar ég byrjaði svo hér .hélt ég að ég væri fær í flestan sjó af þeim sökum en nú er svo komið, að óg óska þess, að hafa aldrei sungið þetta áður, því að ég er alltaf með danska textann í huga, og það gerir mér mjög óhægt um vik. Svo er æfingatíminn alltof stuttur, ég byrjaði ekki fyrr en 20. þessa mánaðar, og þar af leiðir að daglegar æf- ingar eru mjög langar og strangar, fara jafnvel upp í tíu stundir á dag. — En Hoffmann. er hann ekki skemmtilegur viðureign- ar? — Jú, skemmtilegur er hann, en jafnframt afar erfið- ur. Hann er á sviðinu svo að segja allan tímann, og eigin- lega þyrfti að hafa tvo Hoff- manna, ef vel ætti að vera. Hlutverkið gefur mjög góð tæki færi til söngs og leiks og er eitt það skemmtilegasta, sem ég hef sungið. Hoffmann er skáld, draumóramaður og hug- myndaflugið fer með hann út í öfgar, og hann kennir öðr- um um ófarir sínar, sem mest eru honum sjálfum að kenna — Hvernig gekk þér með dönsikuna meðan þú varst þar ytra? — Það er afar erfitt að syngja á dönsku, og ég var nokkuð lengi að ná sæmilegum framburði, enda fékk maður óspart að heyra það. Aftur á móti er ágætt að syngja á ís- lenzku, ég hef aldrei lent í erfiðleikum með það fyrr en nú. — Er ekki nokkuð langt síð an þú hefur sungið hér í óper- um? — Ég hef aldrei fyrr sungið í óperum á vegum Þjóðleik- hússins, árið 1954 söng ég í La Bohéme en það var á veg- um einsöngvarafélagsins, ‘56 söng ég í Kátu ekkjunni, og svo í Nitouohe fyrir mörgum árum síðan. Ég get ekki neitað því, að það eru talsverð við- brigði að koma hingað heim, breytt starfsskilyrði, loftlags- breytingar og alls konar breyt- ingar, en þrátt fyrir það er ég mjög ánægður með að vera kominn heim. Það er alltaf langbezt að vera hér heima. — Ertu kominn hingað heim fyrir fullt og fast? — Ég endurnýjaði ekki samning minn hjá Konunglega vegna þess að ég var orðinn óánægður, og þar var ekki gengið að körfum mínum. Ég er búinn að vera lengi erlend- is, 10 ár í Kaupmannahöfn, 4 ár á ftalíu og svo í Stokk- hólmi. Einhvern tíma hlýtur að líða að því að maður snúi heim til föðurtúna, og það er bezt að gera það, meðan maður Æfing í fullum gangi. Magnús er lengst til vinstrL (Ljósm. B. B.) getur eitthvað. — Ertu að hugsa um, að gera sönginn að aðalstafi hér heima? — Ég veit ekki, hvort það er hægt. Ég hef ekkert á móti því að fá mér einhverja aðra vinnu. og hafa sönginn í hjá- verkum. Það væri vitaskuld mjög gaman, að geta gert eitt- hvað í söngmálunum hér heima. Mér virðist söngáhugi mjög vaxandi hér, fjöldinn allur af fólki hefur ágætisraddir og áhuga, en það hefur bara ekki verið gert nægilega mikið f þvf að koma þvf á framfæri, það er eins og það skorti virki- lega driffjöður f þeim efnum. En mér finnst eins og þetta sé óðum að glæðast, það er sem söngfólkið sé að vafcna af dvala og það er ekkert vafamál, að mikið væri hægt að gera i þess um efnum. c>tæiv . , ; — Hvernig lízt þér þá á hug- myndina um íslenzka óperu? — Það er allavega nægilega margt gott söngfólk hér til að stofna óperu, en það yrði áreið anlega mjög mikið átak, og söngfólkið þyrfti mikið að fórna sér að minnsta kosti fyrstu árin. En það er hægt að ráðast í margt annað en óperu. Það má efla sönglíf í alls konar formi, svo sem með því að senda einþáttunga út á land, svo að nokkuð sé nefnt. En svo að við snúum okk- ur aftur að Hoffmann, var honum ekki vel tekið í Höfn? — Alla vega var aðsóknin mjög góð, ef það á að leggj- ast til grundvallar. Jú, þetta var nokkuð gott, og ég er viss um, að þetta heppnast vel hjá okkur líka. í hinum stóru hlut- verkunum er prýðilegt söng- fólk, Guðmundur Jónsson syng ur kölska, og það er mjög stórt hlutverk, þá eru þær Sig- urveig, Eygló, Svala og Þuríður Pálsdóttir f kvenhlutverkunum. Það eina sem ég er óánægður með er að þessi naumi æfinga- tími skapar alltof mikið erfiði svona rétt fyrir frumflutning, en vonandi tekst þetta vel, og að lokum vil ég segja, að ég hlakka til að syngja hér heima fyrir landa mína, þeir hafa allt af tekið mér vel og eru mjög lifandi públfkum. gþe. Sjötugur: Einar Ólafsson Lækjarhvammi Sl. sunnud. varð sjötugur Einar Ólafss. bóndi í Lætkjarhvemmi. Ein ar er fæddur 1. maí 1896 í Flekku- dal í Kjós, sonur Ólafs Einars- sonar bónda þar og konu hans Sigríðar Guðnadóttur. Einar ólst þar upp í hópi syst- kina sinna og vandist snemma allri algengri sveitavinnu eins og þá var venja sveitabarna. Ekki átti hann kost neinnar skólagóngu i æsku utan venjulegrar barna- fræðslu sem þá var líka mjög lítil. Um tvítugt fór Einar til sjós á togara og stundaði sjómennsku um 10 ára skeið alla vetur bæði á íslenzkum og erlendum togurum, en var heima á sumrin hjá föð- ur sínum við heyskap og önnur bústörf. Á þessum árurn fékk Ein ar víðtæka almenna þekkingu, einnig á atvinnumálum þjóðarinn- ar. sem komið hefur honum að góðum notum síðar á ævinni í fé- lagsmálastörfum hans. Auk þess sótti hann í sjóinn fé til að byggja upp búskap sinn í Lækjar- hvammi, en þar hóf hann búskap árið 1926. Snemma kom í ljós að Einar var mjög glöggur maður og greind ur og vel til forystu fallinn i fé- lagsmálum. Enda hefur hann ver- íð einn af atkvæðamestu mönn- um í félagssamtökum íslenzkra bænda síðustu þrjá áratugi. Fyrstu félagsmálastörf Einars voru í ungmennafélaginu Dreng- ur í Kjós og var hann formaður félagsins um skeið og er nú heið- ursfélagi þess. Þar hefur Einar vafalaust eins og margir aðrir ís- lenzkir sveitaunglingar mótazt af hugsjónum og umbótavilja ung- mennafélagsskaparins og lært að fórna tíma og körftum í þágu hug- sjóna sinna án tillits til endur- gjalds á veraldar vísu. Einar hef ur verið nægjusamur og hófsam- nr og virt þannig fornar þjóðleg- ar dyggðir og ekki gert miklar kröfur um endurgjald fyrir þá geysimiklu vinnu, sem hann hef- ur fórnað félagsanálum ýmisskonar Einar var kosinn formaður jarð- ræktarfélags Reykjavíkur 1941 og hefur verið það alla tið síðan. Kosinn var hann í stjórn Mjólk- ursamsölunnar 1943 og er í henni enn. Fulltrúi Búnaðarsambands Kjalamesþings á Búnaðarþingi hef ur hann verið síðan 1942. Formað- ur Ræktunarsambands Kjalarnes- þings var hann árin 1947—1961 og í stjóm B.s. Kjalarnesþings síðan 1961. Þegar Stéttasamband bænda var stofnað árið 1945 var mikill ágrein ingur meðal bænda um það, með hvaða hætti bændur ættu að skipa hagsmunabaráttu sinni, til að geta haldið hlut sínum í þjóðfélaginu til jafns við aðrar stéttir. Hafði flokksleg og pólitísk afstaða nokk- ur áhrif á sfeoðanir manna í því efni og var um skeið tvísýnt um að takast mætti að sameina stétt ina um ein hagsmunasamtök. Þá gengust nokkrir menn úr Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum fyrir því að velja til forystu i þessum nýju samtökum menn úr báðum þessum flokkum, menn sem treyst var til að laða saman hin óliku sjónarmið inn- an stéttarinnar og velja baráttu stéttarinnar form óháð flokkslegri afstöðu manna. Sverrir Gislason í Hvammi var kosinn formaður, en einn af þeim mönnum, sem kosinn var með hon um í stjórnina var Einar Ólafsson Framhald á 14. síðu. MINNING Einar Krístjánsson óperusöngvari „Þú skalt ávallt temja þér litillæti og reyndu að þekkja sjálfan þig“. Þessi orð voru ein þau fyrstu, sem Einar Kristjánsson, óperusöngvari sagði við mig. Ég kynntist Einari ekki fyrr en hann kom alkominn heim til íslands og hóf störf sín við söngkennslu. Þetta var ekki langur tími en nógu langur til þess, að mér varð maðurinn hugstæður. Nú er hann skyndi lega farin úr þessum heimi. Þessar línur eiga ekki að vera frá minni hendi annað en lítill þakklætisvottur, vegna þess að maðurinn, Einar Krist- jánsson, skildi eftir í mínum huga endurminningar, sem mér eru mikils virði. En undirtónn inn í þeim minningum eru upp- hafsorð þessa greinarkorns. Einar Kristjánsson var vel greindur og drengur góð- ur. Það var líka hverjum Ijóst af viðkynningu við hann að margan erfiðan hjallan var hann búinn að klífa, en upp skorið ríkuleg sigurlaun í listgrein sinni. En það er önn- ur saga og meiri, sem skráð verður af öðrum mér færari. Ég þakka Einari Kristjáns- syni fyrir samstarfið og leið- beiningarnar og bið honum til handa blessunar Guðs á þeirri vegferð, sem hann nú er að hefja. Ég votta eiginkonu hans, dætrum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Hjörtur Hjartarson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.